Morgunblaðið - 23.06.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.06.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1985 MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1985 a 29 fltarginstÞIafeifr Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guomundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöaistræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, simi 83033. Askrift- argjald 360 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 30 kr. eintakiö. Löngu þingi lokið Þinglausnir voru á föstu- daginn. Þar með var slitið þingi sem stóð samtals í 216 daga og hefur ekkert þinghald verið lengra. Ástæðurnar fyrir því, hve þingmenn voru lengi að störfum nú, má einkum rekja til þess að stjórnarflokk- unum var mikið í mun að ná fram þeim málum, sem um hafði verið samið þeirra á milli. Þetta tókst í öllum meg- indráttum. Störf Alþingis einkenndust af því nú eins og svo oft áður, að unnið er í skorpum og þá fyrst verulega tekið á, þegar ákveðið hefur verið hvenær þingi skuli slitið. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti sameinaðs Alþingis, vék að þessu í ræðu sinni við þingslit, þegar hann sagði: „Það getur ekki gengið að þingið sé verk- efnalítið lengi fram eftir þing- tímanum en stjórnarfrumvörp hlaðist upp í lok þingsins. A þessu þingi sem nú er að ljúka hefir meginvandinn verið fólg- inn í því að af 107 stjórnar- frumvörpum er 31 lagt fram eftir 10. apríl. En því nefni ég 10. apríl að eftir þann tíma hefði ekki verið heimilt sam- kvæmt hinum nýju þingsköp- um, sem Alþingi hefir nú sett sér, að taka til meðferðar ný þingmál nema með afbrigðum. Á þessu verður að verða breyt- ing." Þingmenn ræða það oft í sinn hóp og í ræðum, að þeir sæti illri meðferð hjá fjölmiðl- um. Á þinginu nú var tala prentaðra þingskjala 1424 og alls voru 537 mál til meðferð- ar. ógjörningur er að gera þessu öllu skil í fjölmiðlum hvað þá öllu því sem þingmenn segja í ræðustól. Hér á þessum stað hefur verið bent á það áð- ur, að til dæmis einföld breyt- ing eins og sú að halda þing- fundi á morgnana og nefndar- fundi síðdegis myndi auðvelda fjöimiðlum að segja frá því sem á Alþingi gerist. Þótt þing hafi staðið lengi að þessu sinni er ekki unnt að segja að það hafi verið storma- samt. Enginn skörp átök hafa verið milli stjórnar og stjórn- arandstöðu. Athyglin beinist einkum að ágreiningi innan stjórnarflokkanna og milli þeirra, enda hefur hann tafið fyrir framgangi mála. Hið margrædda líf ríkisstjórnar- innar hefur ekki hangið á nein- um bláþræði í þingsölunum. Til að meta lengd þess hafa menn frekar litið til samninga um launamál og hvort þeir leiða til „kollsteypu" eða ekki. Við þinglausnir siglir ríkis- stjórnin fremur kyrran sjó, þótt hættuboðar séu framund- an eins og jafnan áður. í mörgum greinum hefur þetta þing markað nokkur þáttaskil. Anægjulegast er að stigin hafa verið frjálsræð- isskref til dæmis með afnámi einkaréttar ríkisins á út- varpsrekstri. Gerðar hafa ver- ið breytingar á öðrum sviðum svo sem með nýrri löggjöf um banka og sparisjóði, uppstokk- un á Framkvæmdastofnun rík- isins og að því er varðar fram- ieiðslu og sölu á landbúnaðar- vörum. Að sjálfsögðu má deila um einstök efnisatriði í þess- um nýju lögum, en þeim er það öllum sameiginlegt að vera hluti af samkomulagi milli stjórnarflokkanna og í raun forsenda fyrir setu stjórnar- innar. Bjórmálið setti mikinn svip á þingið og mun halda áfram að tengjast nafni Al- þingis, þar til þingmenn taka af skarið í þágu frjálsræðis. Sé litið til stöðu stjórnmála- flokkanna í þinglok er ljóst að af stjórnarflokkunum stendur Sjálfstæðisflokkurinn betur að vígi en Framsóknarflokkurinn. Alþýðubandalagið sem gerir kröfu til þess að vera stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn er að leysast upp í frumeindir vegna ágreinings um störf og stefnu verkalýðshreyfingar- innar. Alþýðuflokkurinn hefur notið vaxandi vinsælda utan þings en á Alþingi hefur flokk- urinn haldið klaufalega á mál- um, stjórnarandstaða hans er glamurkennd og fylgi í skoð- anakönnunum sýnd veiði en ekki gefin. Þingmenn Bandal- ags jafnaðarmanna hafa ráðið úrslitum í mikilvægum málum eins og útvarpsmálinu, en stefnumál þeirra eins og af- nám þingræðis gerir stefnu þeirra almennt ótrúverðuga. Þingmenn Kvennalistans eru í hópi þeirra sem halda fastast í tregðulögmálið, þegar rætt er um breytingar á hinu opinbera kerfi. Flestir eru fegnir því að þinghaldi sé lokið. Fréttir af pólitískum sviptingum í þing- sölum tengjast frekar skammdeginu en bjartasta tíma ársins. Vonandi verður bjartara yfir íslensku þjóðlífi í haust þegar þingmenn hittast að nýju heldur en á síðastliðnu hausti, þegar verkfallaalda gekk yfir. REYKJAVIKURBREF M enn eru fljótir að gleyma. Stundum er að vísu nauð- synlegt að menn séu fljótir að gleyma. En þá er jafn nauðsynlegt að gleymskan breytist ekki í brenglað mat; blekking taki við af raunsæi. í stjórnmálum er allra veðra von. Og þar eru veðrabrigði raunar eins óviss og íslenzk veðrátta. Það er ástæðulaust að gera of mikið úr dægurmálum og þeim sem gera þau að aðalatvinnu sinni. Islend- ingar eru svo lánsamir að þeir eiga engar myndastyttur af hershöfðingjum og öðr- um „leiðtogum" eða „þjóðarleiðtogum" af þvi taginu. Þeir eiga eina myndastyttu af gömlum kóngi sem færði þeim stjórnar- skrá sem enn er við lýði, en hann er ekki einu sinni á hesti. Það er stóra mynda- styttan af Lenín í Austur-Berlín ekki heldur. Myndastyttur úr dægurþrasinu eru heldur hvimleið skreytingarlist í borg- um og bæjum. Þjóðgarðsvörður hefur sagt bréfritara að útlendingar undrist þegar þeir standa við leiðin í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum, að þar skuli ekki vera grafnir þjóðarleiðtogar í hefðbundnum skilningi, heldur skáld. Kannski sýnir þessi staðreynd einmitt gæfu íslenzku þjóðarinnar. íslendingar hafa ávallt notið leiðsagnar listamanna sinna og menning- arfrömuða. Jafnvei fátækt skáld sem lézt úr beinbroti í Kaupmannahöfn á eymdar- tímanum var grafinn á Þingvöllum en ekki þær stórstjörnur stjórnmálanna sem ýmsir útlendingar telja að fremur ættu að vera þar grafnar. Annars er ástæðulaust að tala um kirkjugarða í þessu bréfi. Rifr- ildið um þýzkan kirkjugarð nýverið var öllum til skammar sem að því stóðu. Hin- um til skapraunar. Menn rífast ekki um kirkjugarða eða hverjir hvíla í þeim. Og áreiðanlega eru þau skáld fá sem teldu það eftirsóknarvert að hvíla lúin beinin á Þingvöllum, hvað sem allri sögu eða menningarlegri reisn líður. Bautasteinn skáldsins eru verk hans. En þó er ástæða til að minnast á þetta í tilefni af 100 ára afmæli umdeildasta stjórnmálamanns þessarar aldar á íslandi, Jónasar Jónsson- ar frá Hriflu, því að það var hann sem hafði forgöngu um að búa skáldum legstað á þingstaðnum forna. Sjálfur hvarf hann til annarra molda. Jónas frá Hriflu var svo umdeildur stjórnmálamaður að langt er frá því að um hann hafi skapazt einhver eining þó að allir hafi minningu hans í heiðri eins og annarra þeirra manna sem gengnir eru á fund feðra sinna. Jónas frá Hriflu skildi einfaldlega eftir sig allt of eftirminnilegan pólitískan vígvöll til að um hann geti orðið þjóðareining. Það er að visu virðingarvert þegar gamlir nemendur hans reisa honum brjóstmynd í nágrenni Sambandshússins. Þar var hans Verdun. í þetta vígi sótti hann aflið og notaði það stundum með þeim hætti að undan sveið. Ýmsir áttu þá um sárt að binda. Það gat sviðið undan sverðalögum hans. Sárin eru ekki öll gróin enn. Ekkert sýnir betur hvílík óeining rík- ir um minningu Jónasar frá Hriflu en þær uppákomur þegar Leifur Sveinsson skrif- aði afmælisgrein um hann hér í blaðið og minnti á átökin um hann og vegna hans, gat þess jafnvel að hann hefði verið mesti óhappamaður íslenzkra stjórnmála, og Al- bert Guðmundsson samflokksmaður Leifs en lærisveinn og aðdáandi Jónasar sem skrifaði um hann bók ungan að árum lýsti því yfir í Samvinnunni í tilefni af 100 ára afmælinu að Jónas verði a.m.k. talinn jafnmerkilegur Jóni Sigurðssyni, en þó er Albert helzt á þvi að hann muni skyggja á Jón forseta þegar tímar liða! Hingað til höfum við, lítil þjóð og ósamlynd, getað haldið Jóni Sigurðssyni utan við slikt dægurpot, ríg og þras. Jón Sigurðsson var svo merkur af verkum sínum að hann var ekki einungis þjóðarleiðtogi í raun og veru, sameiningartákn lítillar þjóðar á erfiðum stundum, farsæll og einarður stjórnmála- maður, heldur einnig og ekki síður menn- ingarfrömuður svo að af bar, rithöfundur og fjöllistamaður, og ekkert orð verður um hann notað annað en snillingur. Hann var einstakt fyrirbrigði i islenzkri sogu, kom þegar Fróni reið allra mest á eins og skáldið segir, bar jafnvel betra skynbragð á skáldskap en hinir færustu sérfræðingar á því sviði. Útgáfur hans eru einstakar. Söguþekking einsdæmi Jónas frá Hriflu og minning hans eiga annað skilið en að fjármálaráðherra leiði huga manna að frægum orðum Snorra Sturlusonar þegar hann minnist á læriföður sinn. Jónas var fjölþættur og margbrotinn maður að vísu, en hann var maður með andstæðum sínum eins og sagt hefur verið um Njál á Berg- þórshvoli. Kostir hans sem stjórnmála- manns voru óvenjulegir en umdeilanleg- ir. Ókostir hans einnig. En hann var mikilvægur forystumaður í stjórnmál- um á sínum tíma, þótt ekki hafi hann átt farsæld að fylgikonu á þeim víg- stöðvum. Einn og yfirgefinn kvaddi hann vopn sín. Síðustu árin notaði hann m.a. til að gagnrýna, hæðast að og benda á galla pólitískra uppalninga, svo að af urðu flaumslit. Þá notaði hann tímann einnig til að sættast við gamla andstæðinga. Persónunagg Þó að minning Jónasar frá Hriflu eigi margan sóma skilið er smekklaust að nota afmæli hans til að tala gáleysis- lega um Jón Sigurðsson og minningu hans. Við ættum a.m.k.að geta sætzt á það, þótt ekki væri annað, að leyfa Jóni forseta að vera í friði við pólitiskt upp- gjör eftir fáránlegan pólitískan skrípa- leik þessarar aldar á fslandi. Þegar rit Kristjáns Albertssonar um Hannes Hafstein kom út orsakaði það gifurlegar deilur. Þá kom í ljós að enn var heitt í kolunum, íslendingar skipt- ust enn í tvær fylkingar og voru undir engum kringumstæðum reiðubúnir að sameinast um að ágæta neinn sem þátt tók í hlaðspretti sjálfstæðisbaráttunn- ar. Samt var Hannes Hafstein engum líkur, fyrsti ráðherra innlendrar stjórn- ar á íslandi og þjóðskáld í þokkabót. Samt hvarflar ekki að neinum að líkja honum við Jón forseta enda hefði hann snúið sér við í gröfinni, ef það hefði verið gert, svo mikill smekkmaður sem hann var í lífi sínu og störfum. Enginn dáði Jón Sigurðsson meir en Hannes Hafstein. Hann lagði ljóð sitt sem blómsveig að bautasteini hans, fullur lotningar, og notaði þau orð ein sem við hæfi eru: Þagnið, dægurþras og rígur! Þokið, meðan til vor flýgur örninn mær sem aldrei hnígur íslenzkt meðan lifir blóð: minning kappans, mest sem vakti manndáð lýðs og sundrung hrakti, fornar slóðir frelsis rakti, fann og ruddi brautir þjóð. Fagna, ísland, fremstum hlyni frama þíns á nýrri öld, magna Jóni Sigurðssyni sigurfull og þakkargjöld! segir Hannes í minningarljóði á 100 ára afmæli Jóns forseta 17. júní 1911. Kvæðið er sjö erindi, allt í sama anda. Ritdeilur og þras Jónas frá Hriflu var listelskur í hefð- bundnum skilningi þess orðs, hafði áhuga á menningarmálum og lyfti undir þá sem hann taldi verðuga. En enginn menningarfrömuður á íslandi hefur þó verið jafnumdeildur og hann. Hann lenti í margvíslegum ritdeilum við for- ystumenn menningarmála samtíðar sinnar. Sumt af því er eftirminnilegt og væri ástæða til að gefa það út á prenti til að menn geti metið Jónas af raunsæi. Ekkert sýnir menn betur en eigin verk þeirra. Til fróðleiks og skemmtunar skal nú vikið lítillega að ritdeilu hans og Sig- urðar Nordals. Sigurður skrifaði tvær ádeilugreinar á Jónas frá Hriflu í Morg- laugardagur 29. júní unblaðið, Raunarleg ástarsaga, 2. mai 1942 og Andi'Jóns Sigurðssonar — og hinn andinn, 16. júni sama ár. Hann segir m.a. um Jónas: „Hann vildi fá þakklæti listamanna fyrir verulega eða ímyndaða greiðasemi í gjaldeyri, sem þeir höfðu ekki á boðstólum: pólitísku fylgi, auðsveipni og þjónkun." Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér þessar rit- deilur nánar geta lesið greinarnar í Morgunblaðinu, en Jónas svaraði í Tím- anum, m.a. 10. maí sama ár, 31. maí og 21. júní. Þá var skammt stórra högga á milli. í grein sinni 31. maí, Þegar Nordal missti af sínum strætisvagni, segir Jón- as frá Hriflu m.a.: „Sigurður Nordal hefir í fimmtu atrennu sinni fyrir margarín-heildsalann (þ.e. Ragnar Jónsson í Smára) fetað í fótspor hinnar látnu frúar ... Ég held, að Nordal hafi valið rétt, í samræmi við eðli sitt, að velja embættaleiðina. Hann var fæddur til að vera áhald en ekki til að hreyfa áhaldið ... Nordal horfir í andlegum skilningi á sína gömlu og slitnu stóla. Sú sýn veldur honum afbrýðiskenndu hugarangri ... Sennilega finnst öllum þorra manna Tyrkjatrú Nordals á gildi embættisprófanna fremur brosleg. Skoðun hans leiðir hann til að fyrirlíta föður sinn og móður, og systkini sín nema e.t.v. eitt þeirra. Hann verður að leitast við að fyrirlíta meirihluta sam- landa sinna, bæði fædda og ófædda, þvi að tæplega mun til þess koma, að ís- lendingar verði allir doktorar við Eyr- arsund. Ég býst við, að Nordal kunni e.t.v. að sundla, þegar hann sér, hve tæpt hann er staddur í opinberri rök- ræðu um vanmátt þess fóíks, sem ekki telur námsferil hans eina sáluhjálplegu leiðina í íslenzku mannfélagi... Ástæð- an til þess, að Nordal hef- ur sett álit sitt í nýja hættu með fram- komu sinni í þessu máli, er vanmáttar- kennd hans, blandin niðurbældu yfir- læti ..." Þetta verður iátið nægja. Jónas frá Hriflu var óbilgjarn stjórnmálamaður. Hann var enginn friðarhöfðingi. Hann var enginn Jón Sigurðsson forseti, en hann var Jónas Jónsson frá Hriflu, með kostum sínum og göllum. Eftirminni- Iegur stjórnmálamaður og markaði spor í samtíð sína. Staðreyndir og raunsætt mat nægja minningu hans. Blekkingar og brenglað mat hæfa henni ekki. Það ættu lærisveinar hans og aðdáendur að muna, hvort sem þeir eru sjálfstæðis- menn eða eitthvað annað. Og þeir ættu einnig að muna að oflof er háð. Að horfa fram en ekki aftur Jónas Jónsson var upp á sitt bezta sem stjórnmálamaður á þriðja áratug aldarinnar. Hann skildi Jón Þorláksson öðrum andstæðingum sínum betur. Þeir gátu rifizt á Alþingi með ýringi af húmor — og var þó hvorugur neinn grínisti. Jónas skrifaði mjög vel um Jón látinn, af skilningi og hlýhug. Samstarf Ólafs Thors og Jónasar frá Hriflu kringum myndun Þjóðstjórnarinnar 1939 er einnig sögulega mjög merkilegt. Hann hafði mikið samband við Ólaf á árunum þar á undan og vann öllum ár- um að myndun stjórnar Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks enda hugð- ist hann sjálfur verða ráðherra í þeirri stjórn þótt ekki yrði af því. Það voru hans eigin flokksmenn í Framsóknar- flokknum sem komu í veg fyrir það enda þótt hann stæði því nær en flestir aðrir að verða ráðherra í þeirri stjórn, svo mjög sem hann vann að myndun henn- ar, en auk þess var hann formaður Framsóknarflokksins (1934—'44) og langt frá því áhrifalaus eins og sumir fullyrða. Hann var pragmatisti eins og stjórnmálamenn eiga að vera, reyndi að ná árangri í fagi hins mögulega. Og hafði háar hugmyndir um sjálfan sig og störf sín. Það sem einkenndi Jónas frá Hriflu og gerði hann sérstæðan stjórnmála- mann var mikill lífskraftur og það um- rót sem var í kringum hann frá fyrsta fari. Hann hafði mikil áhrif bæði til góðs og ills, en það er matsatriði og fer eftir því hvar í flokki menn standa þeg- ar metið er. Hitt er mikilvægara að hann var kraftmikill talsmaður nýs tíma þegar hann kom fram á sjónar- sviðið og því allrar athygli verður. Við þurfum að átta okkur til hlítar á stöðu hans í stjórnmálunum, gera okkur grein fyrir öllum hliðum á honum en ekki bara einni, svartri eða hvítri. Slík af- greiðsla er marklaus og skiptir engu máli. Jónas verður m.a. aldrei dreginn fram í dagsljósið fyrr en nákvæm grein hefur verið gerð fyrir afstöðu hans og þá ekki sízt illvígum skrifum hans um andstæðingana. Afturhaldssemi hans i listum er kapítuli út af fyrir sig. Hún bendir aftur en ekki fram. Óumdeilan- legir foringjar horfa ávallt fram, það er engu líkara en þeir viti hvað framtíðin ber í skauti sínu. Jón Sigurðsson var þjóðhetja í harðri sjálfstæðisbaráttu sem lauk að mestu með pólitísku afreki, Sambandslagasamningnum 1918. Það var um það bil sem Jónas Jónsson hóf stjórnmálastarf sitt fyrir alvöru. En þá hófst líka karpið um innanlandsmál, óbilgjörn „stéttabarátta" sem við höfum ekki enn sopið seiðið af. Samt er ísland talið eitt stéttlausasta land í heimi. Átökin hafa verið mikil af litlu tilefni. Mannjöfnuður Að þessu máli var vikið í Staksteinum Morgunblaðsins og komizt svo að orði: „Albert Guðmundsson, fjármálaráð- herra, hefur oft látið í ljós aðdáun sína á Jónasi Jónssyni, sem hann telur vel- gjörðarmann sinn: „Jónas sleppti ekki af mér hendinni, þegar ég hafði lokið prófi í Samvinnuskólanum, heldur hvatti mig til að leita frekari menntun- ar erlendis," sagði Albert Guðmundsson í ræðu hinn 6. marz sl. sem birtist í nýjasta hefti Samvinnunnar sem SÍS gefur út. í þessari ræðu kemst fjármála- ráðherra m.a. þannig að orði: „Hver verður staða hans (Jónasar, innsk. Staksteinar) í framtíðinni i sögu lands og þjóðar? Hún var sterk á meðan hann lifði, og er orðin ennþá sterkari nú. Við sem þekktum hann finnum að persóna hans er að koma fram en hvernig verður Jónas metinn þegar tím- ar líða? Ég held að hann verði metinn til jafns við Jón Sigurðsson forseta — og e.t.v. ennþá meira." Ástæðulaust er að hafa um þessa nið- urstöðu Alberts Guðmundssonar mörg orð. Hún byggist á svo persónulegu mati að þeir sem standa utan við aðdáenda- hóp Jónasar frá Hriflu skilja hann ekki. Við sagnaritun og mat á hlutverki ein- stakra manna í sögu lands og þjóðar er það hins vegar hlutlægt mat sem ræður. Við það mat hljóta menn að komast að þeirri niðurstöðu að mannjöfnuöur milli Jóns Sigurðssonar og Jónasar Jónssonar i kringum aldarafmæli hins síðarnefnda eigi meira skylt við orð sem falla á há- tíðarstundu en raunveruleika." Undir þetta var tekið í grein í Nútím- anum daginn eftir. Þar segir m.a. svo: „Morgunblaðið getur í gær ekki dulið fyrirlitningu sína á þvi að Albert Guð- mundsson fjármálaráðherra skuli telja að Jónas frá Hriflu verði e.t.v. metinn meir en Jón Sigurðsson forseti, þegar fram líða stundir og lái blaðinu það hver sem vill ..." Hér mætti einnig rifja upp það sem segir um mannjöfnuð í bókinni um ólaf Thors: „Hæfni okkar allra er umdeild, og mannlegir brestir forsetaframbjóð- enda eru engu minni en annarra dauð- legra manna. Sama á við um forseta. En líta íslendingar svo á? Forseti á helzt að vera friðhelg toppfígúra og yfir alla gagnrýni hafinn. Slík manndýrkun gæti orðið lýðræðinu dýrkeypt. Eða hvernig getum við fordæmt goðadýrkun og mannfyrirlitningu í einræðisríkjum, ef við höfum sjálf uppi villimannlegar gælur og útbíum forsetaembættið með fölsku dekri og fleðulátum? Manndýrkun kallar alltaf á mann- jöfnuð og honum fylgir ójöfnuður og yf- irgangur. Hann er eitt hvimleiðasta og ógeðfelldasta fyrirbrigði þessa fallvalta mannlífs, og hafði enginn á því betri skilning en Ólafur Thors. Hann var blessunarlega laus við að fara í mann- greinaráiit. Hann hefði vel getað tekið undir með Stephani G. Stephanssyni í Martiusi: Sagan gjarnast eignar ein- um/afrekin þín, dreifði múgur! Ef marka má fornar islenzkar bók- menntir er mannjöfnuður e.k. fylgikvilli ölteitis og karakterheimsku — og gat leitt til ófarsældar og óvinafagnaðar, jafnvel vígaferla. Samt var mannjöfn- uður talinn til skemmtana í fornöld eins og nú. Þetta hefur legið í landi. Víða er talað um metorðamenn. En einna fræg- ust mun þó mannjafnaðarskemmtun þeirra bræðra Eysteins og Sigurðar Jór- salafara í Heimskringlu. Þar skemmtir Snorri Sturluson sér konunglega, eins og hans var von og vísa. Hugðu menn gott til glóðarinnar, að konungar skyldi vera báðir samt í veizlum. Og hófst svo teiti þessi með barnalegum metingi og manngreinaráliti og körpuðu konungar jafnvel um það, hvor hefði verið betri á skiðum og ísleggjum! Svo langt hafa fyrirmenn á íslandi þó ekki gengið í þeim efnum. En samt minnir þetta mjög á kosningabaráttu og pólitísk átök á ís- landi, ekki sízt fyrir forsetakosningar. Að því kemur, að fyrrnefndum kon- ungum þykir hlíða að fara f mannjöfnuð um það, hvor hafi unnið frægari afrek erlendis og hvor sé sléttorðari. „En eng- inn frýr þér sléttmælis," segir Sigurður Jórsalafari við bróður sinn, en ekki sé hann þó allfastorður að sama skapi og sé tungumýkt hans eigi konungi sam- boðin. Áður yfir lauk varð hvortveggi reiður, enda fannst á, að hvor þeirra bræðra dró sig fram og sitt mál og vildi vera hinum meiri — og mátti guðsþakk- arvert heita, að friður hélzt með þeim. íslendingar mega einnig þakka fyrir, að ekki skuli hafa dregið til meiri tið- inda hér á landi á þessari öld vegna mannjafnaðar og manngreinarálits en orðið hefur." Svo mörg eru þau orð og virðast nú harla tímabær. Þau ættu a.m.k. að geta verið okkur öllum þó nokkurt íhugunar- efni í keppninni um það, hver sé mesti glímukappi landsins! Jónas frá Hriflu skildi einfaldlega eft- ir sig allt of eft- irminnilegan pólitískan vígvöll til að um hann geti orðið þjóðar- eining. Það er að vísu virð- ingarvert þeg- ar gamlir nem- endur hans reisa honuin brjóst mynd í nágrenni Sam- bandshússins. Þar var hans Verdun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.