Morgunblaðið - 30.04.1985, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 30.04.1985, Blaðsíða 68
ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Samráðsfundur ASÍ og stjómarflokksformanna f gær: Frumvarp um greiðslu- jöfnun fyrir húsbyggjendur Ráðist á fullorðna konu RÁÐIST var á fulloróna konu skömmu eftir hádegi í gær, er hún var i gangi skammt frá Neskirkju í Reykjavík. Voru hér á ferö tveir unglingspiltar. Reyndu þeir að hrifsa handtösku af konunni, en hún hélt fast á móti og hurfu ungl- ingarnir á brott við svo búið. Pilt- arnir voru ófundnir er Morgun- blaðið hafði síðast fréttir af og var málið í rannsókn. Háskólabíó tekur Regn- bogann á leigu HÁSKÓLABÍÓ hefur tekið Regnbogann á leigu, og er stefnt að því að Háskólabíó yfirtaki allan rekstur Regnbogans frá og með morgundeginum. Friðbert Pálsson fram- kvæmdastjóri Háskólabíós 'sagði í samtali við blm. Mbl. í gær að Háskólabíó hefði und- anfarin þrjú ár verið með einn kvikmyndasalinn í Regnbog- anum á leigu, en nú hefði verið frá því gengið að Háskólabíó yfirtæki rekstur allra salanna og allt sem lýtur að kvik- myndahússrekstri Regn- bogans. Sagði Friðbert að starfsfólki Regnbogans hefði verið greint frá þessari breyt- ingu í gær, og að öllu starfs- fólkinu stæði til boða að starfa áfram í Regnboganum, þó að nýr rekstraraðili yfirtæki nú ^•eksturinn. Á SAMRÁÐSFUNDI fulltrúa Al- þýðusambands íslands og fulltrúa ríkisstjórnarinnar í gærmorgun náð- ist samkomulag um með hvaða hætti skuli staðið að aðstoð við húsbyggj- endur og íbúðakaupendur, og verður það gert með lagafrumvarpi um greiðslujöfnun. Frumvarpið felur í sér heimildir til þess að jafna út greiðslu, ef það verður misgengi á milli afborgana af húsnæðismálalánum og launa- þróunar. Með öðrum orðum er þarna átt við að litið verður til vísitölu og vaxta annars vegar en launaþróunar hins vegar. Launa- þróun verður fundin með því að taka að hálfu leyti mið af taxta vísitölu og af hálfu leyti mið af breytingum á atvinnutekjum. Frumvarp þetta tekur einungis til lána Húsnæðismálastofnunar, en ekki annarra lána, hvorki líf- eyrissjóðslána né bankalána. Þeir sem tekið hafa húsnæðismálalán eftir 1979 geta sótt um greiðslu- jöfnuð samkvæmt frumvarpinu fyrir tímabilið eftir 1. mars 1982. Ekki mun unnt að áætla á þessu stigi hversu mikið þessi greiðslu- jöfnun kemur til með að kosta, en ákveðið var á fundinum í gær að leggja alla áherslu á að þetta frumvarp yrði að lögum á þessu þingi. „Þær hugmyndir um greiðslu- jöfnun sem verða væntanlega kynntar í frumvarpsformi fljót- lega leysa engan veginn allan vanda þess fólks sem nú er í greiðsluþroti," sagði Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ í samtali við blm. Mbl. í gær um samráðs- fund fulltrúa launþegahreyfingar- innar og ríkisstjórnarinnar í gærmorgun. „í fyrsta lagi er kaupviðmiðun ekki sú sem við hefðum kosið. Þeir tekjulægstu búa við taxtana eina — því hefði taxtavísitala verið rökréttari viðmiðun," sagði Ás- mundur, „í öðru lagi taka hug- myndirnar aðeins til lána bygg- ingarsjóðanna og þótt tilmælum verði beint til annarra lánastofn- ana er óvis3a um hvernig þær bregðast við. í þriðja lagi er ekki skilgreint hverjir muni njóta greiðslufrestsins og því er ekki ljóst hvað mörgum þessi úrlausn mun hjálpa." Ásmundur sagði jafnframt: „Þessar hugmyndir um greiðslu- jöfnun lítum við aðeins á sem skref í málinu. Sérstaklega er brýnt að vextir almennt lækki. Það er ekki einasta brýnt hags- munamál fyrir húsbyggjendur heldur einnig fyrir atvinnulífið, sem líka á í erfiðleikum með að 'standa undir því vaxtaokri sem viðgengst í dag. Þá er ljóst að ef leysa á vandamál þeirra sem í dag eiga í greiðsluerfiðleikum án þess að skerða stöðu þeirra sem eru að ráðast í húsnæðiskaup, þarf að auka fjármagn til húsnæðismála." Mótefni AlDS-veim í blóðsýni hér á landi: Endurtekið blóðpróf reyndist vera jákvætt Norðurlandaþjóðirnar hafa ákveðið að taka sýni úr blóðgjöfum ENDURTEKIÐ blóðpróf á manni hér á landi hefur leitt í Ijós að hann hefur myndað mótefni gegn veiru, sem veldur áunninní ónæmisbæklun (AIDS). Maðurinn ber þó engin einkenni sjúkdómsins og er samkvæmt úrskurði sérfræðinga ekki haldinn sjúkdómnum AIDS. (íuðjón Magnús- son, landlæknir, staðfesti þetta I samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, er hann var spurður hvað liði niðurstöðum blóðprófsins, en greint var frá því í frétt Morgunblaðsins í lok mars, að blóðsýni úr manninum hefði við greiningu reynst innihalda mótefni gegn AIDS-veiru og þar kom jafn- framt fram, að endurtaka yrði prófið til að taka af allan vafa. Landlæknir sagði ennfremur að í gær hefði verið haldinn fundur á vegum embættis land- læknis, með helstu sérfræðing- um, þar sem sérstaklega var fjallað um fyrirhugaðar aðgerðir varðandi greiningu og með- höndlun á ÁIDS-sjúklingum hér á landi í framtíðinni. Landlækn- ir kvaðst búast við að i lok þess- arar viVu lægju fyrir fastmótað- ar áætlanir um hvernig brugðist verður við þessum sjúkdómi hérlendis. Guðjón Magnússon sagði, að á sameiginlegum fundi landlækna á Norðurlöndum nýverið, hefðu mál þessi verið til umfjöllunar og meðal annars rætt um nauð- syn þess að taka sýni úr blóð- gjöfum. „Þjóðirnar eru búnar að taka ákvörðun í þessu efni. Svíar ætla að hefja aðgerðir 1986, rannsaka alla sem gefa blóð með tilliti til þess hvort þeir hafa mótefni gegn AIDS. Norðmenn og Finnar ætla að gera athugun á sýnum úr 3.000 blóðgjöfum. Danir eru búnir að framkvæma svona könnun og hjá þeim var niðurstaðan sú að enginn af þessum 3.000 blóðgjöfum reynd- ist innihalda mótefni. Ég reikna með að við Islendingar förum svipaða leið og þessar þrjár þjóðir, en endanleg ákvörðun liggur ekki fyrir. Það á eftir að tryggja fjármagn í þetta, en unnið er að kostnaðaráætlun og áætlun um útvegun á tækjum og efnum og það var meðal annars rætt um þessi atriði á fundinum hjá okkur í dag,“ sagði Guðjón Magnússon. Landlæknir lagði þó áherslu á að ástæðulaust væri að ala á svartsýni í þessum efnum. Enn sem komið er væri sjúk- dómurinn mjög fátíður og hægt væri að draga verulega úr út- breiðslu hans með aðgerðum sem yrðu kynntar á næstunni. Sjá ennfremur forystugrein Morgunblaðsins. Frá samráðsfundinum í forsætisráðuneytinu I gær. MorgunblaAið/RAX
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.