Morgunblaðið - 23.06.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.06.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIB, SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1985 Söluturn Nýlegur söluturn á góðum staö. Vaxandi velta. Nýjar og góöar innr. og tæki. Góöir gr.skilmálar. Til afh. f I jótlega. Sfakfe// 687633 Opio virka daga 9.30—6 og sunnudaga 1—4. Vesturgata 5 — Aberdeen Efri hæð og ris til sölu. Til greina kemur að leigja hús næðiö fyrir skrifstofur til lengri eða skemmri tíma. Húsnæöið er um 100 fm aö gólffleti og óinnréttaö. Uppl. í síma 91-10171 og 97-8322 utan skrifstofutíma. Nýi miðbærinn — ísmíðum Höfum til sölu tvær 5 herb. íbúöir á 2. og 3. hæð í blokk viö Ofanleiti (endaíbúöir). Tilb. undir tréverk meö fullfrá- genginni sameign og lóö. Bílskýli fylgir hverri íbúö. Stutt- ur afh.tími. Verð 2.755 þús. auk bílskýlis. 28444 Opiö 1-4 HUSEIGNIR ASKJP VELTUSUNOI 1 SIMI 28444 Dinwl Arnaton, lögg t«»t. örnótfur örnóHMon, »ö4ust|. Sérhæð — Laugarnes Vorum aö fá ísölu glæsilega sérhæö. 3 svefnherb., saml. stofur og hol. íb. er með nýjum teppum, eldhúsinnr., nýju gleri og öll ný máluö. Húsiö allt endurnýjaö aö utan sem innan. Gr.fl. hússins er 152 fm. Bílskúrsréttur. Til afh. strax. Efri hæö, ris og kjallari koma í sölu fIjótlega. FASTEIGNAVAL riimmrw>1tfllmmml\;fr.% —* Garðastræti 45 Símar 22911—19255. Jón Arason lögmaður málflutnings- og fasteignasala. 6S-T7-6S FASTEIGtMAIVlHBLUIVI <*> SVERRIR KRISTJÁNSSON HÚS VERSLUNARIININAR 6. HÆO LÖGM. HAFSTEINN BALDVINSSON HRL %> FASTEIGN ER FRAMTÍÐ Opið frá kl. 1-4 FURUGERÐI — 117 FM Til sölu vönduð 4ra-5 herb. á 1. hæð (ekki jarðh.). Þvotta- herb. á hæöinni. Ákv. sala. EINBÝLI Á ARTÚNSHOLTI Svo til fullgert andaö hús ca. 160 fm. Kjallari m/sérinng., gott pláss fyrir ýmissk. léttan iönaö, skrifst. o.fl. o.fl. 2 hæöir og ris, 5-6 herb. íbúö. Tvöfaldur bílskúr. Ákv. sala eöa skipti á minni eign. HJALLABREKKA — EINBÝLI 2 X 95 fm ásamt bílskúr (4-5 svefnh.) mögul. á aö hafa séríbúö á neöri hæö. Fallegur garður, útsýni. Skipti á góöri 4ra herb. íbúö í lyftuhúsi eöa á 1. hæö kemur til greina. Ákv. sala. SELÁS — RAÐHÚS Til sölu 2 X 100 fm raöhús, innb. st. bílskúr. Húsiö er mjög vel teiknaö (4 svefnherb.) Afh. nú þegar tilb. undir tréverk. Mikiö útsýni. Eignask. koma til greina. VANTAR EINBÝLI í Hafnarfiröi eöa Garöabæ á veröbilinu ca. 5,0 millj. Eigna- sk. á 140 fm íbúö í noröurbæ. VANTAR 3ja herb. á 1. hæö eða í lyftuhúsi. Góöar greiöslur. Að svífa um loftin blá og kafa niður á hafsbotn — Þórjón Pétursson segir frá námskeiðum sem hann sótti í fall- hlífastökki og frosk- köfun á vegum Flug- björgunarsveitar Reykjavíkur Það á ekki við alla að fleygja aér úr flugvél hátt yfir yfirborði jarðar og vonast til að litli pokinn á bak- inu opnist fyrr en varir, og úr hon- um verði fallhiíf svo ha'gt sé að svífa léttilega til jarðar. En það má finna fólk sem hefur einmitt gaman af því að svífa um himinhvolfin og tvítugur Reyk- víkingur, Þórjón Pétur Péturs- son, er einn þeirra. Þórjón hefur gert meira en að stunda þessa iðju af eintómu gamni þar sem hann er einnig fé- lagi í fallhlífasveit Flugbjörgun- arsveitar Reykjavíkur og fór utan á vegum sveitarinnar fyrir nokkru til að öðlast meiri sérhæf- ingu á því sviði svo og í froskköf- un. Þórjón hefur verið félagi í Flugbjörgunarsveitinni í fjögur ár, en auk þess stundar hann nám á% náttúrufræðibraut við Fjöl- brautaskólann í Breiðholti. Bkki lagði Þórjón einn í lang- ferðina yfir Atlantshafið, þar sem Kristófer Ragnarsson, sem hefur verið í Flugbjörgunarsveit- inni í sex ár, slóst í för með hon- um og héldu þeir félagar utan þann 12. febrúar sl. Þjálfarinn kannar útbúnaðinn hjá Þórjóni éður en hann heldur í ferð um háloftin. „Ég var nú orðinn nokkuð van- ur því að stökkva og kominn yfir mestu hræðsluna þegar ég fór á þetta námskeið, en það var nátt- úrulega viss spenna að stðkkva með 40 oðrum mönnum," sagði Þórjón. Síðusta vikan fór öll í að stökkva úr flugvélum að ýmsum gerðum, m.a. Starlifter C 141, sem tekur 152 menn um borð, en 40 stukku út í einu. Eftir námskeiðið tóku Þórjón og Kristófer sér mánaðarfrí og dvöldu í Kaliforníu-ríki hjá vini þeirra og fyrrverandi kennara í fallhlífastökki. „Við eyddum mestum tímanum í svokallað sportstökk þar sem nokkrir stökkva út í einu, haldast í hendur og mynda mynstur," sagði Þórjón. Um borð í Hercules-vélinni. Stökkvararnir standa þá í röð og fleygja sér svo út um hliðardyr vélarinnar. Þórjón og Kristófer tóku fyrst þátt í fjögurra vikna þjálfunar- námskeiði í fallhlifastökki á veg- um bandaríska hersins á Air- borne Fort Benning vellinum í suðurhluta Georgia-ríkis. Seinna fóru þeir svo til Kaliforníu í fimm vikna þjálfun í froskköfun. Fyrstu vikunni í Georgíu eyddu þeir í grundvallarþjálfun sem fór öll fram á jörðu niðri, þar sem við flest höldum til. Ýmis konar þol- raunir og langhlaup voru á dagskrá hjá ollum 330 mönnun- um sem tóku þátt i námskeiðinu, en þegar á leið heltust nokkrir úr lestinni sem ekki þoldu álagið. Þórjón og Kristófer voru ekki einu útlendingarnir á námskeið- inu, þar sem mörg erlend for- ingjaefni mátti finna i hópnum. Þeim félögunum var ekki heimilt að taka þátt í þjálfuninni nema þeir væru hermenn og voru þeir því dubbaðir upp sem lautinantar hið snarasta. Ekki þótti þeim það verra þar sem foringjar njóta ýmissa forréttinda fram yfir óbreytta hermenn og þurftu þeir t.d. ekki að taka þátt í daglegum hreingerningum í herbúðunum. Fyrstu dagana og vikurnar voru þátttakendurnir einnig látn- ir æfa sig i að stökkva úr 10 metra háum turni og i annarri vikunni var stokkið úr 83 metra háum turni. Þrátt fyrir að allir stokkvararnir væru þjálfaðir i að lenda og láta sig rúlla á jörðunni, voru lendingarnar misjafnega mjúkar að sögn Þórjóns. Loks kom að því að piltarnir reyndu fyrir sér í alvöru fallhlífa- stökki úr flugvél og var farið með þá um borð í Herkúles 730 vél og þeir látnir stökkva úr 1.250 feta hæð. m Hér er Kristófer nýlentur og sjá má aðra koma svífandi til jarðar. „Þetta var hálfgerð stund milli stríða þar sem kafaranámskeiðið hófst 20. apríl og var það meiri háttar púl." Þórjón sagði að strax fyrstu vikuna hefði þjálfunin hafist með „djöfulgangi" og var reynt að fella eins marga úr hópnum og mogulegt var. Þegar námskeiðið hófst voru 29 manns skráðir, en einungis 19 luku prófi að fimm vikunum iiðnum. „Strax á morgnana var hlaupið eftir ströndinni og gerðar ótrú- lega margar æfingar. Við hlupum yfirleitt 10 kílómetra eftir ströndinni og ef einhver datt tvisvar sinnum á leiðinni var sá hinn sami rekinn af námskeið- inu," sagði Þórjón. Á daginn voru svo bóklegir timar og sagði Þórjón að þeir hefðu lært hreinlega allt sem hægt var um köfun og allt sem henni fylgir, s.s. köfunarveiki sem menn geta fengið ef þeir koma of hratt upp á yfirborðið. Einnig lærðu þeir um slys við köfun, skoðun á skipum, allt um köfunarútbúnað, hvernig kafa eigi i brimi og í lok námskeiðsins köfuðu þátttakendurnir niður á 130 feta dýpi. „Ef maður var ekki með alla athygli við fyrirlestrana var manni refsað og var algeng refs- ing að gera sérstakar æfingar sem þeir kalla „eight count body building" sem felst í því að standa uppréttur og detta niður í armbeygjustellingar og gera eina armbeygju. Fara svo með fætur sundur og saman, fara með hend- ur að fótum og aftur upp i rétt- stöðu. Sumir þurftu bara að gera þetta 50 sinnum en aðrir allt upp í 10.000." Þriðja vikan var kolluð sund- laugarvika og voru piltarnir þá látnir æfa sig við köfun í stórri sundlaug. Lagðar voru margar þrautir fyrir kafarana og urðu þeir að leysa þær á svipstundu eða hverfa frá námskeiðinu próf- lausir. „í þeirri viku féllu flestir út, því sumt af því sem við vorum látnir gera var óskaplega erfitt. Við vorum látnir kafa með tvo stóra tanka á bakinu og var erfitt að hreyfa sig. Margir voru nær dauða en lifi þegar þeir komu upp og þessi lokaköfun var svo hrika- leg að aðalvandamálið var að komast lifs af," sagði Þórjón. „Við vorum alltaf látnir vera tveir og tveir saman og í lauginni þurftum við annað hvort að hald- ast í hendur eða a.m.k. aldrei að missa sjónar hvor af öðrum. Ef kennarinn komst á milli félag- anna, var voðinn vis en þetta var gert til að venja mann á að geta treyst fulJkomlega á félaga sinn." Þegar loks var upp staðið og óllum námskeiðum lokið hafði Þórjón atvinnukafararéttindi bandariska sjóhersins, en Kristó- fer gat ekki lokið námskeiðinu vegna meiðsla. Um samskipti sín við aðra í herbúðunum sagði Þórjón að flestir bandarísku hermannanna hefðu verið óskðp vejulegir, en hann hefði alltaf átt erfitt með að venjast því að láta stoðugt heilsa sér á hermannavísu. „Þeir hafa líka sínar reglur og vejur við að refsa hvorum öðrum, t.d. var einn þeirra í „marine core" (úrvalssveit í bandaríska hernum) var grunaður um að hafa stolið einhverju smotterli og daginn eftir „datt hann" niður stigann alveg óvart og hvarf af námskeiðinu," sagði Þórjón. Eins og fyrr segir voru Kristó- fer og Þórjón sendir af fallhlífa- sveit Flugbjörgunarsveitarinnar og kostaði sveitin þá félaga til fararinnar. í ráðagerð er að senda tvo út árlega til þjálfunar og koma á stofn sérstakri sveit manna sem getur brugðist skjótt við ef eitthvað kemur fyrir á sjó eða landi. Þeir gætu þá farið I þyrlu eða flugvél og stokkið í fall- hlíf og kafað í sjó ef með þarf. Texti: Helga Guðrún Myndin Þórjón P. Pétursson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.