Morgunblaðið - 15.06.1985, Side 27

Morgunblaðið - 15.06.1985, Side 27
MORGÚNBLAÐIÐ, LAÚGARDÁGÚR Í5. JÖÚÍ 1985 27 KRÓNPRINS MEÐ KONUNGI AKIHITO, krónprins Japana, og kona hans, Michiko, voru nú í vikunni í opinberri heimsókn í Noregi og komu til Óslóar sl. mánudagskvöld. Tók Ólafur, Noregskonungur, i móti þeim hjónunum á Fornebu-flugvelli og í neðu, sem hann hélt krónprinsinum til heiðurs sagði hann, að hafið tengdi þjóðirnar tvær traustum böndum. Eru það orð að sönnu og má geta þess, að 20% af verslunarflota Norðmanna eru bundin við það eitt að flytja vörur til og frá Noregi og Japan. Logn var veðurs þegar Akihito kom til Óslóar en mikil rigning og var því fenginn maður til að halda á regnhlíf yfir keisaraefninu. Sovétríkin: Olíu fr amleiðslan jan.-maí 4 % minni en á sama tíma ’84 Moskvu, 14. júni. AP. í maímánuði var olíuframleiðsla Sovétmanna enn einu sinni minni en áætlunartölur sögðu fyrir um og framleiðnin minnkaði enn þá meira þrátt fyrir nýlega endurskipulagningu orkuráðherra og kröfur sovéska leiðtogans, Mikhail S. Gorbachev, um meiri vinnuaga. Framleiðslutölur fyrstu fimm mánaða ársins 1985, sem birtust í dag í vikuritinu Gazette, sýna, að framleiðslan hefur dregist saman um 4% miðað við sama tímabil í fyrra. Framleiðni minnkaði um 7% á sama tímabili miðað við árið 1984. Frá því að Gorbachev varð flokksleiðtogi í marsmánuði, hefur hann barist fyrir, að iðnframleiðsla yrði aukin með bættri framleiðni og vinnuaga. Sovétmenn eru mesti olíu- framleiðandi heims, en fram- leiðsla þeirra minnkaði í fyrsta sinn árið 1984. Þá var fram- leiðslan sögð hafa verið 613 milljón tonn eða Vt% minni en árið áður. Þessi þróun hefur haldið áfram á árinu 1985 og hefur Sovétmönnum ekki tekist að standa við framleiðsluáætlanir. Bretland: Mikilvægar aukakosningar Ix)ndon, 13. jíní. AP. MIKILVÆGAR aukakosningar mikinn meirihluta atkvæða. til breska þingsins fara fram í Hins vegar á fhaldsflokkur- kjördæminu Brecon og Radnor í inn nú undir högg að sækja síð- Wales 4. júlí. Er litið á kosn- ustu þrjá mánuði eftir skoðana- ingarnar sem prófraun fyrir könnunum að dæma, svo að íhaldsflokk Margrétar Thatcher, kosningarnar í Wales eru tald- en í síðustu kosningum í þessu ar skipta miklu máli fyrir litla kjördæmi fékk flokkurinn flokkinn. Hversu ríkir verða íslenskir skemmtikraftar? Eða verða þeir yfirleitt ríkir? Allt um það í Samúel Og svo einn laufléttur af blaðsíðu 31: Kalli kom að konunni sinni, harðsnúnu Hönnu, í rúminu með öðrum karl- manni. „Hvað á þetta eiginlega að þýða?“ öskraði hann. „Hvaða náungi er þetta eiginlega?" „Þetta virðist vera nokkuð sanngjörn spurning," sagði Hanna og sneri sér að rekkjunaut sfnum. „Hvað heitirðu?" 1957: Þegar Bryndís Schram var kjörin Fegurðardrottning íslands í "\volí ■■ NYR OG HRESS A SOLUSTOÐUM UM ALLT LAND

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.