Morgunblaðið - 15.06.1985, Page 24

Morgunblaðið - 15.06.1985, Page 24
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1985 --------—n—r—n------- :1 r TTT Jacques Delors, framkvæmdastjóri EB: Evrópuríkin taki þátt í banda- rískum geimvarnarannsóknum Hrussel, 14. júni. AP. Jacques Delors, aöalframkvæmda- stjóri Evrópubandalagsins, sagði í dag, fóstudag, aö Evrópuríkin ættu aö hefja samningaviöræöur viö bandarísk stjórnvöld í því skyni að Bretland: Verðbólga vex í 7 % London, 14. júní. AP. ÁRLEG verðbólga í Bretlandi mæld- ist 7% í maí, og hefur hún ekki veriö eins mikil í tvö og hálft ár. Atvinnumálaráðherra Bret- lands, Tom King, kvað þó ríkis- stjórnina gera ráð fyrir að verð- bólga minnkaði aftur á seinni hluta ársins. Það, sem rynni stoð- um undir þessa spá, væri að verð á iðnvöru, eldsneyti og ýmsum hrá- efnum hefði hækkað nú um aðeins 3,6% í samanburði við 10% í febrúar. Hins vegar sagði einn leiðtoga Verkamannaflokksins, Roy Hatt- ersley, að hinar slæmu efnahags- tölur mætti rekja til „kolrangrar efnahagsstefnu stjórnarinnar undir forystu Margrétar Thatcher forsætisráðherra". gerast þátttakendur í geimvarna- rannsóknum Bandaríkjamanna. Delors sagði á fréttamanna- fundi í aðalstöðvum framkvæmda- ráðs Evrópubandalagsins, að nauðsynlegt væri að semja við Bandaríkjamenn um þetta efni, ef koma ætti í veg fyrir stórfelldan flótta vísindamanna vestur um Er litið á þessa ákvörðun sem svar stjórnar sandinista við sam- þykkt fulltrúadeildar bandaríska þingsins sl. miðvikudag um að veita skæruliðum í Nicaragua 27 milljón dollara fjárhagsaðstoð. Ortega kvað samþykkt banda- ríska þingsins vera ólöglega og sið- lausa. Nú væri nauðsynlegt að efla varnir Nicaragua því að hætta á innrás Bandaríkjamanna hefði auk- ist til muna. haf. Búist er við, að Delors leggi fram skýrslu um þetta efni á fundi æðstu manna bandalagsins í Míl- anó seinna í þessum mánuði. Á þeim fundi er enn fremur búist við, að tillaga Frakka um „Eur- eka“, geimrannsóknastofnun Evr- ópu, komi til umfjöllunar. Hvatti Ortega í útvarpsávarpi til þjóðarinnar til þess að sérhver legði sitt af mörkum til að vinna bug á skæruliðum, svo að unnt væri að koma í veg fyrir að Bandaríkja- menn réðust inn i landið. Bandaríkjamenn hafa haldið þvi fram að þær fullkomnu herþotur, sem Ortega gaf í skyn að keyptar yrðu, kunni að raska valdajafnvægi í Mið-Ameríku. Nicaragua: Aflétta banni við innflutningi hergagna Managua, 14. júnf. AP. ° C-F ° FORSETI Nicaragua, Daníel Ortega, lýsti yfir því í dag, aö hann mundi aflétta fimm mánaða banni við innflutningi hergagna til landsins. Gaf hann einnig í skyn aö stjórn sín mundi reyna á ný að festa kaup á fullkomnum herþotum, sem gegna því hlutverki að ráðast gegn árasarflugvélum. Falklandseyjastrídsins minnst Elísabet II Bretlandsdrottning sést hér koma ásamt syni sínum, And- rew, til athafnar f Sankti Páls-dómkirkjunni f Lundúnum til minningar um aö þrjú ár eru nú liðin frá lokum Falklandseyjastríðsins. Drottning- in afhjúpaði minnismerki við athöfnina og Andrew prins, sem tók þátt í stríðinu, kom þar fyrir blómsveig fyrir hönd íbúa Falklandseyja. Gengi gjaldmiðla: Dalur lækkar London, 14. juni. AP. ORÐRÓMUR um að Ronald Reagan Bandaríkjaforseti hefði fengið hjartaáfall olli því að dollarinn féll gull í verði. Gengi dollarans féll um 1% til 1,5% á aðeins hálftima er sögu- sagnir um veikindi forsetans komust á kreik. Dollarinn rétti þó úr kútnum eftir að talsmenn Hvíta hússins báru orðróminn til baka. Á hinn bóginn lækkaði dollar- inn aftur seinna um daginn er efnhagstölur frá Bandaríkjunum voru birtar, en samkvæmt þeim dróst iðnframleiðsla saman um 0,1% í maí. Er þetta talin vís- bending þess að dregið hafi úr efnahagsbatanum. Þegar gjaldeyrismarkaðir lok- uðu í Tókýó síðdegis fengust í verði í dag. Hins vegar hækkaði 249,50 yen fyrir dollarann, en það er lækkun frá 249,90 yenum í gær. í lok viðskipta í London fengust hins vegar 248,52 yen fyrir dollarann. Sterlingspund hækkaði í dag gagnvart dollar. Fyrir pundið fengust 1,2795 dollarar, en í gær voru það 1,2647. Gengi annarra helstu gjald- miðla gagnvart dollar er sem hér segir: 3,0615 vestur-þýsk mörk (í gær 3,0980) 2,5755 svissneskir frankar (2,6107) 9,3450 franskir frankar (9,4250) 3,4525 hollensk gyllini (3,4875) 1.949,00 ítalskar lirur (1.969,00) og 1,3685 kanadískir doll- arar (1,3723). Botswana: 16 manns felldir í árás S-Afríkuhers Gaborone, Botswana, London og Washington, 14. júnf. AP. Hermenn frá Suöur-Afríku fóru snemma í morgun inn í Gaborone, höfuð- borg Botswana, og réðust með vélbyssuskothríö og handsprengjukasti á tíu staöi, sem þeir töldu vera aösetur skæruliða. Að minnsta kosti 16 manns voru felldir í árásinni, að sögn yfirmanns suður-afríska heraflans, Constand Viljoen hershöfðingja. Viljoen kvað hermennina hafa gert skyndiárás á aðsetur Afríska þjóðaráðsins, en það eru helstu samtök skæruliða, sem berjast gegn aðskilnaðarstefnu Suður- Afríku-stjórnar. Forseti Botswana, Quett Masire, sagði, að árásaraðgerðirnar hefðu verið „hörmulegar" og meðal þeirra sem fallið hefðu væri fimm ára gamalt stúlkubarn. Kvað hann skothríð suður-afrísku hermann- anna hafa verið hamslausa. Viljoen sagði fréttamönnum í Pretoríu, að árásarmennirnir hefðu sært eina konu og tvö börn, þó að það hefði ekki verið ætlunin, og dauði litlu stúlkunnar hefði verið „sorglegur atburður". í dag fordæmdi breska stjórnin árásina harðlega og var sendi- herra Suður-Afríku krafinn skýr- inga. I yfirlýsingu utanríkisráðuneyt- isins sagði, að „við fordæmum þetta blygðunarlausa brot gegn fullveldi einnar af þjóðum Breska samveldisins og hörmum mann- tjón það sem af árásinni hlaust.“ í dag fordæmdu bandarísk stjórnvöld árásina og kölluðu heim sendiherra sinn í Suður- Afríku, Herman Nickel, í mót- mælaskyni. Æxliseyðirinn — nýtt vopn í baráttunni við krabbameinið í BANDARÍKJUNUM veröur brátt fariö að gera tilraunir á mönnum meö fágætt, náttúrulegt efni, sem vísindamenn víða um heim binda miklar vonir viö og trúa, að geti komið að miklu liði í baráttunni viö krabbameinið. Hefur efnið þau áhrif, að þaö eyðir krabbameinsfrumunum en lætur heilbrigðu frumurnar ósnertar. Efnið, sem á ensku kallast „tumor necrosis factor", verður hér kallað æxliseyðir, en talið er að það gegni miklu hlutverki í varnarkerfi líkamans. Mjög lítið er af því í líkama manna og dýra en líklegt þykir að með aðferðum erfðaverkfræðinnar megi fram- leiða það í miklu magni. Á liðnum árum hafa stundum vaknað vonir um, að fundið væri nýtt og öflugt lyf gegn krabba- meininu en þessar vonir hafa þvi miður brugðist að flestu leyti. Þannig var það t.d. með berkla- lyfið BCG og interferón, sem raunar verður einnig til í sjálfum líkamanum. Bæði þessi efni eru enn notuð og koma að gagni við ákveðnar tegundir krabbameins en um hvorugt er hægt að segja, að það hafi markað tímamót. Við rannsóknir á æxliseyðinum hafa fengist ýmis svör við því hvers vegna BCG og interferón virtust lofa svo góðu i upphafi og hvers vegna þau brugðust vonum manna. „Við höfum fundið sam- bandið þar á milli," sagði dr. Lloyd J. Old, sem starfar við Sloan- Kettering-krabbameinsrann- sóknastöðina og átti mestan þátt í að finna æxliseyðinn. Var dr. Old að vinna að rannsóknum á BCG þegar hann fann hann en þá kom einnig í ljós, að samband var á milli þeirrar uppgötvunar og at- hugana skurðlæknisins Williams B. Coleys fyrir einni öld. Coley veitti þá athygli því undarlega Aöeins sólarhring eftir aö æxliseyöirinn hafði veriö notaður höföu veggir sumra krabba- meinsfrumnanna rofn- að og vöxtur annarra stöövast. Efniö hafði hins vegar engin áhrif á heilbrigðu frumurnar. fyrirbrigði, að þegar sumir sjúkl- inga hans, sem voru með krabba- mein, fengu alvarlega bakteríu- sýkingu hurfu krabbameinsæxlin í kjölfarið. Við siðari rannsóknir var sýnt fram á, að eitrað efni, sem bakt- eríurnar framleiða og kallast end- otoxin, hefur mjög eyðandi áhrif á sumt krabbamein en hins er það mjög hættulegt meðferðar. Dr. Old og samstarfsmenn hans uppgötvuðu æxliseyðinn við rann- sóknir á dýrum, sem þeir sýktu með BCG-sýklinum og sprautuðu síðan með endotoxin. Átfrumur likamans framleiddu þá mjög öflugt efni, sem eyddi krabbameinsfrumum en virtist láta heilbrigðar frumur með öllu ósnertar. Þess vegna var það kall- að æxliseyðir. Dr. Old og sam- starfsmenn hans hafa á tilrauna- stofum athugað áhrif efnisins á 62 tegundir krabbameins og var út- koman sú, að það eyddi alveg 19, stöðvaði næstum vöxt 21 tegundar en hafði engin áhrif á 22. Rannsóknir, sem unnið hefur verið að í ýmsum rannsóknar- stöðvum að undanförnu, leiða í ljós, að þegar æxliseyðirinn er notaður ásamt interferón næst rniklu betri árangur en þegar ann- aðhvort efnið er notað eitt. Þessi samvirkni er talin mjög mikilvæg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.