Morgunblaðið - 30.04.1985, Page 68

Morgunblaðið - 30.04.1985, Page 68
ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Samráðsfundur ASÍ og stjómarflokksformanna f gær: Frumvarp um greiðslu- jöfnun fyrir húsbyggjendur Ráðist á fullorðna konu RÁÐIST var á fulloróna konu skömmu eftir hádegi í gær, er hún var i gangi skammt frá Neskirkju í Reykjavík. Voru hér á ferö tveir unglingspiltar. Reyndu þeir að hrifsa handtösku af konunni, en hún hélt fast á móti og hurfu ungl- ingarnir á brott við svo búið. Pilt- arnir voru ófundnir er Morgun- blaðið hafði síðast fréttir af og var málið í rannsókn. Háskólabíó tekur Regn- bogann á leigu HÁSKÓLABÍÓ hefur tekið Regnbogann á leigu, og er stefnt að því að Háskólabíó yfirtaki allan rekstur Regnbogans frá og með morgundeginum. Friðbert Pálsson fram- kvæmdastjóri Háskólabíós 'sagði í samtali við blm. Mbl. í gær að Háskólabíó hefði und- anfarin þrjú ár verið með einn kvikmyndasalinn í Regnbog- anum á leigu, en nú hefði verið frá því gengið að Háskólabíó yfirtæki rekstur allra salanna og allt sem lýtur að kvik- myndahússrekstri Regn- bogans. Sagði Friðbert að starfsfólki Regnbogans hefði verið greint frá þessari breyt- ingu í gær, og að öllu starfs- fólkinu stæði til boða að starfa áfram í Regnboganum, þó að nýr rekstraraðili yfirtæki nú ^•eksturinn. Á SAMRÁÐSFUNDI fulltrúa Al- þýðusambands íslands og fulltrúa ríkisstjórnarinnar í gærmorgun náð- ist samkomulag um með hvaða hætti skuli staðið að aðstoð við húsbyggj- endur og íbúðakaupendur, og verður það gert með lagafrumvarpi um greiðslujöfnun. Frumvarpið felur í sér heimildir til þess að jafna út greiðslu, ef það verður misgengi á milli afborgana af húsnæðismálalánum og launa- þróunar. Með öðrum orðum er þarna átt við að litið verður til vísitölu og vaxta annars vegar en launaþróunar hins vegar. Launa- þróun verður fundin með því að taka að hálfu leyti mið af taxta vísitölu og af hálfu leyti mið af breytingum á atvinnutekjum. Frumvarp þetta tekur einungis til lána Húsnæðismálastofnunar, en ekki annarra lána, hvorki líf- eyrissjóðslána né bankalána. Þeir sem tekið hafa húsnæðismálalán eftir 1979 geta sótt um greiðslu- jöfnuð samkvæmt frumvarpinu fyrir tímabilið eftir 1. mars 1982. Ekki mun unnt að áætla á þessu stigi hversu mikið þessi greiðslu- jöfnun kemur til með að kosta, en ákveðið var á fundinum í gær að leggja alla áherslu á að þetta frumvarp yrði að lögum á þessu þingi. „Þær hugmyndir um greiðslu- jöfnun sem verða væntanlega kynntar í frumvarpsformi fljót- lega leysa engan veginn allan vanda þess fólks sem nú er í greiðsluþroti," sagði Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ í samtali við blm. Mbl. í gær um samráðs- fund fulltrúa launþegahreyfingar- innar og ríkisstjórnarinnar í gærmorgun. „í fyrsta lagi er kaupviðmiðun ekki sú sem við hefðum kosið. Þeir tekjulægstu búa við taxtana eina — því hefði taxtavísitala verið rökréttari viðmiðun," sagði Ás- mundur, „í öðru lagi taka hug- myndirnar aðeins til lána bygg- ingarsjóðanna og þótt tilmælum verði beint til annarra lánastofn- ana er óvis3a um hvernig þær bregðast við. í þriðja lagi er ekki skilgreint hverjir muni njóta greiðslufrestsins og því er ekki ljóst hvað mörgum þessi úrlausn mun hjálpa." Ásmundur sagði jafnframt: „Þessar hugmyndir um greiðslu- jöfnun lítum við aðeins á sem skref í málinu. Sérstaklega er brýnt að vextir almennt lækki. Það er ekki einasta brýnt hags- munamál fyrir húsbyggjendur heldur einnig fyrir atvinnulífið, sem líka á í erfiðleikum með að 'standa undir því vaxtaokri sem viðgengst í dag. Þá er ljóst að ef leysa á vandamál þeirra sem í dag eiga í greiðsluerfiðleikum án þess að skerða stöðu þeirra sem eru að ráðast í húsnæðiskaup, þarf að auka fjármagn til húsnæðismála." Mótefni AlDS-veim í blóðsýni hér á landi: Endurtekið blóðpróf reyndist vera jákvætt Norðurlandaþjóðirnar hafa ákveðið að taka sýni úr blóðgjöfum ENDURTEKIÐ blóðpróf á manni hér á landi hefur leitt í Ijós að hann hefur myndað mótefni gegn veiru, sem veldur áunninní ónæmisbæklun (AIDS). Maðurinn ber þó engin einkenni sjúkdómsins og er samkvæmt úrskurði sérfræðinga ekki haldinn sjúkdómnum AIDS. (íuðjón Magnús- son, landlæknir, staðfesti þetta I samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, er hann var spurður hvað liði niðurstöðum blóðprófsins, en greint var frá því í frétt Morgunblaðsins í lok mars, að blóðsýni úr manninum hefði við greiningu reynst innihalda mótefni gegn AIDS-veiru og þar kom jafn- framt fram, að endurtaka yrði prófið til að taka af allan vafa. Landlæknir sagði ennfremur að í gær hefði verið haldinn fundur á vegum embættis land- læknis, með helstu sérfræðing- um, þar sem sérstaklega var fjallað um fyrirhugaðar aðgerðir varðandi greiningu og með- höndlun á ÁIDS-sjúklingum hér á landi í framtíðinni. Landlækn- ir kvaðst búast við að i lok þess- arar viVu lægju fyrir fastmótað- ar áætlanir um hvernig brugðist verður við þessum sjúkdómi hérlendis. Guðjón Magnússon sagði, að á sameiginlegum fundi landlækna á Norðurlöndum nýverið, hefðu mál þessi verið til umfjöllunar og meðal annars rætt um nauð- syn þess að taka sýni úr blóð- gjöfum. „Þjóðirnar eru búnar að taka ákvörðun í þessu efni. Svíar ætla að hefja aðgerðir 1986, rannsaka alla sem gefa blóð með tilliti til þess hvort þeir hafa mótefni gegn AIDS. Norðmenn og Finnar ætla að gera athugun á sýnum úr 3.000 blóðgjöfum. Danir eru búnir að framkvæma svona könnun og hjá þeim var niðurstaðan sú að enginn af þessum 3.000 blóðgjöfum reynd- ist innihalda mótefni. Ég reikna með að við Islendingar förum svipaða leið og þessar þrjár þjóðir, en endanleg ákvörðun liggur ekki fyrir. Það á eftir að tryggja fjármagn í þetta, en unnið er að kostnaðaráætlun og áætlun um útvegun á tækjum og efnum og það var meðal annars rætt um þessi atriði á fundinum hjá okkur í dag,“ sagði Guðjón Magnússon. Landlæknir lagði þó áherslu á að ástæðulaust væri að ala á svartsýni í þessum efnum. Enn sem komið er væri sjúk- dómurinn mjög fátíður og hægt væri að draga verulega úr út- breiðslu hans með aðgerðum sem yrðu kynntar á næstunni. Sjá ennfremur forystugrein Morgunblaðsins. Frá samráðsfundinum í forsætisráðuneytinu I gær. MorgunblaAið/RAX

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.