Morgunblaðið - 30.04.1985, Side 50

Morgunblaðið - 30.04.1985, Side 50
50 MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1985 Afmæliskveðja: Hjörtur Sturlaugs- son, Fagrahvammi Ég á í fórum mínum afmælis- dagabók sem ég hlaut hana í ferm- ingargjöf fyrir 40 árum. Nú hin síðari ár gríp ég hana stundum er í hug minn koma minnisverðir menn frá æskudögum mínum. Af tilviljun greip ég til hennar fyrir skömmu og sá þar nafn eins míns mesta uppáhaldsfrænda og að hann væri nú um þessar mundir að fylla áttunda tuginn. Þó segja megi að vík hafi verið milli vina hvað okkur Hjört snert- ir, allt frá því hann yfirgaf æsku- stöðvar og flutti vestur að Isa- fjarðardjúpi vorið 1933, fann ég mig knúinn að senda honum kveðju frá heimabyggðinni á þess- um merku tímamótum í lífi hans og vona fastlega að hann virði mér það til vorkunnar er ég minni hann á sumarkvöldin er hann var á ferð hjá fólki sínu í Snartar- tungu og kom yfir að Þórustöðum og ræddi við jafnaldra sína og frændur. Þá var nú stundum vak- að svolítið frameftir og þó kannski hafi verið haust eða vetur, verða þau í huga mínum — eilíf sumar- kvöld. { þessum formála er ég nú raun- ar búinn að segja flest það sem mig langaði að segja við hann, enda vandi á höndum þar sem samstarfsmenn hans og vinir í fé- lagsmálavafstrinu á Vestfjörðum hafa gert lífshlaupi hans merk skil á öðrum tímamotum í lífi hans. Vitna ég þar til mjög ágætr- ar greinar Friðberts í Botni er birtist í íslendingaþáttum Tímans 13. tbl. árið 1975. Einnig skrifar mágur hans, Kristján á Brekku, í sama rit fimm árum síðar, þó get- ur ekki hjá því farið að um nokkr- ar endurtekningar verði að ræða. Hjörtur fæddist í Snartartungu í Bitrufirði 7. april 1905. Foreldrar hans voru Sturlaugur Einarsson og Guðbjörg Jónsdóttir. Þau hófu búskap þar vorið 1903, höfðu áður búið á Þiðriksvöllum í Hróf- bergshreppi um sjö ára skeið. Börn þeirra er upp komust voru átta, öll mikið atorku- og greind- arfólk. Nú er aðeins á lífi ein syst- ir auk Hjartar, Halldóra hús- freyja að Hamarsholti í Gnúp- verjahreppi. Látin eru, talin hér í aldursröð: Þórey, lést ung, maður hennar var Ólafur Jónsson tré- smiður á Borðeyri, síðar á Þing- eyri; Ásmundur bóndi í Snartar- tungu; Hjörleifur bóndi á Kimba- stöðum í Skagafirði; Einar prófastur á Patreksfirði; Guðborg og Jón er varð úti við fjársmölun í miklu áhlaupsveðri aðeins 16 ára að aldri þ. 7. des. 1925. Frá þeim atburði segir Hjörtur í viðtals- þætti í bókaflokki Þorsteins Matt- híassonar, í dagsins önn, 5. bindi, ásamt mörgu öðru úr viðburða- ríkri ævi sinni. Snartartunga var föðurleifð Sturlaugs. Þar höfðu búið allan sinn búskap foreldrar hans, Einar Þórðarson og Guðrún Bjarnadótt- ir, á árunum 1847—1893. Þau hjón reyndust mjög kynsæl, komu upp ellefu börnum. Fyrir þá sem áhuga hafa fyrir slíku skulu þau talin hér Elstur Ásmundur bóndi á Mýrum við Hrútafjörð; Elíasbet húsfreyja að Þórustöðum í Bitru; Þórður bóndi í Hvítuhlíð, Belgsdal í Saurbæ og víðar; Guðmundur bóndi á Felli í Kollafirði, síðar í Stórholti í Saurbæ; Einar bóndi Gröf í Bitru; Guðrún eldri, flutti til Vesturheims, kona Helga Jóns- sonar frá Bræðra-Brekku og eiga þau afkomendur þar; Herdís, bjó í Geiradal, Guðrún yngri húsfreyja, síðast á Vífilsmýrum í önundar- firði; Zakarís bóndi á Einfæt- ingsgili, síðast í Bolungarvík; Sturlaugur bóndi í Snartartungu og yngst Sigríður húsfreyja í Bæ í Króksfirði, kona Ingimundar Magnússonar hreppstjóra. Öll eiga þessi systkini afkom- endur, sum mjög marga. Til gam- ans skal þess getið að fyrir ári síðan var haldið ættarmót þeirra hjóna á Hótel Sögu. Undirbúning- ur var lítill. Fjórar konur í Reykjavík tóku sig til og drifu þetta í gegn. Var það auglýst með aðeins hálfs mánaðar fyrirvara í blöðum. Þrátt fyrir svo skamman undirbúning og óhentugan tíma fyrir fólk utan þess svæðis mættu þar á sjötta hundrað manns. Segir það nokkra sögu þar sem vitað er að fjölmargir sitja enn sem fast- ast í sveitum, en það er ættar- fylgja margra Snartartungu- manna, sterk hneigð til landbún- aðar. Þeir sem fróðastir eru telja að afkomendur Einars og Guðrún- ar muni vart færri en sjö til átta hundruð að tölu og er athyglisvert er þess er gætt að aðeins áttatíu ár eru liðin frá láti þeirra. Hjörtur gerðist þá heldur eng- inn ættleri hvað búhneigðina snerti og hefur nú staðið fyrir búi í 55 ár og gerir enn þó nú hafi verið dregið saman. Eftir eins vetra nám í Hvítár- bakkaskóla og tveggja vetra bú- fræðinám á Hvanneyri, giftist hann fyrri konu sinni, Arndísi Jónasdóttur frá Borg í Reykhóla- sveit. Hófu þau búskap í Snartar- tungu vorið 1930 og bjuggu þar í þríbýli næstu þrjú árin. Þar kom þeim þótti of þröngt um sig þó jörðin sé víðlend og gjöful enda ræktun skammt á veg komin og erfið í framkvæmd sökum tækja- leysis á þeim árum. Jarðir lágu hins vegar ekki á lausu í næstu sýslum. Ég efast um að Jón Bald- vin hefði þá farið af stað með að reyna að eignast ísland. Árið 1933 festu þau kaup á jörð- inni Hanhóli í Bolungarvík og fluttu vestur, 20. maí þá um vorið, fólk, kýr, hesta og búshluti alla með strandferðaskipi vestur fyrir Horn, en féð var rekið vestur um heiðar síðar um vorið og flutt á báti frá Arngerðareyri út í Bol- ungarvík. Þetta veit ég voru Hirti þung spor að yfirgefa frændfólk og heimahaga en með kjarki og vilja- festu vann þá þraut með sæmd. Eftir tíu ára búskap er enn lagt af stað og þá að Hafrafelli í Skut- ulsfirði. Þar bjuggu þau aðeins eitt ár, keyptu þá Fagrahvamm og juku nú umsvifin. En nú syrti í álinn. Þann 30. des. 1947 mætti Hirti sú þunga raun að Arndís kona hans andaðist snögg- lega, aðeins 44 ára að aldri. Þau höfðu eignast fjögur börn, það yngsta þá á áttunda ári. Þau eru: Sverrir, f. 1931, kona Sólveig Hjartarsen, búa í Noregi; Bern- harð, f. 1932, var giftur Guðrúnu Jensdóttur, nú skilin; Anna, f. 1935, maður hennar var Sigurður Ásgeir Guðmundsson málara- meistari á ísafirði. Hann lést i desember síðastliðnum; Hjördís, f. 1939, maður hennar er Pétur Sig- urðsson á ísafirði. Hjörtur segir sjálfur að þessi mótbyr hafi haft furðu lítil áhrif á líf sitt, hafi margsinnis upplifað þessa atburði í draumi og verið tiltölulega vel undir þetta búinn, en hann fór ungan að dreyma skýrt ýmsa atburði er síðar komu fram. Árið 1950 gengur Hjörtur í hjónaband öðru sinni og þá með Guðrúnu Guðmunsdóttur Einars- sonar refaskyttu frá Brekku á Ingjaldssandi. Guðrún var þá ný- orðin ekkja og þriggja barna móð- ir. Það segir Hjörtur að hafi verið sér mikið heillaspor, konan af miklu manndómsfólki komin, hlý, trygglynd og mikil húsmóðir. Auð- velt er okkur sem til þekkjum að skilja hver áhrif slík samfylgd hafði á bjartsýnismanninn, enda er mér sagt að þá hafi mikið um- bótatímabil i ræktun og bygging- um hafist í Fagrahvammi. Þau hjón eignuðust þrjú börn sem öll lifa og búa í nágrenni við foreldra sína, auk þess sem Hjörtur gekk sonum Guðrúnar í föðurstað. Börn þeirra eru: Arndís, f. 1950, maður hennar Finnbogi Bernódusson í Bolungarvík; Einar, f. 1953, bú- fræðingur og smiður. Hefur nú stundað nám í Samvinnuskólanum á Bifröst tvo siðastliðna vetur og tekur að ég best veit við Kf. á Skagaströnd nú í vor að prófum loknum. Kona hans er Elínóra Rafnsdóttir frá Akureyri; yngst er Guðbjörg, f. 1955, maður hennar er Magnús Halldórsson úr Hnífs- dal. Þau búa á ísafirði. Ég hef áður getið þess að félags- málastörfum Hjartar þar vestra hafi verið gerð góð skil í blaða- greinum, svo ég mun ekki tíunda það hér. Þess í stað langar mig að benda á hve snemma beygðist krókurinn til þess er verða vildi um það. Hér heima var hann einn af öt- ulustu forvígismönnum að stofnun ungmennafélagsins og ritari þess frá byrjun þar til hann flutti vest- ur. Þá var margt af ungu fólki í sveitinni. Strandamenn voru á þeim árum aðilar að Búnaðarsambandi Vest- fjarða. Bitrungar sýndu Hirti þann trúnað að senda hann aðeins tvítugan að aldri sem fulltrúa sinn á aðalfund þess á ísafirði. Þar mun hann hafa átt sæti f.h. síns félags flest ár síðan og í dag vera sá maður er flesta fundi þess hef- ur setið frá upphafi. Samvinnuhreyfingunni gerðist hann einnig snemma fylgispakur. Ég hef í fórum mínum dagbækur föður míns frá árunum 1928—30. Þar kemur fram hvað þeir frænd- ur brölluðu margt saman, ekki þá alveg óvenjulegt að þeir fylgdu hver öðrum eftir í fjárhúsunum enda stutt milli bæjanna. Á Óspakseyri hafði verið rekin kaupmannsverslun frá árinu 1912. Bændurnir voru orðnir háðir henni, árferði oft erfitt og safnast upp skuldir. Einmitt þarna þykir mér líklegt að kaupmannsvaldinu hafi verið brugguð nokkur laun- ráð. Þeim tókst svo ásamt fleiri ungum bændum að koma því í kring að Verslunarfélag Hrútfirð- inga á Borðeyri byggði lítið versl- unarhús á óspakseyri strax vorið 1929. Þar var svo rekin verslun allt þar til Kf. Bitrufjarðar var stofnað 1942. Hjörtur hafði verið með af- brigðum frændrækinn maður og haldið sambandi við fólk vítt um land. Það er gaman að fá jólakort- in frá honum. Kemst þar oft mikið fyrir á litlu spjaldi. Hann er frá- sagnarmaður eins og þeir gerast bestir, spilandi af fjöri og stál- minnugur, á mjög létt með að tjá sig bæði í mæltu sem rituðu máli, einnig kvæðamaður góður. Ég hef því miður ekki átt þess kost að njóta gestrisni þeirra hjóna í Fagrahvammi, þrátt fyrir mörg heimboð, en hef fyrir satt að þar séu allar veitingar fram reidd- ar með mikilli reisn á þjóðlega vísu. Kæri frændi minn. Um leið og ég bið þig afsökunar á þessari síð- búnu afmæliskveðju vil ég þakka þér allar skemmtilegu samveru- stundirnar á liðnum árum. Ég held ég taki mér það bessa- leyfi að flytja þér einnig kveðju Strandafjallanna. Þau falda nú hvítu ofan í mitti, böðuð sól. Kannski eru þau að halda sér til i tilefni fleiri atburða en páskanna. Hver veit? Bið svo þér og fjölskyldu þinni blessunar guðs um ókomin ár. Kjartan Ólafsson Ný sýning í vaxmyndasafninu Kvikmyndir Árni Þórarinsson Regnboginn: The Bostonians * '/> Bandari.sk. Árgerð 1984. Handrit: Rugh Prawewr Jhabvala, eftir skíldsögu Henry James. Leik- stjóri: James Ivory. Aðalhlutverk: Vanessa Redgrave, Christopher Reeve, Madeleine Potter, Jessica Tandy, Linda HunL Ef svipast er um eftir jákvæð- um lýsingarorðum yfir myndir bandaríska leikstjórans James Ivory og fastra samstarfsmanna hans gegnum árin, Indverjans Ismail Merchant, framleiðanda, og Ruth Prawer Jhabvala, hand- ritshöfundur, þá situr maður fljótlega uppi með „virðingar- verður" og „vitsmunalegur". Þessi sérstæða þrenning hefur um langa hríð gert svona bíó- myndir, ólíklegar til vinsælda, nánast einstrengingslega „menningarlegar". Uppáhalds- vettvangur þeirra hefur verið Indland, þar sem þetta stríð hef- ur fjallað um heldur feimnislega árekstra — árekstra er reyndar of sterkt orð, segjum heldur snertingu, ólíkra þjóðmenninga og hugmyndaheima, indverskra og breskra. Mesta athygli þess- ara „Indlandsmynda" vakti sú nýjasta, Heat and Dust, sem Regnboginn sýndi í fyrra. En þetta viðfangsefni, samskipti ólíkra menningarhefða, nær til fleiri mynda þrenningarinnar, þ.á m. þeirrar sem fyrst náði einhverjum vinsældum utan kúltúrklúbbanna. Það var The Europeans, gerð 1979 og sýnd hér sem mánudagsmynd í Há- skólabíói ef ég man rétt. Hún var byggð á skáldsögu eftir Henry James um tvo Evrópubúa, sem raska ró settlegrar yfir- stéttar á Nýja Englandi fyrir aldamótin. The Bostonians er þannig til- raun til að stiga öðru sinni I vænginn við Henry gamla James og enn er þemað hið sama: Utan- aðkomandi hugmyndastraumar i mannsmynd valda smá óróleika, tilfinningatitringi hjá þeim sem fyrir eru á sögustað, í þessu til- felli Boston um aldamótin. Fjall- myndarlegur en ósköp aft- urhaldssamur Suðurríkjalög- fræðingur, Christopher Reeve, kemst upp á milli samanherptr- ar miðaldra kvenréttindafrauku, Vanessa Redgrave, og skjólstæð- ings hennar, ungs og ósennilegs .nælskusnillings, Madeleine Potter. Þessi ungi hugmynda- fræðingur upprísandi kvenrétt- indahreyfingar virðist. reyndar að einhverju leyti fá mælsku sína að handan fyrir tilstilli föð- ur síns, huglæknisins; a.m.k. er engin skýring haldbetri á linnu- litlum ræðuhöldum hennar í myndinni um kúgun og „kvenna- menningu" gegnum tíðina. Hinn ungi aldamótafeministi fellur loks fyrir suðurríkja-súper- manninum og Redgrave, sem myndin daðrar við að segja að sé lesbísk án þess að segja það, tek- ur við Málstaðnum óforvarandis. Þar fór góð rauðsokka í hunds- kjaft. Siðan um aldamót hafa margir góðir hundskjaftar farið öfuga leið. Allt fer þetta vel og kurteis- lega fram í mynd þremenning- anna, svo vel reyndar og kurt- eislega að The Bostonians er álíka áhrifamikil dramatík og snobbað, menningarlegt stáss- stofusnakk. Að horfa á þessa mynd er líkt því að vera í tveggja klukkustunda löngu hanastéli við opnum myndlistar- sýningar, þar sem myndirnar eru ókomnar og allir masa og fjasa um óséða, óreynda hluti og mæla hvern annan út i leiðinni. Persónur og samskipti í Bostoni- ans eru lífvana uppstillingar, snyrtilegar og vel tilhafnar á yf- irborðinu og undir þessu yfir- borði drynur tómahljóðið. Kannski á þetta einmitt að vera svona. Það bætir þó ekki mynd- ina hætis hót. Leikur Vanessa Redgrave sem ólukkuleg kvenfrelsishetja er Ijósi punkt- urinn í The Bostonians. Hér er hún t.d. með mælskusnillingnum sínum, Madeleine Potter.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.