Morgunblaðið - 30.04.1985, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 30.04.1985, Qupperneq 55
MÖRQUNBLADID, ÞftlPJUIMGUR 80, ABRÍLit9S5 Mývatnssveit: Skiptar skoðanir á fjölsóttum fundi Náttúruverndarráðs Vopim, Mývatiwsveit, 26. aprfl. Náttúniverndarríð boðaði til al- menns fundar í Skjólbrekku síðast- liðið miðvikudagskvöld. Umraeðu- efnið var náttúruvernd á vatnasvæði Mývatns og Laxár. Hófst fundurinn klukkan 21. Formaður Náttúru- verndarráðs, Gyþór Einarsson, setti fundinn. Óskaði hann þess að Helgi Jónasson stjórnaði fundinum og rit- arar yrðu Friðrik Dagur Arnarson og Hulda Finnlaugsdóttir. Var það sam- þykkt. Um 200 manns sóttu þennan fund. Framsöguerindi fluttu Eyþór Einarsson, Jón Gunnar Ottósson, Árni Einarsson og Þóroddur Þór- oddsson. Ræður frummælenda snerust um náttúruvernd á þessu svæði og lífríki Laxár og Mývatns. Mjög var ræðumönnum tíðrætt um námaleyfi iðnaðarráðherra vegna Kisiliðjunnar sem þeir fordæmdu. Töldu þeir að ráðherra hefði sett þetta mál í hnút með fljótfærnis- legri ákvörðun, voru jafnvel að gefa í skyn að ekki yrði af þeirra hálfu tekið þátt í neinum rann- sóknum hér fyrr en málið væri leyst. Augljóst er að fundarboð- endum bar skylda til að boða iðn- aðarráðherra á þennan fund, svo mjög sem þeir virtust eiga vantal- að við hann um þetta leyfismál. Hann hefði þá getað svarað þeirri ádeilu sem á hann var borin á fundinum. Trúlega hefðu fundar- menn þá líka orðið nokkuð fróðari um þessi mál. í upphafi fundar var tilkynnt að engar tillögur um ályktanir yrðu bornar upp á þessum fundi. Að framsöguerindum loknum gaf fundarstjóri heimamönnum orðið. Margir tóku til máls og beindu spurningum til framsögumanna sem þeir svöruðu eftir bestu getu. Fyrsti ræðumaður var Hákon Björnsson, framkvæmdastjóri Kís- Frambæri- legt glysrokk Hljómplotur Siguröur Sverrisson Hanoi Kocks Two steps from the move CBS/Steinar Hanoi Rocks er sveit, sem undanfarin ár hefur verið ein þeirra glysrokksveita, sem hvað mesta athygli hafa hlotið í bresku popppressunni. Hérlendis kannast þó vafalítið fáir við Hanoi Rocks. Ég held mér skjátlist ekki þeg- ar ég segi Hanoi Rocks vera upp- runalega frá Finnlandi. Ekki er þó neitt finnskt hægt að sjá á nöfnum meðlimanna, sem öll eru rituð á enska vísu. Eftir að hafa lesið svo mikið um Hanoi Rocks en aldrei heyrt í sveitinni, varð það með nokkr- um spenningi að ég renndi þess- ari plötu undir nálina. Sannast sagna varð ég mjög undrandi því tónlistin er á allan hátt mun heflaðri en ég hafði gert mér vonir um. Lögin mörg hver mjög góð og flutningurinn hnökralít- ill. Hreint ekki sú hávaðafram- leiðsla sem glysrokkið vill oft verða. Eitt laganna á plötunni er meira að segja hið gamalkunna Creedence Clearwater-lag, Up around the bend. Útsetning Hanoi Rocks er nokkuð svipuð þeirri upprunalegu, en kraftur- inn óneitanlega meiri. Þegar öllu er á botninn hvolft, er Hanoi Rocks hin frambæri- legasta rokksveit og forsprakk- inn Mike Monroe hreint ágætur söngvari. Þetta er flokkur, sem rokkarar ættu að kynna sér nán- ar. iliðjunnar. Aðrir er til máls tóku voru: Dagbjartur Sigurðsson, Gunnar Ingi Gunnarsson, Kristján Þórhallsson, Sigurður Rúnar Ragnarsson, Stefanía Þorgríms- dóttir, Þorgrímur Starri, Illugi Jónsson, Sigurbjörn Sörenson, Ág- úst Hilmarsson og Sigrún Guð- jónsdóttir. Margt fróðlegt kom fram hjá ræðumönnum. Sumir gagnrýndu Náttúruverndarráð mjög. Eftirfarandi spurningu var með- al annars beint til Náttúruvernd- arráðs: „Nú vilja bændur sem land eiga að Ytri-flóa Mývatns láta dæla kísilgúr á þeim svæðum sem eftir eru í flóanum til að koma í veg fyrir að þessi svæði þorni sem margir óttast. Ennfremur hefur það sýnt sig á undanförnum árum að lífsskilyrði fyrir silung og jafn- vel fugl virðast vera hin ákjósan- legustu þar sem þegar er búið að dæla. Þá er silungur einnig talinn feitari og betri á þessu svæði en annars staðar í Mývatni. Það bendir meðal annars til að dýpi vatnsins sé þarna heppilegt og áta nægileg. Nú vilja bændur ef til vill hefja ræktun á silungi í Ytri-flóa og er dæling úr flóanum forsenda þess. Hér myndi því vera um að ræða hefðbundna búgrein. Nú vilj- um við spyrja Náttúruverndarráð: Hefur einhver lagalegt vald til að banna bændum að láta dæla kísif- gúr úr Ytri-flóa Mývatns?" Þessari spurningu var svarað á & þá leið að bændur gætu látið dæla innan netlagna en utan þeirra yrði að fá leyfi frá iðnaðarráðuneytinu. Engar sannanir komu fram á þess- um fundi um að dæling á kísilgúr af botni Ytri-flóa hafi haft skaðleg áhrif á lífríki vatnsins til þessa. Hins vegar var þess getið að þar sem vatnið er orðið grynnst á því svæði, botnfrýs á vetrum og hefur þar af leiðandi hættuleg áhrif á lífríki þar. Fundurinn fór vel fram og var ekki lokið fyrr en nokkru eftir mið- nætti en þá sleit Eyþór Einarsson honum. Óskaði hann fundar- mönnum velfarnaðar og þakkaði góða fundarsetu. Þess má í lokin geta að nýlega er búið að stofna hér í sveitinni samtök um verndun Mývatns. Kosin hefur verið 5 manna framkvæmdastjórn þess- ara samtaka. Stofnun samtakanna var tilkynnt á fundinum og lesin yfirlýsing um tilgang og markmið. Kristjin COCTAIL-KEPPNI ÍSLANDS 1985 verður haldin á hótel Sögu sunnudaginn 5. maí kl. 18 LONG DRirSKS KEPPNI Vörukynning * í Atthagasal Gestum verður gefinn kostur á að smakka á mörgum tegundum . t u - af vinum Bestu barpjonar landsins keppa um ÍSLANDSMEISTARATITILINN 1985 Gestir kvöldsins dæma drykkina sjálfir SKEMMTIATRIÐI: M Glæsileeur Hljómsveit ^ ^ ^ Magnúsar Kjartanssonar bri" réttaður leikur fyrir dansi til kl. 03 x •n matseðill Kynnir kvöldsins verður hinn geysivinsæli útvarpsmaður PÁLL ÞORSTEINSSON Allt þetta færðu fyrir aðeins kr. 1100 Aðgöngumiðasala og borðapantanir eftir kl. 3 föstudag, laugardag og sunnudag í Súlnasal
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.