Morgunblaðið - 23.06.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.06.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLADIÐ. SUNNUDAGUR 23. JtJNl 1985 21 Doktor í jarðeðlis- fræði HINN 6. júní síðastliðinn varði Guðni Axelsson doktorsritgerð sína við jarðeðlisfræðideild háskólans Oregon Stote University í Bandaríkj- unum. Ritgerðina nefndi hann á ensku: Hydrology and Tbermomecb- anks of Lkniid-Dominated Hydrotb- erma System in Iceland. Hafði Guðni unnið doktorsritgerðina undir leiðsögn Gunnars Böðvarssonar prófessors við Oregon State-háskól- ann. Guðni lauk BS-prófi i eðlisfræði við Háskóla íslands 1978 og MS-prófi við hinn bandaríska há- skóla 1980. Hann er fæddur í Reykjavík 20. júní 1955, sonur hjónanna Þór- Ráðstefna Norræna áhugaleik- húsráðsins haldin í Færeyjum Guðni Axelsson NORRÆNA áhugaleikhúsráðið hélt nýlega ráðstefnu í Þórshófn í Fær- eyjum. Þar var fjallað um alþjóðlega fjölmiðlun og hinar norrænu þjóðir. Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni var Hjörtur Pálsson, sem sagði frá reynslu íslendinga af hinni öru framþróun fjölmiðla á síðustu ár- um. Umræður voru lfflegar og urðu menn á eitt sáttir um að þar sem þróuninni yrði ekki snúið við, yrðu menn að finna ráð til að beisla hina nýju tækni og læra að beita henni í þágu þjóðlegrar menning- ar landa sinna. Þótt svo virtist um stund sem myndbönd og sjónvarp um gervihnetti hefðu áhrif á að- sókn að leikhúsum, gæti slíkt aldr- ei komið í staðinn fyrir leikhúsið. Starfsemi Norræna áhugaleik- húsráðsins hefur farið vaxandi á undanförnum árum og beinist hún aðallega að því að efla menntun áhugaleikara með norrænum námskeiðum, efla leikstarf meðal barna og unglinga og aldraðra og öryrkja. Einnig hefu ráðið áhuga á að ná sambandi við minnihluta- samfélög, sem geta beitt áhuga- leikstarfi til að viðhalda menning- arverðmætum sínum. Næsti aðalfundur Norræna áhugaleikhúsráðsins verður í Reykjavík í júní 1986. í tengslum við hann er fyrirhugað að halda leiklistarhátið áhugamanna með þátttöku leikhópa frá öllum Norð- urlöndunum og þ.á m. Grænlands, en Grænlendingar áttu nú i fyrsta sinn fulltrúa á þingi og aðalfundi ráðsins. (Úr fréttatilkynningu.) unnar Guðnadóttur og Axels Kristjánssonar aðstoðarbanka- stjóra. Guðni er kvæntur Svan- fríði Pranklínsdóttur kennara. Ingibjörg Guöjónsdótt- ir farin til Cardiff INGIBJÖRG Guðjónsdóttir söng- kona, sem sigraði í söngkeppni sjón- varpsins, fór á fimmtudag til Cardiff í Wales til að taka þar þátt í söngva- keppni sjónvarpsstöðvanna. Fylgdar- maður hennar í förinni er Tage Ammendrup. „Dagarnir 21. og 22. júní munu að mestu leyti fara í æfingar," sagði Tage er blm. spurðist fyrir um fyrirkomulag keppni þessarar áður en þau héldu utan. „Keppnin hefst svo þann 23. þ.m. og verður keppt á hverju kvöldi í mismun- andi riðlum. Úrslitin munu svo ráðast sunnudagskvöldið 30. júní." Aðspurður um hver væru verð- launin í keppni sem þessari upp- lýsti Tage að sigurvegarinn myndi fá geysistóra kristalskál, að verð- mæti 2000 pund. Einnig fengi hann eina sjónvarpshljómleika að launum auk tvennra útvarps- hljómleika. ORYGGI I ONDVEGI Monroe Cas Matic höggdeyfar Ingibjtirg Guðjónsdóttir „Undanúrslit þau, sem Ingi- björg tekur þátt í, verða á dagskrá sjónvarpsins þann 7. júlí og loka- úrslitin svo daginn eftir," sagði Tage. HH Eitt verka Iðunnar á sýningunni í Alþýðubankanum i Akureyri. Iðunn Ágústs- dóttir sýnir- á Akureyri Akurejri, U. júní. í Alþýðubankanum á Akur- eyri stendur nú yfir mál- verkasýning Iðunnar Ágústs- dóttur. Er þetta sjötta einka- sýning Iðunnar en hún hefur tekið þátt í mörgum samsýn- ingum. Menningarsamtök Norðlendinga standa að sýn- ingunni. GBerg Iðunn ÁgÚ8tedóttir V^S> MONROE hefur í áratugi verið leiðandi fyrirtæki í hönnun og f ramleiðslu á vönduðum höggdeyfum. Nú er komin á markaðinn ný kynslóð höggdeyfa frá Monroe, sem... i eru eínstaklega fljótvírkir, traustir og endlngargóðir halda eiginleikum sínum við hin erfiðustu skilyrði stuðla að minna sliti á dekkjum, stýrisbúnaði, hjöruliðum, hjólalegum, skiptingu, kúplingu o.fl. • tryggja öruggan og pægilegan akstur og pannig leikur bíllinn í höndum pínum. Áratuga reynsla af Monroe höggdeyfum við íslenskar aðstæður tryggir þér og þínum meira öryggi. fMONROEf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.