Morgunblaðið - 12.05.1985, Qupperneq 42
42
' MORGITNBLADID, SUNNUDAGtJR 12. MA11985
JT
I vinnustofu
Sigrúnar Eldjárn
Áhöld sem notuð eru við gerð messotintu.
Fyrst er platan ýfð upp með þar til gerðu áhaldi klukkustundum saman
SÁLDÞR YKK,
KOPARSTUNGUR OG
MESSOTINTA
Sigrún Eldjárn opnadi
fyrstu stóru einkasýningu
sína í Listmunahúsinu um sl.
helgi. Á sýningunni eru
teikningar og þrjár gerðir
grafíkmynda, sáldþrykk eda
silkiþrykk í lit, koparstungu-
myndir og svokölluð messo-
tinta, en það er rúmlega 350
ára gömul grafíkaðferð,
fundin upp 1624. Sigrún
kynnti sér þessa grafíkaðferð
sérstaklega er hún fór til
framhaldsnáms í Póllandi að
loknu námi í Myndlista- og
handíðaskólanum. Við sótt-
um Sigrúnu heim í sólbjartar
stofur hennar á Laufásvegin-
um er hún var að leggja síð-
ustu bönd á undirbúning sýn-
ingarinnar.
»Jú, þetta er dálítið spenn-
andi,“ svarar hún spurningu um
hvort þetta sé ekki stór stund í
lífi hennar um leið og hún hellir
sjóðheitu kaffi í skemmtilega
skakka hvfta kaffibolla, á þeim
eru svartir blettir á víð og dreif,
svona eins og fyrir tilviljun, og
Sigrún segist hafa fengið þá í
skiptum fyrir myndverk hjá
stöllu sinni úr Langbrókum,
Borghildi Óskarsdóttur. Hún
bætir við að fleira sé á döfinni
hjá sér, hún ætii að giftast nú-
verandi sambýlismanni sínum
Hjörleifi Stefánssyni arkitekt.
Og hjónavígslan fór fram rétt
fyrir opnun sýningarinnar og sá
fulltrúi borgardómara um at-
höfnina. „Það er ágætt að skella
þessu öllu saman, við erum búin
að búa saman í nokkur ár og
ákváðum að fara að bæta úr
þessu synduga líferni."
Þið hafið ekkert verið að
hugsa um kirkjubrúðkaup?
„Nei, það er allt of mikið til-
stand.“
Þau Sigrún og Hjörleifur eru
bæði með vinnustofur i húsinu
og eru því eflaust ein af fáum
foreldrum sem þurfa ekki að aka
með börn í gæslu fram og til
baka og fara til vinnu eins og
margir aðrir höfuðborgarbúar.
Grímur sonur þeirra hefur því
um tvær vinnustofur að velja ef
hann vill heimsækja foreldra
sína í vinnuna, en hann er á
leikskóla fyrir hádegi og þann
tíma nota foreldrar hans að von-
um mest til vinnu.
„Það kemur meira í minn hlut
að vera með börnin eftir hádeg-
ið, og við reynum því að nýta
tímann fyrir hádegi vel, byrjum
gjarnan upp úr átta. Mér finnnst
mikill lúxus að fá að vinna við
það sem ég hef mestan áhuga á,
og mér hefur gengið þolanlega
að lifa á þessu, hef selt grafík
ágætlega, skrifað og mynd-
skreytt nokkrar barnabækur
sem ég hef fengið ágætlega borg-
að fyrir og unnið við fleiri bóka-
skreytingar. Það er þó ekki hátt
... og myndir fullgerð
Morgunblaðið/Árni S»berv;
kaup sem ég er með miðað við
aðra, en ég lifi á þessu.“
Og hvað heita svo barnbæk-
urnar sem hún hefur samið og
myndskreytt?
„Allt í plati, Eins og í sögu,
Langafi drullumallar og Langafi
prakkari.“
— Eru þetta einhverjar
móralsögur?
„Nei, það er ekkert alvarlegt i
þeim, ég reyndi bara að semja
skemmtilegar barnabækur.
Börnin mín eiga hluta í sögu-
þræðinum. Það var verið að
biðja mig um daginn að skrifa
bók fyrir unglinga, en þar sem
ég á engin börn á þeim aldri,
dóttir mín er 9 ára og sonur
minn þriggja, þá treysti ég mér
ekki til þess, ég þekki ekki nægi-
lega mikið til þess hvernig
krakkar á þessum aldri hugsa.“
Á miðju borðstofuborðinu bíða
nokkrar grafíkmyndir innrömm-
unar og á gólfinu eru innramm-
aðar stórar teikningar.
„Á sýningunni verða annars
vegar teikningar og hinsvegar
grafíkmyndir unnar með mis-
munandi aðferðum. Hér eru t.d.
nokkrar koparstungumyndir,
aðrar unnar með sáldþrykki eða
silkiþrykki og enn aðrar með
messotintu."
— Hvernig er messotinta
unnin?
„Þetta er frekar seinleg að-
ferð. Notuð er koparplata sem er
ýfð upp með þar til gerðu áhaldi,
þetta tekur langan tlma, líklega
heilan vinnudag ef setið er við,
en þetta er þó ekkert leiðinlegt,
ég nota tímann til að hugsa um
hvernig myndin á plötunni á að
vera. Mér finnst þó lang-
skemmtilegast að teikna, sér-
staklega þessar stóru myndir
eins og þær sem bíða hér inn-
rammaðar á gólfinu."
— Þú ert núbúin að fá starfs-
laun rithöfunda?
„Já, Þegar ég er búin að koma
þessari sýningu frá mér ætla ég
að semja nýja barnabók og
myndskreyta hana með litmynd-
um. Hingað til hef ég bara notað
einn lit í myndskreytingarnar,
og þarf því helst að geta gefið
bækurnar út í nokkrum löndum
til að fá fyrir útgáfukostnaði."
VJ
... þá er borin sverta á
plötuna og skafið af henni
þar sem fletirnir eiga að
vera hvftir ...
... myndinni á koparplöt-
unni þrykkt á pappír ...