Morgunblaðið - 15.06.1985, Síða 31

Morgunblaðið - 15.06.1985, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JÚNl 1985 31 Ljomi frá Björk er undan Fifni 897 frá Fagranesi og Prinsessu 4456. Eigandi er Þorkell Steinar Ellertsson en knapi er Gísli Gíslason. Ljómi hlaut í einkunn 7.74. Að lokinni sýningu var mönnum gefinn kostur á að skoða hesthúsið og þá sem þar búa. Að venju voru leiddir út ótamdir folar og hér heldur Albert Jónsson í Otur frá Sauðárkróki sem er undan Hervari 963 og Hrafnkötlu 3526 frá s.sf. voru má nefna Gust 1003 frá Stykkishólmi sem sýndur var í fyrra og hlaut þá fyrstu verðlaun. Ekki hefur honum farið mikið fram síðan í fyrra, er heldur ör- uggari og þróttmeiri og heldur sínu og kannski rúmlega það. Umdeild hófhlífanotkun Þar sem nú er nýafstaðin for- skoðun fyrir Fjórðungsmótið má geta þess að nokkurri gagnrýni hefur verið varpað fram vegna þess að við dóma á folum á stöð- inni var leyfð notkun hófhlífa á öllum gangtegundum en við al- menna forskoðun hefur eingöngu verið leyft að nota hófhlífar þegar sýnt er skeið. Óvíst er hvort það skipti höfuðmáli hvort notaðar eru hófhlífar eða ekki en yfirleitt gert ef leyft er. Til að mynda þola gangsöm hross að öllu jöfnu meiri hraða á tölti ef þau eru þyngd á framfótum, hinsvegar getur mikil þyngd á framfótum spillt fyrir skeiðinu. Telja verður það algeran óþarfa af forráðamönnum stöðv- arinnar að gefa höggstað á sér með því að láta ekki það sama gilda um kynbótahesta á Stóð- hestastöðinni og önnur hross. Má í því sambandi geta þess að ýmsir hafa talið að folarnir á stöðinni hafi notið velvildar í dómum síð- ustu árin þótt ekki sé það sannað á nokkurn hátt. Geta ekki allir verið sammála um að kynbótahross eigi að sitja við sama borð í dómum? Meðvitundar- heimt Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Nicholas Humphrey: ('onsciousness Regained. Chapters on the devel- opment of the mind. Oxford Uni- versity Press 1983. Þetta er safn greina höfundar, sem birst hafa í ýmsum tímarit- um, m.a. í New Scientist, London Review of Books og Nature. Efnis- inntak þessara greina er meðvit- und mannsins, hvernig meðvitund hans þróaðist og efni nátengd, svo sem: hvað um drauma? hvers- vegna hafa menn unun af listum? hversvegna trúir fólk á tilveru aft- urgangna og hversvegna er undir- búningur hafinn að sjálfsmorði mannkynsins? Höfundurinn reisir kenningar sínar á þróunarkenningunni, en leggur áherslu á menningarlega þróun mannsins og víxlverkanir eigin mótunar og mótunar um- hverfis og líffræðilegar breyt- ingar. Höfundurinn vitnar í Jung og kenningar hans um archtýpur, sem þýtt hefur verið frumminni, sem Jung telur vera ómeðvitaða mynd frumhvatanna og sem eru meðfædd og öllum mönnum sam- eiginleg (das kollektive Unbe- wússte). Með þessum kenningum hefur Jung getað skýrt margvísleg sálræn fyrirbrigði og einkennilegt samræmi t.d. í draumum. Hugtak- ið „meðvitund" er sjálfgefið, en nánari skilgreiningar reistar á mælingum og vísindalegum stað- reyndum um fyrirbrigðið eru ekki fyrir hendi, svo þetta „er vand- ræðabarn vísindanna". Höfundur- inn leitast við að skilgreina ýmsa þætti meðvitundarinnar og þær kenningar, sem afneita tilveru þessara þátta, sem meðfæddra, svo sem tilfinninga þátta, smekks, skynjunar, tilgangs, ástar og hat- urs etc. Hann segir í formála að hann leiti svara við þeirri spurningu, „hversvegna manneskjan sé eins og hún er?“. Það er ærið ætlunar- verk. Höfundurinn skrifar lipur- lega um þessi margflóknu efni og birtir einnig nokkra'ritdóma, sem hann hefur sett saman um rit tengd viðfangsefni hans. Síðasti kaflinn heitir „Fjórar mínútur til miðnættis" og fjallar um undir- búninginn undir sjálfsmorð mannkynsins. Höf. telur að árásin á Nagasaki hefði ekki verið gerð í upphafi styrjaldarinnar 1939, ef þeir hefðu þá ráðið yfir kjarn- orkusprengjum. Hann telur að þá hafi siðaðar þjóðir viðurkennt sið- ferðismat, sem gerði það að skyldu að virða jafnvel líf andstæðinga- sins t.d. að reyna að bjarga óvin- um af sökktu óvinaskipi. Og það var nú einu sinni tilgangur Vest- urveldanna að berjast fyrir þessu siðgæðismati gegn barbörunum. Höf. fjallar síðan um almenn viðbrögð gegn þessari ógnun og undirbúning vissra hópa í samfé- laginu, sem telja að gjörlegt sé að lifa af kjarnorkustyrjöld. Höf. vitnar í mánaðarritið „Protect and Survive Monthly", en þar er mikið skrifað um heppilegar ráðstafanir til þess að halda lífi og lýsingar á ástandinu eftir kjarnorkustyrjöld, en samkvæmt þessu riti munu þeir hæfustu lifa, og jáfnvel nokk- uð góðu lífi. Þessi afstaða ber vissulega vott um nokkuð sérstæða meðvitund og mat, sem segir sína sögu um þá hrikalegu afturför sem orðið hefur frá 1939, jafnvel 1945. „Þingflokkur sjálfstæðis- flokks situr á frumvarpinu — segir formaður Búseta um frumvarp um húsnæðis- samvinnufélög og búseturétt u „Við erum mjög uggandi um afdrif frumvarpsins um húsnædissam- vinnufélög og búseturétt sem afgreitt var af ríkisstjórn 2. maí síAastlið- inn en hefur ekki veriA tekiA til meAferAar á Alþingi, þar sem þingflokk- ur sjálfstæAisflokksins situr á frumvarpinu," sögAu þeir GuAni Jóhannesson formaAur landsambands Búseta og Reynir Ingibjartsson starfsmaAur félagsins, á blaAamannafundi sem Búseti hélt í gær. „Sjá- um viA fram á aA meA þessu áframhaldi verAi máliA þæft framyfír þinglok sem þýAir aA þaA er veriA aA neita okkur um þann lagalega ramma sem viA þurfum fyrir starfsemina. Forsaga málsins er að við af- um að frumvarpið yrði afgreitt. greiðslu húsnæðisfrumvarpsins vorið 1984, öðluðust húsnæðis- samvinnufélög ótvíræðan rétt á lánum úr Byggingasjóði verka- manna svo framalega sem um svo- kallaða forgangshópa væri að ræða. í framhaldi af þessu skipaði félagsmálaráðherra nefnd til að semja frumvarp um húsnæðis- samvinnufélög og búseturétt. Skipuðu stjórnarflokkarnir tvo menn hvor í nefndina og félags- málaráðherra formann hennar. Nefndarstörf tóku lengri tíma en gert hafði verið ráð fyrir en þeim lauk nú fyrir nokkru og var frum- varpið eins og fyrr segir afgreitt frá ríkisstjórninni 2. maí. Var það síðan sent stjórnarflokkum til umfjöllunar og afgreiddi þing- flokkur Framsóknarflokksins frumvarpið strax. Frá þingflokki Sjálfstæðisflokksins hafa hinsveg- ar engin svör borist, frumvarpið hvorki verið samþykkt eða því hafnað né hafa borist við það at- hugasemdir. Er erfitt að skilja hversvegna þeir liggja svona á áliti sínu því þeir áttu þátt í því að semja þetta frumvarp og viljum við átelja þessi vinnubrögð. Starf Búseta hefur grundvallast á því að staðið yrði við gefin loforð Málið hefur tafist úr hófi fram og er það mjög bagalegt fyrir okkur. Félagið í Reykjavík hefur til dæm- is fengið úthlutaða lóð og undir- búningur framkvæmda hafinn en erfitt er að ganga til samninga um þær þegar löggjöfina um þetta húsnæðisform skortir. Frumvarpið nýja gerir ráð fyrir nýjum kafla í húsnæðislögunum sem fjalli um húsnæðissamvinnu- félög og búseturéttaríbúðir. Þar er þetta félagsform skilgreint og fjallað um réttindi og skyldur fé- lagsmanna og búsetufélaga gagn- vart húsnæðissamvinnufélögun- um. Samkvæmt þessu frumvarpi er lánaréttur félaga í húsnæðis- samvinnufélögum rýmkaður veru- lega og er hliðstæður við þær regl- ur sem gilda um úthlutun verka- „Verið aA neita okkur um þann lagalega ramma sem viA þurfum fyrir starfsemi Búseta.“ Frá vinstri GuAni Jóhannesson formaður landsambands Búseta, Reynir Ingibjartsson starfsmaður Búseta, Gísli Hjaltason og Páll Gunnlaugsson formaður bygginganefndar. mannaíbúða. Stutt er nú til þingloka en við viljum að frumvarpið verði að minnsta kosti lagt fram nú, því þó ekki náist að afgreiða það verður okkur unnt að starfa i anda þess þar til það verður að lögum vænt- anlega næsta haust.“ Búseturéttaríbúðir: Get alls ekki sætt mig við sum atriði — segir Halldór Blöndal um frumvarp félagsmálaráðherra „ÉG HEF lesið frumvarpið yfir og mér fínnst það í fyrsta lagi ruglings- legt og í öðru lagi eru í því atriði sem ég get alls ekki sætt mig við,“ sagði Halldór Blöndal, varaformaður þing- flokks SjálfstæAisflokksins þegar hann var inntur eftir áliti hans á ummælum forráðamanna Búseta um að Sjálfstæðisflokkurinn sæti á frumvarpi félagsmálaráðherra um húsnæðissamvinnufélög og búsetu- rétt Aðspurður sagði Halldór Blön- dal að þingflokkur sjálfstæð- ismanna myndi fjalla um málið eftir helgi. Þá benti hann á að fé- lagsmálaráðherra hefur lýst því yfir að umrætt frumvarp eigi alls ekki að ganga fram á þessu vori. „Ég hef sagt Búsetamönnum að allir eru jafnir fyrir lögunum og að þeir geti ekki vænst betri lána- kjara, en aðrir menn. Við höfum reynt að vera með félagslegar íbúðir, verkamannabústaðina, fyrir þá sem verst eru settir. Ég fæ ekki séð að sú félagslega aðstoð Halldór Blöndal sé betur komin í höndum annarra en verkalýðsfélaga og sveitarfé- laga,“ sagði Halldór Blöndal.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.