Morgunblaðið - 15.06.1985, Page 3

Morgunblaðið - 15.06.1985, Page 3
Samband íslenzkra samvinnufélaga: Kona í stjórn og tvær í varastjórn Bifröst í Borgarfirði, 14. júní. Frá Agnesi Bragadóttur, blaðamanni Morgunblaðsins. í FYRSTA skipti f 83ja ára sögu Sam- bandsins náði kona kjöri í stjórn. Þetta gerðist í stjórnarkosningu í kvöld. hað er Valgerður Sverrisdóttir frá Lóma- tjörn í Grýtubakkahreppi, en hún er stjórnarmaður í KEA. Jafnframt voru tvær konur kjörnar í varastjórn, Helga Valborg Pétursdóttir og Dagbjört Höskuldsdóttir, en þar hefur aldrei kona setið áður. Finnur Kristjánsson, varaformað- ur Sambandsins, gaf ekki kost á sér til endurkjörs né heldur Óskar Helgason, en þeir áttu báðir sæti í aðalstjórn. Kjörtími Harðar Zóph- aníassonar var einnig útrunninn nú, hann gaf kost á sér til endurkjörs og náði kjöri. Þorsteinn Sveinsson, kaupfélagsstjóri á Egilsstöðum, hlaut kjör í aðalstjórn. Ólafur Ólafsson, sem átti sæti í varastjórn, náði ekki kjöri. Aðrar breytingar urðu ekki á stjórn eða varastjórn Sambandsins. Blaðamaður Morgunblaðsins spurði Valgerði Sverrisdóttur hverju hún þakkaði það að hún náði svo glæsilegri kosningu, en hún hlaut 90 atkvæði: „Ég hugsa að sú staðreynd, að staða kvenna innan samvinnu- hreyfingarinnar var sérmál þessa fundar hafi haft mikil áhrif. Svo get ég einnig þakkað það því, að ég bý á Norðurlandi, því samkvæmt sam- þykktum Sambandsins átti Norð- lendingur að koma inn.“ Valgerður sagðist telja þetta þó nokkurn per- sónulegan sigur fyrir sig, jafnframt væri þetta sigur fyrir konuna og hún sagðist vonast til að þetta væri einn- ig sigur fyrir samvinnuhreyfinguna. Noröur- og Austurland: Símasambands- laust í fjóra tíma SÍMASAMBANDSLAUST varð á Norður- og Austurlandi í gær frá kl. 10 til kl. 14. Orsök bilunarinnar var tvíþætt, að sögn Kristjáns Reinhardtssonar, deildarstjóra á mælistofu Landssím- ans. Á miðvikudag bilaði jarðsíma- strengur á Fagradal í Suður-Múla- sýslu en unnt var að flytja stmasam- bandið yfir á varaleið. Um klukkan tíu í gærmorgun, áð- ur en viðgerð á jarðsímastrengnum fyrir austan var lokið, rofnaði svo örbylgjusímasambandið milli Reykjavíkur og Norðurlands. Vegna hins bilaða jarðstrengs fyrir austan var ekki hægt að flytja örbylgjusam- bandið yfir á hina hefðbundnu vara- leið suður og austur fyrir land, og því urðu svæðisnúmer 95, % og 97 sambandslaus. Viðgerð gekk gretðlega fyrir sig og að fjórum klukkustundum liðnum gátu Norðlendingar og Austfirð- ingar notað símtæki sín á nýjan leik. Helmingi færrí kennarar segja upp störfum en í fyrra ,NÚ ER Ijóst að færri kennarar hafa sótt um að taka sér launalaust leyfi næsta vetur og færri uppsagnir hafa borist frá kennurum en á sama tíma í fyrra. Þann 10. júní sl. höfðu 68 kennar- ar í Reykjavík sótt um að taka launalaust leyfi næsta vetur, sam- kvæmt upplýsingum menntamála- ráðuneytisins, á móti 76 í fyrra. Alls hafa 14 kennarar í Reykjavík sagt upp störfum og þar af 3 vegna aidurs, en á sama tíma I fyrra höfðu 26 kennarar í Reykjavík sagt upp störfum. Hjá menntamálaráðuneytinu fengust þær upplýsingar að venju- lega væru flestar tilkynningar um uppsagnir og umsóknir um launa- laust leyfi komnar á þessum tíma, en þó er hugsanlegt að fleiri eigi eftir að berast. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1985 Morgunblaðið/Halldór Gunnarsson Skipsfarmur af hrossum frá Þorlákshöfn: Verðmæti til seljenda um sex milljónir Holli undir Eyjafjöllum, 14. júní. SÍÐASTLIÐÍNN miðvikudag kom gripaflutningaskip á vegum búvörudeildar Sambands íslenskra samvinnufélaga til Þorlákshafnar og lestaði 257 hross. Verðmæti farmsins eru 6 milljónir til bænda. Með skipinu fóru 123 afsláttarhross sem landað verð- ur í Gent í Belgíu til slátrunar þar í landi og 134 reiðhestar sem landað verður þar og í Friðriksstað í Noregi. Fréttaritari. Og enn er Daihatsu Charade a toppnum og aldrei betri Daihatsu Charade vann sinn fyrsta sigur í spar- aksturskeppni haustiö 1979 og síöan hefur sigur- ganga hans meðal íslenskra kaupenda verið óslitin og 2300 Charade eru nú á götunni. Þaö var Dai- hatsu Charade diesel sem sigraöi í keppninni sl. helgi með 3,72 I pr. 100 km og varö Daihatsu Charade þriöji í bensínflokki meö 4,12 I pr. 100 km. En þaö segir ekki alla söguna þótt diesel- og bensínbílar Daihatsu og annarra japanskra fram- leiðenda eyöi sáralitlu. Þaö sem hefur gerst er aö bensíneyöslan hefur minnkaö ár frá ári, en Dai- hatsu Charade hefur engu aö síður stækkaö aö utan og innan, en veröiö breyst lítiö hlutfallslega. í dag bjóðum víð Daihat.su Charade, glæsilegan rúmgóðan 5 manna bfl á aðeins krónur 329.8ÍK) Allir þekkja gæöin, þjónustuna og endursöluna hjá Daihatsu. DAIHATSU umboðiö Ármúla 23 — 81733 — 685870. Bílasýning í allan dag, Komið, skoðið og reynsluakið Daihatsu Charade, Daihatsu Rocky og Daihatsu Cab Van 4W sendibílnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.