Morgunblaðið - 12.05.1985, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. MAÍ1985
ún er ein
þeirra kvenna
sem gengist
hefur undir
svokallaðan
fleygskurð.
„Ég fór í
skoðun í apríl '82, þá voru um þrjú
ár síðan ég var þar síðast. Mánuði
síðar var hringt í mig og mér sagt
að þau vildu fylgjast betur með
mér, því ég væri með svokallaðar
forstigsbreytingar. Ég fór þó ekki
aftur fyrr en eftir næstu áramót,
þá var aftur tekið sýni. Viku síðar
hringdi Kristján Sigurðsson í mig
og bað mig að koma í legháls-
spegiun á göngudeild Landspítal-
ans, þar yrði tekið annað sýni sem
þau myndu rannsaka nánar.
Hann útskýrði þetta allt fyrir mér
og sagðist reikna með að ég þyrfti
að fara í svokallaðan fleygskurð,
sagði mér hvernig hann færi fram
og hvað ég þyrfti að vera lengi á
spítalanum. Það leið um það bil
vika frá því legháisspeglunin var
gerð og þar til niðurstöðurnar
lágu fyrír og þá vildi hann drifa
strax í að framkvæma fleygskurð-
inn. Hann sagöi að ég væri komin
með frumubreytingar á byrjun-
arstigi. Ég hafði þó nokkrar
áhyggjur af þessu, og var hrædd
um að þetta væri lengra komið.
Ég var svo lögð inn í frekari
rannsókn og skorin þarnæsta
morgun. Þetta er frekar lítil að-
gerð, ég get ekki sagt að ég hafi
fundið mikið til, og engar auka-
verkanir hafa fylgt. Ég mátti fara
heim á þriðja degi og þurfti svo að
koma aftur í skoðun eftir mánuð,
þá lágu niðurstöðurnar endanlega
fyrir. 1 ljós kom að þetta var allt í
lagi, en mér var sagt að ég þyrfti
að koma á hálfsársfresti næstu
4—5 árin. Ég þurfti að fara mér
hægt næstu tvær vikurnar eftir
aðgerðina, en að öðru leyti hef ég
í dag næstum gleymt því að ég
hafi farið í þessa aðgerð.
Ég held að það væri hægt að
útrýma þessum sjúkdómi algjör-
lega ef konur mættu reglulega í
skoðun. Þetta hefði getað farið
verr ef ég hefði trassað skoðun-
ina. Það var líka athyglisvert að
margar konur í mínum kunn-
ingjahóp sem höfðu ekki farið í
skoðun drifu sig þegar þær fréttu
af þessum breytingum sem höfðu
átt sér stað hjá mér. Þessi aöstaða
hér á Leitarstöðinni er til fyrir-
myndar og ég held að samanburð-
urinn við aðstæður í öðrum lönd-
um sé okkur síður en svo í óhag.“
ún er í rann-
sóknum á
Kvennadeild
Landspítal-
ans, „á að fara
í blöðruspegl-
un og eitthvað þess háttar, blaðran
í mér er eitthvað í ólagi eftir geisla-
meðferðina." Kona á sjötugsaldri,
húsmóðir utan af landi, hún er
grönn og kvik, hárið farið að grána
en augun bera vott um eilífan
æskuþrótt og mikla viljafestu. Hún
segist vilja miðla reynslu sinni til
annarra kvenna án þess að láta
nafns síns getið. „Ég hefði ekki
þurft að ganga í gegnum allt þetta
ef ég hefði verið vitrari og farið í
skoðun á réttum tíma.“
Hver er saga hennar? „Þetta
byrjaði með því að ég fór í skoðun
'72 og þá fundust einhverjar for-
stigsbreytingar. Ég fór þó ekkert
aftur næstu árin, hefði auðvitað átt
að fara, en datt ekki í hug annað en
þetta væri allt í lagi. Tíu árum síð-
ar, eða ’82 fór ég að fá blæðingar,
fór í rannsókn og þá var mér sagt
að ég væri með krabba á nokkuð
háu stigi. Ég var í rannsókn hér á
Kvennadeildinni í hálfan mánuð,
hitti hér fyrir afskaplega gott fólk
og það merkilega var að ég varð
aldrei neitt hrædd, mér fannst
þetta allt svo traustvekjandi hérna,
mér var sagt nákvæmlega hvernig
þetta liti út, hvaða meðferð ég
þyrfti að ganga í gegnum og hvaða
aukaverkanir hún hefði. Ég þurfti
að ganga í gegnum bæði innri og
ytri geislameðferð og henni lauk í
nóvember ’82. Ég var óttalegur
aumingi fram eftir vetri, fór eitt-
hvað illa í blöðrunni, hún hefur
sjálfsagt ekki þolað alla þessa
geisla. Svo líður fram á suraar, ég
er alltaf með leiðindakvalir og það
endar með því að ég fæ áð koma
hingað á Kvennadeildina.í ágúst
’83. Hér var ég svo í rannsóknum og
í ljós kom að gat var komið á leg-
göngin og það varð að setja á mig
ristilpoka, líkaminn hafði ekki þol-
að geislameðferðina. í framhaldi af
því var ég sett á lyfjagjöf, en hún
stóð aðeins yfir í eina viku því ég
varð svo veik að ég þoldi hana ekki.
Ég hef oft velt því fyrir mér að ég
hefði ekki þurft að fara í gegnum
allt þetta ef ég hefði farið í Leitar-
stöðina í tíma. Krabbameinið er svo
lúmskt að menn geta gengið með
það í mörg ár án þess að hafa
minnsta grun um það.“
— Hvernig varð þér við þegar þú
fékkst að vita að þú værir með
krabbamein?
„Mér varð mjög hverft við. Ég
bjóst aldrei við að þetta gæti komið
fyrir mig, þó ég væri sífellt að
frétta af konum sem höfðu lent í
þessu. Ég reyndi að bera mig mjög
vel, en það var oft erfitt. Eg var
ekkert að hampa þessu innan fjöl-
skyldunnar, og það var lítið talað
um þetta. Það er gott meðan aðrir
þurfa ekki að hafa of miklar
áhyggjur af þessu. Ég hef oft sest
niður og hugsað að ég vildi óska
þess að konur vöknuðu af dvalanum
áður en það er orðið of seint. Það er
eiginlega ekki hægt að lýsa því hvað
manni líður oft illa, oft hef ég verið
við það að missa móðinn en reynt
að herða mig upp. Það reyndi sér-
staklega mikið á mig eftir að ég fór
í aögerðina ’83. Ég var mjög ósátt
við pokann, fannst ég óhrein og all-
ir hlytu að hafa skömm á mér. En
viðhorfin breytast þegar farið er að
hugsa þetta af skynsemi."
— Hafðir þú engan grun um að
þú værir komin með krabbamein
áður en þú fórst í rannsóknina?
„Nei. Ég fann að vísu eitthvað
fyrir þreytu, en ég hafði byrjað að
vinna úti lítilsháttar og setti það í
samband við hversu þreytt ég var
þegar ég kom heim. En annars fann
ég ekki fyrir neinu.
Ég get aldrei lagt nægilega
áherslu á mikilvaegi þess að fara í
skoðun reglulega. Eg hef hvatt dæt-
ur mínar til þess að fara, þær hafa
reyndar varla þurft hvatningu eftir
að hafa fylgst með mér. Dætur mín-
ar eru rúmlega þrítugar og önnur
þeirra hefur þurft að fara í fleyg-
skurð.
I dag er ég komin yfir þetta, en ég
er ekki laus við ýmsa fylgikvilla
sem þetta hefur haft í för með sér,
en ég er alveg viss um að það er
hægt að minnka þá.“
ÁRS
Eg fór í skoðun í
febrúar í fyrra,
en þá hafði ég
ekki farið í rúm
sex ár. Þá komu
hingað til Kefla-
víkur læknar frá Leitarstöðinni,
síðan hef ég alltaf ætlað að gera
mér ferð suður í þessum erinda-
gjörðum en aldrei neitt orðið úr
því. Þegar ég frétti að þeir væru
aftur hér á ferð ákvað ég að nota
tækifærið en datt ekki i hug að
það væri neitt athugavert við
mig.“
Hún er einstæð móðir um fer-
tugt, býr úti á landi og vill ekki
láta nafn síns getið. Hún á 16 ára
gamla dóttur og býr ásamt henni
og móður sinni í íbúð sem hún
keypti fyrir nokkrum árum. Þegar
hún fór aftur í skoðun fyrir rúmu
ári var henni sagt að hún þyrfti að
koma aftur og á Göngudeild
Landspítalans var tekið annað
sýni. I ljós kom að hún var með
krabbamein og í kjölfarið fylgdi
geislameðferð og uppskurður þar
sem þurfti að fjarlægja bæði leg
og eggjastokka.
„Eg var heppin því þetta var á
fyrsta stigi og hægt að komast
fyrir það, en þetta fór allt mjög
ílla í mig, ég fékk hálfgert áfall
þegar ég fékk að vita að þetta væri
íllkynja. Sérstaklega fannst mér
geislameðferðin erfið, og erfitt að
bíða eftir skurðaðgerðinni. Og auk
þess bjóst ég alltaf við hinu
versta, var hrædd um að ekki
hefði tekist að ná fyrir þetta, það
var ekki fyrr en 10 dögum eftir
aðgerðina að í ljós kom að allt var
í lagi.“
Hún segist hafa reynt að undir-
búa sig undir þessa aðgerð bæði
andiega og líkamlega. „Ég hætti
t.d. að reykja, og fór að taka inn
vítamín og járntöflur. Ég held
þetta hafi hjálpað mér talsvert því
ég var fljótari að jafna mig en þær
konur sem voru með mér og höfðu
farið í sambærilega aðgerð.“
Hún segist alltaf hafa verið
heilsuhraust fram að þessu og alls
ekki grunað að neitt væri athuga-
vert við sig áður en hún fór í skoð-
unina. „Ég hef alltaf unnið erfiðis-
vinnu, 10—12 klukkustundir á dag
og það hvarflaði ekki að mér að ég
væri með krabbamein. Ég hef oft
óskað þess að ég hefði mætt reglu-
lega í skoðun, og eftir að ég lenti í
þessu hef ég hvatt þær konur sem
ég þekki til að fara í skoðun. Það
er erfitt að ganga í gegnum þetta
að öllu leyti, Þetta er andlegt og
líkamlegt álag, fer illa með fjöl-
skylduna og fjárhag heimilisins,
ég þurfti að koma dóttur minni
fyrir og móðir mín fór á spítala
þar sem hún getur ekki hugsað um
sig sjálf.
í dag hef ég alveg komist yfir
þetta nema blaðran virðist eitt-
hvað hafa lamast við aðgerðina.Ég
þreytist meir nú en áður, tek
reglulega inn hormónatöflur, því
áður en ég fór að taka þær inn var
ég ýmist skjálfandi af kulda eða í
svitakófi. Mér finnst ég vera mun
gleymnari nú en fyrir rúmu ári og
held að það kunni að geta stafað
af svæfingunum sem ég hef gengið
í gegnum nú á stuttum tima.“
UNDRAVERÐ
NVJUNG
A/tí geturþú kvattgamla sjónvarpið þittmeð góðrisamvisku þvíað
gjörbreytttækni hefurtekið við.
Nýi flati, ferhyrndi skjárinn frá Sharp stækkar myndflötinn ogþað
er engu líkara en að stofan þín breytist í lítinn kvikmyndasal.
• 54 cm (21,25") flatur,ferhyrndur skjár sem gefurframúrskarandi
skarpan og eðlilegan lit, m16 rása prógrammerað minni, • IC rafeinda
stillikerfi, • góður 4 watta hátalari, • verð aðeins
3l,500*-stgr.
Einnig fáanlegtmeð fjarstýringu og sérstakri videórás.
Tryggðu þér stefnumót sem fyrst við nýja undratækið frá
HVERFISGÖTU 103 SIMI 25999