Morgunblaðið - 31.05.1985, Page 12

Morgunblaðið - 31.05.1985, Page 12
MORGUNBLAÐIÐ, FÓSTUDAGUR 31. MAl 1985 12 Kvlkmyndlr Sæbjörn Valdimarsson Bíóhöllin: Hefnd busanna (Rev- enge of the Nerds) ★★ Leikstjóri: Jeff Kanew. Framleið- andi: Ted Field og Peter Samuel- son. Handrit: Steve Zacharias og Jeff Buhai. Aðalhlutverk: Robert ('arradine, Anthony Edwards, Tim Busfield, Andrew Cassese, Curtis Armstrong, Larry B. Scott, Brian Tochi, Julie Montgomery, Mich- elle Méyrink, Ted McGinley, Matt Salinger. Frumsýnd 1984. Banda- rísk, frá 20th Century Fox. Þau eru farin að skipta tugum, líklegast að nálgast hundraðið, afkvæmi National Lampoon’s An- Lúðagengið við ókrístilegar athafnir Lúðarnir lemja frá sér imal House (’78). Þau frægustu eru Porky’s-myndirnar (3) og Police Academy (2). Af öðrum sem, sýndar hafa verið hérlendis nýlega má nefna Bachelor Party, Goin’ all the Way, Hot Dog ... The Movie, My Tutor og hér birt- ist eitt af þeim vinsælli, Hefnd busanna. Flestar fjalla þessar myndir að meira eða minna leyti um hið gamalkunna vandamál æsku- fólks (og reyndar fleiri), að fá það! Fyndnin gjarnan í grófari kantinum með tilheyrandi búkhljóðum og bellibrögðum. Hefndin segir frá hópi hallæris- legra busa við menntaskóla í Bandaríkjunum. Þar mæta þeir margvíslegri niðurlægingu „fal- lega fólksins" sem gerir þeim hverja skömmina á fætur ann- arri. Hallærislúðarnir eru nátt- úrlega í litlu formi að verjast árásum jafn glæsilegra and- stæðinga, hvað þá heldur að slá á móti. En svo má brýna deigt járn að það bíti, og þegar mælir- inn er loks fullur, lúra lúðarnir á ýmsum miður þokkalegum hefndarbrögðum uppí erminni. Eins og fyrr segir nýtur þessi gamanmyndastíll mikilla vin- sælda vestan hafs og reyndar víðar, einkum meðal æskufólks. Það er ekki hátt risið á þessum myndum en þær koma manni blesst^iarlega til að hlæja af og Kanew hefur tekist að finna ágætar týpur í báða hópana en einkum er það þó yngsti meðlim- urinn í Carradine-fjölskyldunni, Robert, sem tekst hvað best að kitla hláturtaugar áhorfenda. Og svo má finna snefil af já- kvæðum boðskap ef vel er að gáð. Kór Langholtskirkju Tónllst Jón Ásgeirsson Mikil ferðalög eru nú á dagskrá kóra og einn þeirra er hyggst „leggja í hann“ er kór Langholts- kirkju, undir stjórn Jóns Stefáns- sonar. Með í ferðinni verða fiðlari, sellóleikari og orgelleikari, þvi meðal verka sem kórinn syngur er Marienode eftir Helmut Neu- mann, sem gegnir nokkurs konar gestgjafahlutverki meðan kórinn dvelur í Austurríki. Á efnis- skránni eru fyrst tvísöngslög, þá yngri íslensk þjóðlög og þar næst gott sýnishorn nýrri tónlistar eft- ir Jón Leifs, Atla Heimi Sveins- son, Pál P. Pálsson, Gunnar Reyni Sveinsson og Þorkel Sigurbjörns- son. Seinni hluti efnisskrár sam- anstendur af norrænum og aust- urrískum tónverkum og safni tón- verka frá 16. og 17. öld og þrjú tónverk undir flokknum róman- tísk tónlist. Á tónleikum kórsins var aðeins hluti efnisskrárinnar fluttur að þessu sinni og var söng- ur kórsins i alla staði mjög góður. Jón Stefánsson er frábær stjórn- andi og til hans eru gerðar strang- ar kröfur hér heima. 1 kórnum eru frábærlega fallegar strófur, er tóku til hjartans. Aðdáendur kór- söngs óska kórfélögum og stjórn- anda góðrar ferðar og það sem undirritaður veit til um kórsöng erlendis, er ljóst að kór Lang- holtskirkju verður meðal jafn- ingja á ferð sinni um Evrópu. Fréttabréf úr Jónshúsi Fjölbreytt listsýning kvenna í Jónshúsi JónshÚNÍ, 18. maí. FJÖRUTÍU ára minning stríðslok- anna hefur sett svip sinn á viðburði hér í maímánuði, einkum þó frels- isdagurinn 5. maí. Er hinum eldri í fersku minni ömurleiki og hörmu- legar aðstæður hersetuára Þjóð- verja. En við hin, sem ekki munum atburði þessara ára, hvorki hér né annars staðar, höfum öðlazt meiri skilning á þessu hræðilega tímabili í sögu Danmerkur. Ekki sízt í frábær- um framhaldsmyndaflokki ( sjón- varpinu, hinum danska „Matador”, sem undanfarin sunnudagskvöld hefur lýst lífinu í Danmörku á stríðs- árunum. „Matador" tæmir götur og bíó og munu 3,6 milljónir manna horfa á þættina, þótt sýndir séu í annað sinn, enda von, þeir eru ótrú- lega vel gerðir og lifandi. Friðjón Guðröðarson sýslumað- ur á Höfn í Hornafirði flutti fróð- legt og skemmtilegt erindi í Jónshúsi 10. maí á vegum náms- mannafélagsins, FÍNK. Kom hann víða við í erindi sínu, einkum þó í Austur-Skaftafellssýslu og á öðr- um slóðum Jóns Eiríkssonar konf- erenzráðs. En Friðjón hefur safn- að heimildum um hann undan- farna 3 mánuði, sem hann og fjöl- skylda hans hafa dvalizt í fræði- mannaíbúðinni. FÍNK hefur gengist fyrir mörg- um öðrum þáttum í menningar- og skemmtanalífi íslendinga hér á þessu starfsári, en kosin var ný stjórn 24. okt. sl., sem meðfylgj- andi mynd er af. Er Jón Helgason formaður, Gunnar Snælundur Ingimarsson gjaldkeri, Hallur Kristjánsson ritari og meðstjórn- endur Ásdís Auðunsdóttir og Ragnar Kristjánsson, en hinn síð- astnefndi er nú farinn heim og Jón Valdimarsson kominn í hans stað. Stjórnin hefur séð um 1. des. há- tíðahöld, laufabrauðsgerð, Þor- láksblót, árshátíð, bókmennta- kvöld, myndbandakvöld og dans- leik og verið með í útgáfu Þórhild- ar sem áður. Breyting mun verða á útkomu blaðsins á næstunni. Vill stjórnin minna námsmenn á að ganga í SÍNE, Samband ísl. námsmanna erlendis, þar sem ekki er lengur um skylduaðild að ræða og mikilvægt að standa vel saman um sambandið. Þá skrifaði stjórnin dönskum háskólum og öðrum framhaldsskólum vegna nýrra reglna um takmarkanir á Afhenti trúnaðarbréf NtSKIPAÐUR sendiherra Indó- nesíu, hr. John Muzhar, afhenti for- seta íslands trúnaðarbréf sitt 14. maí að viðstöddum Geir Hallgrims- syni utanríkisráðherra. Siðdegis þáði sendiherrann boð forseta Is- lands á Bessastöðum ásamt fleiri gestum. Sendiherra Indónesíu hefur aðsetur í Ósló. Nýnasistar í Svíþjóð nærast á hatri á innflytjendum — eftir Pétur Pétursson Undanfarin ár hefur orðið meira vart við hatursfullann áróð- ur gegn innflytjendum hér í Sví- þjóð en áður. Taiað er um rasisma og nýnasisma í þessu sambandi. Hvað sem er hæft í því er það staðreynd að vissir hópar innflytj- enda eru nú varari um sig en áður. Oft er bent á það að atvinnuleysið og slæm efnahagsafkoma sé gróðrarstía fyrir þessi viðhorf og mælikvarði á afstöðuna til minni- hlutahópa eins og innflytjenda og flóttamanna. Opinberlega er hér þó aðeins um að ræða örfáa ein- staklinga og smáhópa sem vart hafa nokkur völd eða raunveruleg áhrif. Helst virðist hér vera um að ræða unglinga sem vart vita hvað orð eins og rasismi og nasismi þýða eða hvað þessar stefnur hafa leitt af sér. Mótorhjólagæjar sem áður kölluðu sig „skinheads" skreyta sig stundum með haka- krossi og þykjast vera „nýnasist- ar“ og vekja þá skelfingu og at- hygli sem eftir var sóst. Hér í Svíþjóð er bannað með lögum að hafa uppi hatursfullan áróður gegn innflytjendum og þjóðarbrotum hverskonar. Sá andróður sem innflytjendur verða mest fyrir kemur ekki uppá yfirborðið en birtist i ýmsum myndum, til að mynda kvarta þeir oft undan því að þeir fái ekki vinnu ef völ er á öðrum í starfið. Slagorð eru skrifuð á veggi, en enginn veit um höfundinn. Borið hefur við að vissir hópar eins og sígaunar fái ekki húsnæði og að þeim sé meinaður aðgangur að verslunum. Það ber og við að sum þjóðar- brot fái að heyra skammaryrði sem „helvítis útlendingur" og „svarthöfði“. Þar sem mikið er um innflytjendur eru þessi viðhorf meira áberandi og almennari og þar þrífast þeir hópar sem eru reiðubúnir að leggja út í opinber- an áróður gegn veru „útlend- inganna" sem margir hverjir hafa þó öðlast sænskan ríkisborgara- rétt. Svo virðist sem yfirvöld hafi ekki gert sér grein fyrir þvf að svona gæti farið er landið var opnað fyrir innflytjendum fyrir um það bil aldarfjórðungi. Tölu- vert er nú gert af opinberri hálfu til að vinna gegn hatri og mis- skilningi gagnvart innflytjendum og ýmis félagasamtök leggja einn- ig sitt af mörkum. Innan stærri félagasamtaka hafa verið skipu- lagðar sérstakar nefndir til þess að aðstoða innflytjendur. „Stormsveit“ fer halloka í Váxjö Fyrir nokkru sauð upp úr svo um munaði í bænum Váxjö þar sem nú búa samtals 69 ólík þjóðar- brot einkum flóttamenn frá Suð- ur-Ameríku. Þar hefur sérstök „deild“ úr Norræna ríkisflokknum staðið fyrir dreifingu bréfa með meiðandi ummælum um fólk af öðrum stofni en þeim „hreina ar- íska“. Þar er þess krafist að „út- lendingarnir" hafi sig tafarlaust á brott. Þeir telja blönduð hjóna- bönd siðleysi og vilja, eins og kem- ur fram í slagorði þeirra, „Svíþjóð fyrir Svía eina“. Þessi tíu manna unglingadeild eða „stormsveit“, eins og þeir kölluðu sig, hafði boð- að til og fengið leyfi til að halda fund og kröfugöngu á torginu, en svo vildi til að kommúnistar höfðu einmitt rétt áður haft útifund á sama stað þar sem m.a. var lögð áhersla á nauðsyn þess að vera á verði gegn rasisma og fasistískum hreyfingum hverskonar. Það var ekki að sökum að spyrja, mann- fjöldinn, um 2.000 manns, veittist að nasistunum tíu og það kom til handalögmála. Lögreglan reyndi að vernda „stormsveitina" en var fáliðuð og einn meðlimurinn skað- aðist svo að það varð að flytja hann á sjúkrahús. Einn komst Sænskur „FUhrer” f flokknkrif- stofu sinni. Hann tehir nasismann eiga eríndi við unga fólkið. undan óséður en hinir átta leituðu skjóls á salerni járnbrautarstöðv- arinnar og urðu að hírast þar f margar klukkustundir vegna hins æsta lýðs sem veitti þeim eftirför. Lögreglan fylgdi þeim síðar hverj- um til síns heima eftir að fólkið fór að tinast heim. Forsvarsmenn samtakanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.