Morgunblaðið - 12.05.1985, Side 68
r
v,
E
EUROCARD
SUNNUDAGUR 12. MAÍ 1985
VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR.
Vindlingasalan fyrsta ársfjórðunginn:
Þriðji hver vindl-
ingur af teg-
undinni Royale
FRÖNSKU vindlingarnir Royale eru
nú mest seldir hér á landi og lætur
njerri að þriðji hver vindlingur, sem
seldur er, sé af þeirri tegund. Winst-
Seyöisfjörður:
Færeyskt
flutninga-
skip tók
niðri
FÆREYSKT vöruflutningaskip
tók niðri við hafnargarðinn í
Seyðisfjarðarhöfn í fyrrinótt
Skipið er á sandbotni og var búist
við að skipið kæmist af stað fyrir
eigin vélarafli á háflóðinu siðdeg-
is í g*r.
Skipið var að koma frá Fær-
eyjum en það er i siglingum á
milli Austfjarða og Færeyja á
vegum Austfars á Seyðisfirði.
Er talið að það hafi lent of utar-
lega í innsiglingunni vegna
strauma sem þarna eru.
on var áður mest selda tegundin en
hefur nú fallið niður í annað sæti.
Samkvæmt upplýsingum, sem
Morgunblaðið fékk hjá Áfengis-
og tóbaksverzlun ríkisins, var
vindlingasalan fyrstu þrjá mánuði
ársins samtals 5.487.030 pakkar en
var á sama tima árið áður
5.715.425 pakkar. Hefur salan á
þessu tímabili þvi dregizt saman
um 4%. Á fyrsta ársfjórðungi síð-
asta árs var sala helztu tegunda
sem hér segir, markaðshlutdeild í
sviga: Viceroy 535.730 pakkar
(9,4%), Kent 127.970 pakkar
(2^%), Marlboro 490.080 (8,6%),
Salem 587.070 (10,3%), Prince
306.010 (5,4%), Camel 749.680
(13,1%) og Winston 2.553.080
(44,7%). Royale var þá ekki seld. Á
þessu ári eru samsvarandi tölur
eftirfarandi: Viceroy 303.190
pakkar (5,5%), Kent 72.190 (1,3%),
Marlboro 312.790 (5,7%), Salem
462.160 (8,4%), Prince 264.820
(4,8%), Camel 571.680 (10,4%),
Winston 1.499.920 (27,3%) og Roy-
ale 1.710.700 (31,2%).
Royale-vindlingar kosta 53,30
krónur pakkinn, Prince 70,60 og
aðrar tegundir í þessari upptaln-
ingu kosta 76,30.
Bein útsending
frá Vatikaninu
—SAMÞYKKT var í útvarpsráði í fyrradag að taka boði mexíkanska sjón-
varpsins um að sjónvarpið verði með beina útsendingu frá Péturskirkjunni í
Vatikaninu í Róm þann 29. júní nk. þegar páfi messar og vígir biskupa,
erkibiskupa og kardínála. Fílharmóníusveit Vínarborgar mun þá flytja Krýn-
ingarmes.su Mozarts undir stjórn Herberts von Karajan.
Pétur Guðfinnsson fram-
kvæmdastjóri sjónvarpsins sagði í
samtali við blm. Mbl. í gær að til
stæði að útsending yrði þann 29.
júní frá kl. 16 til 18. Ekki hefði
enn verið gengið frá samningum
um afnot af gervihnetti, en Pétur
sagði að í það yrði gengi nú eftir
helgi. „íþróttirnar verða þvi að
víkja þennan dag, ef okkur tekst
að koma þessu um kring,“ sagði
Pétur.
Pétur sagði að afnot af þessari
útsendingu frá Péturskirkjunni í
Róm, sem væntanlega um 10 þús-
und manns verða viðstaddir, yrðu
íslenska sjónvarpinu að kostnað-
arlausu. Eini kostnaðurinn yrði
leiga fyrir afnot af Skyggni, sem
Pétur sagði að lauslega áætlað
myndi kosta á bilinu 150 til 200
þúsund krónur.
Pétur sagði að hann hefði flutt
þetta boð í útvarpsráði, m.a. vegna
þess að sjónvarpið hefði oft legið
undir því ámæli að vera einungis
með beinar útsendingar utan úr
heimi af íþróttaviðburðum.
Morgunblaftió/RAX.
10,8% aukning
urframleiðslu í
INNVEGIN mjólk hjá mjólkursam-
lögunum var 945 þúsund lítrum eða
10,8% meiri í aprfl miðað við sama
mánuð í fyrra. Aukningin er hhit-
fallslega mest norðanlands. Búist er
við að á næsta fundi Framleiðslu-
ráðs landbúnaðarins verði rætt um
aðgerðir til að stöðva aukninguna
því hún er öll umfram innanlands-
þarfir. Sala á mjólk hefur stöðugt
minnkað undanfarna mánuði, þar til
I aprfl að einhver aukning varð í
kjölfar auglýsingaberferðar Mjólk-
urdagsnefndar.
i/x&í, M ps*
H
Mikil ölvun víða um land:
Tveimur bílum var
stolið í Grindavík
MIKIL ölvun var í Grindavík á föstudagskvöldið og i fyrrinótL Tveimur
bifreiðum var stolið. Nýlegri Mitsubishi Galant-bifreið var stolið úr bílskúr.
Bifreiðin fannst gerónýt utan vegar rétt austan við Hraun við ísólfsskála.
Ökumaður var á bak og burt og engin slys virðast hafa orðið á mönnum, en
grunur leikur á að þrír hafi verið í bifreiðinni.
Þá var sjúkrabifreiðinni stolið Reykjavík voru fullar, enda mikil
Morgunblaðift/Júlfua
Bifreiðin fannst á toppnum utan vegar og er talin ónýt Þjófanir voru á
bak og burt.
og hún skemmd. Okumaður
missti stjórn á bifreiðinni við
Þorbjörn. Brotist var inn í versl-
unarmiðstöðina og litlum tölvum
stolið. Lögreglunni hafði tekist að
finna mestan hluta þýfisins, en
þjófurinn var ófundinn.
Fangageymslur lögreglunnar í
ölvun í höfuðborginni og var svo
víða á landinu. Þriðju nóttina í
röð gistu 4 til 5 flkniefnaneytend-
ur fangageymslunar, voru teknir
á förnum vegi. Á ísafirði voru 5
teknir grunaðir um ölvun við
akstur og voru fangageymslur
þar fullar.
mjólk-
apríl
Samkvæmt bráðabirgðatölum
Framleiðsluráðs var innvegin
mjólk hjá mjólkursamlögunum í
apríl 9.701 þúsund lítrar en var
8.756 þúsund lítrar í apríl i fyrra.
Hlutfallslega varð mest aukningin
hjá mjólkursamlaginu á Þórshöfn,
26,15%, en af stærri samlögunum
er aukningin mest í mjólkursam-
lögunum á Norðurlandi. Á Sauð-
árkróki varð 22,96% aukning,
14,61% á Húsavik, 13,74% á Akur-
eyri, 13,63% á Blönduósi og
11,78% aukning á Hvammstanga.
Hjá Mjólkurbúi Flóamanna var
innvegin mjólk í apríl 7,72% meiri
en í sama mánuði í fyrra og 6,85%
hjá mjólkursamlaginu i Borgar-
nesi.
Þessi aukning á mjólkurfram-
leiðslunni í apríl snýr þróuninni
við því fyrstu þrjá mánuði ársins
minnkaði framleiðslan. Ef teknir
eru saman fyrstu fjórir mánuðir
ársins sést að innvegin mjólk hef-
ur í heildina aukist um 1,72% frá
sama tímabili I fyrra. Sunnan-
lands og vestan er framleiðslan
minni en í fyrra en veruleg aukn-
ing er á Norðurlandi, allt upp í
10,19% á Sauðárkróki.