Morgunblaðið - 31.05.1985, Page 56
FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1985
VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR.
Álitegerð um þróun fiskeldis:
Framleiðslan
60 þúsund tonn
á ári eftir 30 ár?
f DRÖGUM að álitsgerð um þróun fiskeldLs sem sUrfshópur i vegum Rann-
sóknaráðs ríkisins hefur tekið saman er gert ráð fyrir að fiskeldisframleiðslan
verði orðin 10—15 þúsund tonn um aldamót. Gert er ráð fyrir, að Hskeldi geti
þróast mishratt, háð þeim aðgerðum sem gerðar verða til að auka samkeppnis-
aðstöðu þess. Gerðar eru spár um hæga, meðalhraða og hraða þróun fiskeldis.
Með luegrí þróun er framleiðslan áætluð 20 þúsund tonn eftir 30 ár, 40 þúsund
með meðalhraða og 60 þúsund tonn eftir 30 ár með hraðri þróun nskeldis.
Hæg þróun fiskeldis miðast við
nær óbreytt ástand fiskeldismála;
lélegt skipulag og stjórnun, litlar
markvissar rannsóknir í líffræði,
lítið fylgst með markaðsmálum,
svipaðar forsendur varðandi stofn-
kostnað, orkukostnað og fóður-
-kostnað og lagðar eru til grund-
vallar í dag. Reiknað er með að verð
á laxi fari lækkandi upp úr 1990 um
svipað leyti og festa er að komast á
markaðsmál einstakra fyrirtækja.
Meðalhröð þróun fiskeldis miðast
við markvisst skipulag eldisfyrir-
tækja; lélegt skipulag rannsókna og
hagnýting rannsóknaniðurstaða
bágborin; gert er ráð fyrir að til-
raunstarf stærri eldisfyrirtækja
leiði til úrbóta hjá þeim en hagnýt-
ist ekki öðrum; markaðssetning
verði á vegum einstakra eldisfyrir-
J^tækja, innlent fjármagn af skorn-
um skammti sem leiðir til aukinnar
hlutdeildar erlendra fyrirtækja.
Kókaínsmyglið:
ítalinn dæmdur -
stúlkan úr landi
ÍTALINN, sem tekinn var fyrír
kókaínsmygl, var í gærkvöldi
dæmdur í 4 mánaða fangelsi I
Sakadómi í ávana- og fíkniefna-
málum. Brazilísku stúlkunni, sem
kom með honum hingað til lands,
var sleppt úr haldi og fór hún með
Fhigleiðavél til Lundúna síðdegis í
gær. Embætti ríkissaksóknara gaf
út ákæru á hendur ítalanum í gær,
en ekki þótti ástæða til að ákæra
stúlkuna.
ítalinn var dæmdur fyrir til-
raun til að smygla 18,9 grömm-
um af kókaíni i sendibréfi. Hann
sendi bréfið hingað frá Sao Pa-
olo í Brazilíu og stílaði á sjálfan
sig. Grunsemdir vöknuðu meðal
tollvarða og var hann látinn
opna bréfið þegar hann sótti
það. Islensk hjón voru handtek-
in vegna grunsemda um að vera
viðriðin málið, en var sleppt eft-
ir yfirheyrslur.
Reiknað er með úrbótum í fóður-
framleiðslu sem leiði til lægra fóð-
urverðs. Hár virkjunar- og orku-
kostnaður leiðir til þess að eldi
beinist til staða þar sem virkjunar-
kostnaður er lágur.
Loks er sagt að hröð þróun fisk-
eldis miðist við að eftirtöldum at-
riðum verði fullnægt: Tekið sé upp
markvisst skipulag í öllum málum
sem snerta fiskeldi; frumkvæðið sé
í höndum eldisfyrirtækja og sam-
taka þeirra; unnið verði markvisst
rannsókna- og þróunarstarf í eld-
istækni og mannvirkjagerð, þar
sem leitað væri að ódýrustu leiðum
í seiðaeldi og matfiskeldi; fóður-
framleiðsla á fárra höndum í stór-
um einingum; seiðaeldi í stórum
einingum; sameiginleg markaðs-
setning eldisfyrirtækja. Aukin
áhersla lögð á grunnrannsóknir til
að bæta skilning á viðbrögðum eld-
istegunda við umhverfisbreytingum
og leiði það til betri stjórnunar og
árangurs í eldi. Nægt lánsfjármagn
verði á sanngjörnum vöxtum; fram-
boð á hæfu starfsfólki og skipulegar
aðgerðir til að lækka orkukostnað.
Morgunbla&id/G .Berg
Snœldu-Blesi í röntgenmyndatöku
STÓÐHESTURINN Snældu-Blesi fór í röntgen-
myndatoku á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri í
gær. Snældu-Blesi varð fyrir því óhappi að fótbrotna í
fyrra. Eigandi hans, Magni Kjartansson bóndi í Ár-
gerði í Eyjafirði, tók til sinna ráða og fékk ýmsa
sérfræðinga í lið með sér sem hafa gert allt til þess að
fá brotið til að gróa, enda er Snældu-Blesi með efni-
legri stóðhestum á íslandi í dag.
Að sögn Júlíusar Gestssonar læknis, sem er einn
þeirra sem annast hafa Snældu-Blesa, er brotið ekki
gróið enn. Settar voru spelkur á klárinn og getur hann
tyllt í fótinn. En líklega verður Snældu-Blesi alltaf
haltur, þó brotið grói. Menn gera sér vonir um að
þrátt fyrir það verði hægt að nota hann til undaneldis
í framtíðinni.
Myndin sýnir Snældu-Blesa þegar verið var að taka
af honum röntgenmyndir í gær. Við hlið hans stendur
eigandinn, Magni Kjartansson bóndi í Árgerði.
Tillögur stjómarandstöðunnar í húsnæðismálum:
Vilja
með
afla tveggja milljarða
aukinni skattheimtu
FULLTRÚAR stjórnarandstöðunnar
vilja afia allt að tveimur milljörðum
króna til húsnæðislánakerfisins á
næstu 18 mánuðum, eða til ársloka
1986. Þetta er næstum því tvöfalt það
Ijármagn sem stjórnarflokkarnir gera
ráð fyrir að leggja í þennan málaflokk
á næstu 18 mánuðum, ef tillögur
stjórnarflokkanna eru framreiknaðar.
Þetta kom fram á fundi sem fulltrúar
stjórnarandstöðunnar og þeir Þor-
steinn Pálsson formaður Sjálfstæðis-
flokksins og Steingrímur Hermanns-
son forsætisráðherra sátu í gær. Þar
kynntu þau Jóhanna Sigurðardóttir,
Svavar Gestsson og Stefán Bene-
diktsson stjórnarflokkaformönnunum
sínar tillögur í húsnæðismálum.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins felast hugmyndir stjórnar-
andstöðunnar um fjáröflunarleiðir
einkum í aukinni skattheimtu, en
einnig í tilfærslu fjármuna, inn-
lendri lánsfjármyndun og sam-
drætti í ríkisrekstri. Morgunblaðið
hefur heimildir fyrir því, að þótt
stjórnarandstaðan hafi skilað sam-
eiginlegum tillögum, þá sé ekki al-
gjör samstaða innan hennar um
leiðir. Einkum mun Alþýðuflokkur-
inn vera andvígur söluskatts-
hækkuninni.
Stjórnarandstaðan mun þó vera
reiðubúin til þess að sitja hjá, þegar
að atkvæðagreiðslu í þinginu kemur
um að hækka söluskattinn um eitt
prósentustig. Báðir aðilar eru nú
sammála um að falla frá skyldu-
sparnaði á hátekjur, en stjórnar-
^ Húsnæðissparnaðarreikningan
Fjórðungur reglulegs
sparnaðar skattfrjáls
.STJÓRNARFRUMVARP um húsnæðissparnaðarreikninga í bönkum og spari-
sjóðum var lagt fram á Alþingi í gær. Meginregla frumvarpsins er sú að
reglubundinn sparnaður einstaklinga á húsnæðissparnaðarreikningum skapar
rétt til skattafsláttar er nemur fjórðungi árlegs innleggs. Árlegur sparnaður
skal vera minnst tólf þúsund krónur en mest hundrað og tuttugu þúsund
krónur og breytist upphæð í samræmi við byggingavísitölu. Sparnaður skal
vera reglulegur og varða vanskil viðurlögum, s.s. missi skattafsláttar.
Sparifé má taka út eftir þriggja
ára binditíma ef menn afla sér
íbúðarhúsnæðis til eigin nota eða
ráðast i meiriháttar endurbætur en
ella er féð bundið til tíu ára (5 ár
fyrir lífeyrisþega og 75% öryrkja).
Auk mikilvægs skattafsláttar
nýtur spariféð beztu ávöxtunar-
kjara í viðkomandi peningastofnun
og kann að stofna til réttar á láni
við úttekt sparnaðarins, eftir því
sem viðkomandi banki eða spari-
sjóður ákveður.
Þeir sem náð hafa 16 ára aldri
geta stofnað til húsnæðissparnað-
arreiknings.
f stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar-
innar um átak í húsnæðismálum er
heitið fjölbreyttari sparnaðar-
áformum. Matthías Á. Mathiesen
viðskiptaráðherra skipaði nefnd til
að 'ylgja eftir þessari yfirlýsingu.
Formaður hennar er Halldór
Blöndal alþingismaður. Sú nefnd
samdi framangreint stjórnar-
frumvarp.
fiokkarnir höfðu gert tillögu þar
um. Stjórnarandstaðan leggur til að
0,25% eignaskattsviðaukinn, sem
stjórnárliðar vilja leggja á skuld-
lausar eignir einstaklinga sem eru
3,5 milljóna virði eða meira, og á
fyrirtæki verði sama prósentutala
hjá einstaklingum, en eignaskattur
fyrirtækja hækki hins vegar um
100%, eða úr 0,95% í 1,9%. Tillögur
stjórnarfiokkanna gerðu ráð fyrir
því að 370 milljóna yrði afiað á
þessu ári, og þar af skiluðu sér 70 til
90 milljónir vegna eignaskattsvið-
aukans.
Stjórnarandstaðan segir tillögur
sinar ekki vera neina úrslitakosti,
en bendir á að ef þær tillögur sem
hún hefur gert verða framkvæmd-
ar, þá sé hér um mun vfðtækari
lausn á vanda húsbyggjenda að
ræða, en felist i tillögum stjórnar-
fiokkanna.
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra vildi í gær ekki tjá
sig um tillögur stjórnarandstöð-
unnar. Hann var spurður hvort þau
orð hans, að tillögur stjórnarfiokk-
anna myndu ekkert breytast, stæðu
óhögguð: „Ég hef ekki trú á því að
þar verði breytt miklu, en vissulega
munum við skoða þeirra tillögur af
fullri alvöru.“
Sömu aðilar munu ræðast við á
nýjan leik síðdegis f dag, og þá
munu þeir Steingrímur og Þor-
steinn greina frá afstöðu sinna
flokka til tillagna stjórnarandstöð-
unnar. Búist er við að endanlega
verði gengið frá þessum málum nú
um helgina.