Morgunblaðið - 31.05.1985, Síða 6

Morgunblaðið - 31.05.1985, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1985 Reynir Pétur w Eg lofaði í gærdagspistlinum að halda áfram að rekja garnirnar úr viðmælendum Hrafns Gunnlaugssonar í þriðju- dagsþætti hans um stöðu íslensku kvikmyndarinnar en það krunk verður að bíða betri tíma. Ég get ekki látið hjá líða að minnast á það fjölmiðlahneyksli er átti sér stað í sambandi við harmleikinn í úrslitaleiknum um Evrópubikar- inn í Brussel nú á miðvikudaginn. Aðeins ein sjónvarpsstöð stöðvaði útsendingu frá blóðvellinum eftir að skríllinn hafði tekið þar öll völd V-Þýska sjónvarpið. Ég tek ofan fyrir þeim mönnum er halda um stjórnvölinn á þeim bæ. Gerðir hinna stjórnuðust af því hugarfari er ríkti forðum á Colosseum þá ljónin bruddu bein saklausra manna, lýðurinn varða að hafa sína gladíatora. Það er máski erfitt að dæma hér stjórn knattspyrnusambandsins og leikmenn liðanna, því ef til vill byggðist ákvörðun þeirra um að halda leikinn í skugga blóðbaðsins á ótta við allsherjar öngþveiti. Hitt er Ijóst að auðvitað átti að stöðva útsendingu frá þessum skrílslátum. Það sem koma skal? En kannski er þetta það sem koma skal i knattspyrnunni, leik- menn sem hlaupa um í blóðregni hafnir yfir að taka eigin persónu- lega ákvörðun byggða á siðferði- legu mati. Síðan sitja yfir þessum nútíma gladíatorum virðulegir ráðsmenn er lýsa þvi yfir að þetta ... komi knattspyrnunni ekkert við, sé bara félagslegt vandamál. Knattspyrnan er að verða félags- legt vandamál, þegar fólk getur ekki farið óhult á kappleiki og ekkert tillit er telið til þess er fjöldi manna ferst og særist á slíkum leikum, þá verða knatt- spyrnumennimir sjálfir og yfir- stjórn knattspyrnumála að taka af skarið og ákveða hvort þeir vilji þóknast skrílnum og leika í skugga manndrápa og meiðinga eða standa uppréttir sem menn. Þeir knattspyrnumenn er taka við sigurlaunum í skugga slíkra hörmungaratburða er við sáum nú á miðvikudaginn eru á vissan hátt samsekir þeim er stóðu fyrir manndrápunum og meiðingunum, fram hjá þeirri staðreynd verður ekki horft. Sannur íþróttamaður Til allrar hamingju mætti sannur íþróttamaður á skjáinn í kjölfar hins framlengda „knattspyrnuþátt- ar“ frá Brússel sá nefndist Reynir Pétur Ingvarsson og býr á Sólheim- um í Grímsnesi. En Ómar Ragn- arsson sótti þá byggð heim á dögun- um. Reynir Pétur leggur stund á einhverja elstu íþrótt mannsins, göngu. Er hann nú í gönguferð í kringum landið í því skyni að safna fyrir íþróttaleikhúsi fyrir þá sem búa á Sólheimum. Er næsta víst aö þessi spengilegi göngugarpur þarf ekki að neyta lyfja af nokkru tagi til að keyra líkamann áfram, slíkur er eldmóðurinn enda málefnið gott. En Reynir Pétur stundar ekki bara lík- amlegar íþróttir, hann stælir og andann með svo flóknum reikni- þrautum að vakti undrun mína og aðdáun. Væri óskandi að Ómar heilsaði uppá fleiri slíka ágætis- menn sem í senn stæla andann og líkamann í tómstundum. Það var sannarlega gott að sofna með mynd Sólheima í Grímsnesi fyrir hug- skotssjónum, þar unir fólk í sátt og samlyndi í leik og starfi fjarri skrílslátum hins stóra heims. Legg ég til að sjónvarpið endursýni þenn- an frábæra og mannbætandi þátt Ómars, sem ég veit að margir misstu af vegna hinna framlengdu skrílsláta í Brússel. Ólafur M. Jóhannesson UTVARP/SJONVARP Dieter kvikmyndatökumaður með gervipelíkaaa. Maðurinn bak við myndavélina „Maðurinn bak Ol 35 við myndavél- ina“ nefnist þáttur sem hefst í sjón- varpinu klukkan 21.35 í kvöld. Þetta er bresk heimildamynd um kvik- myndatökumanninn Diet- er Plage og Mary konu hans sem ferðast heims- horna milli til að taka dýralífsmyndir, oft við erfið og jafnvel háskaleg skilyrði. Þýðandi er Jón 0. Edwald. Hjónakornin Dieter og Mary Plage meó svæfðan tígur. ■■■■ Kvöldvaka 00 40 hefst á rás 1 — klukkan 20.40 í kvöld. Meðal efnis í kvöld er „Af tröllum og mönnum“. Þórey Hann- esdóttir spjallar um eig- inleika trölla og ástir Kvöldvaka þeirra og manna. Því næst verður kórsöngur. Lilju- kórinn syngur undir stjórn Jóns Ásgeirssonar. Síðast á kvöldvöku er dagskrárliður er nefnist „Litið til liðinnar tíðar“. Þorsteinn Matthíasson flytur frásögn skráða eft- ir Valgerði Skarphéðins- dóttur í Grundarfirði. Umsjónarmaður kvöld- vökunnar er Helga Ág- ústsdóttir. „Vogun vinnur, vogun tapar“ — bresk-þýsk sjónvarpsmynd ■■■■ „Vogun vinnur, 00 30 vogun tapar“ — nefnist bíó- mynd kvöldsins, sem hefst klukkan 22.30. Myndin er ný bresk- þýsk sjónvarpsmynd, sem byggð er á sannsögulegum viðburðum. Leikstjóri er John Goldschmidt og með aðalhlutverkin fara: Dav- id Suchet ásamt Maria Schneider, Reinhard Glemnits, George Claissie og Robert Freitag. Myndin er um háttsett- an starfsmann lyfsölufyr- irtækis í Sviss, sem kærir húsbændur sína fyrir brot á viðskiptareglum Efna- hagsbandalagsins. Hann verður að gjalda þessa uppljóstrun dýru verði þegar fyrirtækið hefur gagnsókn. Þýðandi er Kristmann Eiðsson. m JE David Sucbet f mjnd kvöldsins, sem Djer. „Klassapia — Raffaella Carra ■■■ Skemmtiþáttur OA 40 með ítölsku “U — söngkonunni Raffaellu Carra í aðal- hlutverki er á dagskrá sjónvarpsins í kvöld eftir fréttir klukkan 20.40. Þátturinn ber nafnið „Klassapía“. Hún flytur einkum bandarísk lög og stendur þátturinn í 55 mínútur. Raffaella Carra UTVARP FÖSTUDAGUR 31. maí 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.20 Leikfimi. Tilkynningar. 7.55 Oagiegt mál. Endurt. páttur Siguröar G. Tómas- sonar frá kvöldinu áöur. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 8.15 Veöurfregnir. Morgunorð: — Sigrún Schneider talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: .Börn eru besta fólk“ eftir Stefán Jónsson. Þórunn Hjartardóttir les (8). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 10.45 .Mér eru fornu minnin kær“. Einar Kristjánsson fra Hermundarfelli sér um þátt- inn. (RÚVAK). 11.15 Morguntónleikar. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12J0 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 14.00 .Sælir eru syndugir" eftir W.D. Valgardson. Guörún Jörundsdóttir endar lestur þýöingar sinnar (19). 14J0 A léttu nótunum. Tónlist úr ýmsum áttum. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Slödegistónleikar. a. Rómansa I f-moll op. 11 eftir Antonln Dvorák. Salva- tore Accardo leikur á fiðlu með Concertgebouw-hljóm- sveitinni I Amsterdam; Colin Davis stórnar. b. Konsertrapsódía fyrir selló og hljómsveit eftir Aram Katsjatúrlan. Karine Georgi- an leikur með Sinfónlu- hljómsveit rússneska út- varpsins; höfundurinn stjórn- ar. 17.00 Fréttir á ensku. 17.10 Slðdegisútvarp Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.40 Til- kynningar. Daglegt mál. Valdimar Gunnarsson flytur þáttinn. 20.00 Lög unga fólksins. Þor- steinn J. Vilhjálmsson kynnir. 20.40 Kvöldvaka. a. Af trðllum og mönnum. Þórey Hannesdóttir spjallar um eiginleika trölla og ástar þeirra og manna. b. Kórsöngur. Liljukórinn syngur undir stjórn Jóns Asgeirssonar. c. Litiö til liöinnar tlöar. Þorsteinn Matthlasson flytur frásögn skráöa eflir Valgerði Skarphéöinsdóttur I Grund- arfirði. Umsjón: Helga Ag- ústsdóttir. 21M Frá tónskáldum. Atli Heimir Sveinsson kynnir „Mors et vita“, strengja- SJÓNVARP 19.15 A döfinni. Umsjónarmaöur Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 19.25 Barnamyndasyrpa. Myndir frá finnska, tékkn- eska og sænska sjónvarp- inu. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 10.00 Fréttir og veöur. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Klassapla. (Fantastico.) Skemmtiþáttur meö itölsku söngkonunni Raffaellu Carra I aðalhlut- vérki. Hún flytur einkum bandarisk lög. FÖSTUDAGUR 31. maí 21.35 Maöurlnn bak viö myndavélina. Bresk heimildamynd um kvikmyndatökumanninn Di- eter Plage og Mary, konu hans, sem ferðast heims- horna á milli til aö taka dýra- lltsmyndir, oft viö erfiö og jafnvel háskaleg skilyrði. Þýöandi: Jón O. Edwald. 22.30 Vogun vinnur, vogun tapar. (A Song for Europe.) Ný bresk-þýsk sjónvarpsmynd sem byggö er á sann- sögulegum viöburðum. Leik- stjóri John Goldschmidt. Aö- alhlutverk: David Suchet ásamt Maria Schneider, Reinhard Glemnits, George Claisse og Robert Freitag. Myndin er um háttsettan starfsmenn lytsölufyrirtækis I Sviss sem kærir húsbændur slna fyrir brot á við- skiptareglum Evrópu- bandalagsins. Hann veröur að gjalda þessarar uppljóstr- unar dýru veröi þegar fyrir- tækiö hefur gagnsókn. Þýö- andi Kristmann Eiösson. 00.10 Fréttir I dagskrárlok. kvartett eftir Jón Leifs. 22.00 Tónlist. 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Úr blöndukútnum. — Sverrir Páll Erlendsson. (RÚ- VAK). 23.15 A sveitallnunni. Umsjón: Hilda Torfadóttir. (RÚVAK). 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá rás 2 til kl 03.00. 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Siguröur Sverr- isson og Einar G. Einarsson. 14.00—16.00 Pósthólfiö Stjórnandi: Valdls Gunnars- dóttir. 16.00—18.00 Léttir sprettir Stjórnandi: Jón Ólafsson. Þriggja mlnútna fréttir sagö- ar klukkan: 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00. 23.15—03.00 Næturvaktin Stjórnendur: Vignir Sveins- son og Þorgeir Astvaldsson. (Rásirnar samtengdar aö lokinni dagskrá rásar 1.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.