Morgunblaðið - 12.05.1985, Page 59

Morgunblaðið - 12.05.1985, Page 59
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 12. MAl 1985 59 Hjálpræðisherinn á íslandi 90 áræ Samkomur og tónleikar í tilefni afmælisins f DAG, 12. maí, eru 90 ár liðin frá því að Hjálpræðisherinn hélt sína fyrstu samkomu hér á landi. Hjálpræðisherinn hóf brátt starf úti á landi, m.a. á ísafirði, á Seyðisfirði, í Hafnarfirði, á Siglufirði og á Akureyri. Auk þess var um tíma starfað við Fellsströnd undir handleiðslu Matthíasar frá Orrahóli. f dag er Hjálpræðisherinn með starf í Reykjavík, á ísafirði, Akureyri og á Seltjarnarnesi, en fer oft á aðra staði til að halda samkomur, m.a. á Siglufjörð þar sem hann á samkomusal. í tilefni af þessari 90 ára af- mælishátíð komu margir gestir í heimsókn. Samkomur og tónleik- ar verða bæði á Akureyri og í Reykjavík. Lúðrasveit kemur frá Noregi og er það 30 manna lúðrasveit Musterisins í Osló, Templet Hornorkester. Þessi lúðrasveit á sér langa sögu, því hún hefur starfað frá árinu 1888. Þó gömul sé eru flestir meðlimir hennar ungir hermenn, og má þar m.a. nefna hinn unga hljóm- sveitarstjóra, Yngve Slettholm. Hann er tónskáld og forseti i „Foreningen Ny Musikk". Meðlimir hennar leika ekki eingöngu á blásturshljóðfæri, og í lúðrasveitinni er konsertpían- isti og söngfólk. Aðalritari Hjálpræðishersins í Noregi, Færeyjum og á fslandi, ofursti- lautinant Einar Madsen, og kona hans, Bergljót, verða aðalræðu- menn á hátíðarsamkomunum. Ofurstilautinant Guðfinna Jó- hannesdóttir er heiðursgestur hátíðarinnar, og mun hún stjórna og prédika á samkomun- um. Á Akureyri verður haldin söng- og hljómleikasamkoma f Akureyrarkirkju þriðjudagirin 14. maí klukkan 21.00 og einnig miðvikudaginn 15. maí klukkan 20.30. Útisamkoma og herganga verður í miðbænum 15. maí klukkan 16.00. í Reykjavík verður fagnaðar- samkoma f Neskirkju á upp- stigningardag klukkan 20.30. Á þjóðhátíðardegi Norðmanna, 17. maí, verður 17. maf-hátíð f Nes- kirkju klukkan 20.30. Hátiðin fer fram á norsku og veitingar verða í boði að lokinni hátfð. Á laugardaginn 18. maí verður sérstök söng- og hljómleika- samkoma klukkan 20.00 i Fíla- delfíu. Á sunnudaginn 19. maf verður útvarpsguðsþjónusta i Neskirkju klukkan 11.00 og há- tíðarsamkoma klukkan 20.30. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, og biskupinn yfir fslandi, herra Pétur Sigur- geirsson, munu vera viðstödd þessa hátiðarsamkomu ásamt fleiri gestum. Verður það síðasta samkoman f þessum hátíðar- höldum. Lúðrasveitin sem kemur frá Noregi leikur á öllum samkom- unum og einnig leikur hún sunnudaginn 16. mai klukkan 16.00 á útisamkomu á Lækjar- torgi og 17. maí við hátíðarhöld Norðmanna f Fossvogskirkju- garði og við Norræna húsið. Sveinbjörn Þór við verk sín í Eden. Sveinbjörn Þór sýnir í Eden HreragerAi, 8. nuí. SVEINBJÖRN Þór Einarsson myndlistarmaður opnaði sýningu í Lista- mannaskálanum í Eden í Hveragerði þ. 1. maí sl. og lýkur henni nú um helgina og eru því síðustu forvöð að sjá hana. Á sýningunni eru 77 málverk og eru öll til sölu, en 55 verk eru þegar seld. Listamaðurinn bauð mér að skoða sýninguna og bað ég hann að gefa örlitlar upplýsingar um sýninguna. Hann sagði svo frá: „Þetta eru allt landslags-smá- myndir, sem unnar eru með olíu-, akril-, vatns- og tempeva-litum og einnig eru á sýningunni nokkur verk unnin með „air brush“- og „flow prasil“-tækni, sem ekki hef- ur sést á sýningu, svo vitað sé, hérlendis frá því að Sverrir Har- aldsson sýndi verk um 1952 í Li8tamannaskálanum í Reykjavfk máluð með sömu tækni, þó ekki með „flow prasil", en þessi tækni er mikið notuð samhliða annarri tækni af bandarískum og evrópsk- um myndlistarmönnum f dag. En hvað viltu segja okkur um sjálfan þig? Foreldrar mínir eru Einar Hjörleifsson og Helga Svein- björnsdóttir frá Teigi í Fljótshlíð og eru þau komin af miklum lista- mannaættum úr Hrunamanna- hreppi, má þar til nefna grein um afkomendur Guðrúnar frá Tungu- felli, sem góð skil voru gerð f Morgunblaðinu fyrir skömmu. En þar eru nefndir listamennirnir Einar Jónsson frá Galtafelli, Ás- grfmur Jónsson, Guðmundur Thorsteinsson, Muggur, Jóhann Briem, Eiríkur Smith og fl. og má sjá að „sjaldan fellur eplið langt frá eikinni“. Ég stundaði nám í málaradeild við Myndlistarskólann i Reykjavík veturna 1963—67. Helstu kennar- ar mínir voru þeir Hafsteinn Austmann, Valtýr Pétursson, Hringur Jóhannesson, Kjartan Guðjónsson og síðar Sverrir Har- aldsson í einkakennslu. Mestu áhrif frá mínum kennur- um voru frá Jóhanni Briem, sem kenndi teikningu og myndbygg- ingu við Gagnfræðaskóla Vestur- bæjar á námsárum mínum þar, og Valtý Péturssyni, sem ég tel vera frábæran kennara. Einnig hef ég farið í námsferðir til Englands og Ítalíu. Sfðastliðið sumar fór ég til Italiu og Spánar og kynnti mér liti og efni sem þar eru notuð og er þessi sýning árangur af þeirri reynslu sem ég aflaði mér þar. Ég hef síðastliðin tvö ár alveg helgað mig myndlistinni og hyggst reyna að gera það í framtfðinni. Þessari sýningu hefur verið vel tekið og virðist myndefnið falla í góðan jarðveg hjá fólki. Seldar eru 55 myndir af 77 sem á sýningunni eru, en henni lýkur sunnudaginn 12. maí. Ég þakka gestum minum fyrir komuna og mörg falleg orð sem þeir hafa látið falla um þessi verk mín.“ Þess má að lokum geta að rammar og allur frágangur mynd- anna er sérstaklega vandaður og smekklegur, hefur þar ekkert ver- ið til sparað. fire$tonc ® S-211 5 ! D r i i k Ol | ER FJÖLSKYLDA WN „ GOÐRA HJOLBARÐA VIRÐI ? Firestone S-211 radial hjólbarðarmr eru framleiddir undir ströngu gæðaeftirliti sem tryggir öryggi þitt og fjölskyldu þinnar. Sérstæð lögun og mynstur gefa frábært grip og mýkt bæði á malarvegum og malbiki, sem veitir hámarks öryggi og þægindi í akstri, innanbæjar sem utan. Firestone S-211 eru einu radial hjólbarðarnir sem eru sérhannaðir jafnt til aksturs á malarvegum og malbiki. Og þeir eru úr níðsterkri gúmmíblöndu sem endist og endist og endist . . . Nýbýlavegj 2 Kópavogi UMBOÐSMENN UM LAND ALLT! Sími 42600 JÖFUR HF. Sigrún

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.