Morgunblaðið - 31.05.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.05.1985, Blaðsíða 2
2 MQRGBNflLADIÐ, P6STUDAGUR 31. MAl 1985 Verður bjórfrumvarpið svæft: Helgi Seljan vill fundi með sérfræðingum SVO kann að fara að bjórfrumvarpið verði svo lengi í meðforum allsherjar- nefndar efri deildar Alþingis, að ekki fari fram atkvæðagreiðsla um það á þessu þingi. Helgi Seljan alþingismaður, einn nefndarmanna, óskaði eftir því á fundi nefndarinnar í gærmorgun, að til yrðu kvaddir sérfræðingar, svo sem læknar, til viðtals við nefndina, og var ákveðið að verða við óskum hans. Slík viðtöl munu væntanlega hefjast nk. mánudagsmorgun. Það er hald fjölmargra þing- Hann ætlaði sér manna að Helgi hafi með þessari ósk sinni viljað þæfa málið, þann- ig að það komi ekki til afgreiðslu, en Helgi er yfirlýstur andstæðing- ur frumvarpsins. Helgi sagði hins vegar í samtali við Morgunblaðið i gær, að þessi væri ekki raunin. Dagsbrún: Gengið til viðræðna við VSÍ AÐALFUNDUR Dagsbrúnar samþykkti samhljóða tiliögu í gærkvöldi þess efnis að fela stjóm félagsins að ganga til viöræðna við Vinnuveitenda- samband íslands um tilboð þess, en í tillögunni era til- greind ýmis atriði sem leggja skal meginþunga á í þeim við- ræðum. Fundinn sátu rétt liðlega hundrað manns, en hann var haldinn að Hótel Sögu. Tillög- una fluttu Guðmundur J. Guð- mundsson formaður, Þröstur Ólafsson framkvæmdastjóri og Halldór Björnsson varaformað- ur. Megináhersla er lögð á kaupmáttartryggingu. Þá er gert ráð fyrir að ýmsum sér- kjarasamningum verði lokið fyrir ákveðinn tíma. Gildistími nýs kjarasamnings skuli vera til 1. sept. 1986 o.fl. einungis sama rétt og neðrideildarmenn við af- greiöslu þessa frumvarps. „Ég vil einfaldlega fá að ræða við hluta af þeim aðilum sem þeir í allsherjarnefnd neðri deildar ræddu við. Þetta eru þeir aðilar sem fást við drykkjuvandamál í víðari merkingu — fyrst og fremst læknar." „Ég hef margsagt að ég væri ekki meinsmaður þess að þetta mál gengi til atkvæða í efri deild ef að mönnum sýnist svo. Ég áskildi mér auðvitað rétt til þess meðan svo óljóst væri um þing og svo ótal mörg önnur mál sem eftir er að ljúka, að vera andvígur því að þessu máli yrði hraðað sér- staklega," sagði Helgi jafnframt. Tíð reiðhjólaslys Morjfunblaöið/Jón Svavarsson AÐ UNDANFÖRNU hafa nokkur börn á reiðhjólum slasast í árekstri við bifreiðir. Á þriðjudag varð enn eitt reiðhjólaslysið, þá á Bústaðavegi. Átta ára gamall drengur hugðist fara yfir Bústaðaveginn, en varð fyrir fólksbifreið. Meiðsl hans reyndust ekki alvarleg. „Full ástæða er til að hvetja börn og ökumenn til að sýna gætni í umferðinni. Þúsundir barna hjóla nú í góða veðrinu, oft út á götu án mikillar fyrirhyggju. Nokkur slys hafa orðið þegar börn hafa skotist út á götu frá húsasundi eða milli bifreiða," sagði Gylfi Jónsson, lögreglufulltrúi, í samtali við Morgunblaðið. Sjúkdómar og geymsluskemmdir eyðileggja kartöflurnar: Sumir bændur þurfa að henda 70—80 % uppskeru Einstaka bændur hafa neyðst til að setja niður kartöflur sýktar af hringroti TALIÐ ER að flestir kartöflubænd- ur hafi enn sem komið er ekki selt nema 20—30% af kartöfluuppskeru sinni frá því í fyrra. Eiga þeir um belming uppskerunnar eftir og mis- munurinn hefur verið tekinn í út- sæði eða er ónýtur. Allar kartöflu- birgðir sumra bænda eru nú orðnar ósöluhæfar vegna sjúkdóma eða lé- legra geymsluaðstæðna, þannig að Morgunblaðið/Bjami Þessir stúdentar fengu verðlaun frá skólanum fyrir hæstu einkunnir. Þau eru frá vinstri: tvíburabræðurnir Magnús, Lv., og Páll Harðarsynir, Magnús varð dúx og Páll semidúx. Þá koma Margit J. Lund, Guðjón Guðjónsson, Bjarni K. Þorvarðarson, Sigrún E. Jónsdóttir og Berglind Tryggvadóttir. Verslunarskólinn útskrifar stúdenta í fertugasta sinn VERSLUNARSKÓLI íslands útskrifaði stúdenta í fertugasta sinn í gær að loknu 80. starfsári skólans. Þetta var jafnframt í síðasta sinn sem stúdentar eru útskrifaðir frá gamla skólanum við Grund- arstíg. Um næstu áramót verður tekin í notkun ný bygging skólans við Ofanleiti í nýja miðbænum í Reykjavík. Nú útskrifuðust alls 112 stúdentar, 33 frá máladeild og 89 frá hagfræðideild. Auk þeirra voru útskrifaðir í fyrsta sinn nemendur með verslunarmenntapróf og voru þeir 11 talsins. Fjöldi útskrif- aðra stúdenta frá Verslunarskólanum á síðastliðnum fjörutíu árum er samtals 1.886. þeir þurfa að henda 70—80% af upp- skeru síðasta hausts. Hafa sumir neyðst til að setja niður hringrots- skemmdar kartöflur í vandræðum sínum. Magnús Sigurðsson i Birtinga holti, formaður Landssambands kartöflubænda, sagði i samtali við Morgunblaðið að þessar vikurnar væru bændur með söluhæfar kart- öflur smám saman að heltast úr lestinni. Það væri annars vegar vegna sjúkdóma, einkum hring- rots sem upp kom i vetur, en hins vegar vegna lélegra geymsluað- stæðna. Sagði hann þó að flestir þeirra bænda sem hefðu kartöflu- rækt að aðalatvinnu væru með góðar geymslur og ættu því að geta verið með góðar kartöflur á boðstólum þar til nýja uppskeran kemur á markaðinn í sumar. „Þetta ár hefur komið afar illa út hjá bændum, það hefur reynst sist betra en þau ár sem uppskeru- brestur hefur orðið. Það er mikið um að þeir sem fá góða uppskeru að hausti reikni sér hana sem tekjur og hagi sér í samræmi við það, taki afurðalán, fjárfesti o.þ.h. sem síðan reynist ekki grundvöll- ur fyrir. Það er viða mjög bágt ástand hjá þeim sem lifa eingöngu á kartöfluræktinni," sagði Magn- ús. Magnús sagði að bændur á Suð- urlandi hefðu sett niður í kart- öflugarðana óvenju snemma í vor og bjóst hann við nýjum kartöfl- um í fyrra lagi, jafnvel í lok júlí. Á undanförnum vikum og mánuðum hefur verið mikil umræða meðal kartöflubænda um sölumálin. Mál Grænmetisverslunar landbúnað- arins eru í biðstöðu vegna ákvæða í frumvarpi til nýrra framleiðslu- ráðslaga sem gera ráð fyrir að stofnunin verði lögð niður í núver- andi mynd. Bændur í Þykkvabæ hafa ákveðið að stofna pökkun- arstöð og má búast við að fleiri fylgi í kjölfarið. Meðal annars eru bændur í Villingaholtshreppi með pökkunarstöð í deiglunni. Hringrot hefur nú fundist í kartöflum frá á fimmta tug bæja á Suðurlandi og virðist það vera útbreitt um allt Suðurland, en sjúkdómurinn fannst fyrst í ís- lenskum kartöflum í vetur. Hann hefur valdið miklu tjóni hjá sum- um bændum, og í einstaka tilvik- um eyðilagt stóran hluta uppsker- unnar. Erfitt er að forðast sjúk- dóminn vegna þess að ekkert er athugavert við útlit kartaflanna. Sjúkdómurinn berst fyrst og fremst með útsæði, en getur þó borist með öðrum leiðum og hafa bændur verið hvattir til að kaupa ósýkt útsæði. Það hafa ekki allir treyst sér til þess af fjárhags- ástæðum og er talið að þeir hafi neyðst til að setja niður útsæði sýkt af hringroti sem aftur getur valdið þeim enn meira tjóni í haust og næsta vetur. Stangarholt: Byggingarleyfið aftur sam- þykkt f byggingarnefnd BYGGINGARNEFND Reykjavíkur samþykkti byggingarleyfi fjölbýlis- hússins nr. 3—9 við Stangarholt á nýjan leik á fundi sínum í gær. Var það gert að ósk Davíðs Oddssonar borgarstjóra sem í gær afturkallaði gerð mæliblaðs mælingardeildar borgarverkfræðings sem var for- senda úrskurðar félagsmálaráðherra fyrir ógildingu samþykktar borgar- innar um útgáfu byggingarlcyfis fjölbýlishússins. Jafnframt var byggingarfulltrúa falið að stöðva framkvæmdir þar til borgarstjórn hefur staðfest samþykktina. Búist er við að byggingarfulltrúi geri það ár- degis í dag og framkvæmdir liggi þá niðri í vikutíma, en næsti borgar- stjórnarfundur er fyrirhugaður 6. júní. Á því mæliblaði sem borgar- stjóri afturkallaði var gert ráð fyrir að byggingarsvæðinu við Stangarholt yrði skipt niður í tvær lóðir, annars vegar fyrir fjöl- býlishúsið sem hafin er bygging á og hins vegar fyrir dagheimili sem sami byggingaraðili hefur tekið að sér að byggja fyrir borgina. Var litið á þetta mæliblað sem vinnu- plagg. Var það ódagsett og óút- gefið. í gær var jafnframt form- lega gefið út mæliblað fyrir svæð- ið, þar sem það er sýnt sem ein byggingarlóð, þannig að nýtingar- hlutfall svæðisins á að verða inn- an þeirra marka sem skipulag ger- ir ráð fyrir. Samþykkt byggingarnefndar var gerð með fimm atkvæðum (4 fulltrúar Sjálfstæðisflokks og full- trúi Alþýðubandalags) gegn einu (fulltrúi Alþýðuflokks) en fulltrúi Kvennaframboðsins sat hjá við af- greiðsluna. Féllu atkvæði á sama hátt og við fyrri útgáfu bygg- ingarleyfisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.