Morgunblaðið - 15.06.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.06.1985, Blaðsíða 3
Samband íslenzkra samvinnufélaga: Kona í stjórn og tvær í varastjórn Bifröst í Borgarfirði, 14. júní. Frá Agnesi Bragadóttur, blaðamanni Morgunblaðsins. í FYRSTA skipti f 83ja ára sögu Sam- bandsins náði kona kjöri í stjórn. Þetta gerðist í stjórnarkosningu í kvöld. hað er Valgerður Sverrisdóttir frá Lóma- tjörn í Grýtubakkahreppi, en hún er stjórnarmaður í KEA. Jafnframt voru tvær konur kjörnar í varastjórn, Helga Valborg Pétursdóttir og Dagbjört Höskuldsdóttir, en þar hefur aldrei kona setið áður. Finnur Kristjánsson, varaformað- ur Sambandsins, gaf ekki kost á sér til endurkjörs né heldur Óskar Helgason, en þeir áttu báðir sæti í aðalstjórn. Kjörtími Harðar Zóph- aníassonar var einnig útrunninn nú, hann gaf kost á sér til endurkjörs og náði kjöri. Þorsteinn Sveinsson, kaupfélagsstjóri á Egilsstöðum, hlaut kjör í aðalstjórn. Ólafur Ólafsson, sem átti sæti í varastjórn, náði ekki kjöri. Aðrar breytingar urðu ekki á stjórn eða varastjórn Sambandsins. Blaðamaður Morgunblaðsins spurði Valgerði Sverrisdóttur hverju hún þakkaði það að hún náði svo glæsilegri kosningu, en hún hlaut 90 atkvæði: „Ég hugsa að sú staðreynd, að staða kvenna innan samvinnu- hreyfingarinnar var sérmál þessa fundar hafi haft mikil áhrif. Svo get ég einnig þakkað það því, að ég bý á Norðurlandi, því samkvæmt sam- þykktum Sambandsins átti Norð- lendingur að koma inn.“ Valgerður sagðist telja þetta þó nokkurn per- sónulegan sigur fyrir sig, jafnframt væri þetta sigur fyrir konuna og hún sagðist vonast til að þetta væri einn- ig sigur fyrir samvinnuhreyfinguna. Noröur- og Austurland: Símasambands- laust í fjóra tíma SÍMASAMBANDSLAUST varð á Norður- og Austurlandi í gær frá kl. 10 til kl. 14. Orsök bilunarinnar var tvíþætt, að sögn Kristjáns Reinhardtssonar, deildarstjóra á mælistofu Landssím- ans. Á miðvikudag bilaði jarðsíma- strengur á Fagradal í Suður-Múla- sýslu en unnt var að flytja stmasam- bandið yfir á varaleið. Um klukkan tíu í gærmorgun, áð- ur en viðgerð á jarðsímastrengnum fyrir austan var lokið, rofnaði svo örbylgjusímasambandið milli Reykjavíkur og Norðurlands. Vegna hins bilaða jarðstrengs fyrir austan var ekki hægt að flytja örbylgjusam- bandið yfir á hina hefðbundnu vara- leið suður og austur fyrir land, og því urðu svæðisnúmer 95, % og 97 sambandslaus. Viðgerð gekk gretðlega fyrir sig og að fjórum klukkustundum liðnum gátu Norðlendingar og Austfirð- ingar notað símtæki sín á nýjan leik. Helmingi færrí kennarar segja upp störfum en í fyrra ,NÚ ER Ijóst að færri kennarar hafa sótt um að taka sér launalaust leyfi næsta vetur og færri uppsagnir hafa borist frá kennurum en á sama tíma í fyrra. Þann 10. júní sl. höfðu 68 kennar- ar í Reykjavík sótt um að taka launalaust leyfi næsta vetur, sam- kvæmt upplýsingum menntamála- ráðuneytisins, á móti 76 í fyrra. Alls hafa 14 kennarar í Reykjavík sagt upp störfum og þar af 3 vegna aidurs, en á sama tíma I fyrra höfðu 26 kennarar í Reykjavík sagt upp störfum. Hjá menntamálaráðuneytinu fengust þær upplýsingar að venju- lega væru flestar tilkynningar um uppsagnir og umsóknir um launa- laust leyfi komnar á þessum tíma, en þó er hugsanlegt að fleiri eigi eftir að berast. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1985 Morgunblaðið/Halldór Gunnarsson Skipsfarmur af hrossum frá Þorlákshöfn: Verðmæti til seljenda um sex milljónir Holli undir Eyjafjöllum, 14. júní. SÍÐASTLIÐÍNN miðvikudag kom gripaflutningaskip á vegum búvörudeildar Sambands íslenskra samvinnufélaga til Þorlákshafnar og lestaði 257 hross. Verðmæti farmsins eru 6 milljónir til bænda. Með skipinu fóru 123 afsláttarhross sem landað verð- ur í Gent í Belgíu til slátrunar þar í landi og 134 reiðhestar sem landað verður þar og í Friðriksstað í Noregi. Fréttaritari. Og enn er Daihatsu Charade a toppnum og aldrei betri Daihatsu Charade vann sinn fyrsta sigur í spar- aksturskeppni haustiö 1979 og síöan hefur sigur- ganga hans meðal íslenskra kaupenda verið óslitin og 2300 Charade eru nú á götunni. Þaö var Dai- hatsu Charade diesel sem sigraöi í keppninni sl. helgi með 3,72 I pr. 100 km og varö Daihatsu Charade þriöji í bensínflokki meö 4,12 I pr. 100 km. En þaö segir ekki alla söguna þótt diesel- og bensínbílar Daihatsu og annarra japanskra fram- leiðenda eyöi sáralitlu. Þaö sem hefur gerst er aö bensíneyöslan hefur minnkaö ár frá ári, en Dai- hatsu Charade hefur engu aö síður stækkaö aö utan og innan, en veröiö breyst lítiö hlutfallslega. í dag bjóðum víð Daihat.su Charade, glæsilegan rúmgóðan 5 manna bfl á aðeins krónur 329.8ÍK) Allir þekkja gæöin, þjónustuna og endursöluna hjá Daihatsu. DAIHATSU umboðiö Ármúla 23 — 81733 — 685870. Bílasýning í allan dag, Komið, skoðið og reynsluakið Daihatsu Charade, Daihatsu Rocky og Daihatsu Cab Van 4W sendibílnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.