Morgunblaðið - 12.05.1985, Side 1

Morgunblaðið - 12.05.1985, Side 1
112SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 106. tbl. 72. árg. SUNNUDAGUR 12. MAÍ 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sakharov úr akademíunni? Waahington, 11. mní. AP. EDWARD Lozansky, frarakvsmda- stjórí Andrei Sakharov-stofnunarinn- ar í Washington, sagði í dag að Sakh- arov væri álitinn hafa sagt sig úr sov- ézku vísindaakademíunni. Með því vildi Sakharov mótmæla synjun yfir- valda um leyfi fyrir konu sína til að leita sér lækninga utan Sovétríkj- anna. Lozansky sagði „mjög öruggar heimildir" hafa sagt fyrir þremur vikum að Sakharov segði sig úr akademíunni 10. maí ef ekkert hefði verið aðhafst í máli konu hans, Yelenu Bonner. Lozansky segir frú Bonner þurfa að gangast undir hjartaaðgerð. „Sakharov er maður orða sinna," sagði Lozansky og kvað engan efa á því að Sakharov hefði sagt sig úr sovézku vísindaakademíunni. Kvaðst hann ekki geta staðfest það og sömu sögu er að segja úr bandaríska utanríkisráðuneytinu. Úrsögn úr sovézku vísindaaka- demíunni hefur ekki átt sér stað í 260 ára sögu hennar. Akademían nýtur mikillar virðingar heima fyrir og úrsögn Sakharovs því mik- il hneisa fyrir yfirvöld. Orðrómur hefur verið á kreiki þess efnis að Sakharov yrði tafarlaust rekinn úr landi við úrsögn úr akademíunni. Kosið í Rhein- Westfalen Bonn, 11. mai. AP. Kristilegir demókratar, flokkur Helmuts Kohl kanzlara, vonast til að Bitburg-heimsókn Kohls og Ron- alds Reagan, forseta Bandaríkjanna, verði flokknum til framdráttar í kosn- ingum til ríkisþings Rhein-Westfal- en. Rhein-Westfalen er fjölmenn- asta ríki sambandslýðveldisins og kosið verður til ríkisþingsins, sem hefur aðsetur í Dusseldorf, á sunnudag. Bitburg-heimsóknin lífgaði upp á kosningabaráttuna, sem verið hafði tilþrifalaus. Talið var nær öruggt að Johann- es Rau forsætisráðherra næði endurkjöri. Hann er fulltrúi Jafn- aðarflokksins, en frambjóðandi Kristilegra demókrata er Bern- hard Worms. Fyrsta af þremur bryggjum fyrir sportbáta hefur verið tekin í notkun við Elliðaárvog. Morgunbiaðið/Ol.K.M. Öryggisráðið ræddi viðskiptabannið á Nicaragua: Páfi í Hollandi: Hollenskir kaþólikkar mega ekki fjarlægjast kirkjuna VeldboreD, Hollandi, 11. mai. AP. JÓHANNES Páll páfi kom í dag í opinbera heimsókn til Hollands, hina fyrstu sem páfi kemur í til þess lands. Adrianus Simonis, kaþólski biskupinn yfir Hollandi, og Hans Van Den Broeck, forsætisráðherra landsins, tóku á móti páfa, sem sagði við komuna, að hinir frjáls- lyndu kaþólikkar Hollands mættu alls ekki fjarlægjast kirkjuna um of. Heimsókn páfa til Hollands hef- ur verið umdeild, því kaþólikkar í landinu fara sínar leiðir í mörgum málum, ekki síst „fjölskyldumál- um“, en þar þykir páfi íhaldssam- ur. Hafa hollenskir kaþólikkar margir spaugað með heimsóknina og auk þess hafa nokkrar morð- hótanir borist. öryggisgæsla er mikil, einhver hin mesta í sögu Hollands. Á næstu dögum mun páfi einnig heimsækja Belgíu og Lúxemborg. Síkhar auka fólskuverkin Ddhi, II. mal. AP. Á SJÓTTA hundrað meintra öfga- manna síkha voru handteknir í dag í tengslum við hryðjuverk, sem kostað hafa a.m.k. 73 menn lífið í höfuð- borg Indlands og nágrannabæjum síðustu daga. Bandaríski fulltrúinn sam- og neitaði á SomeiooAu þjóðunum, 11. maf. AP. BANDARIKIN beittu neitunarvaldi þrívegis á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag, til þess að koma í veg fyrir að ráðið samþykkti þrjá liði í 16 liða tillögu þar sem viðskiptabann Bandaríkjanna við Nicaragua er gagnrýnt og þeir hvattir til að aflétta því þegar í stað. Eftir að hafa stöðvað framgang umræddra liða tillögunnar greiddu Bandaríkin atkvæði með 8 liðum hennar en sátu hjá fimm sinnum. Síðasti liðurinn var sam- þykktur einróma af öllum 15 að- ildarþjóðum öryggisráðsins, þar var samþykkt að leita með öllum leiðum að friðsamlegri lausn á vanda Mið-Ameriku, hvetja Contadora-ríkin til að halda áfram friðarþreifingum sínum og hvetja „öll ríki“ til þess að hafa alls ekki í frammi aðgerðir, efna- hagslegar, hernaðarlegar eða stjórnmálalegar, sem gætu tor- veldað friðsamlegar lausnir á þessum slóðum. Fulltrúi Bandaríkjanna, Jose Sorzano, kom mjög á óvart með þessari málsmeðferð og gerði nokkra lukku meðal margra full- trúa ráðsins, meðal annars þess franska, sem sagði Bandarikin þar hafa sýnt víðsýni og virkilegan vilja til að tryggja farsæla lausn án þess þó að ganga í berhögg við sannfæringu sína. Sorzano sagði að með þessum hætti vildu Banda- ríkin að það kæmi skýrt fram að þau væru ekki á öndverðum meiði við Nicaraguastjórn í einu og öllu. Sá kafli tillögunnar sem mestu skipti fyrir Bandaríkjamenn hljóðaði á þá leið, að öryggisráðið „harmaði viðskiptabannið og aðr- ar efnahagsþvinganir sem brytu í bága við alþjóðareglur um að þjóðir ættu ekki að reyna að hafa áhrif á innanrikismál annarra þjóða með slíkum hætti“. Ellefu aðildarþjóðir ráðsins voru sam- þykkar tillögu um að Bandaríkin yrðu hvött til að aflétta hömlum sínum og þvingunum á Nicaragua. Tillagan náði þó ekki fram að ganga, því Bretland, Thailand og Egyptaland sátu hjá í atkvæða- greiðslu. Indlandsher hefur tekið sér stöðu í borgarhverfum, þar sem hætta var talin á að út brytust átök síkha og hindúa. Gerðar hafa verið ýmsar varúðarráðstafanir til að hindra átök. Á annan tug sprengna sprakk í gærkvöldi í Delhí og nágranna- ríkjunum Haryana og Uttar Pra- desh. Hafa sikhar látið til skarar skriða i járnbrautum og strætis- vögnum. Tímasprengjur hafa venjulegast verið faldar i litlum útvarpstækjum. Alls fórust 40 manns í gær og nótt í þessum aögerðum síkha í höfuðborginni. Er það mesta manntjón í aðgerðum af þessu tagi frá því síkhar hófu baráttu fyrir sjálfsforræði. Barátta þeirra hefur einkennst af miklu ofbeldi. Hafa aðgerðir þeirra hingað til takmarkast við ríkið Punjab, þar sem síkhar eru fjölmennir, en nú eru þeir farnir að færa sig upp á skaftið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.