Morgunblaðið - 31.05.1985, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1985
Meiri neyð en orð fá lýst
AP/Símamynd
Neyð fólks á hörmunasræðunum í Bangladesh er enn meiri en orð fá lýst, það vantar matvæli, drykkjarvatn, lyf,
skjól, í stuttu máli: Nær allL Konan á myndinni grætur og þorir ekki undan regnhlífinni. Hún slapp undan
flóðbylgjunni með ótrúlegum hætti, skolaðist með henni langar leiðir, en reyndist ekki feig. Öðru máli gegnir
um fjölskyldu hennar, um tíu manns. Eftir lifir konan ein.
Afvopnunarviðræður í gang á ný:
Fundað í á aðra
klukkustund í dag
(k*nf, Svíhn. 30. maí. AP.
ÖNNUR lota afvopnunarviðræðna
Sovétríkjanna og Bandaríkjanna
hófst í dag með fundi sendinefnda
ríkjanna. Stóð fundurinn í eina
klukkustund og tuttugu mínútur og
fór fáum eða engum sögum um gang
mála.
Síðustu dagana fram að fundin-
um í dag hafa rannsóknir Banda-
ríkjamanna á geimvarnarkerfi
verið í sviðsljósi sovéskra fjöl-
miðla sem hafa fundið rannsókn-
unum allt til foráttu og ásakað
bandaríkjamenn um að spilla
þeim möguleikum á sáttum sem
fyrir hendi eru. Karpov, aðal-
samningamaður Sovétmanna,
sagði, áður en fundurinn hófst, að
stórveldin væru sammála um að
koma bæri í veg fyrir vígbúnað-
arkapphlaup í geimnum, deilt
væri hins vegar um framkvæmda-
hliðina.
Karpov sagðist vera „hagsýnn
bjartsýnismaður" og telur að
árangur gæti náðst í þessari lotu
ef hugarfarið væri rétt. Báðir aðil-
ar voru sammála um að lítið hafi
þokast í fyrstu lotunni sem lauk
fyrir 5 vikum.
Alþjóðleg friðarráðstefna um Miðausturlönd:
Er stefna Bandaríkja-
stjórnar að breytast?
Washington og Túnin, 30. maí. AP.
BANDARÍKIN hafa verið mótfallin
því að halda friðarráðstefnu um mál-
efni Miðausturlanda á þeim for-
sendum, að slík samkoma yrði ekk-
ert annað en „pólitískur leikara-
skapur". En nú getur verið að breyt-
ing sé að verða á afstöðu banda-
rískra stjórnvalda, ekki síst fyrir orð
Husseins Jórdaníukonungs.
Hussein sagði í Wahington í
gær, að frelsisfylking Palestínu-
araba væri reiðubúin til að viður-
kenna tilverurétt Israels á
grundvelli ályktana öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna.
Hussein kvað Jórdaníumenn og
Palestínumenn fúsa til að setjast
að samningaborðinu með ísraels-
mönnum á ráðstefnu, þar sem
Bandaríkin, Kína, Bretland og
Frakkland yrðu einnig þátttak-
endur.
„Ég vona, að einurð Bandaríkj-
anna verði svo mikil í þessu máli,
að þeir sjái sér fært að bregðast
nú jákvætt við friðarviðleitni
okkar," sagði Hussein.
Það sem kom á óvart í boðskap
Husseins var að Yassar Arafat,
leiðtogi Frelsisfylkingar Palest-
ínuaraba, PLO, skyldi hafa lagt
blessun sína yfir, að samningavið-
ræðurnar yrðu grundvallaðar á
ályktunum öryggisráðs SÞ nr. 242
og 338 frá 1967 og 1973.1 ályktun-
um þessum er kveðið á um tilveru-
rétt ísraela, en aðeins talað um
Palestínumenn sem flóttamenn og
í engu getið réttar þeirra til stofn-
unar sjálfstæðs ríkis.
Frakkland:
Kaldur vetur
eyðilagði
kampavíns-
uppskeruna
ParÍM, 28. mu'. AP.
HINN harði vetur sem nú hefur
runnið sitt skeið á enda kvaddi
þó ekki fyrr en hann hafði skilið
við vínakra í Frakklandi í slæmu
ásigkomulagi. Hafa samtök
kampavínsframleiðanda í land-
inu spáð því að uppskeran verði
rýr og framleiðsla kampavíns
því með minnsta móti þetta árið.
Talsmaður framleiðenda
sagði í dag, að um 10.000 af
25.000 hekturum vínberja-
ræktarlandsins hefðu
skemmst svo mjög í frostun-
um, að uppskera af þeim yrði
því sem næst engin og ein-
hverjar skemmdir hefðu einn-
ig orðið á hinum 15.000 hekt-
urunum. Góð uppskera árin
1982 og 1983 varð til þess að
enn eru til vinberjabirgðir síð-
an og það mun hjálpa til við að
koma í veg fyrir hrun kampa-
vínsframleiðslu, samt sem áð-
ur munu margir vínberja-
bændur og vínframleiðendur
standa frammi fyrir miklum
fjárhagslegum vanda i ljósi
uppskerubrestsins.
Stór sovéskur floti
siglir norður í höf
Háttsettur Rússi
hverfur í Aþenu
Lundúnum, 30. naí. AP.
BANDARÍSK, hollensk, portúgölsk
og frönsk herskip hafa að undan-
förnu fylgst með stærsta hernaðar-
flota Sovétríkjanna sem nokkru
sinni hefur safnast saman í Miðjarð-
arhafi. 24. maí sigldu sovésku skipin
út á Atlantshaf og síðast er fréttist
voru skipin stödd norðvestur af
Bretlandseyjum.
Sovésku skipin voru 8 talsins, í
fararbroddi flugmóðurskipið
Kænugarður, einnig tvö herskip,
fjórir tundurspillar og ein frei--
gáta. Portúgalskur tundurspillir
var fyrstur á vettvang, en síðan
bættust fleiri skip í fylgdina.
Kænugarður hefur verið í Svarta-
hafi í tvö ár og sérfræðingar telja
að nú eigi skipið að styrkja sov-
éska flotann í norðurhöfum.
Aþenu, 30. maí. AP.
SERGEI Bokhane, fyrsti rit-
ari sovéska sendiráðsins í
Fimm með
alnæmi í
Japan
Tókýó, 30. maí. AP.
YFIRVÖLD heilbrigðismála í Japan
greindu frá því í dag, að fimm menn
befðu sýkst af alnæmi (AIDS) þar f
landi.
Þrír mannanna eru látnir. Þeir
voru dreyrasjúklingar, sem smituð-
ust eftir að þeir fengu blöðvökva,
sem fluttur var inn frá Bandaríkjun-
um.
Hinir alnæmissjúklingarnir tveir
eru hommar, sem talið er að hafi
sýkst erlendis.
Aþenu, er horfinn og er ekki
vitað hvar hann er niðurkom-
inn. Gríska lögreglan telur
að hann hafi leitað hælis í
einhverju vestrænu sendiráði
í borginni.
Bokhane, sem er fimmtugur að
aldri og hefur starfað við sendi-
ráðið frá því september 1982, átti
að snúa aftur heim til Sovétríkj-
anna á mánudag ásamt konu sinni
og sjö ára dóttur þeirra. Hann
hefur ekki sést síðan á laugardag,
er hann ók á brott frá sendiráðs-
bústaðnum. Þá kvaðst hann aðeins
ætla að skreppa frá stutta stund.
Eiginkona Bokhane tilkynnti
lögreglu um hvarf hans á mánu-
dag og hélt úr landi með dótturina
á miðvikudag.
Ósló:
Lögreglumenn mót-
mæla lágum launum
Ósló, 29. maí. Kri Jan Erik Lauré, fréturitara Mbl.
EINKENNISKLÆDDIR lögreglu-
menn, 2.436 talsins, gengu í dag
fylktu liði um götu Óslóarborgar og
höfðu uppi mótmæli gegn lágum
launum.
Árið 1957 voru norskir lögreglu-
menn sviptir verkfallsréttinum en
þá var jafnframt samþykkt, að
laun þeirra skyldu ávallt hækka
til jafns við laun á almennum
vinnumarkaði. Sú hefur hins veg-
ar ekki verið raunin, segja lög-
reglumennirnir og benda á, að nú
séu hæstu laun innan lögreglunn-
ar 118.000 nkr. eða um 550.000 fsl.
Segjast þeir vera orðnir langt á
eftir sambærilegum starfshópum
hjá ríkinu og krefjast þriggja
launaflokka hækkunar.
Mótmælaganga lögreglumann-
anna var mörg hundruð metra
löng og vakti mikla athygli enda
hafa ekki fyrr sést jafn margir
lögreglumenn saman komnir í
Noregi. Luku þeir göngu sinni
fyrir framan forsætisráðuneytið i
Osló en þar tók á móti þeim Mona
Rökke, dómsmálaráðherra, og hét
því, að ríkisstjórnin myndi taka
launamálin til endurskoðunar.