Morgunblaðið - 23.06.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.06.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLADID. SUNNUDAGUR 23. JtJNÍ 1985 27 „stjörnustríða"-áætlunina á hill- una — og mörgum Bandaríkja- mönnum finnst að það ætti ríkis- stjórn þeirra að gera. Starf Abrahamsons er erfiðara en ella vegna þess að hann verður ekki aðeins að berjast gegn stefnu frjálslyndra þingmanna. Hann verður einnig að berjast gegn þeim sem með völdin fara í Pent- agon og styðja þá hefðbundnu skoðun í heraflanum að það sé lág- kúrulegt að „spila varnarspil". „Við erum að tala um að rífa niður þá grundvallarstefnu (svo- kallaða „fælingarstefnu"), sem við höfum fylgt í um 20 ár," segir Maxwell Hunter, sérfræðingur Lockheed-fyrirtækisins, í viðtali við Newsweek. „Frami margra manna tengist þeim hugsunar- hætti. Það er engin furða, þótt margir séu í uppnámi." Sjálfur hefur Abrahamson sagt að ýmsir séu ósammála skoðunum hans vegna þess „þeir hafi alla ævi verið trúir annarri hugmynd og séu ekki fúsir að sætta sig við nýj- an hugsunarhátt". 18.JEVIÁGRIP 1933: Fæddur í Willston, Norður-Dakóta. Próf frá MIT; skipaður liðsforingi. 1961—'64: Starfaði við „ Vela-kj arnorkuáætlun- ina í Kaliforníu. 1964—'65: Herflugmað- ur í Suðaustur-Asíu; fór 49 árásarferðir. 1966: Útskrifaðist frá herstjórnarskóla flug- hersins í Maxwell-flug- stöðinni, Alabama. 1967—'69: Fékk þjálfun geimfara. Átti að taka þátt í geimstöðvaráætl- un flughersins. Hætti. 1969—71: Starfaði í Hvíta húsinu á vegum Geimferða- og loftferða- ráðsins. 1971—73: Yfirmaður Maverick-eldflauga- áætlunarinnar. 1974—76: Eftirlitsmað- ur vopnakerfa flughers- .ins. 1976—'81: Yfirmaður áætlunar um smíði orrustuflugvélarinnar F-16. 1981—'84: Yfirmaður geimferjuáætlunarinn- ar. 1984: Yfirmaður geim- varnaáætlunarinnar (SID). „Það sem í raun og veru er að gerast," segir hann, „er að mikill fjöldi áhugasamra hæfileika- manna vinnur að þessari áætlun í stjórnkerfinu og iðnaðinum. Og þar sem þeir hafa allir markmið að keppa að, markmið sem forset- inn setti okkur, er ekki hægt að stöðva framfarirnar, sem þeir vinna að, og þessar framfarir eru það sem er að gerast." Malcolm Wallop, öldungadeild- armaður úr flokki repúblikana, sem hefur lengi stutt eldflauga- varnir, er haldinn þeim grun að sú áherzla, sem lögð sé á framandi vopn, sem enginn kunni að smíða, þjóni fyrst og fremst þeim til- gangi að tryggja að „stjörnu- stríða-áætlunin" verði rannsókn- aráætlun „um aldur og ævi". Abrahamson segir að Wallop taki of djúpt í árinni með því að segja „um aldur og ævi", en viður- kennir að „tímatakmörk áætlun- arinnar séu svo rúm að við, sem vinnum við áætlunina, verðum flestir neðar moldu áður en þeim verður náð". Newsweek bendir á að hugsun- arháttur hermanna sé slíkur að svo langur tími sé þeim framandi, því að starf þeirra miðist við að ná árangri fljótt. Fær talsmaður Abrahamson hershöfðingi hefur reynzt fær talsmaður geimvarna, ekki sízt fyrir þá sök að hann trúir því statt og stöðugt að þær séu eina leiðin til að brjótast út úr kj arnorkuvígbúnaðarkapphlaup- inu, sem hann segir að byggist á hreinni sjálfsmorðskenningu, er heitir „gagnkvæm gereyðing" á máli herfræðinga (skammstafað „MAD" á ensku). „Ég er sannfærður um að „Al- heimskrafturinn" sé með okkur," segir hann í spaugi og notar þar með hugtak úr kvikmyndinni „Stjörnustríð" til að rökstyðja þá skoðun sína að almenningsálitið sé að snúast á sveif með geim- varnaáætluninni. Rök hans til stuðnings „stjörnu- stríðum" eru í aðalatriðum sið- ferðileg. Kerfi, sem byggist á hæfni eins risaveldis til að sprengja annað í loft upp, sé sið- ferðilega rangt. Hins vegar gæti varnarkerfi í geimnum, sem getur eytt eldflaugum áður en þær hæfa skotmörk sín, e.t.v. gert langdræg- ar eldflaugar úreltar. Það yrði risastórt skref fram á við fyrir al- mennt siðgæði. „Það sem við erum að tala um er endurskoðuð „fælingarstefna", sem er í meira samræmi við gild- ismat hins vestræna heims," segir Abrahamson hershöfðingi. „Margir óttast kjarnorkuöldina. Við tökum eftir því þegar börn segja: „Kannski verðum við aldrei fullorðin." Við sjáum það á því hvernig andstæðingar kjarnorku- vopna lýsa því að þeir vilji ekki lifa upp á þau býti að kjarnorku- byssu sé miðað á höfuð þeirra. Við verðum því að finna kerfi, sem þjónar þeim tilgangi fyrst og fremst að verja." Varnarkerfí Þótt raunhæft geimvarnarkerfi eigi ennþá langt í land er Abra- hamson hershöfðingi sannfærður um að Bandaríkjamenn og Rússar geti hætt að nota fælingarkerfi byggt á árásarvopnum og tekið upp annað kerfi, sem byggist á varnarvopnum, ef báðar þjóðirnar vilji vinna saman. En Rússar verða að sanna einlægni sína með því að sýna að þeir vilji ekki drottna yfir heiminum, bætir hann við. „Ef Rússar hafa í raun og veru aðeins áhuga á því að verja þjóð- félag sitt og líf þjóðarinnar, ef þeir eru fúsir til að hætta að beita kjarnorkukúgun, ættum við að geta hafizt handa um tiltölulega einfalda breytingu og tekið upp varnarkerfi. En margt verður að gera áður en að því kemur. Prófa verður Ieysa, öreindageisla og hreyfiorku- vopn til að ganga úr skugga um hvað af þessu sé raunhæfast að nota í geimhernaði. Finna verður leiðir til að skjóta þungum og fyrirferðarmiklum orrustupöllum, sem vega 50 lestir eða meira, út í geiminn. Fullkomna verður leysi- miðunarspegla, svo hægt verði að beina geislum að skotmörkum í þúsunda mílna fjarlægð í geimn- um." Jafnvel eins mikill áhugamaður um „stjörnustríð" og Abrahamson játar að engin von sé til þess að hægt verði að smíða „undravopn", sem tryggi öryggi Bandaríkjanna. „Það er ekkert til sem heitir fullkomnar varnir. Það sem við verðum að gera er að finna upp eins öruggt kerfi og hægt er til þess að verjast langhættulegasta vopninu, sem maðurinn hefur framleitt, kjarnorkueldflauginni." Ef Abrahamson hershöfðingi getur það þá mun hann stiga stórt skref í þá átt að gera heiminn ör- uggari og þá mun „hið góða" sigra „hið illa" eins og i kvikmyndinni „Stjörnustríð". ('l'he Times. Emnig Newsweek og IH Tribume. GH.) EF ÞÉR ER ANNT UM HÚÐ ÞÍNA - NOTADU ÞÁ IPIZ BUiN Sól, vatn og vindar þurrka húðina mikið — sólkrem eru því nauð- synleg. Piz Buin sólkrem eru vatnsþolin og veita vörn gegn UVB og UVA geisl- um. Hindra sólbruna og öldrun húðarinnar. Piz Buin ->• eftir sól — aprés balsam og krem mýkja húðina og bæta upp raka- og fitutap sem húðin verðurfyrir. Aprés lotion kælir sól- brunna húð og dregur úr sviða. HEILDSALA: ÚTILÍF H/F Pön tunarsí mi: 30350. Námslán Hverjir eiga réttá aöstod? Nám á háskólastigi Háskóli íslands. Kennaraháskóli Islands Tækniskoli Islands. tæknifræði og meinatækni Bændaskólinn á Hvanneyri. búvísindadeild. Tonlistarskólinn i Reykjavík, nám á háskólastigi. Annaö nám Samkvæmt reglugerö sem menntamálaráöherra setur: Fiskvinnsluskólinn 2. og 3. ár. Fóstursköli íslands. Hjúkrunarskoli Islands lönskólar, framhaldsdeildir 2. og 3. ár. iþróttakennaraskóli islands. Leiklistarskóli islands. Myndlista- og handídaskóli islands. Nýi hjukrunarskólinn Stýrimannaskólar. Tónskólar, kennaradeildir Tónlistarskólans í Reykjavík. Auk þess geta tónlistarnemar á 7. og 8. námsstigi skv. námsstigakerfi Tónlistarskólans í Reykjavík fengiö lán Tækniskóli Islands, raungreinadeildir og iön- brautir. Vélskólar. Þroskaþjálfaskóli íslands. 20 ára reglan Lánasjóöi er heimilt að veita lán til sérnáms þeirra namsmanna sem náö hafa 20 ára aldri á því alm- anaksári sem lan eru veitt. Um 20 ára regluna gilda ákvæöi laga (gr. 2) og reglugerðar (gr. 3). Nám viö eftirtalda skóla á islandi er lánshæft skv. þessari reglu: Bændaskóla, bændadeildir. Fiskvinnsluskólann 1. ár. Garöyrkjuskóla ríkisins. Hótel- og veitingaskóla íslands. lönskóla: grunnnám, samningsbundiö nám og tækniteiknun. Ljósmæöraskóla islands. Lyfjatækniskóla islands. Meistaraskóla iðnaðarins Röntgentæknaskóla islands. Sjukraliðaskolann Tækniskóla islands; undirbúningsd. Erlendis Lánað er til náms á háskólastigi erlendis. Auk þess er sjóðnum heimilt aö lána til sérnáms á grundvelli 20 ára reglu. Sjóönum er heimilt að veita lán til náms sem ekki er hægt aö stunda á Islandi enda sé um nægilega veigamikiö nám aö ræöa aö því er varöar eöli þess og uppbyggingu, námslengd og starfsréttindi. Þeim namsmönnum er hyggja á nám erlendis við skóla sem ekki eru á haskólastigi er sérstaklega bent á að gera skriflega fyrirspurn til Lánasjóös- ins um lánshæfni námsins. Umsóknarfrestir og afgreiöslutímí Afgreíðsla námsaðstoðar Sótt er um námslán á sérstökum eyðublöðum sjoðsins. Umsókn um namsaðstoð skal aö ööru jöfnu skila tveimur mánuðum áöur en nám hefst. Aðstoð er afgreidd 15. dag fyrsta heila mánaðar eftir aö nám er hafiö. Fyrsti umsóknarfrestur er 1. júli 1985. Umsóknareyöublöö Umsókn um námslán og/eða feröastyrk er gerö á sérstöku eyöublaöi sem sjoðurinn lætur í té. UmcjKnareyöublöö fást alla jafna í skólum og sendiráöum islands erlendis Gildistími umsóknar Hver umsokn gildir fyrir eitt námsár eða það sem eftir er af námsárinu þegar umsókn er lögð fram. Eigi er veitt aðstoð til framfæris á tíma sem liðinn er þegar útfytrtri umsokn er skilað nema serstakar aðstæður valdi seinkun umsóknar og sjoösstjorn taki þær gildar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.