Morgunblaðið - 30.04.1985, Blaðsíða 62
62
MORGUNBLAÐH), ÞRIÐJUDAGUR 30. APRfL 1985
nmnmn
tl9>1 Uniwml ^rn
Syndicof
ÍOA
Jf/Anna5 hv/ort \Jar þetto. Ofurrnennu*"
eóa pQbbi aé> detka oían af þa/cinu.''
er...
... að a/ca gœtilega
í bílnum hennar.
TM Reg. U.S. Pat. Off.—all rights reserved
®1985 Los Angeles Tlmes Syndtcate
I*ú ættir að standa á fætur og
bjóða stúlkunni sætid þitt!
HÖGNI HREKKVÍSI
„ÍG HELP ÉS LATI MÚ.R N/E3JA TKÉTÁL0E'lt'(JNA "
Rás 2 alltaf með sömu lögin
Lesandi af Landsbyggðinni skrif-
ar:
Kæri Velvakandi:
Mig langar til að tjá mig nokkuð
um rásirnar í Ríkisútvarpinu.
Þegar rás 2 byrjar á morgnana
klukkan 10.00 þá er eins og að út-
sendingarstyrkurinn minnki á rás
1, a.m.k. ber meira á truflunum.
Einnig finnst mér allt of mikið af
því sama á rás 2, t.d. um miðjan
dag á virkum dögum. Þátturinn
hjá Svavari Gests er hins vegar
með þeim betri og finnst mér að
fleiri ættu að feta í hans spor.
Rás 2 er ágæt að ýmsu leyti, en
samt finnst mér sömu lögin spiluð
upp aftur og aftur, viku eftir viku.
Eins vil ég benda á að til eru fleiri
aldurshópar í landinu en ungl-
ingar og gætu þeir jafnvel valið
vinsældalista eldri laga — fjög-
urra til sex ára gömul lög en ekki
alltaf Wham og Duran Duran. Ég
er alveg búinn að fá mig fullsadd-
an af þessum sömu lögum svo að
nú er ég annaðhvort farinn að
skipta yfir á rás 1 eða læt spólu í
tækið. Eg vona að fleiri láti frá sér
heyra í þessu sambandi og ég
þakka Velvakanda fyrir birting-
una.
Af hverju ekki Kanasjónvarpið?
JEK skrifar: .. __ ______
BréfriUri spyr af hverju við þurfum alluf að líU svona langt yfir skammt I
sjónvarpsmálum, þegar Keflavíkursjónvarpið er svo að segja á bæjarhlaðinu.
Kæri Velvakandi:
í allri þessari umræðu um afnot
af fleiri sjónvarpsrásum kemur
ávallt babb í bátinn vegna kostn-
aðarhliðarinnar.
Það hefur verið talað um ýmsa
möguleika, til dæmis sjón-
varpshnetti, Nordsat, Telex og
fleiri. Þessar umræður um mögu-
leikana eru allar góðar og gildar.
En af hverju þurfum við ávallt að
líta svona langt yfir skammt, þeg-
ar það er sjónvarpsstöð rétt við
bæjardyrnar, nánar tiltekið á
Keflavíkurflugvelli? Af hverju
hefur sá möguleiki ekki verið
ræddur? Er það einhver lítillækk-
un að kanna þann möguleika? Við
vitum að eitt hús hér í Reykjavík
hefur afnot af dagskrá Keflavík-
ursjónvarpsins — Laufásvegur 1.
Fyrir nokkrum vikum kom frétt
í einu blaðanna um að ætlunin
væri að senda dagskrána áfram til
ratsjárstöðvarinnar við Höfn í
Hornafirði. Ég sé ekkert því til
fyrirstöðu að við íslendingar fáum
að sjá þessa dagskrá og þarf ekki
að kosta okkur mikið.
Við höfðum einu sinni afnot af
Keflavíkursjónvarpinu þar til eft-
ir 1970, að lokað var fyrir það
vegna fáviskulegrar rökfærslu um
slæm áhrif á ungdóminn á þeim
tíma. Ef við fsleningar erum
svona áhrifagjarnir, erum við þá
eitthvað betur settir með evrópsk-
an heilahristing en með einhvern
annan menningarrembing ann-
arra þjóða?
Ég get ekki greint neinn varan-
legan skaða á því fólki sem hafði
þann möguleika að horfa á Kana-
sjónvarpið á þeim tima er það stóð
okkur til boða nema síður sé. Það
fólk, sem átti sjónvarp þá, er mjög
vel að sér í enskri tungu svo
eitthvað sé nefnt. Ekki er það
skaðlegt að mati ráðamanna þar
sem enskan er skyldunám í grunn-
skólum landsins. Að lokum vil ég
skora á ráðamenn þessa lands að
athuga þennan möguleika með
hagkvæmnissjónarmið í huga.
Sleppum öllum pólitískum vanga-
veltum.
Þessir hringdu .
Dúlla
Verslunareigandi Dúllu hringdi:
í sambandi við þær kvartanir
sem borist hafa Velvakanda að
undanförnu vil ég taka fram að
símanúmer mitt heima hefur
verið skrifað á hverja einustu
nótu sem gefin hefur verið út
vegna fataumboðssölu. Hingað
til hefur síminn hjá mér ekki
verið bilaður og bendi ég því
fólki sem vill hafa tal af mér að
hringja í mig.
Koligátan
Til Velvakanda.
Síðastliðinn fimmtudag birtist
hér á síðunni bréf frá Douglas A.
Brotchie um spurningaþáttinn
Kollgátuna sem ég annaðist um-
sjón á. Ég þakka hlý orð i minn
garð og annarra sem að þættin-
um stóðu, en vegna orða Douglas
um upphafsstefið vil ég taka
fram eftirfarandi:
Vísast er það rétt að stefið sé
gamalt, en sú útgáfa sem við
notuðum í Kollgátuna er jafnt á
hljómplötum og I nótnaheftum
kennd við Georg Friedrich
Hándel. Því má bæta við að stef-
ið er tekið af hljómplötu með
tónlistinni úr kvikmyndinni
Barry Lyndon eftir Stanley Ku-
brick og mun hafa verið leikin
inn á band sérstaklega fyrir þá
mynd.
Virðingarfyllst,
Illugi Jökulsson.