Morgunblaðið - 12.05.1985, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. MAÍ 1985
„Ég trui á
eðlisávísunina.
— Ólafur Lárusson myndlistarmaöur sýnir á Kjarvalsstödum
um þessar mundir. Spjallad er um sýninguna, lífid og listina
Eg er ómögulegur í viðtal
svona snemma morg-
uns, segir Ólafur Lár-
usson myndlistarmað-
ur, þegar ég teymi hann i átt að
kaffihúsi þar sem ætlunin er að
rekja úr honum garnirnar vegna
yfirstandandi sýningar hans i
Kjarvalssal á Kjarvalsstöðum.
Hann horfir fjandsamlega á
blaðamann, — klukkan er hálf-
tíu — og segin „Ég hef aldrei
kunnað við morgunhrafna, nema
þá, sem eru búnir að vaka alla
nóttina og ég næ i skottið á, þeg-
ar ég er sjálfur að vakna."
Hann er úrillur en það stendur
ekki lengi yfir. Þegar við erum
sest fer hann að tala um sýning-
una sína.
„Mig hefur lengi langað til að
vera með stóra sýningu, sjá á
einum stað það sem ég hef verið
að gera undanfarin tvö ár. Það
er lika ögrun að fara út í stóra
sýningu, þá hefur maður eitt-
hvað til að vinna að. Þetta er
soldið spennandi," segir hann.
„Sýningin samanstendur af
teikningum, sem eru meginuppi-
staðan, ljósmyndum, tveim
skúlptúrum og kannski verð ég
með eitthvað af grafík, en það er
óráðið ennþá, ég hef ekki ennþá
komist í að prenta hana.
Ég held ég fari með það rétt að
þetta eru 230 teikningar á stærð-
arbilinu 1,50x1,70 og alveg niður
í 13x10.
Þær eru allar ógurlega sætar,
þetta eru pastelteikningar, og
lítil aggression í þeim, að
minnsta kosti ekki voðalega
rnikil."
— Þú hefur einkum haldið þig
við performansa og skúlptúr fram
að þessu, hvað kemur til að þú
snýrð þér að teikningum?
„Það liggur beint við vegna
þeirra hugmynda sem ég hef
núna, annars myndi ég gera
myndirnar í annað efni.
Það er heldur enginn vandi að
láta sér detta í hug að teikna.
Það er þægilegt, því hægt er að
vinna við það hvar sem er og
hvenær sem er, án þess að vera
bundinn af húsnæði og fjárfest-
ingu.“
— Er dýrt að vera í málverkinu?
„Já, afskaplega og ennþá dýr-
ara að vera í skúlptúrnum, því
það er ekki aðeins dýrt að búa
hann til heldur þýðir þetta hjá
mörgum ævilangan geymslu-
kostnað. Annars hefur mál-
verkið aldrei heillað mig.“
— Ert þú hættur að performera?
„Nei, langt i frá. Én kannski
fært hann yfir á teikninguna
eins og núna. ( staðinn fyrir að
performera fyrir áhorfendur, þá
sýni ég árangurinn.“
— Er performansinn ef til vill á
undanhaldi?
„Hann er ekki í tísku en jafn
góður þrátt fyrir það.“
— Þurfa þeir, sem stunda per-
formansa ekki að vera pínulitlir
exhibitionistar?
„Nei, það þarf ekki að vera
samasemmerki þar á milli. í
mörgum tilfellum og örugglega 1
upphafi, þá performeraði
kúnstnerinn sjálfur í stað þess
að fá annan til þess vegna pen-
ingaleysis. En síðar verður það
aðalatriðið að búa til heild þar
sem hugmynd og framkvæmd
sameinast. En þetta er mikið lið-
in tíð, bara gamlir dagar.“
— Hvað er að gerast núna nýtt
og ferskt í myndlistinni?
„Ég átta mig ekki alveg á því.
Það sem er efst á baugi er svo
tvístrað og fálmkennt að útkom-
an getur i rauninni orðið hver
sem er.
Ef við erum að tala um hvað
sé að gerast hér heima, þá finnst
mér í rauninni ekkert vera að
gerast. Það má kannski líkja
myndlistarmönnum við kuð-
unga, þeir fara sér hægt og biða
inni í skel sinni. Þrátt fyrir að
hér ríki ládeyða, þá eigum við
samt afskaplega góða myndlist-
armenn."
— Á ekki sérhver listamaður að
hafa sitt eigið frumkvæði?
„Hann á ekki neitt, þvi hann
getur ekki verið annað en það
sem aðstæður og umhverfi bjóða
upp á, því annars væri hann að
fást við annan tíma. Annars má
segja sem svo, að það sé betra að
láta höggva af sér hausinn fyrir
einhverja vitleysu en að segja
ekki neitt.“
— Finnst þér tíðarandinn Iftt
gefandi?
„Já, ég get ekki neitað því. Það
er ríkjandi einhvers konar
fjöldatilfinning, þar sem fjöl-
miðlar þrengja sér inn i líf fólks
með sinni einhæfu túlkun á öll-
um hlutum. Umfjöllunin gengur
einkum út á eitt, að allir eru að
drepast úr blankheitum, þau eru
orðin eins konar þjóðarsjúkdóm-
ur. Þetta er ekki aðeins leiðin-
legt heldur óhugnanlegt."
— En til hvers er listin? —
Hann hristir höfuðið yfir þessari
útjöskuðu spurningu?
„Ég segi eins og Picasso, listin
er algerlega tilgangslaus, því ef
hún hefði tilgang, segði eitthvað,
þá væri hún farin að kássast í
eitthvað allt annað.
Ég held að eitt af því fáa, sem
til er algerlega sjálfstætt, sé list-
in, hinsvegar má notfæra sér
hana, en þá erum við komin út í
annað. — Listin er algerlega
ónýt nema sem slík.“
— Nú er mikið talað um að færa
listina til fólksins, hvað finnst þér
um það?
„Þetta er sú brjálæðislegasta
útópía, sem ég hef heyrt, hún
gengur ekki upp, hvernig gæti
það gerst?
Það er nákvæmlega eins og ég
ætlaði að ala upp barn eins og
mér fyndist að það ætti að vera
eftir 50 ár.
í þessari hugmynd kemur lfka
fram sá útbreiddi misskilningur
að fólkið sé svo vitlaust að það
verði að mennta það. Það þarf
ekki að vera með eitthvert
prógramm til að koma listinni á
framfæri, hún skilar sér.
Það er svo annað mál, að það
er svoiítill munur á þvi að búa til
mynd og list. Myndgerð er á
allra manna færi, en einn og
einn getur búið til list.
Og jafnvel stórir listamenn
hafa aðeins gert fáar myndir,
sem kalla má list og þær myndir
ná til allra sama hversu lokaðir
þeir eru. Það er þetta sem gerir
list að list.“
— Af hverju vill fólk horfa á
myndir?
J^ífið er mynd, en góð mynd
samþjappar hughrifum, sem fólk
getur upplifað aftur og aftur.“
-Horfa myndlistarmenn ekki
öðrum augum á umhverfi sitt en
aðrir?
„Það er enginn vafi á því. Það
má ef til vill segja að þeir brjóti
umhverfi sitt upp í liti, form og
línur. Flestir gera þetta ósjálf-
rátt og við það skapast ákveðin
hughrif, sem þjálfað auga sér.
Eg trúi líka á einhvers konar
eðlisávísun, sem ekki er hægt að
fletta upp í. Stundum renna
menn blint í sjóinn og fara á
bólakaf, en stundum uppskera
þeir hundraðfalt á við þá sem
fara eftir einhverri ákveðinni
línu.“
— Er þitt líf óreglulegt?
„Nei, ég held ég lifi frekar
venjulegu lífi.Ef til vill er ég
betri við sjálfan mig en gengur
og gerist. Én ég hef aldrei kunn-
að að fara með peninga og aldrei
langað til að eignast neitt. Það
er þó ekki það sama og láta reka
á reiðanum. Ég vil einfaldlega
ekki eignast hluti nema að ég
geti aflað þeirra með mínum að-
ferðum.“
— Nú þarft þú eins og flestir
aðrir listamenn á þessu landi og
þótt víðar væri leitað, að vinna
venjulega daglaunavinnu jafn-
framt listsköpun. Þú hefur unnið
sem teiknari hjá sjónvarpinu 14 ár.
Hvernig líkar þér það?
„Mér finnst það taka allt of
mikinn tíma frá mér. Það er líka
afskaplega lítið gefandi, þó það
ætti í sjálfu sér að geta verið
það. Því það er oft svo lítil gleði
í því sem verið er að gera.“
— Hvernig er sú tilfinning að
þurfa að vera í öðru en þú hefur
raunverulega áhuga á?
„Það má segja, að það skapi
eins konar geðklofaástand að
skipta sér niður á þennan hátt.
Maður er búinn að leggja á sig 6
ára nám en getur svo ekki lifað
af því sem maður hefur lært,
heldur verður að hafa það sem
hobbý. Þetta er svo óheilbrigt
einhvern veginn. Hvers vegna er
ekki bara skrúfað fyrir það að
fólk fari í þetta nám fyrst
ástandið er svona?
En þessar stundir, sem maður
á inn á milli, einn meö sjálfum
sér, eru dásamlegar. Það er þeg-
ar manni tekst vel upp. Ég hætti
meira að segja að vera þreyttur,
því það er þannig, að þegar ég er
búinn að vinna gott verk, er eins
og ég vakni endurnærður, þó ég
sé búinn að vinna klukkutímum
eða dögum saman.
í fyrrasumar fékk ég tveggja
mánaða styrk til að dvelja í
Finnlandi. Þar hafði ég íbúð og
vinnustofu. Það var í fyrsta
skipti í langan tíma, sem ég gat
eingöngu unnið fyrir mig. Þá
komst ég að því hverju ég get
afkastað og hvernig ég get byggt
upp vinnu mína. Þarna vann ég
mikið. Stór hluti af því sem ég
sýni á Kjarvalsstöðum er ein-
mitt unninn úti f Finnlandi."
— Nú festast listamenn oft í
ákveönu efni, sem þeir vinna úr.
Þér virðist ekkert heilagt, þú notar
hvað sem er?
„Það má kannski segja að ég
sé orðinn fastur í hugmynda-
vinnunni og f að tileinka mér
ekkert efni... fastur í að festast
ekki.“
— Þú hefur ekki farið út í að
skrifa, því það virðist ekki langt í
það?
„Nei, en ég tala stundum inn á
segulband, ef til vill klukkutfm-
um saman.“
— Um hvað talar þú?
„Allt og ekkert.“
— Þér líkar best við sjálfan þig
af öllum, sem þú þekkir?
„Nei... jú, jú. Það er rétt að
mér lfður aldrei eins vel og með
sjálfum mér, þó ég geti verið
óánægður lfka. Þetta er ekki ego-
ismi heldur einhver frumþðrf.
En stundum þarf maður auð-
vitað líka á öðrum að halda."
Viötal: Hildur Einarsdóttir
Ljósmynd: Árni Sæberg