Morgunblaðið - 15.06.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.06.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JÚNl 1985 Sri Lanka: New York: Stórtjón vegna hótelverkfalls? New York 13. júní. AF. HORFUR eru á að verkfall starfsmanna á 53 helstu hótel- um New York-borgar muni hafa milljóna dollara tjón í för með sér vegna tekjumissis og minnkandi viðskipta enda þótt forráðamenn hótela og ferða- mála séu tregir til að viður- kenna það. Verkfallið virðist þó ekki hafa bitnað á ráðstefnuhaldi í borginni. Embættismenn segja að kostnaður við löggæsluna eina sé orðinn 2,4 milljónir dollara, frá því að verkfallið hófst 1. júní. Mikið hefur verið um afbók- anir ýmissa aðila, sem beint hafa viðskiptum sínum til ann- arra hótela. Meðaltekjur þeirra starfs- manna sem nú eru í verkfalli eru um 315 dollarar (12.300 ísl. kr.) á viku. Noregur: Hagstæður vöru- skiptajöfnuður í maí <)s*ló, 13. júní. AP. Yöruskiptajöfnuður Nor- egs í maímánuði var hag- stæður um ríflega 3,4 millj- arða norskra króna (u.þ.b. 15,6 milljarða ísl. kr.), sam- kvæmt bráðabirgðatölum, sem hagstofa landsins birti í dag. Hagstofan kvað tekjuafgang Norðmanna vegna utanríkisversl- unarinnar um 16,9 milljarða n. króna fyrstu fimm mánuði ársins, og er það um 2,1% minna en á sama tímabili i fyrra. Á fyrstu fimm mánuðum ársins voru fluttar út olíuvörur fyrir um 36,8 milljarða króna eða um 16,3% meira en á sama tímabili í fyrra. Ef olíuvörur eru ekki teknar með er um 19,9 milljarða króna halli á vöruskiptum landsins, um 38% meiri en á sama tíma í fyrra. Skákmótið í Taxco: Timman efstur Taxco, Mexíkó, 14. júní. AP. OLEG Romanishin, Sovétrfkjunum, vann í gær skák sína við Saeed Alamed Saeed, Sameinðu furstadæmunum, en skákin var biðskák úr fyrstu umferð. í annarri skák úr fyrstu umferð gerðu þeir jafntefli, Bandaríkjamennirnir Lev Alburt og Walter Browne. Engar skákir voru tefldar í dag, fimmtudag, en fjórða umferð fer fram á morgun, föstudag. í þriðju umferðinni vann Tal biðskák við Saeed en dómarinn ógilti skákina og sagði, að tvö peð hefðu verið á röngum reit þegar aftur var tekið til við skákina. Var skákin tefld aftur og Tal vann í annað sinn. Eftir þrjár umferðir eru efstir þeir Jan Timman, Hollandi, Tal, Sovétríkjunum, Kevin Spragget, Kanada, Jozef Pinter, Ungverja- landi, og Marcel Sisniega, Mexíkó. Nýjasta geimdísin AÍVSimamynd Tammy Jernigan heitir nýjasta geimdísin þeirra Bandaríkjamanna og jafnframt sú yngsta, en hún er aðeins 26 ára gömul. Hefur hún nú verið munstruð sem skipverji um borð í geimferju þar sem hún á að vinna að ýmsum rannsóknum. Jernigan er enn nemandi við háskólann í Kali- forníu en mun nú á næstunni útskrifast þaðan sem doktor í stjarneðlis- fræði. Fær Ogarkov uppreisn æru? NIKOLAI OGARKOV marskálkur, sem var sviptur stöðu forseta sovézka herráðsins í fyrrahaust, hefur sent frá sér bók um hermál. Útgáfa bókar- innar hefur leitt til nýrra bollalegginga um hvort hann muni fá uppreisn æru að sögn Washington Post. Sovézka landvarnaráðuneytið gefur bókina út og lofsamleg rit- fregn fréttastofunnar Novosti gef- ur til kynna að hún sé í svipuðum dúr og fyrri bók Ogarkovs 1982. í fyrri bókinni hvatti Ogarkov til aukinnar árvekni í heraflanum, hergagnaiðnaðinum og á öllum sviðum atvinnulífsins. Nýja bókin heitir „Sagan kennir árvekni". Þar segir Ogarkov að friði stafi aðallega hætta frá Bandaríkjunum og hermálastefnu bandarísku stjórnarinnar. Hann hvetur Rússa til að auka mögu- leika sína í efnahagsmálum og varnarmálum til þess að hamla gegn árásarfyrirætlunum Banda- ríkiamanna. Oljóst er hvort útgáfa bókarinn- ar er vísbending um harðnandi stefnu heraflans eða nýju leiðtog- Kókuimendur sætta síg ekki við nvja bragðið Bandaríkin: ÓHÆTT er að segja að nýja kókið hafi hlotið misjafnar viðtökur neytenda í Bandaríkjunum, en nú er rúmlega einn og hálfur mánuður frá því að það kom þar á markað. Nú hafa jafnvel verið stofnuð neytendasamtök meðai kókunn- enda í því skyni að reyna að fá framleiðendur Coca-Cola til að hefja aftur framleiðslu á gamla kókinu. Formaðurinn segir að um 60 þúsund manns hafi hringt í samtökin til að láta í ljós óánægju sína yfir nýja kókinu. Eldharðir „kókistar" telja að þeir hafi verið sviknir: Nýja kók- ið sé bæði sætara og líkara Pepsi en hið gamla. Meira að segja háðfuglinn Jean Shepard, sem hefur haft það að lífsstarfi sínu að segja brandara um kókið, lýsti því yfir að hinn nýi drykkur væri gjörsneyddur öllum húmor. Rithöfundurinn Robert Hester tók í svipaðan streng og sagði að nýja bragðið bæri vitni um „harmleik". Það þarf því ekki að koma á óvart að þeir sem ekki gátu sætt sig við nýja bragðið voru reiðu- búnir að greiða tvöfalt verð fyrir uppáhaldsdrykk sinn meðan birgðir entust. Og ein verslun Beverly Hills í Kaliforníu var ekki lengi að þrefalda verð sitt á gamla kókinu. Einn kókunnandi gekk meira að segja svo langt að hann bauð sem samsvarar 41 þúsundi íslenskra króna í 60 flöskur af gamla kókinu, og fór auk þess fram á að þær yrðu sendar með hraðpósti til heimil- is síns í Flórída. Forstjóri Coca-Cola, Brian Dyson, hefur nú fengið um 40 þúsund símhringingar og bréf frá því nýja kókið kom á mark- að. I langflestum tilvikum er hér um að ræða fólk sem er óánægt með nýja bragðið. „Þetta vekur að vonum hjá okkur ugg, enda viljum við að allir geti fellt sig við nýja kókið,“ sagði forstjór- inn, en hann bætti því þó við að búist hefði verið við fleiri kvört- unum. Hins vegar eru framleiðendur Pepsi hinir ánægðustu: „Mark- mið Coke-framleiðenda var aug- ljóslega að láta nýja kókið líkj- ast pepsí, en þeim hefur ekki tekist það,“ er haft eftir tals- manni Pepsi-Cola í Bandaríkj- unum. Þess má geta að sala á pepsí í maí varð sú mesta í sögu fyrirtækisins; óx hún um 14% þann mánuð. Samt sem áður eru framleið- endur Coca-Cola vongóðir um að nýja kókið eigi eftir að ganga vel. Segja þeir að um 110 millj- ónir neytenda hafi bragðað nýja kókið, og halda því fram að a.m.k. 75% þeirra muni kaupa það aftur. Því muni salan í raun tvöfaldast, en um 40 milljónir neytenda keyptu gamla kókið á dag. A hinn bóginn staðhæfa fram- leiðendur Pepsi að næstum helmingur þeirra sem reynt hafa nýja kókið kjósi fremur pepsí. Eitt er a.m.k. víst: gosdrykkja- stríðið er rétt hafið. (Heimild: The New Vork Times.) Vopnahlé í sjónmáli Nýju Delhí, 14. júní. AP. BÚIST er við, að vopnahlé gangi í gildi einhvern næstu daga á ófrið- arsvæðunum í norður- og austur- hluta Sri Lanka, að sögn indversku fréttastofunnar UNI, og mun þá Ijúka heiftarlegum átökum skæru- liða tamfla og stjórnarhersins. Er þetta þakkað nýlegum viðræöum Rajiv Gandi, forsætisráðherra Indlands, og Juniusar Jayeward- ene, forseta Sri Lanka, í Nýju Delhí. Ekki er líklegt, að nein formleg tilkynning verði gefin út af þessu tilefni, að því er UNI hafði eftir embættismönnum í Colombo, höfuðborg Sri Lanka. „Vopnagnýrinn mun skyndi- lega hljóðna, og það fer ekki fram hjá neinum," kvað UNI einn emb- ættismann hafa sagt. Yfir 230 manr.s hafa látið lífið í átökum hinna stríðandi fylkinga undanfarnar fjórar vikur. Tamílar, sem eru um 18% íbú- anna, hafa haldið fram, að þeir hafi sætt ofsóknum af hálfu sin- halesa, sem eru í meirihluta. Herir beggja aðila hafa verið sak- aðir um grimmilegar árásir á al- menna borgara. Ogarkov marskálkur anna í Kreml undir forystu Mikhail Gorbachevs. Bókin kemur út á sama tíma og sovézkir og bandarískir samningamenn sitja á fundum um vígbúnaðarkapp- hlaupið í Genf. Ogarkov marskálkur var her- ráðsforseti og fyrsti aðstoðarland- varnaráðherra í sjö ár áður en Konstantín Chernenko svipti hann skyndilega störfum. Sumir telja að hann hafi verið mótfallinn þeirri ákvörðun stjórnmálaráðsins að hefja nýjar viðræður við Bandaríkjamenn í Genf. Skömmu áður hafði Andrei Gromyko utanríkisráðherra rætt við Ronald Reagan forseta í Hvíta húsinu. Eftir endurkjör Reagans samþykktu Rússar nýjar Genfar- viðræður. Þær höfðu legið niðri síðan Bandaríkjamenn komu fyrir stýriflaugum og Pershing-2- flaugum í Vestur-Evrópu. Orgakov marskálkur var fremstur í flokki þeirra sem gagn- rýndu staðsetningu þessara flauga. Viðræður gátu hafizt aftur í Genf, þar sem Chernenko tók aðra afstöðu en Yuri Andropov, fyrirrennari hans. Lengi hafði verið talið að Ogar- kov yrði landvarnaráðherra. Þeg- ar honum var vikið frá var sagt að honum hefði verið fengin önnur störf, en þess var ekki getið hvaða störf það væru. Skömmu síðar sagði Grigori Romanov, fulltrúi í stjórnmála- ráðinu, að Ogarkov hefði verið gerður að yfirmanni stórs her- stjórnarumdæmis í vesturhluta Sovétríkjanna. Samkvæmt öðrum fréttum var Ogarkov gerður að yf- irmanni herskóla. Síðan hefur lítið sem ekkert verið minnzt á Ogarkov í blöðum. í desember var nafn hans neðarlega á skrá um þá sem fylgdu Dmitri Ustinov landvarnaráðherra til grafar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.