Morgunblaðið - 31.05.1985, Page 21

Morgunblaðið - 31.05.1985, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1985 21 erfðuni mannkosti foreldra sinna. Eftir andlát Maríu hefir dóttir- in Guðborg og eiginmaður hennar, Bjarni Marteinsson, arkitekt, og aðrir ættingjar Kristjáns, sýnt honum frábæra umhyggju og hlýju. í læknisstarfi ávann Kristján sér slíkra vinsælda og virðingar að með fágætum er. Háum aldri fylgja þau sárindi að sjá á bak æskuvinunum og nú að leiðarlokum þökkum við bekkj- arsystkinin okkar kæra Kristjáni allar gleðistundirnar og tröll- trygga vináttu. Við biðjum börnum hans og vandamönnum blessunar og harmabóta. Gunnlaugur E. Briem Góðvinur minn Kristján Sveinsson, augnlæknir, er látinn. Minningar um samverustundir liðinna ára streyma nú fram í huga minn og vekja söknuð og trega, en fyrst og fremst einlægt þakklæti fyrir þá gæfu að hafa orðið þess aðnjótandi að hafa kynnst svo góðum dreng. Þegar ég kom ungur maður með fjölskyldu mína heim til íslands eftir námsdvöl í Bandaríkjunum leigði hann mér hluta af húsi sinu í Pósthússtræti 17 í Reykjavík. Þar hef ég nú starfrækt tannlækn- ingastofu mína í 40 ár og undir sama þaki og Kristján fór lækn- ishendi um alla þá sem til hans leituðu. Umhyggja, nærfærni, heiðarleiki og trúmennska ein- kenndu öll hans störf, sem og við- mót hans gagnvart meðborgurum sínum. Með þessum fáu orðum vildi ég að leiðarlokum færa hon- um virðingu mína og þökk fyrir samfylgdina og votta aðstandend- um hans mína dýpstu samúð. Jón K. Hafstein Ég vil með nokkrum orðum minnast míns mikla vinar og velgjörðarmanns Kristjáns Sveinssonar, augnlæknis, sem bor- inn er til grafar i dag, hann lést 23. þ.m. 85 ára. Vegna alvarlegs augnsjúkdóms, sem hrjáði mig frá unga aldri, komst ég í kærleiks- hendur Kristjáns Sveinssonar, það var mín mesta lífshamingja að kynnast honum. — Hann gerði aðgerðir á augum mínum og bjargaði sjóninni, sem var í mik- illi hættu. Það var meira en lækn- isaðgerð, sem um var að ræða, einnig sálusorgun og með sinni al- kunnu mannelsku og góðvild hafði hann róandi áhrif á mig fyrir að- gerðir og veitti mér algjört öryggi og traust til sín, sem er frumskil- yrði svo að aðgerð heppnist. Ég fékk dásamlega sjón með gleraug- um, sem hann mældi út eftir að- gerðina. Sem kærleiksríkur faðir hefur hann verið mér öll þessi ár. Ég þakka guði, að ég fékk að sjá hann daginn sem hann lést og kveðja hann, þó mig grunaði ekki að það væri hinsta kveðjan. Ég votta ástvinum hans mína innileg- ustu samúð. Hann á góða heimvon á himn- um. — Hann hvíli í friði. Haraldur Þór Jónsson Þungt er tapið, það er vissa — Þó vil jeg kjósa vorri móðir að ætíð megi'hún minning kyssa manna’ er voru svona góðir — að ætíð eigi’hún menn að missa meiri' og betri’ en aðrar þjóðir. Svo orti Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti eftir merkan lækni, og þær ljóðlínur rifjast upp við fráfali Kristjáns Sveinssonar augnlæknis. Engan mann þekkti ég sem þær eigi betur við um. Hér verða ekki rakin æviatriði hans né margt og merkilegt starf. Það veit ég að aðrir munu gera betur. En mannsins skal minnst með örfáum orðum. Ég kynntist Kristjáni fyrst fyrir rúmum 20 árum sem kenn- ara í læknadeild. Hann var góður og skýr kennari, sem geislaði af hógværð og góðvild. Honum hefur eflaust ekki fallið vel að gefa lágar einkunnir, a.m.k. töldu nemendur óbrigðult að prófverkefni kæmu úr þeim köflum sem Kristján hafði þessi orð um: „Lesið þið þetta nú vandlega, elsku drengirn- ir!“ Nokkru síðar kynntist ég honum sem augnlækni á Landakoti. Þar störfuðu þá þrír augnlæknar, Kristján, Bergsveinn Ólafsson og Úlfar Þórðarson. Þeir voru mjög ólíkir menn en áttu þó það sam- eiginlegt að vera einstök göfug- menni. Kristján kom í húsið á 7. tímanum á morgnana, leit fyrst til sjúklinga sinna, og byrjaði síðan augnaðgerðir kl. 7. Mér er það minnisstætt hversu hægt hann fór sér við aðgerðir, útskýrði allt vel fyrir aðstoðarlækninum og í lok aðgerðar hafði maður það á til- finningunni að þar hafði hver hnútur verið bundinn á þann hátt, að ekki raknaði. Allmörgum árum síðar kynntist ég Kristjáni betur sem sjúklingi mínum. Ég vona að það teljist ekki brot á læknaeiðnum þótt ég upp- lýsi nú að Kristján var „erfiður" sjúklingur. Ékki þó vegna þess að hann væri kröfuharður um að sér væri sinnt eða heimtaði lækningu. Því fór víðs fjarri. Hitt gat gengið nokkuð langt hversu blátt bann hann lagði við að ættingjar trufl- uðu „elsku drenginn", þótt tilefni væri ærið. Kristján Sveinsson náði að verða þjóðsagnapersóna í lifanda lífi. Á þessum seinustu tímum, þegar sagt er að læknar hugsi mest um peninga og þægindi, er gott að geta bent á mann eins og Kristján, sem almannarómur full- yrðir, að í áratugi hafi aldrei tekið eyri af nokkrum manni fyrir læknishjálp. Þótt hann stillti skap sitt manna best gat farið að síga í hann ef menn héldu þvi til streitu að fá að greiða fyrir hjálpina. Ekki var hann harðvítugur við að sækja peninga í hina sameiginlegu sjóði. Til marks um það má segja eftirfarandi sögu, sem ég veit að er sönn: Kristján gegndi dósent- stöðu sinni við læknadeild fram undir 75 ára aldur. Það skeður sjálfkrafa hjá ríkisféhirði að launagreiðsla fyrir slík störf fellur niður í lok þess árs, sem menn verða sjötugir. Nokkrum árum síðar hitti Kristján prófessor Dav- íð Davíðsson, sem þá var forseti læknadeildar, á göngum Landspít- alans: „Heyrðu elsku drengurinn minn. Ég held bara að það hafi gleymst að borga mér dósentlaun- in fyrir seinasta mánuð." Davíð hringdi strax í fjármálaráðuneyt- ið og þá kom í ljós, að þetta var ekki mánuður, heldur skipti það árum. Af manngleggni Kristjáns fara margar sögur. Hann þekkti fólk aftur með nafni, þótt hann hefði aðeins séð það einu sinni áð- ur, jafnvel fyrir áratugum. Þjóð- sagan fullyrðir, að stundum hafi hann þekkt fólk án þess að hafa séð það áður. Þekkti hann þá svip- mót foreldranna. Af vinnutíma Kristjáns fór mörgum sögum. Sagt var að hann byrjaði vinnu upp úr kl. 6 á morgnana og væri sjaldnast kominn fyrir fyrir kl. 11 á kvöldin. Sumarfrí tæki hann aldrei, en í staðinn færi hann í augnlækningaferðir út á land og ynni þá heldur lengur en í Reykja- vík. Eg tel mig hafa sannreynt allt þetta. Ég hef áður minnst á upp- haf vinnudagsins á Landakoti. Fyrir kom að ég reyndi að hringja heim til Kristjáns. Ég komst fljótlega að því að það var þýð- ingarlaust fyrr en á ellefta tíman- um á kvöldin. Ég minnist þess er ég vann á Akranesspítala hversu erfiðlega okkur gekk að ná Krist- jáni frá sjúklingunum til að hann Sjá nánar bls. 43. i qaröinn Garðplöntur: . ornnar. Eigum líka fumarttón- «U 19^0,ur 09 ^^artegu^Wóma, gróðurskála. interflora Wómum. víóavcrold Gaiíéburöuf- hænsnaskítur tra Holtabuinu. Garðáhöld allskonar. Garðslöngur. Garðkonnu. Otiker, svalaker. Veggpottar I úrvali.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.