Morgunblaðið - 23.06.1985, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 23.06.1985, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1985 51 3E A drottins m Umsjón: Séra Auður Eir Vjlhjálmsdóttir Ásdís Emilsdóttir Svavar A. Jónsson Þessar konur eru í óðaönn við að hafa áhrif á stjórn hHhersku kirknanna. Þær vilja finna nýjar leiðir. I'ær telja að það sé engin lausn þótt konur komi tíl stjórnunar ef þær breyta engu frá því, sem er. Þær rilja að konur og karlar geri breytingu í sameiningu. Geta konur stjórnað? Knniim hafa nú opnazt dyr sem áður voru lokaoar. Þær hafa fengið ný tækifæri til að hafa áhrif. Það er hugsanlega meira en tækifæri. Það er hugsanlega skylda. Heil kynslóð „kvenna sem voru fyrst- ar", hefur barizt hart til þess að ungar konur gætu gengið brautina sem þær ruddu. Samt veigra marg- ar ungar konur sér við að nota tækifærín sem bjóðast, svo að það verða oft karlar sem taka við af konunum sem brutu ísinn. Þetta i sér orsakir djúpt í sálarlífinu og er alls ekki óskiljanlegL En það er sorglegt einmitt nú þegar barizt er fyrir því að hin þröngsýna, herskáa og valdagráðuga lífsstefna víki fyrir mannúðlegri stefnu, þar sem hver einstaklingur fái að njóta hæfileika sinna. * Konur geta haft sérstaka stjórnunarhæfileika. Stjórnun kvenna einkennist oft af tilfinn- ingu fyrir hinum dýpstu þörfum annarra, þótt það sé ekki algilt. Konur hafa oft tilfinningu fyrir vaxandi spennu milli fólks og geta gert sér grein fyrir duldum sárindum, sem hindra mannleg samskipti. * Konur geta tekið erfiðar ákvarðanir. Þær eru sífellt að taka ákvarðanir, oftast án þess að gera mikið veður út af því. Fáar konur gegna stjórnunar- störfum og fólk þekkir nær ein- göngu til stjórnunar karla. Bæði konur og karlar misskilja því oft þá eiginleika kvenna, sem er lýst að ofan og telja umhyggju tákn um veikleika og tilfinningu fyrir líðan annarra skort á röggsemi. * Þau sem eru vön því að mál séu kynnt í löngu, flóknu og ógreinilegu máli, átta sig ekki á einfaldri og skýrri framsetn- ingu. Þegar unnið er í hópi kem- ur enginn fram sem stjarna. Fólk hefur enn ekki lært að meta ágæti þess samstarfs, sem unnið er í hópi en ekki í nafni eins í hópnum. Þess vegna skilur fólk sjaldan kosti leiðtoga sem kepp- ast ekki við að bera af sam- starfsfólkinu heldur láta alla njóta sín. * Þú skalt hugsa þig um tvisvar þegar þú heyrir sagt að kona sé slæmur stjórnandi. Kannski er hún að koma fram með aðferðir, sem fólk hefur ekki kunnað að meta til þessa. * Það er ólýsanlega sorglegt þegar konur hafna náttúrulegum hæfileikum sínum vegna þess þrýstings sem hefðin leggur á þær og taka í staðinn þátt í þeirri samkeppni sem ríkir á milh karla. Heimur sem er á heljarþröminni, vegna þeirra hugmynda að sumir þurfi að sigra og aðrir eigi að tapa, þarfnast sárlega hæfileika kvenna. Þess vegna verða konur að hætta á að vera fyrirmyndir fyrir aðra leiðtoga, nota hæfi- leika sína en berjast ekki i sam- keppni við aðra. * Eins og allar mannlegar verur geta konur fallið fyrir „trúar- brögðum valdsins". Þær geta misnotað völd rétt eins og karl- ar. Það er mikilvægt að þróa guðfræði, sem tengir vald og kærleika. Konur þurfa að gera sér grein fyrir þvi að vald er gjöf Guðs. Páll segir það skýrt í síð- ara bréfi sinu til Tímóteusar, 2. 6—7: „Fyrir þá sök minni ég þig á að glæða hjá þér þá náðargjöf, sem Guð gaf þér við yfirlagningu handa minna. Því að ekki gaf Guð oss anda hugleysis, heldur anda máttar og kærleiks og still- ingar." Konur verða að taka á sig ábyrgðina og fyrirhöfnina sem fylgir því að öðlast völd og nota þau. Það er of mikið sem þarf að gera til þess að helming- ur mannkyns sé innilokaður i anda feimninnar. Það þarf að fæða hin hungruðu, frelsa hin fangelsuðu, sigrast á misrétti kynþátta og kynferðis. Og vit- firring stríðsins verður að taka enda. Or The Church Woman, alkirkju- legu amerísku kvennablaði. Ætli þessi kona getí stjónuð? Ætll það sé nog fyrir hana að stjorna heima hjá sér úr þvf hún i þetta litla barn? Ætli það geri hana verri stjórnanda að eiga barnið? Ætli það geri hana betri stjornanda? Ætli konur, sem eiga engin börn, leiti að stjórnunarstörfum til að komast yfir vonbrigði sín yfir því að hafa aldrei orðið „það sem allar konur eru skapaðar til"? Ætli konur vilji ekki eiga börn svo að þær geti tranað sér fram til að stjórna? Hvaða texta myndir þú velja þessari mynd, kæri lesandi? Við sendum ykkur, kæru lesendur, 19. júní- blómvönd með hamingjuóskum vegna 70 ára afmælis kosningaréttar kvenna á íslandi. Konur, hellið ykkur út í stjórnun í staðinn fyrir að hella bara upp á könnuna. En haldið nú samt áfram að hella uppá. Karlar, við vitum öll hvað hússtörf eru mikilvæg. Þess vegna eigið þið rétt á að taka þátt í þeim. Hugsunin er eins og fallhlíf, hún virkar ekki nema hús sé opin hins vegar ber hún okkur áfram en ekki niður á við. Til frelsis frelsaði Kristur okkur látum ekki aftur leggja á okkur ánauðarok. Prestastefna íslands Prestastefna Islands hefst þriðjudaginn 25. júní með messu í Dómkirkjunni kl. 10.30. Kl. 14 verður prestastefnan sett á sama stað. Þar flytur biskup ávarp og yfirlitsræðu sína. Um- ræðuefni prestastefnunnar er Lima-skýrslan. Hún fjallar um skírn, máltíð Drottins og þjón- ustu og er árangur fimmtíu ára samstarfs margra kirkjudeilda. Miðað er að því að allir verði eitt, eins og Kristur bauð, en markmiðið er ekki að kirkjurnar verði eins. Framsoguræður verða fluttar í Dómkirkjunni en umræður fara fram í Menntaskólanum í Reykjavík. Prestastefnunni lýk- ur á fimmtudag með altaris- göngu og synodusslitum. Synod- userindi verða flutt í útvarpið. Séra Björn Jónsson á Akranesi flytur erindið „Þeir voru fyrstir að kveikja ljósið" og Haukur Guðlaugsson songmálastjóri þjóðkirkjunnar nefnir erindi sitt „Á hátíðarári tónlistar". Skálholtsbúðir ¦k í Skálholti eru tvö orlofshús fullbúin nauosynlegutn hús- gögnum, eldhúsáhöldum, tækjum og rúmfatnaði fyrir ses * f þeim eru tvö berbergi auk stofu, eldhúss og sturtu. * Húsin eru öllum opin, en starfsmenn kirkjunnar ganga fyrir. Ef dvalið er eina viku er skipt i föstudögum. Nokkrar vikur eru lausar f sumar. Verð fyrír vikuna er kr. 3.000,00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.