Morgunblaðið - 23.06.1985, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 23.06.1985, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JUNÍ 1985 UNGLINGAKNATTSPYRNAN Sparkað f rá morgni til kvölds í Eyjum! —176 leikir á stórmóti Týs og Tommahamborgara fyrir 6. flokk Ffi Skúta Sv«inssyni Mtðammní EINS og Morgunblaðið hefur skýrt fra stendur nú yfir stórmót í knattspyrnu í Vestmannaeyjum. Mót þetta sem er haldiö af íþróttafélaginu Tý í Vestmanna- eyjum og fyrirtsskinu Tomma- hamborgurum er fyrir 6. aldurs- flokk og hefur það staðið frá miö- vikudegi og lýkur í kvöld, sunnu- dagskvöld, með verðlaunaaf- hendingu í íþróttahúsi Vsst- mannaeyja. Þátttakendur í þessu móti eru hátt á sjötta hundraö víös vegar aö af landinu og þeir sem lengst eru komnir aö eru komnir alla leiö frá Akureyri. Fjöldi leikja veröur 176 og eru þá meö taldir leikir í innan- I VMtmannMyJum. hússmótinu sem fram fór í gær. Það eru 20 félög sem senda kepp- endur á mótiö og hvert félag sendir tvö liö, A og B, þannig aö liöin sem leika eru alls 40. Mikil vinna rtefur veriö lögö í undirbúning þessa móts og má sem dæmi nefna aö Bjössabar í Vestmannaeyjum sér um að gefa öllum þátttakendum aö snæöa og þaö var oft handagangur í ðskjunni þegar veriö var að metta svanga munna. Auk þess aö sjá krökkun- um fyrir líkamlegri næringu er fariö meö þau í skoöunarferö um Heimaey og krakkar á svipuðum aldri og keppendur sýndu sig og sprang viö mikinn fognuö krakk- anna. Á miövikudagskvöldiö var mótið sett víö hátiölega athöfn. Öll liöin mættu í búningum síns félags og marseraö var frá Bamaskólanum út i Hásteinsvöll þar sem mótiö var sett og einn knattspyrnuleikur fór fram. Var þaö leikur Hrekkjalóm- anna úr Eyjum og liös Sjónvarps- ins undir stjórn Ómars Ragnars- sonar. Mikil flugeldasýning meö púöurkerlingum og hávaöa var á staönum og höfðu krakkarnir hina bestu skemmtun af. A fimmtudagskvöldiö var fariö í knattþrautir og grillaö úti og mælt- ist þaö mjðg vel fyrir hjá krökkun- um. Þar sem krakkarnir sofa, í barnaskólanum, eru sýndar mynd- ir af myndbandstæki allan daginn þannig aö þeir sem ekki eru aö leika geta horft á skemmtilegar biómyndir. Mikil leikgleöi ríkir hér meöal krakkanna og þaö er hrein unun aö fylgjast meö knattspyrnuáhuga þeirra. Þó svo hvert lið leiki tvo leiki á dag þá er rokiö til og fariö aö sparka á einhverjum bletti sem ekki er veriö aö nota á milli leikja og hjá sumum liöum var áhuginn svo mikill að í leikhléi áttu þjálfarar i erfiöleikum meö að halda leik- mönnum kyrrum í tvær mínútur þannig aö þeir gætu lagt á ráöin fyrir síðari hálfleik „Frábært aðfá svona mót til Eyja" „MÉR finnst alveg frábært að fá svona mót tiingaö til Eyja," sagöi Sigurvin Ólafsson, fyrirliði B-liös Týs þegar við spuröum hann hvernig væri að fé svona marga stráka til aö leika knattspyrnu í einu. „Ég er búinn aö æfa knatt- spyrnu lengi og ætla aö halda því áfram. Ég er á níunda árinu núna og reikna meö aö ég æfi knatt- spyrnu í mörg ár til viöbótar." Sigurvin sagöist ekki vera viss hvort B-liðinu hjá Tý tækist að sigra i mótinu en hann vonaöist til þess. I þeim leikjum sem búnir voru haföi liöið staöiö sig mjðg vel og Sigurvin haföi skoraö mörg mörk auk þess sem hann sýndi skemmtileg tilþrtf. Hann á ekki langt aö sækja knattspyrnuáhug- ann drengurinn þvi hann er sonur Ólafs Sigurvinssonar knattspyrnu- kappa úr Vestmannaeyjum en hann er eins og kunnugt er bróöir Asgeirs Sigurvinssonar. „Ég held meö FH í 1. deild og Manchester United í enska boltan- um. í United er Stapleton bestur en ég held aö Asgeir sé besti ís- lenski leikmaöurinn", sagöi fyrirliö- inn að lokum. • Lagt á ráðin. Það verour að tala vel saman aour en lagt er í leikinn — hvenúg er nú best að leika f dag? Þjálfarinn messar hér yfir sínum mönnum aður en lagt er í slaginn. MorgunWaötö/SkúM Ældi bara einu sinni „ÞAÐ var alveg ofsalega gam- an á þessu móti í fyrra og ég býst víð að það verði skemmtilegra núna," sagöi Sverrír örn Gunnarsson, 7 ára strákur fré Selfossi, þar sem við hittum hann þar sem hann var ao afa sig með knött í portinu fyrir utan skólann í Eyjum áður en lið hans hóf keppni é mótinu. „Ég spila meö B-liöi Selfoss og geröi þaö líka í fyrra. Ég veit ekki hverjir vinna þetta mót en ég er alveg viss um aö þaö verður ofsalega skemmtilegt, sama hverjir vinna. Ég var nú svolítiö sjóveikur meö Herjólfi í gær en ældi þó ekki nema einu sinní sem er langt frá því aö vera met, margir ældu miklu oftar. Ég hef ekki hugmynd hverjir eru bestir í fótbolta á Islandi en ég veit bara aö ég held meö Selfoss og þeir eru góöir", sagði Sverrir og rauk á fund þar sem ræöa átti leiksk- ipulag liösins í næsta leik sem átti aö hefjast innan skamms. „Ekkert Oigurviw Ófavsson. strákana" „JÁ, VIÐ erum tvær stelpurnar sem æfum knatt- spyrnu hjá Vtði," sagði Heioa Ingimundardóttir knattspyrnukona þegar viö spurðum hana hvort þaö væru margar stúlkur sem æföu knattspyrnu með 6. flokki í Garðinum. Stúlkurnar tvær voru bádar meðal þátttakenda á 6. flokks mótinu í Eyj- um, Heiöa lék meö A-liöi Víðis en hin stúlkan með B-líðinu. „Ég er 10 ára og hef æft knattspyrnu síðan ég var 6 ára og ætla aö halda áfram að æfa þessa íþrótt þvi mér þykir hún mjög skemmtileg. Ég keppti á þessu móti í fyrra og þótti þaö alveg frábært og ég á von á því aö þetta verði ekki síðra." „Nei, nei, blessaöur vertu, ég er ekkert hrædd viö strákana, en ég veit ekki hvort þeir eru feimnir viö mig en ég held þó aö svo sé ekki. Þaö er allt í lagi fyrir stelpur á minum aldri aö æfa meö strákunum og ég ætla að halda áfram að æfa knatt- spyrnu eins lengi og ég get." Heiða sagðist auðvitaö halda **•»• Ingimundardóttir meö Víði í 1. deildinni og þegar ég spuröi hana hver væri uppá- svaraði hún strax: „ Asgeir Sig- halds leikmaðurinn hennar urvinsson."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.