Morgunblaðið - 30.04.1985, Side 53

Morgunblaðið - 30.04.1985, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1985 53 LögregluhesUrnir fóru i svo að segja hvað sem er og hér er það eldramminn sem þeir stökkva í gegnum. hann fram og til baka, þvers og kruss um völlinn, snarbremsaði síðan og svo lagðist klárinn. Þessir ofurhugar enduðu síðan sýningu sína með því að tveir þeirra stilltu sér upp við enda vallarins, annar var með logandi kyndil og síðan hleyptu þeir samsíða af stað og sá með kyndilinn bar eld að hinum, þannig að skiðlogaði úr baki hans og endaði með því að sá stökk af baki og nærstaddir jusu sandi yfir „fórnarlambið" til að slökkva eld- inn. Var látið líta svo út sem mað- urinn væri illa brenndur. Möguleikar til kynn- ingar miklir Mestur hluti sýningarsvæðisins var notaður undir bása þar sem menn auglýstu og seldu vöru sína. Var þarna allt milli himins og jarðar, að sjálfsögðu reiðtygi fyrir allar tegundir reiðmennsku, bif- reiðir til hestaflutninga, húsgögn, fatnaður og þar á meðal fokdýrir pelsar. Þarna voru einnig heilu hesthúsin til sölu og sýnis. Járningamenn voru með sýn- ingu á járningu og öll verkfæri til járninga voru fáanleg þarna á góðu verði. Þá voru dýralæknar með sýningu á sínum starfsvett- vangi. Haldinn var fyrirlestur með reglulegu millibili allan tím- ann þar sem notaður var hestur sem teiknuð var á afstaða bein- agrindur og innyfla og allt útskýrt jafnharðan. Þá voru til sýnis líkamspartar, aðallega fætur, sundursagaðir og sumir með opin beinbrot og svo framvegis. Þá var þarna hjarta sem sló og lungu sem önduðu, uppblásnir þarmar úr hesti. Fóstur voru sýnd, bæði van- sköpuð og heilbrigð. Athyglisvert var hversu margar ferðaskrifstofur og flugfélög voru með sýnigarbása og vaknaði sú spurning hjá manni hvort ekki sé þarna kjörið tækifæri fyrir ís- lenskar ferðaskrifstofur og flug- félög að láta ljós sitt skína á þess- um vettvangi. Reyndar voru Samvinnuferðir með bás þarna ásamt Eiðfaxa og Landssambandi hestamanna og Þörungavinnslan kynnti þarna „Mararmjölið" í samvinnu við þýskan innflutningsaðila. Reynir Aðalsteinsson og Herbert „Kóki“ ólason voru með kynningu á starfsemi sinni á Falkenhorst- búgarðinum, en eins og kunnugt er reka þeir tamningastöð og hestasölu þar ytra. Að sögn mun þessi sýning vera stærsta vörusýning sem haldin er í Vestur-Þýskalandi og víðar og mætti þvi ætla að ýmsir aðilar hérlendis gætu nýtt sér þennan viðburð til kynningar á landinu, vörum og þjónustu sem við höfum upp á að bjóða. Það sem hér hefur verið nefnt er aðeins lítið brot af því sem fyrir augu bar, því ef ætti að gera öllu skil yrði það efni í nokkrar opnugreinar. Þótt við íslendingar velkjumst ekki í vafa um það hvað sé „besta" hestakyn í heimi og þurfum ekki að fara út fyrir landsteinana til að komast að því, þá er hiklaust hægt að hvetja alla þá sem hesta- mennsku stunda að fara einu sinni á ævinni á þessa sýningu sem er heill ævintýraheimur. Af og til meðan i sýningtinni stóð voni hestar járnaðir af fagmönnum. Voru það að sjálfsögðu heitjárningar sem mikið eru stundaðar f Þýskalandi og sést hér einn járningamaðurinn slá til eina skeifu og annar talar við þýskan sjónvarpsmann. Kennslustund f líffærafræði hestsins og yfir hangir háfjallasól fyrir hesta sem eru vinsælar erlendis Níræðisafmæli: Þarbjörg S. Jóns- dóttir, Kleifarstekk í dag, þriðjudag hinn 30. apríl, verður föðursystir mín, Þorbjörg Sigríður Jónsdóttir, Laugateig 5, Reykjavík, 90 ára. Hún fæddist í Papey 30. apríl 1895. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Gróa Sveinsdóttir frá Hofi í öræfum og Jón Jónsson frá Efriey í Meðal- landi, en hann var þá ráðsmaður í Papey. Þau eignuðust 5 börn, en þrjú þeirra dóu í frumbernsku. Hin voru Lárus Kristbjörn fæddur 1892, en hann ólst upp hjá hjónunum Sveini Jónssyni og Ingileifu Jónsdóttur sem bjuggu lengi í Fagradal í Vopnafirði og Þorbjörg sem hér er áður nefnd: Þegar Þorbjörg var tveggja ára fluttust foreldar hennar að Merki sem var smábýli skammt innan við Djúpavog, að sunnanverðu. Eftir að þangað kom missti faðir hennar fljótlega heilsuna og fór i sjúkrahús í Reykjavík og andaðist þar. Þá hætti Sigríður búskap og fluttustu þær mæðmir þá að Rannveigarstööum í Alftafirði og síðar að Markúsarseli f sömu sveit. Árið 1911 flytjast þær mæðgur svo að Fagradal í Vopna- firði, en þar ólst bróðir Þorbjargar upp eins og fyrr getur. Árið 1913 fór Þorbjörg svo til Reykjavíkur og lærði karlmannafatasaum. Vorið 1916 fiuttist hún svo aust- ur á land, að Höskuldsstöðum í Breiðdal til móður sinnar og bróð- ur síns, sem hóf þar búskap það vor ásamt konu sinni, Þorbjörgu R. Pálsdóttur frá Gilsá í Breiðdal. Árið 1918 fór hún á vefnaðarnám- skeið hjá Sigrúnu P. Blöndal sem síðar varð skólastjóri Hús- mæðraskólans á Hallormsstað. Vorið 1920 flyst hún með bróður sínum og fjölskyldu hans að Gilsá og 25. október sama ár giftist hún Emil Þórðarsyni. Hann fæddist á Kömbum í Stöðvarfirði 12. júní 1894. Foreldrar hans voru hjónin Sigurbjörg Sigurðardóttir frá Gilsá í Eyjafirði og Þórður Árna- son frá Stöðvarfirði. Vorið 1924 fiuttust þau Þor- björg og Emil að Kleifarstekk í sömu sveit ásamt dóttur sinni Nönnu sem þá var á öðru ári. Á Kleifarstekk bjuggu þau svo til haustsins 1948 að þau fluttu til Breiðdalsvíkur, en þar höfðu þau látið byggja sér íbúðarhús í félagi við Kaupfélag Stöðfirðinga sem átti y* í húsinu. Ákveðið hafði ver- ið að Þorbjörg ræki þar sauma- stofu fyrir Kaupfélagið, og gerði hún það til vorsins 1956 að þær mæðgur fiuttust til Reykjavíkur f júní það ár. Þar fékk hún vinnu hjá Krist- jáni Friðrikssyni í karlmanna- fataversluninni Últíma. Hún vann þar í 17 ár við saumaskap og var þá orðin 78 ára. Fyrstu árin í Reykjavík áttu þær mæðgur heima á Hrísateig 3. Sfðar keyptu þær íbúð i húsinu númer 5 við Laugateig. Þar hafa þær átt heima síðan. Þorbjörg og Emil eignuðust þrjú börn, eina dóttur, Nönnu, faedd 5. febrúar 1923, og tvo syni, Sigurð Hafstein, fæddur 10. nóv- ember 1926, og Daníel Þór, fæddur 31. desember 1927. Sigurður Haf- steinn dó haustið 1948 eftir lang- vinn veikindi. Hann var sínum nánustu mikill harmdauði þvi hann var einstaklega vel gefinn og frábært prúðmenni. Hann stund- aði nám við alþýðuskólann á Eið- um tvo vetur og fékk mjög lof- samlegan vitnisburð og sérstök verðlaun fyrir námsárangur og prúðmennsku. Daníel er húsgagnasmiður f Reykjavík, kvæntur Ernu Þórar- insdóttur húsmæðrakennara. Hún hefur verið hótelstjóri á Laugar- vatni í rúma tvo áratugi. Þorbjörg missti mann sinn sumarið 1952 eftir stutta legu. Má þvi segja að skammt hafi orðið stórra högga á milli. En Þorbjörg bar sorgir sínar með æðruleysi og reisn. Þau 24 ár sem Þorbjörg og Emil bjuggu á Kleifarstekk höfðu þau fremur litið en gagnsamt bú. Kleifarstekkur er lítil jörð og erfið til ræktunar, enda voru þá ekki komin stórvirk jarðyrkjutæki eins og nú síðari árin. Þorbjörg vann mikið við saumaskap og vefnáð bæði heima og einnig að heiman því hún kenndi mörgum vefnað og óf oft fyrir fólk bæði heima og á öðrum bæjum. Hún var framúr- skarandi vel verki farin og vand- virk. Hún vann einnig mikið að útsaum og öðrum hannyrðum og var frábærlega smekkvís. Henni var mjög sýnt um að búa til góðan mat og baka fínt brauð. Ég man alltaf hvað mér þótti gott kaffi- brauðið í Kleifarstekk og ekki sið- ur rúgbrauðið, sem hún bakaði. Á heimilum Þorbjargar hefur alltaf verið frábær þrifnaður og mikil gestrisni. Ég man enn hve timb- urgólfin i gamla bænum á Kleif- arstekk voru hvítskúruð og hrein hvenær sem ég kom þar. Á þeim árum voru ekki allskonar þægindi til sveita, svo sem rafmagn og annað sem því fylgir. Samt var umgengnin og þrifnaður á Kleif- arstekk til fyrirmyndar. Þorbjörg var eftirsótt til að sjá um veitingar á samkomum og mannafundum, en þá tiðkaðist að hafa kaffiveitingar og oft einnig skyr og rabbarbaragraut. Skemmtisamkomur þá voru með allt öðru sniði en nú á seinni ár- um, enda haldnar miklu sjaldnar. Þar sem ég ólst upp var algengast að ein eða tvær samkomur voru á hverju sumri. Þær byrjuðu oft um miðjan dag, gjarnan með ræðu- höldum og upplestri, og voru þá ræðumenn oft fengnir langt að. Þá var einnig keppt í íþróttum. Að loknum skemmtiatriðum var svo stiginn dans. Samkomurnar stóðu oftast frá klukkan 15 til klukkan 5 eða 6 að morgni. Ekki var því furða þó margir vildu kaupa sér mat. Þorbjörg stóð oftast fyrir veitingum á fundum í Kaupfélaginu en þeir voru jafnan vel sóttir. Þá starfaði hún talsvert að félagsmálum, einkum í líknar- félaginu Einingu, sat f stjórn þess og var formaður þess eitt kjörtímabil. Þorbjörg hefur alla tíð verið ákafiega örlát. Þeir eru margir ættingjar og vinir hennar, sem hún hefur glatt með allskonar gjöfum, einkum jóla- og afmælis- gjöfum og við önnur merk tíma- mót. Ég efast um að þeir séu margir, sem hafa varið eins stór- um hluta af tekjum sinum, til þess að gleðja aðra. Þorbjörg hefur alla tíð verið glæsileg kona, hávaxin og bein- vaxin og samsvarar sér mjög vel. Enn í dag gengur hún teinrétt og sú reisn sem alltaf hefur verið yfir henni fylgir henni enn. Hún hefur alltaf verið mjög snyrtileg í klæðaburði og þegar hún klæðist íslenska þjóðbúningnum þá finnst mér hún alltaf glæsilegust. Lengst af ævinni var hún heilsugóð, en síðasta áratug hefur hún ekki gengið heil til skógar. En ég efast um að nokkur taki eftir þvi, enda er hún ekki gjörn á að kvarta þó heilsan sé ekki upp á það besta. Eins og áður kemur fram er Þorbjörg föðursystir mín. Ég hef lengst af kallað hana „systur". Ég vil að lokum elsku systir þakka innilega allt, sem þú hefur gert fyrir mig og mína. Ég bið Guð að blessa þig og gefa þér margar glaðar stundir á ókomnum árum. Þá óska ég og fjölskylda mín þér hjartanlega til hamingju með þessi tímamót. Guð styðji þig og varðveiti. Sigurður Lárusson Þorbjörg tekur á móti gestum á heimili sonar síns og tengdadóttur í Safamýri 93 milli kl. 16 og 19 í dag. Kammermúsíkklúbburinn: Tónleikar í minningu Bachs FJÓRÐU tónleikar Kammermús- íkklúbbsins á þessu starfsári verða haldnir í Bústaðakirkju miðviku- daginn 1. maí nk. klukkan 20.30. Á tónleikunum verður þess minnst að liðin eru 300 ár frá því Johann Seb- astian Bach fæddist. Á efnisskránni verða verk eftir Bach og flytjendur eru Sinn- hoffer-strengjakvartettinn frá Múnchen og Ragnar Björnsson organleikari í Reykjavík. Fimmtu tónleikar Kammer- músíkklúbbsins verða svo haldn- ir í Bústaðakirkju sunnudaginn 5. maí nk. klukkan 20.30. Á efn- isskránni verða verk eftir Juan Crisóstomo de Arriaga, Antonin Dvorák og Ludwig van Beethov- en. Flytjendur eru Sinnhoffer- strengjakvartettinn frá Munch- en. LEIGUHUSNÆÐI ÓSKAST STRAX! Við óskum eftir að taka ó leigu 100-150 fermetra húsnœði miðsvœðis í Reykjavík undir hljóðlóta og hreinlega starfsemi. íbúðarhúsnœði kemur vel til greina. Auglýsins"**0*0 SÍMI: 16840 & 23777

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.