Morgunblaðið - 12.05.1985, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 12.05.1985, Qupperneq 2
2 MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 12. MAÍ1985 Kaskótryggingar bifreiða: Útlit er fyrir 70 % hækkun ÚTLIT er fyrir að iðgjöld húftrygginga (kaskó) bifreiða hækki verulega á naestu dögum, skv. upplýsingum Mbl. Er nú unnið að því baki brotnu hjá tryggingafélögunum að reikna út haekkunina og ætti niðurstaða að liggja fyrir fljótlega eftir helgina. Hækkunin gæti orðið um eða yfir 70%. Hækkun iðgjaida húftrygg- inga á síðasta ári var um 20%. Tryggingafélögin reikna svo að þar sem verðbólga á síðasta ári hafi verið í kringum 25% og verði vænt- anlega svipuð í ár auk þess sem svokallaður tjónakostnaður hafi verið meiri en ráð var fyrir gert, þá þurfi að koma til svo veruleg hækk- un á iðgjöldunum. Leiðrétting f frétt um vexti á bls. 2 í blaðinu í gær misritaðist föðurnafn Höskuldar ólafssonar banka- stjóra Verzlunarbankans. Morg- unblaðið biðst velvirðingar á þess- um mistökum. Skv. upplýsingum Mbl. má reikna með að nokkrar kerfisbreyt- ingar verði gerðar á húftrygg- ingakerfinu samfara þessum hækkunum, sem munu gilda frá 1. maí sl. Iðgjöld almennra ábyrgðartrygg- inga hækkuðu í vor um 68% frá fyrra ári. Venjulega hafa iðgjöld húftrygginga hækkað nokkuð meira en ábyrgðartryggingarnar, að sögn Erlends Lárussonar, for- stöðumanns Tryggingaeftirlitsins. Kópavogskaupstaður er 30 ára um þessar mundir og er efnt til margvíslegra hátíðahalda af því tilefni. í fyrrakvöld heimsótti Skólahljómsveit Kópavogs heiðursborgara kaupstaðarins, þau Huldu Jakobsdóttur og Finnboga Rút Valdemarsson á heimili þeirra á Marbakka, og lék nokkur lög þeim til heiðurs undir stjórn Björns Guðjónssonar, en þau hjónin minntust þennan dag 45 ára búsetu sinnar í Kópavogi. Skóiahljómsveit Kópavogs heldur á morgun, mánudag, til Óðinsvéa í Danmörku ásamt kór Kársnesskóla, þar sem þeim var boðið að taka þátt í tÓnlÍStarhátíð. Morgunblaöið/Árni Sæberg Borgarnes: Slökkvi- liðið gabbað SLÖKKVILIÐIÐ í Borgarnesi var gabbað í fyrrinótt. Bruna- boði í bænum var brotinn og þrýst á hnappinn. Tvær bif- reiðir slökkviliðsins fóru þegar á vettvang, en þá kom í ljós að um gabb var að ræða. Fjöl- margir í Borgarnesi vöknuðu við brunaboðið. Þeir sem voru að verki hafa enn ekki fundist. Seltjarnames: Jarðstöð fyrir gervihnatta- sjónvarp kostar 5 milljónir Framboð á sjónvarpsefni yfirfljótandi innan fárra ára, segja sérfræðingar KOSTNAÐUR við að byggja jarðstöð, sem gæti tekið á móti sjónvarpsefni frá gervihnöttum hér, er talinn nema um fimm milljónum króna, að því er segir í skýrslu Sjónvarpsnefndar Seltjarnarness, sem hefur lagt til að þar í bæ verði á næstunni byggt upp sjónvarps- og útvarpskerfi. Nefndin segir ekkert því til fyrirstöðu að á Seltjarnarnesi verði byrjað með ófullkomið kapalkerfí, einkum ef séð verði fyrir þeim möguleika að hægt verði að draga kaplana i niðurgrafín rör og endurnýja þá eftir vild. „Þó ber að athuga," segir í tillög- um nefndarinnar, sem eru fylgi- skjal með umsókn bæjarfélagsins til menntamálaráðherra um leyfi til almenns útvarpsrekstrar, „að slíkt kapalkerfi og rekstur þess í höndum sveitarfélags brýtur í bága við nýju fjarskiptalögin. I þeim er gert ráð fyrir að Póst- og síma- málastofnunin hafi einkaleyfi til •§ f- # • Valgerður Andrésdóttir, Hulda Geirlaugsdóttir og Nína Margrét Grímsdóttir, sem koma fram á píanótónleikum á vegum Tónlistarskól- ans í Reykjavík í þessari viku. Tónlistarskólinn í Reykjayík: Þrennir píanótón- leikar í vikunni TÓNLISTARSKÓLINN í Reykja- vík heldur þrenna píanótónleika í vikunni. Fyrstu tónleikarnir verða þriðjudaginn 14. maí, en þá leik- ur Hulda Geirlaugsdóttir verk eftir J.S. Bach, Schönberg, Schumann, Chopin og Beethov- en. Miðvikudaginn 15. maí leikur Nína Margrét Grímsdóttir verk eftir J.S. Bach, Beethoven, Ravel og Chopin. Kennari hennar er Halldór Haraldsson. Síðustu tónleikarnir í þessari tónleikaröð verða fimmtudaginn 16. maí, en þá leikur Valgerður Andrésdóttir verk eftir J.S. Bach, Beethoven, Alban Berg og Chopin. Kennari Huldu og Val- gerðar er Margrét Eiríksdóttir. Þessir tónleikar eru síðari hluti einleikaraprófs Huldu, Nínu Margrétar og Valgerðar og verða í Austurbæjarbíói kl. 7 síðdegis. Aðgangur að tónleikun- um er ókeypis. reksturs fjarskiptavirkja en gagn- virku kapalkerfin falla óhjákyæmi- lega undir þau.“ Nefndin komst að þeirri niður- stöðu, að kostnaður við að leggja einfalt kapalkerfi væri um fimm þúsund krónur á íbúð. í þeirri tölu er innifalið allt efni og tengingar en ekki loftnet, jarðvinna og plaströrin. Ætlar nefndin, að sá kostnaður gæti orðið 7—10 þúsund krónur á hverja íbúð. í lokaskýrslu sjónvarpsnefndar- innar segir m.a., að nefndin hafi reynt að gera sér grein fyrir hvern- ig best yrði hagað dreifingu á upp- lýsingum og sjónvarpsefni til bæj- arbúa. „Víða úti á landi hefur verið komið upp kapalkerfum f smærri kaupstöðum til dreifingar á mynd- banda- og sjónvarpsefni. Þessi kap- alkerfi eru misjafnlega fullkomin en eru þó öll með þvi einkenni að geta einungis flutt boð til móttak- enda en ekki öfugt, þ.e. þessar veit- ur eru ekki gagnvirkar. (Jr þessu er þó hægt að bæta með einhverjum viðbótarkostnaði. Yki það mjög á félagslegt gildi kapalboðkerfisins og rekstrargrundvöll þess,“ segir í skýrslunni. Nefndin kannaði hvaða mögu- leikar væru á því að ná sjónvarps- efni frá sjónvarps- og fjarskipta- hnöttum til dreifingar á Seltjarn- arnesi. Segir um það í skýrslunni, að á vegum Póst- og sfmamála- sambands Evrópu, sem Póstur og sími á aðild að, hafi verið sendir á loft fjarskiptahnettir, sem bjóði upp á möguleika til sjónvarpssend- inga. „Þegar í fyrsta tilraunagervi- hnetti sambandsins, svokölluðum OTS-gervihnetti, sem nú er orðinn óvirkur, var boðið upp á sjón- varpssendingar, sem hefðu náðst hér á landi. Á árinu 1984 var svo öðrum gervihnetti sambandsins, ECS-1, skotið á loft og í ár verður ECS-2 skotið á loft. ECS-1 og ECS-2-hnettirnir eru fjarskiptahnettir með innbyggðum sjónvarpssendum, alls 12 talsins. Sendisvæði hnattanna („fótspor") nær yfir Isiand og myndu sjón- varpssendingar þeirra nást með um 5—10 metra diskloftneti. Kostnaður við að byggja jarðstöð, sem gæti tekið á móti sjónvarps- sendingum frá gervihnöttum til dreifingar með MMDS (fjölrása ör- bylgjudreifingarkerfi) eða kapal- veitu, er talinn nema um 5 milljón- um króna," segir í skýrslunni. Minnt er á, að Póst- og sfma- málastofnunin hafi ein rétt til að taka við sendingum ECS-hnatt- anna. „Hins vegar hafa fulltrúar stofnunarinnar látið að því liggja,“ segir síðan, „að einkaaðilar gætu fengið heimild til að taka við sjón- varpsefni frá þeim, hafi samningar tekist við rekstraraðila sjónvarps- sendinganna og rétthafa myndefn- isins.“ Nefndin kannaði fleiri möguleika og virðist af þeim athugunum ljóst, að á næstu árum verður hægt að taka á móti sjónvarpssendingum frá nokkrum gervihnöttum hér á landi. Segir til dæmis að á næsta ári verði kominn á loft fransk— þýskur DBS-gervihnöttur, sem auðveldlega megi nýta hér. Fleiri slfkir hnettir séu á uppleið og „má búast við, að innan fárra ára verði framboð á DBS-sjónvarpsefni yfir- fljótandi. Vegna legu íslands er þó viðbúið, að slíku efni verði almennt að dreifa frá samnýttum móttöku- stöðvum." Verður að hefta útbreiðslu her- mannaveikinnar — segir Skúli Johnsen borgarlæknir „UPPLÝSINGAR um þessi tilfelli hcrmannaveikinnar hafa ekki borizt til heilbrigðisyfírvalda, hvorki mín né landlæknis. Ég get því lítið tjáð mig um málið að svo stöddu," sagði borgarlæknir, Skúli Johnsen, er Morgunblaðið innti hann álits á þeim tilfellum hermannaveikinnar, sem hér hefur orðið vart. Skúli sagði, að embætti hans myndi afla sér nánari upplýsinga um þetta mál, það væri auðvitað alvarlegt. Það væri stöku sinnum nauðsynlegt að gera vissar ráð- stafanir til að hindra smitleiðir og finna þær. Dánartilfelli af völdum hermannaveikinnar væru það al- geng, að gera yrði allt, sem hægt væri, til að koma í veg fyrir að hún næði útbreiðslu. Framleiðsla Sambandsfrystihúsanna frá áramótum: 14.100 lestir að verð- mæti 1,3 milljarðar FRAMLEIÐSLA Sambandsfrysti- húsa fyrsta þriðjung þessa árs var alls 14.100 lestir að verðmæti um 1,3 milljarðar króna. Er frystingin um 3% meiri en á sama tíma í fyrra. Sigurður Markússon, fram- kvæmdastjóri Sjávarafurðadeild- ar Sambandsins, sagði i samtali við Morgunblaðið, að frysting á þorski og ýsu hefði verið svipuð og á sama timabili í fyrra. Frysting á karfa hefði minnkað um 20%, en aukizt um 14% á ufsa og 80% á grálúðu. Sigurður sagði birgðir Sambandsfrystihúsanna nú vera um 7.000 lestir, sem samsvaraði 9 vikna framleiðslu. Hann sagði af- komu f frystingu nú ekki vera svo slæma, endar virtust ná saman. Hins vegar væri tapið á útgerðinni ýmsum fyrirtækjum þungt í skauti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.