Morgunblaðið - 12.05.1985, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. MAÍ 1985
Karlakórinn Þrestir ásamt stjórnanda og undirleikara.
Karlakórinn Þrestir með samsöng
KARLAKÓRINN Þrestir f Hafn-
arfirði heldur sína irlegu vor-
samsöngva fyrir styrktarfélaga og
aðra velunnara á miðvikudag, 15.
maí, kl. 20. 30, á fostudag, 17.
maí, kl. 20.30 og á laugardag, 18.
maí, Id. 16. Sungið verður í Hafn-
aríjarðarbíói. Á efnisskrá kórsins
verða lög úr ýmsum áttum, bæði
innlend og erlend.
Karlakórinn Þrestir er elsti
starfandi karlakór landsins,
var stofnaður 1912. Söngmenn
kórsins eru 45. Friðbjörn G.
Jónsson, tenórsöngvari, syngur
einsöng. Stjórnandi Þrasta er
John Speight og undirleikari
Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir.
Atvinnuástand
batnaði verulega
í aprílmánuði
í APRÍLMÁNUÐI sl. voru skráðir rösklega 18 þúsund atvinnuleysisdagar á
landinu öllu. Þetta jafngildir þvf að 850 manns hafi verið á atvinnuleysisskrá
allan mánuðinn, eða sem svarar 0,7 % af áætluðum mannafla á vinnumarkaði
samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar.
Samkvæmt þessu hefur at-
vinnuástandið breyst mjög til
betri vegar frá fyrri mánuði, en
skráðir atvinnuleysisdagar voru
nú 28 þúsundum færri en í mars-
mánuði og meðaltal atvinnulausra
lækkaði um 1300 manns milli
mánuða. Skráðir atvinnuleysis-
dagar i marsmánuði sl. voru alls
46 þúsund, enda gætti þá áhrifa
verkfalls sjómanna, auk staðbund-
inna vandamála á einstökum stöð-
um. Auk þess sem skráðum at-
vinnuleysisdögum hefur fækkað
frá fyrri mánuði eru þeir nú um 7
þúsund dögum færri en i sama
mánuði í fyrra og 3 þúsund færri
en í aprílmánuði árið 1983. Er það
svipuð þróun og í öðrum mánuðum
þessa árs, að marsmánuði undan-
skildum, en aukningu atvinnuleys-
isins þá verður fyrst og fremst að
rekja til verkfalls sjómanna eins
og áður er getið.
Á þeim stöðum sem átt hafa við
erfitt vandamálaástand að búa
undanfarið gætti verulegs bata i
aprílmánuði, s.s. í Hafnarfirði,
Akranesi, Akureyri og Keflavík,
en miðað við skráningu síðasta
virkan dag aprílmánaðar virðist
atvinnuástand á þessum stöðum
hafa breyst mjög til batnaðar.
Víða um land gætir verulegrar
eftirspurnar eftir vinnuafli sem
væntanlega verður fullnægt með
þeim sem koma á vinnumarkað
næstu vikur þegar skólum lýkur,
en á þessum árstíma má gera ráð
fyrir að mannafli á vinnumarkaði
aukist um 10 þúsund manns að
meðaltali.
Jean Roche
■
Einn hæsti fáanlegur
gæöaflokkur stíl-
húsgagna á heims-
markaönum.
húsgögn
Ármúla 44 —
Símar65153
og 32035
Nýr sendiherra
Bandaríkjanna
á íslandi
NÝR sendiherra Bandaríkjanna á ís-
landi tekur væntanlega við starfí hér ó
hausti komanda. Þá mun núverandi
sendiherra, Marshall Brement, halda
beim eftir fjögurra ára dvöl.
Geir Hallgrímsson utanrlkisráð-
herra staðfesti í samtali við Mbl. að
utanríkisráðuneytið f Washington
hefði ðskað eftir því að ráðuneyti
sitt viðurkenndi formlega nýjan
sendiherra hér, eins og venja er með
mál af þessu tagi.
Marshall Brement mun verða pró-
fessor við háskóla vestra fljótlega
eftir heimkomuna. Ekki er vitað með
vissu hvern Bandarikjastjórn hyggst
gera að sendiherra sínum á íslandi í
stað Brements.
Ágúst Guðmunds-
son fær Bröste-
verðlaunin
ÁGÚSTI Guðmundssyni, kvik-
myndagerðarmanni, hafa verið veitt
bjartsýnisverðlaun Bröste fyrir árið
1985. Verðlaunin, 25 þúsund dansk-
ar krónur, verða afhent í Kaupman-
nahöfn þann 11. júní næstkomandi.
Ágústi eru veitt verðlaunin fyrir
myndína Land og synir.
I greinagerð með verðlaununum
segir meðal annars: „íslendingar
hafa ávallt verið bókaþjóð — allt
frá Snorra Sturlusyni til Halldórs
Laxness. önnur list hins vegar, —
myndlist, tónlist og leiklist — náði
ekki að festa rætur á íslandi fyrr
en á þessari öld og kvikmyndagerð
er nú fyrst að skjóta rótum, full
lífsgleði og krafti — bjartsýnin er
aðalsmerki hennar."