Morgunblaðið - 23.06.1985, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 23.06.1985, Blaðsíða 56
OTTNORTAliSSttflAlt OPINN 9.00-00.30 SUNNUDAGUR 23. JUNI 1985 VERÐ I LAUSASOLU 30 KR. Framkvæmdastofnun: 25 hafa sótt um lán til fiskeldis AætlaÖ lánsfé stofnunarinnar dugar hvergi nærri FRAMKVÆMDASTOFNUN ríkisins auglýsti nýlega eftir umsóknum um lan til fiskeldisstöðva vegna framkvæmda i árinu 1985. 25 umaóknir hafa þegar borist og er Ijóst að það fé sem stofnunin befur til ráostöfunar til þessara hluta (67 milljónir kr.) dugar hvergi na-rri tii að anna eftirspurn. Benedikt Antonsson skrifstofu stjóri Pramkvæmdastofnunar rík- isins sagði aö á lánaáætlun Byggðasjóðs væri 12 milljónum varið til fiskeldis og áætlað hefði verið að verja 55 milljónum úr Framkvæmdasjóði til sömu hluta. Hann sagði að auglýst hefði verið eftir umsóknum til að kanna þörf- ina. Þegar hefðu borist 25 um- sóknir. Þar af væru 4 sem áætluðu að framkvæma fyrir meira en 20 milljónir kr. i ár, 4—5 sem áætl- uðu að framkvæma fyrir 10—20 milljónir í ár, en aðrir væru með hugmyndir um minni fram- kvæmdir. Sagði Benedikt að rætt hefði verið um að lána 30—40% af framkvæmdakostnaði, en miðað við þann fjölda umsókna sem bor- ist hefði væri ljóst að Fram- kvæmdastofnun hefði helmingi of lítið fjármagn til ráðstöfunar í þessu skyni. Benedikt sagði enn ekki ljóst hvernig lánveitingum til fiskeldis yrði hagað, hvort lánin yrðu veitt beint eða í gegnum atvinnuvega- sjóðina. Þá væri ekkert búið að ákveða hverjir fengju lán, né hve mikið. Bjóst hann við að þessi mál kæmu til umfjöllunar á næsta stjórnarfundi Framkvæmdastofn- unar ríkisins. Neðsta hluta Lauga- vegs breytt í vistgötu HAFINN er undirbúningur að breytingum á umferð um Laugaveg og endurbótum á götunni og er í Þjófanet tek- in á f jörum Selfami 21. júní. Veiðieftirlitsmenn sem hafa gát á veioi í Ölfusá og Þjórsá hafa undan- farna daga tekið nokkur ólögleg net úr sjó við Kyrarhakka og Þorlákshófn. Að sogn annars eftirlitsmannsins er þetta hreinn veiðiþjófnaður eða tilraun til slíks en enginn fiskur hefur verið í netunum. Skýringin á þessum netum er sennilega sú að veiðihugurinn gagntekur menn strax á vorin og þeir láta undan freistingunni, en eftirlitsmennirnir hafa gát á öllu og nota m.a. flugvél við eftirlitsstörfin þannig að erfitt er að komast undan vökulum aug- um þeirra. Sig. Jóns. ráði að breyta götunni í vistgötu i kaflanum frá Skólavörðustíg að Klapparstíg. Áætlað er að fram- kvæmdum verði lokíð með haust- Umræddur kafli götunnar verður eftir breytingarnar eins konar torg, þar sem gangstéttir hverfa, og samkvæmt þeim hug- myndum, sem unnið er eftir, er gert ráð fyrir að lagðar verði flís- ar í götuna og gróðursett tré. Jafnframt er gert ráð fyrir að umferð bifreiða verði mjög tak- mörkuð frá því sem nú er. Stræt- isvagnar munu áfram fara um þennan kafla Laugavegs, en væntanlega verður þrengt svo að umferð ökutækja, að menn leggi ekki leið sína þarna um nema í brýnustu erindagjörðum, enda eru vistgötur sem þessar einkum hugsaðar fyrir gangandi vegfar- endur. Sigltfrá Valþjófsstað íFljótsdal til sjávar Geitageréi. ÞAÐ BAR til tíðinda um sfðustu helgi að fjórir menn, beir Stefán Þormar, Geitagerði, Jón Þriinsson, Fellaborg, og bræðurnir Sveinn og Þorvarður Ingimarssynir, Eyrarlandi, sigldu i bit sennilega eina lengstu leið sem sigM hefur verið eftir íslenzku vatnsfalli. Hófu þeir ferðina i Jökulsi í Fljótsdal við Valþjófsstað kl. 22 i föstudags- kvöld, sigMu síðan niour ana í Lagarfljót og út eftir fljótinu, þar til komið var út i Héraosflóa. Þangað voru þeir komnir um kl. 16 i laugardag. Leiðin er u.þ.b. 90 km. Ferðin gekk mjög vel. Veður var eins og bezt varð i kosið, hægur andvari af suðvestri og jafnvel sjórinn rennisléttur. Viðast var leiðin greið en sums staðar þurfti aö varast grynningar, jafnvel staksteinóttar. Við Lagarfo8S þurfti að flytja bitinn nokkur hundruð metra fram hji fossinum, sem var ilíka óirennilegur og lazastiginn er laxinum. Yfirborðsstaðan i Lagarfljóti var í hærra lagi og er það skilyrði fyrir því að svona feroalag gangi vel. G.V.Þ. Frystihúsið Baldur í Keflavík: Flytja ferskfisk á Bandaríkjamarkað EIGNIR Frystihússins Baldurs í Keflavík hafa verið seldar nýju hlutafélagi og verður gengið form- lega fri kaupunum 29. júní. Kaup- endurnir eru Björn Ólafsson, for- stjóri Baldurs, og hlutafélagið Stefn- ir hf., sem er í eigu Eiríks Hjartar- sonar og Heklu hf. Eignarhlutar í nýja fyrirtækinu munu skiptast þannig að Björn Ólafsson i 75% en Stefnir hf. mun eíga 25%. Að sögn Björns Ólafssonar ætlar nýja fyrir- tækið að einbeita sér að vinnslu i ferskum fiski til útfluttnings. eitt Krómmengun af sementi: Múrurum hættara en öðrum að deyja úr lungnakrabba MÚRURUM hér i landi er tvófalt hættara við að deyja úr illkynja æxlum, sérstaklega lungnakrabbameini, en öðrum íslenskum körlum. Þeim er sex sinnum hættara við að devja úr illkynja æxlum í barka, berkjum og lungum. Þetta kom í Ijós í rannsókn i dinarmeinum íslenskra múrara fri 1951—1982, sem gerð var af Vilhjilmi Rafnssyni og Soffíu G. Jóhannes- dóttur. Niðurstöðurnar voru birtar i grein í nýjasta hefti Læknablaðsins. I úrtakinu voru alls 449 múr- arar fæddir á árunum 1905— 1945 og hafði 81 þeirra látist er rannsóknin var gerð. Segir í greininni, að 20 árum eftir að múrararnir hlutu sveinsréttindi virðist þeir vera í meiri hættu á að deyja en almennt megi búast við með íslenska karla. Af múr- urum, sem starfað höfðu í 30 ár við greinina, höfðu 38 dáið en eðlilegt væri að 27,82 þeirra væru látnir. Sérstaklega er vikið að snefil- efnum í sementi, krómi, nikkeli og kóbalti og minnt á, að þau geti haft áhrif á heilsufar múr- ara. „Serstaklega þarf að beina athyglinni að krómi en í sementi er mest af því af þessum efnum," segir í greininni í Læknablaðinu. „Störfum við múrvinnu fylgja reyndar óhreinindi af ýmsum efnum og vinnuaðstæðurnar fela í sér mikið líkamlegt álag og erf- iði. Aðstæður þessa hóps, sem hér hefur verið athugaður, hafa að sjálfsögðu verið mismunandi með tilliti til þessa, bæði hvað varðar hag hvers einstaklings fyrir sig og einnig hafa vinnuað- ferðirnar og þau efni, sem unnið hefur verið með, að einhverju leyti breyst á því tímabili, sem rannsóknin nær til. Ekki liggja fyrir upplýsingar um starfsferil einstaklinga í hópnum, en sam- eiginlegt þeim er, að allir hafa hlotið sveinsréttindi sem múrar- ar og þannig unnið lágmarks- tíma við múrverk. Allir í hópn- um hafa því unnið með sement og steypulögun og orðið fyrir krómmengun, sem því fylgir, bæði í formi loftmengunar, ryks og úða, auk óhjákvæmilegrar húðsnertingar." í niðurlagi greinarinnar í Læknablaöinu segja þau Soffía G. Jóhannesdóttir og Vilhjálmur Rafnsson: „Niðurstöður þessarar rann- sóknar sýna, að múrararnir eru í meiri hættu á að deyja en ís- lenskir karlar almennt. Þessi aukni manndauði er vegna fleiri dáinna úr illkynja æxlum, sér- staklega lungnakrabbameini. Þess vegna verður að leita í vinnuaðst <?ðum múrara að skýr- ingum á ,-ví, að svo margir þeirra deyja úr lungnakrabba- meini. Gera verður nákvæma út- tekt á hollustuháttum við múr- vinnu og sérstaka leit að hugsan- legum krabbameinsvöldum. Á niðurstöðum slíkra kannanna verður að byggja forvarnarað- gerðir." í Keflavík er nú aðeins frystihús starfandi, en það er Hraðfrystihús Keflavíkur sem er Sambandsfyrirtæki. Röstin hefur verið lokuð í tvö ár, Heimir hf. varð gjaldþrota og frystihús Keflavíkur hf. brann fyrir tveimur árum. „Það sem háði okkur er m.a. aflabrestur, gengi og erfið fjárhagsstaða. Þann- ig ákvaðu bankarnir til dæmis að breyta öllum lánum frystihúsa úr dollurum og krónum yfir í SDR (sérstök dráttarréttindi, innsk. Morgunblaðsins) og reiknaðist það sem 9% eignaupptaka á birgðum okkar," sagði Björn ólafsson. Að sögn Eiríks Hjartarsonar forstjóra Istros vilja margir frystihúsaeig- endur selja fyrirtæki sín. „Það virðist vera nóg af frystihúsum á markaði, en kannski ekki mikill markaður fyrir þau." Fyrirtæki Eiríks Hjartarsonar, tstros, flytur út ferskfisk til Bandaríkjanna. Frystihúsið Baldur hefur tvo báta sem hafa leyfi til að veiða kola og vélar þess eru sérút- búnar til vinnslu á honum. Fyrst um sinn er áætlað að vinna kola og skarkola fyrir Bandaríkjamarkað en síðar ætlar fyrirtækið að hefja vinnslu á öllum fisktegundum sem eru á boðstólum. Þetta mun valda fjórföldun á starfsmannafjölda úr 7 manns uppf 25—30. „Við erum bjartsýnir, enda hef ég enga trú á því að Ingimundur Sigfússon í Heklu og Eirikur Hjartarson leggi peninga í óarðbært fyrirtæki," sagði Björn Ólafsson útvegsmaður í Keflavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.