Morgunblaðið - 31.05.1985, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 31.05.1985, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1985 Frjálshyggjan uppnefnd — eftir Hrein Loftsson Það er íþrótt sumra Islendinga að uppnefna fólk. Stundum er sýnd ósvífin hugkvæmni við slíka iðju eins og þegar maður nokkur fékk viðurnefnið „þjófur“ vegna þess, að það var stolið frá honum. Sveitungunum hefur væntanlega fundist eitthvað spaugilegt við það, að honum væri umhugað um eigur sínar. Um mannorð fórnar- lambsins er ekki spurt, og oftast fara óþokkarnir huldu höfði. Nú bregður á hinn bóginn svo við, að einn garpurinn ritar blaðagrein og þjófkennir ekki einungis einn eða tvo, heldur heilan hóp manna, sem í mesta sakleysi kenna sig við „frjálshyggju". Eg á hér við greinina „íhalds- stefnan endurskírð" eftir Stefán Karlsson, en hún birtist í Morgun- blaðinu 17. apríl síðastliðinn. Kjarninn í málflutningi Stefáns er sá, að hópur ungra manna í Sjálfstæðisflokknum hafi rænt nafngiftinni af réttmætum hand- höfum hennar („Gunnarsarmin- um“ sem hann nefnir svo) í póli- tiskum tilgangi, en piltar þessir eigi með réttu að brennimerkjast sem „íhald“, ef ekki hreinlega sem „afturhald". Það verður að virða við Stefán bíræfnina og tilraunina til að klæða málflutninginn rök- um, en athæfið er vitaskuld hið sama og þeirra, sem kölluðu fórn- arlambið „þjóf“; sannleikanum er snúið við. Munurinn á frjáls- hyggju og íhaldi En hver er munurinn á frjáls- hyggjumönnum og íhalds- mönnum? Hann er í aðalatriðum þrenns konar: I fyrsta lagi er munur á viðhorfinu til breytinga. Frjálshyggjumenn óttast ekki nýjungar, jafnvel þótt þeir viti ekki, hver hin endanlega niður- staða af völdum þeirra verður. Ihaldsmenn óttast öll umskipti og vilja fara að engu óðslega. I öðru lagi er munur á viðhorf- inu til valdsins. íhaldsmenn eru óhræddir við að nota vald hins opinbera til að stíga á hemilinn. Þeir vilja hafa auga með þróun- inni og grípa inn í, ef þeim líkar ekki, hvert hún stefnir. Þeir treysta því ekki, að markaðurinn muni af sjálfu sér leita jafnvægis. Þeir telja, að ekki þurfi svo mikið að óttast, aðeins ef góðir og skyn- samir menn haldi um stjórnvöl- inn. íhaldsmönnum er því meira í mun að tryggja það, að „réttir" menn stjórni fremur en að tak- marka valdið. Frjálshyggjumenn vantreysta valdinu og telja, að enginn hafi næga yfirsýn til að leiðrétta sjálfsprottið skipulag, að allar tilraunir í þá átt séu verri en ekki. Þótt þeir séu lýðræðissinnar, þýðir það ekki, að þeir telji meiri- hlutann óskeikulan. Þeir vilja því leysa sem flest ágreiningsmál úti á markaðnum með samningum fremur en meirihlutaræði. í þriðja lagi er um að ræða sjálfan stefnumuninn. Frjáls- hyggjumenn hafa skýra stefnu í stjórnmálabaráttunni og bjóða því fram raunhæfan kost fyrir þá, sem hafna sósíalisma og ríkis- forsjá. íhaldsmenn vita líkast til, hvað þeir vilja ekki, en þá skortir markmið. Því verða örlög þeirra þau að fylgja í fótspör þeirra, sem leiðandi eru í hugmyndabarátt- unni hverju sinni. Þeir malda í móinn, en dragnast þó á eftir, vegna þess að þeir hafa ekki hugmynd um hvert annað þeir geta farið. Þegar sósíalistar voru upp á sitt besta, reyndu íhalds- menn að vera óþjálir í taumi, en nú á tímum spyrna þeir við fæti gegn frjálshyggjumönnum. Raun- ar hafa frjálshyggjumenn og íhaldsmenn átt samleið og sam- starf, til dæmis í Sjálfstæðis- flokknum, vegna þess að það var sameiginlegt markmið þeirra að hefta viðgang sósíalismans, en nú eru ýms teikn á lofti um það, að ef til vill eigi sú samstaða ekki leng- ur jafnmikinn rétt á sér og stund- um áður. Orðin „liberalism“ og „libertarianism“ Vitaskuld væri unnt að tíunda hér fleiri atriði, sem skilja að íhaldsmenn og frjálshyggjumenn, en þetta nægir þó til að sýna, að það er firra ein að kenna hægfara arminn (framsóknarmennina) í Sjálfstæðisflokknum við frjáls- hyggju svo sem Stefán virðist vera að leggja til. (Raunar er rangt af honum að einskorða þennan hæg- fara arm við „Gunnarsmenn", en það er mál, sem ekki skiptir svo miklu í þessu viðfangi.) Víkjum aftur að grein Stefáns. Hann segir, að frjálshyggjumenn reki hugtakið í sínum skilningi til enska orðsins „liberalism". Er það alls kostar rétt? Nei, hér gætir nokkurrar ónákvæmni. Enska orð- ið „liberalism" getur þýtt ýmis- legt, svo sem Stefán rekur í grein sinni. Af þeim sökum hafa sumir erlendir frjálshyggjumenn gripið til þess ráðs að kenna sig við „lib- ertarianism“ eða „classical liber- alism“ til aðgreiningar frá þeim stjórnlyndu hreyfingum, sem kenna sig við „liberalism". Það er því rangt hjá Stefáni, að hugtakið „libertarianism" merki einfald- lega: „frjáls hugsuður eða er notað um þá sem hafa frjálslynda af- stöðu til trúarbragða í anda George Brandes.“ Það getur verið, að þetta sé rétt, hvað varðar gömlu orðabókina, sem Stefán styðst við. En hann má ekki gleyma því, að í Bandaríkjunum eru ýmsar stofnanir og tímarit frjálshyggjumanna kennd við „lib- eratarianism". Menn geta deilt um, hve hentugt það er að nota tvö orð um um sama hlutinn, en það er staðreynd eigi að síður. Söguleg þróun frjálshyggjunnar Snúum okkur þá að sögulegri þróun frjálshyggjunnar. Annar meginþráður hennar er ævaforn. Hann felur í sér að menn séu frjálsir í skjóli laganna, að lögin séu vörn frjálsra manna, en ekki svipa á þá í höndum gerræðis- stjórna. Þessi hugmynd náði und- irtökunum í enskri stjórnskipun á ofanverðri 17. öld og tengdist rétt- indabaráttu mótmælenda, einkum Kalvinista. Af helstu talsmönnum réttarhugmyndarinnar má nefna John Locke og síðar (á 18. öld) David Hume. Hinn meginþráður frjálshyggj- unnar, frjálsa markaðskerfið eða hugmyndin um hið sjálfsprottna skipulag, var útskýrð og rædd af heimspekingum og hagfræðingum 18. aldar, einkum Adam Smith. Þessar hugmyndir bjuggu í hag- inn fyrir iðnbyltinguna, en þær voru ekki fylgifiskur hennar. Þær plægðu jarðveginn fyrir eitt stór- kostlegasta framfaraskeið, sem mannkynið hefur upplifað. Frjáls- hyggjumenn eru stoltir af þeim ávexti hugsjóna sinna. Það er augljóst af áherslu sí- gildu frjálshyggjunnar á réttindi og frelsi einstaklinganna að frjálshyggja og lýðræðishyggja eru ekki eitt og hið sama. Þetta sést glöggt af andstæðunum. And- stæða frjálshyggju er alræði, and- stæða lýðræðis er einræði. Fræði- tega er unnt að ímynda sér að rétt- ur einstaklinga geti dafnað þar sem einræðisstjórn fer með völd, en það er ekkert sem segir að al- ræðisstjórn geti ekki verið kosin í lýðræðislegum kosningum. Það má ekki gleyma því að lýðræði er hentugt tæki til að skipta um stjórn með friðsömum hætti. Frjálshyggjan er aftur á móti markmið sem ber að tryggja í hvaða stjórnskipulagi sem er. Segja má, að 19. öldin hafi verið öld frjálshyggjunnar. Henni lauk raunar ekki fyrr en með heims- styrjöldinni fyrri, því að þá rann fyrra skeið fríverslunar á enda í Evrópu. Á síðari helmingi 19. ald- ar kom sósíalisminn til sögunnar, og frjálshyggjumenn urðu smám saman undir í hugmyndabarátt- unni. Ríkisafskipti færðust í auka- na og trúin á skynsemi valdsm- anna varð öllu yfirsterkari. Á milli stríða varð niðurlæging frjálshyggjunnar alger, gjaldmiðl- ar hrundu, kreppan kallaði á þjóð- nýtingu, enn var skorið á frelsi í milliríkjaviðskiptum. Eftir seinna stríð varð loks breyting á, þegar augu manna opnuðust fyrir ha- ldleysi sósíalismans. Fyrst eftir stríð voru mynduð fríverslunar- Hreinn Loftsson „íslenskir frjálshyggju- menn eru arftakar sí- gildu frjálshyggjunnar, og yngri mennirnir í þeirra hópi urðu ekki fyrstir til né eru þeir einir um að nota hug- takið í sinni upphaflegu og eðlilegu mynd. Til dæmis má minna á, að Ólafur Björnsson og Jónas H. Haralz hafa í ritum sínum lengi notað orðið „frjálshyggja“ í sömu merkingu og aðrir íslenskir frjálshyggju- menn.“ svæði og tollabandalög. Þá fór að vísu svo, að til varð ný blekking, hið svonefnda blandaða hagkerfi, velferðarríkið, sem átti að tengja saman hið besta úr frjálshyggj- unni og sósíalískum hugmyndum. Kenningar hinnar sígildu frjáls- hyggju hafa öðlast nýtt líf eftir skipbrot velferðarríkjanna og ver- ið boðaðar af áhrifamiklum og stórbrotnum hugsuðum á þessari öld. Má meðal þeirra nefna menn á borð við Ludwig von Mises, Friedrich A. Hayek, Milton Fried- man og Robert Nozick. Hinu má ekki gleyma, að vegna sérstöðu Bandaríkjamanna fékk hugtakið „liberalism" nýja merkingu þar í landi. Þar varð það „íhaldssemi" að verja hið frjálsa stjórnskipulag. Vinstri sinnar, stjórnlyndir menn og róttækl- ingar, sem allir töldu ríkisvald vænlegra en einstaklingsfrelsi til að koma fram málum, tóku sér sumir heitið „liberal". Sú merking (eða merkingarbrengl) færðist einnig smám saman til Evrópu. Þekktur heimspekingur lét svo um mælt, að það hefði verið mikil en ómeðvituð viðurkenning á frelsi og frjálsu framtaki, þegar óvinir þess tóku sér nafngiftina „liberal". Þetta hefur þó litla þýðingu hér á landi, þar sem hugtakið „frjáls- hyggja" hefur jafnan verið notað um hugmyndir hinna sígildu fræðimanna á borð við Adam Smith. Nægir í því sambandi að benda á grein Ólafs Jóhannesson- ar „Mannréttindi" í Samtíð og sögu (1951). Stefán á strokknum Að sjálfsögðu er stikiað mjög á stóru hér að framan, en þó gerð tilraun til að sýna, að þróun frjálshyggjunnar var með öðrum hætti en þeim, sem Stefán Karls- son rekur í sinni grein. Hann virð- ist telja, að frjálshyggjan hafi verið sett í einhvers konar sögu- legan strokk öðru hvoru, þar sem úr henni hafi verið vinsaðar „ljót- ar“ eða „vondar" hugmyndir. Strokkskenning hans er í stuttu máli þessi: Sígilda frjálshyggjan varð til í árdaga iðnbyltingarinn- ar. Hún lagði áherslu á náttúru- rétt og takmarkað ríkisvald. En frjálshyggjumenn sáu einokun dafna og settu því hugmyndir sín- ar í strokk Stefáns og síuðu út fyrri hugmyndir um hlutverk rík- isstjórna. Nú vildu þeir nota það til skipulagningar efnahagslífsins. Enn opnuðust augu þeirra fyrir takmörkunum sígildrar frjáls- hyggju, og aftur var hún sett í strokkinn. Nú var afskiptaleysis- stefnan síuð út, en í stað hennar kom nytjastefnan. Markaðshyggj- an fékk að fjúka um líkt leyti, og var hún sett til hliðar ásamt öðr- um úrgangi. Úrgangur þessi var á endanum hrærður saman við kenningar Edmunds Burke ásamt hæfilegri vantrú á lýðræðið, og úr varð „íhaldsstefna nútímans" að sögn Stefáns Karlssonar! Stefáni gengur auðvitað það eitt til með þrugli sínu að valda rugl- ingi, að hnupla „frjálshyggjunni" af frjálshyggjumönnunum líkt og gerðist erlendis með hugtakið „lib- erial“. Þá fer hann að dæmi óþokkanna, sem nefndir voru í upphafi greinarinnar, og sakar fórnarlömb sín (frjálshyggju- mennina) um þjófnað. Þetta gerir hann vitaskuld í pólitískum til- gangi vegna þess að honum sárnar hve heitið lætur vel í eyrum og vill ekki unna andstæðingum sínum þess. Látum Stefán syrgja það í friði. Ólafur og Jónas „vart af barnsaldri“? íslenskir frjálshyggjumenn eru arftakar sígildu frjálshyggjunnar, og yngri mennirnir í þeirra hópi urðu ekki fyrstir til né eru þeir einir um að nota hugtakið í sinni upphaflegu og eðlilegu mynd. Til dæmis má minna á, að ólafur Björnsson og Jónas H. Haralz hafa í ritum sínum lengi notað orðið „frjálshyggja" í sömu merkingu og aðrir íslenskir frjáls- hyggjumenn. Þessir tveir menn eru í hópi áhrifamestu boðenda frjálshyggjunnar á íslandi. Orðið hefur því ekki fengið merkingu sína fyrir tilstuðlan manna í Sjálfstæðisflokknum, nema Stef- án Karlsson telji m.a. þessa tvo menn til þess hóps og að hann sé að vísa til þeirra, þegar hann ræð- ir í grein sinni um „hóp manna vart komna af barnsaldri"! Höíundur er lögfrædingur og stundar nú framhaldsnám í rétt- arbeimspeki rið Háskóíann í Ox- ford. Selfoss: Rennibrautin við Sundhöllina nýtur mikilla vinsælda Selfossi, 25. maí. SUNDHÖLLIN á Selfossi er eini sundstadurinn á landinu sem státar af rennibraut. Kennibrautin var sett upp í fyrra og aftur nú í vor með tilkomu góða veðursins sem hér hefur verið. Rennibrautin nýtur gífurlegra vinsælda og að sögn Sigmundar Stefánss- onar, umsjónarmanns Sundhallarinnar, eykst að- sóknin alltaf til muna þeg- ar rennibrautarinnar nýtur við. Nemendur af höfuð- borgarsvæðinu sem fara hér um hlöð í skólaferða- lagi passa upp á það að komið sé við í Sundhöllinni og er þá örtröð við renni- brautina. Nýlega lauk endurbótum á búningsklefum í Sund- höllinni og er þar öll að- staða til mikillar fyrir- myndar. Sig. Jóns.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.