Morgunblaðið - 31.05.1985, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 31.05.1985, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1985 Verðlagning á vefnaðarvöru gefin frjáls: Sterk neytendasam- tök á óskalista okkar — segir form. félags vefnaðarvörukaupmanna FKÁ og með deginum á morgun, 1. júní, verður öllura verdlagshöftum aflétt af vefnaðarvöru. Það þýðir með öðrum orðum það að verðlag á fatnaði, fataefnum, gluggatjöldum o.fl. verður gefið frjálst Á fundi með blaða- mönnum nú í vikunni sagði Ragnar Guðmundsson formaður Félags vefnað- arvörukaupmanna, að hér væri um byltingu í greininni að ræða. „Við höfum lengi talað um svæfinguna, en þá hefur verið átt við þau verðlagshöft sem við höfum orðið að búa við.“ Stjórn FVK heldur því fram að þessi breyting á verslunarháttum komi til með að verða neytendum til góðs. „Það hefur sýnt sig á þeim tíma sem liðinn er síðan verðlagshöftum var aflétt af ann- arri neysluvöru, s.s. matvöru, að það veldur verðlækkun," sagði Sigurður E. Haraldson meðstjórn- andi FVK. „Frjáls álagning hvetur menn til hagstæðari innkaupa, og lækkar þar með vöruverð." Alagn- ing á vefnaðarvöru hefur hingað til miðast við 36.5% hámark. „Þetta fyrirkomulag veldur því að kaupmaðurinn græðir ekki á því Nefnd flytji frumvarpið „ÞAÐ væri ekkert óeölilegt að meirihluti fjárhags- og viðskipta- nefndar flytti þetta frumvarp. Þetta mál kemur upp í þeirri nefnd í tengslum við frumvarp um greiðslu- jöfnun," sagði Þorsteinn Pálsson er hann var spurður hver eða hverjir myndu flytja frumvarp um skyldu- sparnað og eignaskatt á alþingi, en Albert Guðmundsson fjármálaráð- herra hefur lýst því yfir að hann muni ekki flytja frumvarpið. „Ég er ekki reiðubúinn til þess að svara því. Hef reyndar ekkert ákveðið í því efni,“ sagði Albert Guðmundsson fjármálaráðherra er spurt var hvað hann hygðist gera þegar frumvarp um eignaskatt og skyldusparnað til fjáröflunar fyrir húsnæðislánakerfið yrði flutt á Al- þingi. Albert sagðist reyndar ekki vera búinn að sjá að slíkt frumvarp yrði flutt. að kaupa inn ódýra vöru — þvert á móti græðir hann meira á því að kaupa dýrt inn, því hlutur hans af verði til dæmis 1000 kr. flíkur er tvisvar sinnum meiri en af verði 500 kr. flíkur,“ sagði Sigurður. Fé- lag vefnaðarvörukaupmanna ætl- ar að gera mikið átak í tilefni breytingarinnar, og um þessar mundir eru kaupmenn að hengja upp merki í verslunum sínum með áletruninni: „Þekking — Gæði — Þjónusta". „Vöruþekkinguna hafa allir kaupmenn í félagi okkar, hér fást vörur frá bestu framleiðend- um heims, og útlendingum ber saman um það að úrval af tísku- fatnaði í Reykjavík standist sam- anburð við stærstu borgir heims. Við teljum að það fari best á því að kaupmenn og neytendur vinni saman án íhlutunar stjórnvalda,“ sagði Ragnar. „Sterk neytenda- samtök eru efst á okkar óskalista, og við teljum að neytendur séu besta verðlagseftirlitið. Félag vefnaðarvörukaupmanna var stofnað 9. janúar 1932, og það átti því 50 ára afmæli árið 1982. Stjórn félagsins tók þá ákvörðun að fresta afmælishátíðinni vegna þess ástands sem þá ríkti í verð- lagsmálum. Væntanlega verður úr því bætt í tilefni afnámsins. Fé- lagar í FVK eru núna um 60 tals- ins, en nokkuð vantar uppá það að allir kaupmenn í stéttinni séu í félaginu. „Það er ljóst að þjóðfé- lagið og verslunin eru á leiðinni úr einu skeiði inn í annað. Slík breyt- ing tekur sinn tíma, en við teljum að með þessu sé stigið framfara- skref. Dæmin sanna að á Vestur- löndum hafa menn farið þessa leið, og almenningur telur hana sjálfsagða," sagði Ragnar Guð- mundsson formaður FVK. Opinberri heimsókn lokið AP/Símamynd Opinberri heimsókn Geirs Hallgrímssonar utanríkisráðherra og konu hans, Ernu Finnsdótt- ur, til Danmerkur lauk í gærkvöldi. í gær voru ráðherrahjónin í Árósum á Jótlandi þar sem þau skoðuðu m.a. gamla borgarhlutann, ráðhúsið og tónleikahöllina. Myndin er tekin í lyfjabúðinni í gamla bænum og eru þau Geir og Erna þarna að virða fyrir sér kynjadýr úr gifsi, sem lyfsalinn hefur gert. Fölsuðu skuldabréf fyrir þrjár milljónir Náðu að selja bréf fyrir 800 þúsund krónur Tveir menn handteknir en báðum hefur verið sleppt LÖGFRÆÐINGUR og liðlega fimmtugur maður, sem rekur bókhaldsfyrir- tæki í Reykjavík, hafa viðurkennt að hafa falsað skuldabréf, sent til embætt- is borgarfógeta til þinglýsingar og selt hluta þeirra á verðbréfamarkaði. Mennirnir hafa viðurkennt að hafa selt fölsuð skuldabréf fyrir 800 þúsund krónur. Alls fölsuðu þeir 25 skuldabréf að andvirði 3 milljónir króna. Þeir hafa verið látnir lausir, enda liggja játningar Skoðanakönnun Hagvangs: Stuðningur við ríkisstjórnina hefur aukist síðustu 3 mánuði RÚMLEGA 52% kjósenda styðja ríkisstjórnina, en 47,5% eru henni andvígir. Þetta er niður- staða skoðanakönnunar Hag- vangs hf. er gerð var fyrr í þess- um mánuði og er þá aðeins miðað við þá sem afstöðu tóku. Þátttak- endur voru af öllu landinu, alls eitt þúsund. Miðað við niðurstöðu könnunar frá því í febrúar síð- astliðnum hefur ríkisstjórnin bætt við sig 2,3 prósentustigum. Stuðningur við ríkisstjórnina er meiri meðal karla en kvenna, 59,7% þeirra eru henni hlynnt- ir og 40,3% andvígir. Meðal kvenna snýst dæmið við, 55% þeirra eru á móti ríkisstjórn- inni en 45% segjast styðja hana. Ef tekið er tillit til þeirra er annað hvort neituðu að svara eða voru óákveðnir (13,4%) þá nýtur ríkisstjórnin stuðnings 45,5% kjósenda og 41,1% er henni andvígt. í fyrrnefndri febrúarkönnun var sama hlut- fall 41,9% og 41,5%. Mestur stuðningur við ríkis- stjórnina er í dreifbýli, en 66,7% svara spurningunni um stuðning við ríkisstjórnina ját- andi og er þá aðeins miðað við þá sem tóku afstöðu. Á höfuð- "STYÐUR ÞÚ EÐA STYÐUR ÞÚ EKKI NÚVERANDI RÍKISSTJÓRN ?" Ef aöeins eru taldir þeir sem afstöðu tóku 80 %. Styður Styður ekki 77,2' 70 60 50 40 30 20 10 _ apríl 1984 júll 1984 sept. /okt. 1984 febrúar 1985 mai 1985 Jean Pierre-Biard borgarsvæðinu eru 51,6% hlynntir, en á móti ríkisstjórn- inni eru 48,8%. Á meðfylgjandi töflu eru sýndar breytingar á fylgi stjórnarinnar í skoðanakönn- unum Hagvangs hf. frá apríl 1984 til maí 1985. fyrir og málið talið að fullu upp- lýst. í nóvember síðastliðnum fðls- uðu mennirnir undirskrift 10 skuldabréfa, hvert að upphæð 100 þúsund krónur, með veði í íbúð í Reykjavík og gjalddaga að ári. Þeir fölsuðu undirskrift eiganda íbúðarinnar, fóru með bréfin til embættis borgarfógeta og fengu þeim þinglýst. Síðan sendu þeir bréfin í pósti til verðbréfasölu í Reykjavík með beiðni um að sölu- verðið yrði sett á bankabók, sem skráð var undir fölsku nafni. Mennirnir fengu 800 þúsund krón- ur fyrir bréfin, sem seld voru á almennum markaði. { marz endurtóku þeir leikinn, enda gefist vel. Þeir fölsuðu undir- skrift 10 bréfa, þá á annan eig- anda íbúðar í Reykjavík og sendu til þinglýsingar og síðan til verð- bréfasala. Svikin komust upp nán- ast fyrir tilviljun. Starfsfólk verð- bréfasölunnar hringdi einhverra erinda til skráðs útgefanda bréf- anna. Hann kom af fjöllum og kvaðst aldrei hafa skrifað undir 10 skuldabréf, sem satt var. Málið var kært til Rannsóknar- lögreglu ríkisins. Grunsemdir vöknuðu meðal starfsmanna emb- ættis borgarfógeta í síðustu viku að fleiri fölsuð skuldabréf væru til þinglýsingar. Að þessu sinni 5 skuldabréf, hvert að upphæð 200 þúsund krónur. Frá því á föstudag biðu rannsóknarlögreglumenn falsaranna. Annar þeirra kom á miðvikudag og hugðist sækja bréf- in. Hann var umsvifalaust hand- tekinn og kollegi hans síðar. VR reiðubúið til viðræðna — gegn vissum skilyrðum EINS og fram kom í Morgunblaðinu í gær, er stjórn Verslunarmannafélags Keykjavíkur tilbúin að ganga til viðræðna við Vinnuveitendasamband ls- lands á grundvelli tilboðs þess, sem VSÍ setti fram í síðustu viku. í sam- þykkt, sem gerð var á stjórnarfundi í VR segir að stjórnin sé reiðubúin að ganga til viðræðna við VSÍ á grundvelli eftirfarandi atriða: 1. Stjórn VR lysir sig reiðubúna til viðræðna um tillögur VSÍ að kjarasamningi enda lítur VR svo á, að ekki sé um úrslitakosti að ræða af hálfu VSÍ heldur um- ræðugrundvöll. 2. VR telur mjög brýnt, að nú þegar verði komið í veg fyrir frek- ara kaupmáttarhrap, sem fyrir- sjáanlegt er næstu vikurnar ef ekkert verður aðhafst og þróun- inni verði snúið við til vaxandi kaupmáttar. 3. I væntanlegum samningi verða að vera ótvíræð og skýr ákvæði um tryggingu þess kaup- máttar, sem stefnt er að. 4. Með tilliti til hinna öru breyt- inga, sem orðið hafa á undanförn- um árum með síaukinni tækni- væðingu og sérhæfingu í ýmsum starfsgreinum, er nauðsynlegt að semja um einstök sérmál, sem ekki hefur verið tekið tillit til og ekki hafa fengist rædd á undan- förnum árum. Magnús L. Sveinsson, formaður VR, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að hann gerði sér vonir um að viðræðurnar gætu hafist sem fyrst.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.