Morgunblaðið - 12.05.1985, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. MAÍ 1985
FRÆÐSLUÞÆTTIR HINS ÍSLENSKA NÁTTÚRUFRÆÐIFÉLAGS:
Sauðburður —
Sígildur yorboði
— eftirÓlaf
Dýrmundsson
HIÐ íslenska náttúrufræðifélag og
áhugahópur um náttúrufrsóisafn
báðu ýnisa menn að skrifa stutta
og aðgengilega fræðsluþstti um
náttúru landsins. Þeir munu birt-
ast í sunnudagsblöðum Morgun-
blaðsins. í sumum greinum er get-
ið um nýjungar en í öðrum er fjall-
að um árstímabundna atburði í
ríki náttúrunnar. Tilgangurinn er
að auka þekkingu og áhuga fólks á
náttúrufræðum.
Nú er vor i lofti og náttúran að
vakna til lífsins á ný eftir vetur-
inn sem að þessu sinni var
óvenju mildur um land allt.
Allt frá landsnámstíð hefur
sauðfjárrækt verið veigamikill
þáttur í þjóðlífinu og mætti til
dæmis benda á margvíslegan
fróðleik um það efni í bókinni
„Sauðkindin, landið og þjóðin",
eftir Stefán Aðalsteinsson
(Bjallan 1981). Víst er, að sauð-
burður telst til hinna sígildu
vorboða, enda tengdur gróand-
anum. Venjulegur sauðburður
stendur yfir í 3—4 vikur, byrjar
víðast hvar í fyrri hluta maí, og
er annasamasti tími ársins á öll-
um fjárbúum. Stöku ær bera að
vísu fyrr, svokallaðar fyrirmáls-
ær, og er stundum sagt frá slíku
í dagblöðum.
Þess ber að geta að íslenskar
ær ganga með fang í 143 daga að
meðaltali, en oft er meðgöngu-
tíminn 2—3 dögum lengri eða
skemmri. Ærin ber því um miðj-
an maí þegar hrút hefur verið
hleypt til hennar um jólin sem
er algengast. Þótt fengitíminn sé
árstíðabundinn hafa rannsóknir
og reynsla sýnt að hægt væri að
láta ær bera hvenær sem er á
tímabilinu frá apríl til septem-
ber, ef ástæður þættu til þess og
einnig á öðrum tímum árs með
notkun hormóna sem framkalla
beiðsli og egglos. Reyndar er vit-
að um burði i öllum mánuðum
ársins. Þó eru þeir fátíðir á
tímabilinu október til mars, og
sjaldgæfast er að ær beri í nóv-
ember. Það eru fremur mislitar
ær en hvítar sem bera á óvenju-
legum árstíma, stundum ár eftir
ár. Hvað sem þessu líður er vorið
eðlilegasti og besti burðar-
tíminn. Þannig eru ærnar látnar
bera í lok húsvistar- og gjafa-
tímans þegar grös eru að gróa,
og skammt er þess að bíða að
hagi sé nægilegur til að sleppa
fénu á.
Með breyttum búskaparhátt-
um hefur fóðrun og aðbúnaður
fjárins batnað stórlega, enda
meiri kröfur gerðar til arðsemi
en áður var unnt. Vetrarbeit
sauðfjár er að mestu úr sögunni.
Fyrr á tímum var oftast búið að
sleppa fé af húsi fyrir sauðburð,
jafnvel löngu áður, eftir árferði
og aðstæðum. Þá báru ærnar úti
um hagann. Nú er algengast að
láta bera í húsi og sauðburður
hefst nokkru fyrr en áður.
Lambféð er gjarnan haft í stíum
fyrstu dagana, eða í hólfum við
húsin, þangað til sleppt er á tún
eða í úthaga. Oft þarf að gefa
lambfé lengi inni eða úti með
beit í köldum vorum, og eykst þá
vinnan við sauðburðinn til
muna. Margir bændur hafa kom-
ið sér upp góðri aðstöðu til að
auðvelda vinnu við lambfé, svo
sem sérstökum grindum í burð-
arstíur, sjálfbrynningu í húsun-
um og færanlegum útigörðum.
Engu að síður þarf stöðugt að
fylgjast með, ef vel á að vera, og
næturvökur eru miklar um burð-
inn. Tvílemburnar þurfa meiri
umönnun en einlemburnar og
stöku ær fæða þrjú eða fleiri
lömb. Að jafnaði fæðir um helm-
ingur ánna í landinu tvö lömb,
en frjósemin er mjög misjöfn
eftir búum. Þar eð ærin hefurað-
eins tvo spena, reyna bændur oft
að venja marglembinga, eða
lömb undan ám sem hafa farist,
undir aðrar ær, oft með góðum
árangri ef það er gert strax.
Mest er vitað til að ær hafi fætt
sex lömb hér á landi. Þess má
geta að mislitar ær eru heldur
frjósamari en þær hvítu. Tiltölu-
lega fáar ær eru geldar en öðru
máli gegnir um gemlingana,
frjósemi þeirra er mun minni,
enda hafa þeir ekki náð fullum
þroska. Fyrir kemur að ær láti
fóstri og getur smitandi lamba-
lát valdið miklu tjóni.
Þegar ærin ætlar að fara að
bera verður hún gjarnan svolítið
órlóleg, krafsar með framfótum
og leggst niður öðru hvoru. Sé
ærin úti í haga rásar hún oft um
i leit að skjólgóðu bæli þar sem
hún verður ekki fyrir truflun.
Þetta undirbúningsstig getur
tekið alt frá hálftma upp í
nokkrar klukkustundir áður en
hríðir hefjast. Við hríðirnar
þrýstist lambið eða lömbin út í
fæðingarveginn og líknarbelgur-
inn kemur á undan. Frá því að
hríðir, hefjast og þangað til
lambið sér dagsins ljós líður
mislangur tími, venjulega á bil-
inu hálf til tvær stundir. Síðan
kemur fylgjan fljótlega, en það
dregst þó stundum nokkuð. Um
leið og lambið fæðist fer ærin að
kara það, sleikja af því slim og
himnur, og stendur oftast strax
upp. Móðurástin er ákaflega
sterk, lambið er fljótt komið á
legg, óstyrkt í fyrstu, og er að
leita eftir spenunum. Sé allt með
felldu fer lambið fljótt að sjúga
og er þá sagt að þá sé komið á
spena. Stundum gengur burður-
inn ekki svona vel. Lambið getur
borið rangt að þannig að fram-
fætur og höfuð komi ekki fyrst,
hjá tvílembum kemur fyrir að
bæði lömbin beri að i einu og
stundum strandar á sverum
hornagarði hrútlamba. Oftast
getur bóndinn eða annað heima-
fólk hjálpað ánni og bjargað lífi
móður og lambs, en stundum
þarf að kalla til dýralækni. Keis-
araskurðir eru meira að segja
gerðir öðru hvoru á ám. Mikil
vanhöld á lömbum draga mjög
úr arðsemi fjárbúsins og því er
til mikils unnið að sinna fénu vel
um burðinn.
Þótt sauðburður kosti bændur
og búalið margar vökunætur og
mikla vinnu, eru ánægjustund-
irnar nokkurs virði, einkum þeg-
ar vel gengur. Það er þroskandi
fyrir börn og unglinga að fylgj-
ast með, gaman að fá að taka
upp eitt og eitt lamb, og láta vel
að þeim, ekki síst ef þau eru
sérkennilega lit. Æ færri þétt-
býlisbörn njóta slíkrar ánægju,
því miður, enda hefur sauðfjár-
eigendum og sauðfé í kaupstöð-
um og kauptúnum fækkað mjög
á seinni árum. Þess má geta að
lokum að fóstrur í leikskólum og
á barnaheimilum á höfuðborg-
arsvæðinu fara iðulega með
hópa barna á vorin til að skoða
lömbin hjá þeim fáu fjárbænd-
um sem þar er að finna, og í
réttir á haustin láta börnin sig
ekki vanta.
Höfundur er ráðunautur hjá liún
aðarfélagi íslands.
EITUR
Myndbönd
Sæbjörn Valdimarsson
Leikstjóri: Michael Mann. Aðal-
hlutverk: Scott Glenn, Ian McKell-
en. Bandari.sk frá 1983. Framleidd
af ParamounL
Þetta er mynd sem ber að var-
ast. The Keep er einfaldlega ein-
hver sú furðulegasta og leiðinleg-
asta mynd sem borið hefur fyrir
augu undirr. í háa herrans tíð.
Hér ægir af samskiptum þýskra
hermanna í Rúmeniu, eftir að
sókn þeirra hefur verið stöðvuð í
seinna stríði, við íbúa smábæjar
við veigamikið skarð í Karpata-
fjöllunum. Hafa hermennirnir
Ágætum hæfileikum skapgerðar
leikarans Scott Glenn (Urban
Cowboy The Right Stuff) er sóað
einsog í flestu í The Keep.
hreiðrað um sig i fornum kastala
sem um hafa skapast dularfullar
sagnir.
Fljótlega fara að gerast ískyggi-
legir atburðir innan veggja kastal-
ans og í ljós kemur að í iðrum
hans býr illur andi. Þá kemur og
til sögunnar menntamaður af gyð-
ingaættum sem nasistarnir fá til
að ráða gátu hinnar ævafornu
byggingar. En þá fyrst tekur að
hitna i kolunum þegar fram á
sögusviðið kemur yfirnáttúrlega
persóna (Scott Glenn), sem komin
er til að ráða bug á meinvættin-
um. Inní söguþráðinn fléttast hjá-
rænuleg ástarsaga.
Leikstjóranum tekst oft allvel
upp að skapa stemmningsmyndir,
en heildin er hroðalega brokkgeng
og vægast sagt hrútleiðinleg, mað-
ur hefur þó á tilfinningunni að
Mann geti gert betur. Það er engu
líkara en hann hafi haft það eitt
að markmiði, að forðast spennu,
sem honum tekst prýðilega þrátt
fyrir að efnið bjóði uppá ýmsa
möguleika. The Keep er í rauninni
lítið annað en eigingjarn samsetn-
ingur sem virðist eingöngu gerður
til að fullnægja sjálfselsku leik-
stjórans.
Nokkrum ágætum leikhæfileik-
um er sóað, (Glenn, McKellen), og
tónlist Tangerine Dream er líkt og
myndin, illþolandi.
JLJ \ TJ\ I baðskápar
M M M f l//jf Nýkomnar margar nýjar
m. m æ m m m m w mmm. gerðir og Iitir
VALD. POULSEN!
Suðurlandsbraut 10. Sími 686499.
Innréttingadeild 2. hæö.