Morgunblaðið - 12.05.1985, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. MAÍ 1985
Pltrgw Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoðarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 25 kr. eintakiö.
ísland
og Rockall
Eftir að baráttu okkar ís-
lendinga fyrir viðurkenn-
ingu annarra þjóða á 200
mílna fiskveiðilögsögu okkar
lauk með fullum sigri og síð-
asti brezki togarinn sigldi á
brott af íslandsmiðum, hefur
athygli manna beinzt að öðr-
um hugsanlegum réttindum
okkar á hafsvæðum og hafs-
botni út frá íslandi. Eyjólfur
Konráð Jónsson alþingismað-
ur og formaður utanríkis-
málanefndar Alþingis hefur
verið fremsti forystumaður
okkar á þessu sviði og mikill
baráttumaður fyrir því að
kynna rétt íslands innanlands
og utan.
Þingmaðurinn beitti sér í
upphafi fyrir kynningu á rétt-
indum okkar á Jan Mayen-
svæðinu. Það frumkvæði
leiddi til samninga við Norð-
menn um það svæði svo að
réttindamál okkar þar komust
í höfn á ótrúlega skömmum
tíma. Síðustu árin hefur Eyj-
ólfur Konráð einbeitt sér að
kynningu á réttindum okkar á
svonefndu Hatton-Rockall-
svæði.
Sl. fimmtudag lýsti ríkis-
stjórnin formlega yfir rétti ís-
lands á þessu svæði með út-
gáfu reglugerðar um afmörk-
un landgrunns til vesturs, í
suður og til austurs. Geir
Hallgrímsson utanríkisráð-
herra sagði á fundi með blaða-
mönnum við það tilefni: „Með
þessari reglugerð erum við ís-
lendingar að tryggja okkur
þann rétt, sem alþjóðalög
leyfa. Hatton-Rockall-svæðið
er að vísu lítt rannsakað en
það væri ábyrgðarleysi af
okkar hálfu, ef við helguðum
okkur ekki þann rétt, sem al-
þjóðalög mæla fyrir um að við
eigum. Þetta svæði er eðlilegt
framhald af landgrunni ls-
lands. Okkar réttur er tví-
mælalaust meiri en til dæmis
íra og Skota, en réttindi þeirra
takmarkast af svokölluðu
„trogi“ og eins takmarkar
Færeyjasundið rétt Dana fyrir
hönd Færeyinga á þessu
svæði."
Á þessum sama blaða-
mannafundi sagði Eyjólfur
Konráð Jónsson, að sam-
kvæmt hafréttarsáttmálanum
ættu þjóðir allar lífverur á
botni landgrunns síns og bætti
við, að það væri sín skoðun, að
fyrr eða síðar mundi sjórinn
þar fyrir ofan tilheyra land-
inu.
í skýrslu sinni til Alþingis
um utanríkismál minnti Geir
Hallgrímsson utanríkisráð-
herra á ályktanir Alþingis frá
því í marz 1983 um hafsbotns-
réttindi íslands í suðri og á
Reykjaneshrygg og rakti
hvernig unnið hefði verið að
framgangi þessara mála síðan.
í skýrslu utanríkisráðherra
segir: „Hinn 5. júlí sl. var Dön-
um/Færeyingum, Bretum og
írum afhent til kynningar
greinargerð varðandi afmörk-
un íslenzka landgrunnsins
suður af landinu. Jafnframt
var því lýst yfir að íslenzk
stjórnvöld teldu eðlilegt, að
fulltrúar þessara ríkja rædd-
ust við um sameiginlega hags-
muni og éreining er varðar
réttindi á Hatton-Rockallsv-
æðinu og gerð yrði tilraun til
að ná samkomulagi um sam-
eiginlega nýtingu svæðisins og
skiptingu afraksturs auðlinda
hafsbotnsins. Fyrstu viðbrögð
íra og Breta í ágúst og nóv.
/des. sl. hafa verið að and-
mæla þeim grundvelli, sem
réttindakröfur íslands eru
byggðar á og hafa þeir með því
einnig hafnað formlegum við-
ræðum á grundvelli krafn-
anna. Er raunar ágreiningur
milli Breta og íra innbyrðis
um réttindi á þessu svæði, sem
þeir hafa haft í hyggju að láta
gerðardóm skera úr en undir-
búningur undir störf gerðar-
dómsins dregizt á langinn. Af
hálfu Dana/Færeyinga hafa
komið fram sérstök sjónarmið
varðandi afmörkun land-
grunns Færeyja."
Nú fyrir nokkrum dögum
settu Danir formlega fram
kröfu um réttindi á þessu
svæði fyrir sína hönd og Fær-
eyinga. Brezka ríkisstjórnin
hefur mótmælt þessari kröfu-
gerð Dana og jafnframt munu
Bretar óformlega hafa sett
fram mjög hörð mótmæli við
íslenzk stjórnvöld áður en
reglugerðin um rétt íslands
var gefin út á dögunum. Tals-
maður brezka utanríkisráðu-
neytisins sagði í viðtali við
Morgunblaðið í gær að vænta
mætti frekari mótmæla Breta
á næstu dögum. Af þessari
framvindu mála er ljóst, að
ágreiningur þessara þjóða
allra um rétt til Hatton-
Rockall-svæðisins verður í
brennidepli á næstunni og
skiptir þá míklu að fast sé
haldið á málstað íslands.
Elztu heimildir um bú-
setu og mannfjölda á ís-
landi eru frá árinu 1703.
Þá töldust íslendingar
rúmlega 50.000. Ekki
fjölgaði landsmönnum á
átjándu öldinni, heldur
fækkaði. Árið 1785 eru þeir tæplega
40.700. Talið er að að um 9.000 manns
eða tæplega fimmtungur þjóðarinnar
hafi fallið á um það bil tveimur árum í
kjölfar Skaftárelda og annarra harð-
inda, 1783—1785. Landsmönnum fækk-
að um tæpan tug þúsunda 1703—1785.
Fræðimenn telja að í lok landnáms-
aldar hafi íslendingar verið um
70—80.000. Hvort sem sú tala er nær
eða fjær hinu sanna skal ósagt látið.
Hitt er ljóst, að landið bar breytilega
tölu íbúa í tímans rás. Lægst mun íbúa-
talan hafa verið rúmlega 40.000. Nú býr
í landinu sex sinnum stærri þjóð, eða vel
240.000 manns. Samt erum við að töl-
unni til eins og smávaxið sveitarfélag í
fjölmennustu ríkjum heims. En við ger-
um sömu kröfur til samfélagsins og
gerðar eru til fjölmennustu og ríkustu
ríkja heims.
Horft um öxl
Hvað ber þetta land, gögn þess og
gæði, fjölmenna þjóð?
Þeirri spurningu verður ekki svarað
hér, heldur horft lítið eitt um öxl — með
hana í huga.
Allt frá landnámstíð og fram um síð-
astliðin aldamót sóttu lslendingar að
langstærstum hluta fæði og klæði til
landbúnaðar, þó sjósókn væri hliðarbú-
grein alla tíð. Á morgni þeirrar aldar,
sem nú lifa af fimmtán ár, bjuggu enn
73% þjóðarinnar í strjálbýli. Veðurguð-
ir héldu örlögum fólks í hendi sér. Orfá
hitastig, til eða frá í meðalhlita, réðu
árferði í landinu, hvort þjóðin hafði til
ihnífs og skeiðar — eða lapti dauðann úr
Iskel.
Þegar eldgos og hafís, sem heyra til
íslenzkum veruleika, mættu til leiksins,
kanske á kuldaskeiðum í sögu þjóðar-
innar, harðnaði á dalnum, búsmalinn
féll, fólkið fór á vergang, hrundi oftlega
niður. Það var ekki einsdæmi fyrr á tíð
að talað var um árið þegar sumarið kom
ekki.
Ofan á veðurfarslegt harðæri bættust
síðan drepsóttir, sem hjuggu stór skörð
í þjóðina, svo lá við landauðn víða. Saga
okkar, baksvið dagsins í dag, geymir
fleira en litklæði og list á lúnum skinn-
um. En það er nauðsynlegt að þekkja
þessa sögu. í samansafnaðri reynslu
kynslóðanna er grunnurinn að þekkingu
samtíðar og framtíðar.
Margt hefur breytzt
Margt hefur breytzt í íslenzku sam-
félagi í tíð tveggja, þriggja kynslóða.
Segja má að þjóðin hafi á 50 til 75 árum
horfið frá fátækt og fábreytni í atvinnu-
háttum, sem svip settu á ísienzkt sam-
félag frá landnámi, og haslað sér völl
með velferðarríkjum. Sem dæmi um,
hve gjörbreytt samfélagið er, má nefna,
að 1901 bjuggu þrír af hverjum fjórum
íslendingum í strjálbýli en einn í þétt-
býli. Nú búa níu af hverjum tíu í þétt-
býli, einn í strjálbýli. Samfélag okkar
hefur gjörbreytzt á nær öllum sviðum.
Þjóð, sem taldi 78.500 einstaklinga 1901,
státar nú af milli 240—250.000 manns,
sem ofan í kaupið hafa meiri líkur til
langlífis en flestar þjóðir heims.
Hver var sá töfrasproti sem breytti
einhæfu fátæktarsamfélagi, efnahags-
lega, í allsnægtaland? Hann var ofinn
úr ýmsum þráðum. Við fengum heima-
stjórn 1904, fullveldi 1918, lýðveldi 1944.
Fullveldi þjóðarinnar og frelsi einstakl-
inganna til framtaks eiga ríkan hlut að
máli; samhliða fjármagnsmyndun í
landinu, en fjármunir eru afl þeirra
hluta sem gerðir eru. Aukin menntun og
þekking þjóðarinnar vísaði veginn.
Þyngst vó ör tækniþróun í atvinnu-
greinum landsmanna, sem margfaldaði
þjóðarframleiðslu á hvern vinnandi ein-
stakling og þær þjóðartekjur, sem til
skiptanna komu og ráða lífskjörum í
raun, þegar grannt er gáð.
Það er ekki hægt að semja um skipt-
ingu verðmæta, sem ekki eru til. Þá
slíkt hefur verið gert varð niðurstaðan
smækkun gjaldmiðils okkar, þ.e. lækkað
kaupgildi krónunnar, og verðbólga.
Vördur viö veginn
Á síðara helmingi 19. aldar var veð-
urfar með eindæmum kalt með tilheyr-
andi harðindum. Talið er að þá hafi
milli 10 og 15 þúsund íslendingar flutzt
til Ameríku.
Árferði er enn misjafnt, þó tækniund-
ur samtímans létti þjóðinni lífsbjarg-
arróðurinn. Þegar harðnaði á dalnum,
eins og gerðist á seinni hluta sjöunda
áratugarins, vegna aflasamdráttar, m.a.
hruns síldarstofnsins, og verðfalls út-
fluttrar sjávarvöru, þá losnaði um land-
ann, rétt eins og á tímum Ameríkufar-
anna. Þeir vóru ófáir sem leituðu þá
atvinnu og tímabundinnar búsetu er-
lendis, einkum í Svíþjóð. Við tölum
ógjarnan um þetta „útstreymi", né
hliðstæður fyrr og síðar. Það er feimn-
ismál. Það er engu að síður varða við
veginn, sem verð er íhugunar.
Tæknin gerði okkur kleift að nýta
auðlindir láðs, þ.e. jarðargróður, og lag-
ar, þ.e. fiskistofna, svo að segja til
botns. Velmegun, sem þessari tækni
fylgdi, blasir hvarvetna við. Nú eru
fiskistofnar fullnýttir, sumir máske
ofnýttir. Búvörur gera betur en að full-
nægja innlendri eftirspurn. Þær stand-
ast hinsvegar ekki verðsamkeppni við
sams konar vöru erlendis. Verðbólgan
hefur skellt dyrum á búvöruútflutning,
nema með himinhárri meðgjöf, sem er
skattþegum ofviða. Aflatakmarkanir og
takmarkanir í framleiðslu búvöru setja
svip á líðandi stund.
Þjóðin er þar á vegi stödd sem blasa
við þrjár vörður, þrír vegvísar, sem lesa
verður rétt af:
• Þjóðartekjur hafa skerzt þrjú ár í röð
— 1982,1983 og 1984 — m.a vegna afla-
samdráttar, verðþróunar erlendis og
ekki sízt skuldastöðu þjóðarinnar út á
við.
• Kaupmáttur útflutningstekna hefur
þrengzt af sömu ástæðum. Hið sama
gildir um kaupmátt launa. Við getum
deilt um launaskiptingu í landinu. Um
hitt verður ekki deilt að skertar þjóðar-
tekjur þýða óhjákvæmilega skertan
kaupmátt launa, á heildina litið.
• Samkvæmt mannfjöldaspám Áætl-
anadeildar Framkvæmdastofnunar
ríkisins getur mannfjöldi á íslandi árið
2003, þ.e. eftir 18 ár, orðið frá 276 til 290
þúsund, en er í dag rúmlega 240.000.
Ef við eigum að tryggja áfram at-
vinnuöryggi í landinu, samhliða því að
ná sambærilegum „lífskjörum" og bezt
þekkjast með ríkustu þjóðum heims, þ.e.
fyrirbyggja „útstreymi" fólks úr landi,
þurfum við ekki aðeins að fjölga störf-
um um ca. 20—25 þúsund fram til alda-
móta, heldur stórauka framleiðni, hag-
vöxt og þjóðartekjur.
Við þurfum fyrst og síðast að huga að
arðsemi fjárfestingar þannig að hún
skili sér í bættum kjörum en verði ekki
baggi, jafnvel framtíðarbaggi, á samfé-
laginu, eins og of oft hefur gerzt á sl.
áratug og þessum.
Þróunarfélag
- nýsköpun
í byrjun september 1984 gerðu stjórn-
arflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og
Framsóknarflokkur, með sér samkomu-
lag um aðgerðir í efnahags— og at-
vinnumálum. Sérstakur kafli samkomu-
lagsins fjallaði um nýsköpun í atvinnu-
lífi og uppstokkun sjóðakerfis. Þar sagði
m.a.:
„Stofnað verði sérstakt fyrirtæki,
þróunarfélag, ríkis, banka, almennings
og aðila í atvinnurekstri til að greiða
fyrir nýskipan í atvinnulífinu.“
MORGUNm.AÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. MAÍ 1985
35
REYKJAVÍKURBRÉF
laugardagur 11. maí
Ríkisstjórnin hefur nú lagt fram
„frumvarp til laga um þátttöku ríkisins
í hlutafélagi til að örva nýsköpun í at-
vinnulífi og um heimildir annarra aðila
til þáttöku í félaginu", eins og segir í
fyrirsögn þess.
í greinargerð frumvarpsins segir
m.a.:
„Með frumvarpi þessu er aflað laga-
heimildar til þess að ríkisstjórnin hafi
forgöngu um og leggi fram hlutafé í
hlutafélagi er hafi það markmið að örva
nýsköpun í íslenzku atvinnulífi og efla
arðsama atvinnustarfsemi. Þá miðar
frumvarpið að því að greiða fyrir sem
víðtækastri þátttöku annarra aðila í
hlutafélaginu, annars vegar með því að
lögfesta heimild til handa viðskipta-
bönkum, vátryggingarfélögum, líftrygg-
ingarfélögum og fjárfestingarlánasjóð-
um til þess að gerast hluthafar í hluta-
félaginu og hins vegar með því að heim-
ila ríkisstjórninni að veita einstakling-
um og félögum í atvinnurekstri lán til
allt að fjögurra ára til kaupa á hluta-
bréfum í umræddu hlutafélagi. Loks er
með frumvarpinu veitt heimild til þess
að ríkisstjórnin láni hlutafélaginu allt
að 200 milljónir króna án sérstakrar
tryggingar til 5—7 ára, verði eftir því
leitað af félagsins hálfu eftir að það hef-
ur starfsemi og/eða veita ríkisábyrgð
fyrir láni eða lánum er hlutafélagið
kynni að vilja taka til starfsemi sinnar
að fjárhæð allt að 300 m.kr. eða jafn-
virði þess í erlendri mynt. Láns- og
ábyrgðarheimildin miðar að því að
skapa hlutafélaginu aukna möguleika á
að rækja hlutverk sitt“.
Spor til réttrar áttar
Framkvæmd fyrirætlana, hvort held-
ur þær er festar í lög eða ekki, skiptir
meira máli en bókstafurinn, þó orð séu
til alls fyrst. Þessvegna er of snemmt að
leggja dóm á þetta frumvarp, sem og
hliðarfrumvörp um Byggðastofnun og
Framkvæmdasjóð ríkisins. Þessi þrjú
frumvörp eru engu að síður viðleitni,
sem fagna ber. Er þess að vænta að
Alþingi skoði þau vandlega og afgreiði í
þeim búningi, sem bezt gagnast tilgang-
inum.
Við eigum ótvírætt ýmsa möguleika
til að skjóta nýjum stoðum undir at-
vinnu- og efnahag landsmanna og
styrkja þær, sem fyrir eru. Menntun,
þekking, rannsóknir og hátækni ýmiss
konar, sem nú leiðir þróaðar þjóðir inn í
framtíðina, vitna um spor til réttrar
áttar.
Arðsemi fjárfestingar verður að ráða
ferð. Við höfum ekki efni á fjárfest-
ingarmistökum, sem hrannazt hafa upp
í erlendum skuldum og rýra þjóðartekj-
ur og kjör í landinu; flytja ómælt fjár-
magn úr landi. Það er og óhjákvæmilegt
að virkja alla heilbrigða hvata, sem búa
í einstaklingunum, til framtaks og
áræðis, og lina á fjötrum miðstýringar í
þjóðarbúskapnum.
Atvinna og afkoma skipta miklu máli,
bæði fyrir einstaklinga og þjóðarheild,
og eru þungamiðja þessa bréfs. En mað-
urinn lifir ekki á brauðinu einu saman.
íslenzk þjóð á önnur verðmæti, sem
meiru varða, tungu, sögu og land.
Það er menningarleg arfleifð þjóðar-
innar, sem við þurfum að varðveita, sem
við verðum að þróa til framtíðar, þ.e.
komandi kynslóða, er þyngst vegur.
Þjóðin er hinsvegar betur í stakk búin
til að þjóna því meginhlutverki ef hún
tryggir efnahagslegt sjálfstæði sitt út á
við og efnahagslegt sjálfstæði og af-
komuöryggi þegna sinna inn á við.
„Atvinna og af-
koma skipta
miklu máli,
bæði fyrir ein-
staklinga og
þjóðarheild ...
E n maðurinn
lifír ekki á
brauði einu
saman. íslenzk
þjóð á önnur
verðmæti, sem
meiru varða,
tungu, sögu og
land. Það er
menningarleg
arfíeifð þjóðar-
innar, sem við
þurfum að
varðveita, sem
við verðum að
þróa til fram-
tíðar, þ.e. kom-
andi kynslóða,
er þyngst veg-
ur. Þjóðin er
hinsvegar bet-
ur í stakk búin
til að þjóna því
meginhlut-
verki, ef hún
tryggir efna-
hagslegt sjálf-
stæði sitt út á
við og efna-
hagslegt
sjálfstæði og
afkomuöryggi
þegna sinna inn
á við.“