Morgunblaðið - 23.06.1985, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 23.06.1985, Blaðsíða 49
 MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 23. JpNl 1985 49 forðast lungnaþembu heldur og aðra sjúkdóma er geta stafað af reykingum, þ.e. aukin líkindi á hjartasjúkdómum, heilablóðfalli og krabbameini í hinum ýmsu líf- færum líkama þíns, ekki síst lung- um, (sú tegund krabbameins, er tiðast leggst á karla og önnur í röð krabbameins er herjar á konur,) þvagblöðru, legi og vélinda. Þó öndunarhæfni sé ekki nema lítil- lega skert, er Lífsnauðsyn að hætta að reykja strax! Hvað er til ráða, finnist einkenni lungnaþembu? Svarið er einfalt: Að sjálfsögðu ættu þessar niðurstöður að vera hvati til að forðast allt það er geti gert ástandið verra. Hætta sam- stundis að reykja og reyna eins og hægt er að forðast mengað and- rúmsloft. Reykingarnar skipta að- almáli. Þær ber fyrst og fremst að forðast. Flestir sjúklingar, er gera sér grein fyrir hrakandi heilsu sinni, hafa vit fyrir sjálfum sér, gera sér fulla grein fyrir að þeir verða að taka í hnakkadrambið á sjálfum sér og hætta sjálfviljugir reykingunum eigi ekki illa að fara. Viljinn verður þó að vera fyrir hendi og ekki eiga allir gott með að venja sig af fíkninni, en þá er að leita aðstoðar. Læknar munu geta gefið góð ráð og sjálfsagt er að leita umsagnar síns eigin heim- ilislæknis, meðan verið er að kom- ast yfir erfiðasta hjallann. Undirstöðuatriðin sem hafa þarf í huga eru raunar aðeins tvíþætt: Reykingar eru afar vanabind- andi, því þarf að brjóta þær viðjar fyrst. Sumir virðast fá sér sígar- ettu ósjálfrátt, með kaffinu, eða þegar þeir tala í simann, eftir máltíð o.s.frv. hætta að reykja. Það hjálpar fólki við að yfirstíga níkótínfíknina, með því að það inniheldur smáa skammta þessa eiturs, er fer þá útí líkamann með munnvatninu i stað þess að skaða jafnframt lung- un með koltvísýringi auk 2000 annara efnasambanda, sem eru í tóbaksreyk. Þegar tekist hefur að losna end- anlega við sigaretturnar, virðist fólki ekki reynast erfitt að hætta fljótlega við tyggigúmmíið. Önnur aðferð er að nota eftirlikingu af sígarettu, sem kölluð er: BZ-Quit. Sú er búin til úr plasti og má totta hana og í stað reyksins fær maður frísklegt mintubragð i munninn, en sían á þessari „dúsu" er gegn- vætt efninu. Neytendur segja þetta gefa góða raun, einkum ef það er notað jafnframt tyggi- gúmmíinu með níkótíni i. Læknislyf Snúum okkur nú að lyfjameð- ferð er grípa má til við fyrstu ein- kenni lungnaþembu. Þar -sem tak- markið er að stöðva sjúkdóminn, er áríðandi að leita til læknis ef þrálátur hósti og uppgangur slíms gera vart við sig. Slík eru einkenni bronkítis (lungnakvefs), en sá sjúkdómur er oft fylgifiskur lungnaþembu. Venjulega er hægt að lækna gerlasjúkdóma með fúkkalyfjum, sem sjúklingurinn getur tekið heima. Læknir verður þó að skera úr eftir rannsókn, hvaða lyf eru við hæfi og oftast er látið nægja að veita lyfseðla á slík lyf, til heimaneyslu, án sjúkra- húsvistar þegar einkenni þyngsla í lungum og hósti eru aðaleinkenni. Leiki hinsvegar grunur á að sjúkl- Uppræting Hverjar eru líkur þess, að upp- ræta megi lungnaþembu (N.B. Hér er átt við Bandaríkin.) á næsta áratug? Slíkt mark virðist fjar- lægt þar sem nú eru þar a.m.k. 10 milljón manns er þjást af sjúk- dómnum, og ekki færri en 30 milljónir, séu taldir með þeir sem eru með hann á byrjunar- eða lágu stigi. Þar í landi eru nú þegar 500 þúsund manns er þiggja örorku- bætur vegna þess að þeir eru óvinnufærir af völdum lungna- þenibu einnar. Það gæti þvi virst fáránlegt takmark að keppa að, að ætlast tii að hægt verði að útrýma sjúkdómnum innan tíu ára. Mitt álit er þó að það takmark sé innan seilingar. Geri menn sér grein fyrir, að lungnaþemba er ættgeng- ur kvilli, leggst á reykingafólk og versnar með aldrinum, er ég viss um að allir muni krefjast einfaldr- ar óndunarmælingar til að kanna hvort einhver einkenni séu komin fram hjá því sjálfu. Séu þau til staðar er það mikill hvati til að hætta reykingum, sem er fyrsta skilyrði til bættrar heilsu. Þar að auki mun stór hluti þess fólks einnig fara að huga betur að heilsu sinni yfirleitt, er þeir kom- ast að því að þeir eru ekki ómót- tækilegir fyrir sjúkdómum, en það er sem kunnugt er ekki óalgengt meðal ungs fólks að álita sig ódauðlegt eða að minnsta kosti að hugsa ekki mikið út í þá hluti. Eins og er, er lungnaþemba mikill skaðvaldur og kostar þjóð- arbú Bandarikjanna um tíu þús- und milljón dollara, sé reiknað með bæði tapi á framleiðslugetu og læknishjálp. Þar eð afleiðingar þessa sjúkdóms leiða af sér heilsu- leysi ungs fólks og andlát um ald- Geri maður sér grein fyrir þess- um vana (eða óvana) er betra að reyna að hafa sígaretturnar ekki handbærar við þessi tækifæri, setja sér það markmið að þú þurf- >r að hugsa þig um áður en þú kveikir ósjálfrátt í, hafa þær t.d. lokaðar niðri í skúffu, fjarri þeim stöðum er þú heldur þig mest við. Settu þér afmörkuð svæði, þar sem „bannað" er að reykja, t.d. svefnherbergið, baðherbergið, bíll- inn o.s.frv. Haltu þannig áfram, þar til enginn „reykingastaður" er eftir. Níkótínþörfin______ Reykingarnar eru vissulega meira en vani. Líkaminn er orðinn háður níkótíninu, svo eitthvað annað verður að finna sér til af- þreyingar þegar fíknin segir til sín. Farið er að framleiða tyggi- gúmmí, er inniheldur níkótín, og er það fáanlegt í Bandaríkjunum gegn framvísun lyfseðla. Tyggi- gúmmí þetta er nefnt „Nicorette" og hefur verið á markaðnum i Evrópulöndum í nokkur ár og reynst vel. Kannanir er voru gerð- ar á neytendum sýndu að 48% Peirra, er notuðu gúmíið, tókst að Margir læknar lata s|úklínga «ína nota einföld hjálpartteki til aö úða lyfi til að vfkka út öndunar- vegina. Það er þó aðeins gert sé slflct talið ómiss- andi eftir að ýtarleg rannsókn á heilsu viðkomandi hefur farið fram. ingur sé einnig með lungnaþembu, er ráðlegt að fá einnig ónæmis- sprautur gegn influensu, hvert haust, vegna þess að þannig veirusjúkdómar geta haft aivarleg afköst hjá sjúklingum er þjást af lungnaþembu. Það hefur einnig færst í vöxt, að læknar veiti sjúkl- ingum með öndunarfærasjúkdóma lyf sem úðað er ofan í lungnapip- urnar ef þær þrengjast skyndilega vegna berkjukrampa. Lyf þetta opnar loftpípurnar og veitist sjúklingnum þá auðveldara að draga andann eða losa loft úr lungunum. Slikir krampar geta komið fyrirvaralaust og þrengjast loftpípurnar þá svo mikið, að lungun verða óstarfhæf sé ekki gripið til einhverra ráða. Verið er að kanna hvað reynist best af þessum efnum, en sá máti er lík- Íega er bestur til að koma þeim lyfjum er nota skal í hverju tilfelli ofaní lungnapípurnar er með ein- földum munnúðurum, líkum þeim er eru á meðfylgjandi mynd. Þó ber að varast að nota hverskonar lyf i óhófi, sem kunnugt er, og læknar veita þvi ekki ótæpilega sík hjálparlyf fyrr en eftir ýtar- lega rannsókn á því hvort þau geri viðkomandi raunverulegt gagn eða séu ómissandi. ur fram, tekur þó 20—30 ár að ná því stigi að leiða af sér fötlun, auð- velt er að greina einkenni hans á fyrstu stigum með einfaldri lækn- isskoðun, ætti ekki að vera til of mikils ætlast, aö láta sig dreyma um að sjúklingar og læknar taki nú höndum saman og reki þennan vágest af höndum sér. Hver vill ekki fá að draga lifsandann létt?" Viðtal þetta var haft við Dr. Thomas L. Petty, yfirmann Webb-Waring-rannsóknarstöðvar lungnasjúkdóma. Hann hefur einkum fengist við rannsóknir á lungnaþembu og skyldum sjúk- dómum undanfarin 20 ár. „Ég hef einkum hug á að kanna samband milli reykinga og fyrstu einkenna lungnaskemmda, sem eru venju- lega sköddun á minnstu loftpípun- um. Þannig hefst þróunin til þess er verða vill, þó það geti íiðið 20—30 ár þar til sjúkdómurinn er kominn á hæsta stig." Petty varar unglinga alvarlega við, að meðan likaminn er ekki enn orðinn full- þroska, sé hættan margfalt meiri vegna reykinga jafnvel þó ekki sé reykt í miklum mæli. „Með öðrum orðum, lungun ná aldrei fullum þroska eftir að unglingur byrjar að reykja." Þýtt og endursagt H. Filippusdóttir. Sigurður Sveinsson við mötunartekin sem luuui stjórnar á Þorvaldseyri. Sigurður sagði að sumarið leggðist vel í sig, enda sláttur hafinn. Sláttur hafinn undir Eyjafjöllum HoMi, 19. jimí. f MORGUN var hafinn sláttur á stórbýlinu Þorvaldseyri undir Eyja- fjöllum. Eggert Ólafsson byrjaði að slá í súrhey en £ heimilinu er fjórir turnar sem geyma fullir um 50 kýr- fóður. Aðspurður kvað Eggert súrhey- ið hafa bjargað sínum búskap í vetur, þurrheyin hefðu verið nær ónýt, það hefði þurft yfir 3 kg í fé á móti 1,5 kg i fé af súrheyinu. Vorið hefði verið óvenju þurr- viðrasamt og allt til þessa, þannig að sprettan væri heldur í lakara lagi. Hins vegar gilti mestu við súrheysverkun að slá nógu snemma og nýta með þeim hætti heimafengið fóður. Nú fremur en áður reyndi á sparnað í búskapn- um og að nýta til fullnustu það sem jörðin gæfi af sér. Vinnan nú við súrheyið væri orðin ein létt- asta og auðveldasta vinnan viö búskapinn. Höndin kæmi þar varla nærri. Það væri slegið að morgni, hirt upp í heyhleðsluvagn, síðan keyrt heim og losað í þar til gert mötunartæki tengt blásara. Við blásarann væri annað mötun- artæki sem blandaði jafnt kofa- salti í heyið, um 2 kg í hvert tonn, en kofasaltið væri um 80% maura- sýra og er óskaðlegt. Að vetrinum sér sjálflosunartækið um að flytja heyið úr súrheysturnunum beint að jötu. Þessi tæki keypti Eggert beint frá Austurríki og sá Glóbus um að flytja þau inn. Eggert sagð- ist stefna að meiri súrheysgjöf. Annað væri ekki gerandi gagnvart heyskapartiðinni á Suöurlandi. Uti á hlaði var Sigurður Sveinsson við mötunartækin ásamt vinnumönnum og sagði hann að sumarið legðist vel í hann. FrétUriUri. Gamli skálinn í Vatnaskógi Almenna kristilega mótið í Vatna- skógi 28.—30. júní ALMENNA kristilega mótið verður naldið í Vatnaskógi nelgina 28.—30. júní nk., á vegum Sambands ís- lenskra kristniboðsfélaga. Mót þetU hefur verið haldið í Vatnaskógi um árabil. Séra Kjartan Jónsson, kristni- boði, hefur ásamt fleirum séð um skipulagningu mótsins og annast hann jafnframt mótsstjórn. Kjartan sagði i samtali við blm. að mótið yrði með svipuðu sniði og áður. Kynnt verður kristniboð sem Samband islenskra kristniboðsfé- laga, SÍK, rekur í Konsó í Eþiópfu og í Pókot í Kenýa. Jónas Þóris- son, kristniboði sem nýkominn er frá Eþíópíu, segir frá kirkjustarf- inu þar og þeirri hungursneyð sem ríkir i landinu. Þá verða söngsamkomur og biblíulestur, og á sunnudeginum verður guðsþjónusta með altaris- göngu. Ýmislegt verður við að vera fyrir börnin á meðan mótið stendur yfir. Efnt verður til barnasamverustundar, leiktækj- um verður komið upp utandyra og hægt verður að leigja báta og sigla á Svínavatni. Allar samkomur verða í íþróttaskálanum. Afmarkað svæði verður fyrir tjöld og húsvagna. Seldur verður matur á staðnum og einnig sæl- gæti og kaffi. Þá verða einnig seldar kristilegar bækur. Móts- gjald er krónur 200 fyrir 12 ára og eldri og áætlunarferðir verða frá wr Umferðarmiðstöðinni á föstudag kl. 19 og til baka á sunnudags- kvöldi. Fargjaldið aöra leiðina er krónur 185 en báðar leiðir 370. Séra Kjartan vakti sérstaklega athygli á þvi að nauðsynlegt er að panta far með áætlunarbíl fyrir 26. júní, á aðalskrifstofu KFUM og K og SÍK á Amtmannsstig 2b.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.