Morgunblaðið - 23.06.1985, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.06.1985, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1985 39 „Saga mannsins verður alltaf meira og meira kapphlaup milli miðlunar og stórslysa. Full nýt- ing á miðlunaraðferðum í allri sinni fjölbreytni er lífsnauðsyn ef á að tryggja að mannkynið verði meira en saga — börnunum verði tryggð framtíð." Klókur karl, skáldjöfurinn H.G. Wells, Þótt hann gæti að sjálfsögðu varla séð fyrir þá tæknibyltingu sem orðið hefur í aðferðum til að miðla manna og þjóða í milli. Fyrir 15—20 árum töldu þeir sem báru velferð mannkyns fyrir brjósti að eina leiðin til að koma fræðslu til allra manna væri að fá öllum aðgang að lestrarefni með því að gera þeim fært að nota sér það. Þá höfðu allar al- þjóðlegar menningarstofnanir og Sameinuðu þjóðirnar sett sér það mark að kenna öllum mönnum að lesa og skrifa. Gerðu áætlanir um að ná því marki á nokkrum ára- tugum. Trúðu því að það væri hægt ef fé væri í það lagt. En bilið milli læsra og ólæsra hefur bara breikkað þrátt fyrir átakið. Fólkinu fjölgar svo ört að ekki hefur hafst við að kenna því að lesa. Það sem verra er, þótt fá- tækt fólk í þróunarlöndunum hafi kannski lært að lesa þá hefur það enga moguleika til að halda þeirri kunnáttu við. Það þarf í kjölfarið að eiga kost á því að fá lesefni, geta keypt blöð eða bækur. Og annað hlýtur að hafa forgang hjá þeim sem ekki hafa i sig og á. Og á þremur árum er átakið til að læra horfið í basli dagsins. Mig minnir að ég hafi séð einhvers staðar að 85% af ólæsum í heim- inum séu konur. Það eru konurn- ar úti í þorpunum, sem yrkja jörðina til að afla fæðu handa fjölskyldunni, sækja vatn í brunna margra kílómetra leið á degi hverjum og við í annarri ferð til að geta eldað. Komið hefur í Ijós að til að ná til þeirra með fræðslu og leiðbeiningar til að kenna þeim að bæta kjör sín og sinna dugar ekki lesefni og ekki fyrirlesarar, sem koma og lesa yf- ir þeim þegar þær í lok dagsins setjast örþreyttar niður. En þá eru sem betur fer komin ný hjálpartæki fyrir þær og aðra ólæsa. Hvað er það t.d. sem verkafólkið frá þróunarlöndunum safnar fyrst til að kaupa sér er það kemur til Evrópulandanna í vinnu? Það er segulbandstæki! Ekki til að skemmta sér við held- ur til að senda til fjölskyldunnar heima með spólu þar sem þeir segja frá nýja landinu, hogum sínum og því sem þeir sjá. öll fjölskyldan getur sest í kring um tækið, amma gamla líka og börn- in, hlustað og sent aftur fréttir og f rásagnir að heiman. Það er mik- ill munur eða þurfa að fara til skrifarans í þorpinu með bréf og fá það lesið og annað skrifað fyrir sig. Nú er einfaldlega orðið Ijóst að það gefst ekki tími til að kenna öllum heimsins börnum að lesa. Þau geta einfaldlega ekki beðið með að fá upplýsingar og fræðslu til að geta klárað sig og hjálpað sér sjálf. Og nú er myndmálið til hjálp- ar. En tæknin er aðeins tæki. Innihaldið og skilaboðin sem bor- in eru frá manni til manns er það sem máli skiptir. Þótt þetta fólk kunni ekki að lesa og sé of þreytt til að meðtaka leiðbeiningar í fyrirlestrum, þá hefur það augu og það er gaman að setjast niður á þorpstorgið og horfa á mynd og spjalla saman um hana og ræða það sem þar kemur fram. Það er aðferð til að læra um meðferð barna með hina tíðu niðurgangs- sýki, um mataræði, meðferð ung- barna, um aðferðir til spara eldi- viðinn o.s.frv. Það er einmitt til að koma þessari nýju samskipta- aðferð til þeirra gegn um mynd- málið sem íslenskar konur eru að safna fé. Þær vilja taka þátt í aðgerð alþjóðasamtakanna WIF sem vinna í 20 löndum, aðallega að því að þjálfa konur í þessum löndum til að búa til á myndbönd fræðsluefni og til að sýna það á torgum í þorpunum og ræða það. Einnig til að útvega þessi hand- knúnu upptökutæki og einföldu sýningartæki, sem þær ráða við. Geimarnir eru hlaðnir með sól- arskífu um leið og tækin eru not- uð. Sólarorkuna hafa þeir allir. Þetta er hjálp til sjálfshjálpar. Og íslensku konurnar eyða ekki neinu i söfnunina sjálfa, hafa bara opnað gíróreikning 6-21730 í útbúi Samvinnubankans við Suð- urlandsbraut, í von um að konur hafi í tilefni kvennaáratugar Sameinuðu þjóðanna framtak til að leggja þar inn og safna á fund- um sínum og í félogum. Það er fróðlegt að kynnast því hvernig þessi tækni opnar nýjar leiðir. Það er búið að reyna hana á nokkrum stoðum með stórkost- legum árangri. Til dæmis hefur komið hjálp frá Kanada til að koma slíku af stað í Nepal, þar sem hjúkrunarkonur sem fara út í þorpin hafa fengið þjálfun i að sýna slikar myndir. f bréfi þaðan segir að yfir 200 manns hafi þeg- ar séð fyrstu myndina um með- ferð barna með þessa hættulegu niðurgangssýki (diarrhoea): „Við létum gera könnun til að komast að raun um hvort fólkið í af- skekktum sveitaþorpum læri raunverulega af myndbandasýn- ingunum. Arangurinn er alveg undraverður. Fólk sem aldrei fyrr hafði heyrt um ORS eða Sarbott- am peto (létt fæða handa börn- um, sem mjog er mælt með ef þau fá þennan sjúkdóm) höfðu snar- lega lært að búa hvort tveggja til. Engin af konunum hafði nokkru sinni séð myndband eða mynd- bandstæki og þó lærðu þær það sem þeim var flutt á örskammri stundu. Ein konan sagði: „Þegar sonarsonur minn fékk diarrhoea og ég bar hann til spítalans í Kanti, sagði hjúkrunarkonan mér þetta sama sem ég sá hjá ykkur, en ég var svo hrædd að ég gat ekki lært það. Þið kennduð okkur hér heima, sitjandi þar sem okk- ur leið vel á torginu og þar gat ég skilið þetta ... Hve margir kom- ast líka til spítalans?" Margar konurnar þökkuðu með tárin í augunum, því nú vissu þær hvað þær gætu gert þegar börnin væru að deyja af niðurgangi." Sömu aðstæður eru í flestum löndum Asíu og Afríku. Sjálf sá ég myndband sem nokkrar konur í Shri Lanka hafa gert, en þar var önnur tilraun gerð með þessa boðveitu. Hún var mjög einföld og fjallaði um þaö hve nauðsyn- legt væri að halda vatninu hreinu. Byrjar á því að ungur drengur fær magapínu, fær sér vatn að drekka, um kvöldið er hann borinn til læknisins sem gefur honum meðal og hann skol- ar því niður rn,eð vatni úr al- menningsbrunninum. Barnið verður veikara og deyr og eftir jarðarförina fer hjúkrunarkonan yfir það sem gerst hafði með móðurinni. Spyr hvort það gæti ekki verið að vatnið sé mengað. En faðirinn verður fjúkandi reið- ur, sýnir henni tært og „hreint" vatnið og hún fær hann til að ganga með sér upp eftir læknum, þar sem kýr eru að skíta í lækinn og börn að spræna í hann. f stuttu máli eftir miklar deilur í þorpinu tekur fólkið sig saman til að heinsa vatnið og grafa fyrir lokuðu vatnsbóli. Þegar þessi mynd var fyrst sýnd, var segul- band haft í gangi við þorpsgötuna og unnið af því inn í myndina svör við því sem fólkið velti fyrir sér. Og myndin er áhugaverð saga, sem allir geta skilið. Sama er um annað myndband, sem unnið hefur verið í Kenya þar sem fólki er kennt að útbúa sér sólskífu til orkuöflunar, svo það geti dælt upp vatni. Þar er maður á þurri jörð, sem fer að rækta á þann hátt og er kominn með bananarækt og fleira til sölu. Hann segir þar að hann sé á móti því að taka við olíudælum frá þróunarhjálpinni. Það kostar meira en ég ræð við og svo bilar dælan eða traktorinn til að vinna jörðina og þá verð ég að koma til ykkar, hvita fólksins aftur og biðja um að gefa mér varahluti og ég get ekkert gert annað en að koma til ykkar aftur og aftur. Hvað á þá að gera? Kenna okkur að búa til okkar eigin sólskífur og nota þær, segir hann, gefa okkur kannski i eitt skipti það sem til þarf og þá getum við farið að framleiða mat sjálf til að sjá fyrir okkur. Myndirnar verða þannig unnar af fólkinu sjálfu og út frá þeirra sjónarmiði. Sama myndin er sýnd þorp úr þorpi. Og eftir að kynning og umræða um þessa aðferð verður á kvennaráð- stefnunni í Nairobi í sumar, þá er búist við að tæknin breiðist út til allra landa í Austur-Afríku. Þessi nýja aðferð til samskipta og miðlunar í heiminum er hag- kvæm og mun áreiðanlega valda straumhvörfum. Fjrirlestur í Árnagarði DR. JANES Oresnik, prófessor í germanskri samanburðarmál- fræði við háskólann í Ljubljana, flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla íslands þriðjudaginn 2. júlí 1985 kl. 17.15 í stofu 423 í Árnagarði. Fyrirlesturinn nefnist „Some New Thoughts on Modern Ice- landic Vowel Quantity" og verður fluttur á ensku. Fágað ÚTLIT ayl ovlk Slippfélagið, Mýrargötu 2, RevKiovík. Dröfn. Strandgötu 75. Hafrv. Hiti sf, Draupnisgotu 2, Akurey J A Bvggiro j.'.íui Baldursgótu 14, Keftavfk CR0WN CHICKEN KJUKLINGA- BITAR AKUREYRI NYTT A NORÐURLANDI G D ./"Yuglýsinga- síminner22480 Nýr kjuklingastaður Gerðu þér ferð í CROWN CHICKEN, Skipagötu 12, Akureyri. Þar fást Ijúffengir kjúklingabitar og meðlæti. t.d. franskar kartöflur, sósur, salöt, öl og gosdrykkir. VELKOMIN! Skipagötu 12 Q Nú drekka allir ^Sírni: 21464
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.