Morgunblaðið - 23.06.1985, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 23.06.1985, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1986 Lungnaþemba læðist að þeim næmu Vörn gegn henni er að fyrstu einkennum sé sinnt, reykingum hætt og lœkningar leitað. EFTIR THOMAS L. PETTY, LÆKNI. Lungun eru samansafn geiróttra loftganga sem kvíslast út frá barkanum, skiptast síðan í tvær aö- algreinar, þá í fjórar, úr fjórum í átta o.s.frv. þar til greinarnar að lokum eru orönar u.þ.b. 100 þús. fíngerðar loftrásir, er allar enda að lokum í lítillí blöðru þar sem andrúmsloftiö hreinsast, súrefni fer út í blóðrásina og úrgangsefni er skilað til út- öndunar. Er hægt að útiloka þetta heilsutjón? Ég álít að svo sé, ef stuðst er við vitneskju um orsakir lungnaþembu og hvernig sjúkdómurinn þróast. Könnum nú vandamálið, lið fyrir lið, og berum við þá þekkingu er nú er fyrir hendi. Þá má kannski komast að því hvaða möguleika þær milljónir manna, sem nú þjást af þessum sjúkdómi, eða eiga eftir að fá hann, hafa. Flestir hafa ein- hverntíma orðið vitni að því, að vinnufélagi eða jafnvel einhver úr eigin fjölskyldu standi á öndinni af hósta eða mæði. Slík lífsreynsla er ekkert ánægju- leg, síst af öllu fyrir sjúklinginn sjálfan, er oft endar í súraefnis- gjöf þegar veikin er komin á hátt stig, og aðstandendur slíkra sjúkl- inga ganga oft í gegnum miklar sálarkvalir vegna vanmáttar við að hjálpa þeim. Jafnvel læknar verða stundum að játa tilgangs- leysi aðgerða til lækningar sjúk- dómsins, vegna þess að flestir er af honum þjást leita ekki ráða, fyrr en sjúkdómurinn er kominn á svo hátt stig að ekki verður aftur snúið. Það er þó margt til ráða við að létta slíkum sjúklingum barátt- una, m.a. súrefnisgjöf. Nú orðið eru til tæki er gera fólki kleift að hafa þau með sér alls staðar. Einnig er hægt að kenna endur- hæfingu í öndun. Sorglegast er þó, að sjúkdómurinn er látinn verða svo alvarlegur, áður en grípa þarf til þessara örþrifaráða. Lungna- þemba er ekki bráðapest, sýkin er búin að grafa um sig í 20—30 ár áður en kemur að því að fólk fer að verða mæðið og fatlast af völd- um hans. Það er því nauðsynlegt, að kynna fólki líkindi þess, að það fái þennan sjúkdóm, að bregðast við fyrstu einkennum hans og grípa til varnaraðgerða áður en ólækn- andi skemmdir hafa verið unnar á einu af mikilvægustu liffærum líkamans: lungunum. Hvað er það, sem er líklegast til að valda lungnaþembu? Nú er það sannað, að tóbaks- reykingar eru aðalskaðvaldurinn, en sjúkdómserfðir og kyn viðkom- andi virðast einnig eiga nokkurn hlut að máli. Förum ýtarlegar í smáatriðin: 1. Það er engin spurning, að reykingar eru helsti skaðvaldur- inn. Með reyknum fara aukaefni er skaða hinar viðkvæmu loftrásir niður í lungun og valda ertingi bæði þar og í lungnablöðrunum, er sjá um hreinsun loftsins er við öndum að okkur. Nú skulum við snúa okkur að útskýringum á hlutverki lungnanna og mikilvægi þess, að þau séu heilbrigð. Ef þið lítið á myndirnar, er fylgja hér með, sést að í lungunum eru ótal loftrásir, er greinast út frá bark- anum. Hann virðist í fljótu bragði ekki ólíkur stofni trés, síðan klofnar hann í tvær greinar, er aftur klofna í fjórar og þannig heldur það áfram, koll af kolli, þar til greinarnar eru orðnar u.þ.b. 100 þúsund, en þær enda allar að lokum í lungnablöðru. í þessum örsmáu blöðrum fer hreinsun loftsins fram, þar er súrefnið skil- ið frá koltvísýrungnum, er síðan er andað frá sér. Á einni myndinni sést þverskurður af heilbrigðu lunga og er yfirborð þess ekki ósvipað fíngerðum blúnduvefnaði. Hin myndin sýnir afturámóti lungnavef, þar sem þemba hefur skemmt viðkvæman vefinn, erting og bólga valda því að allur sveigj- anleiki er horfinn úr vefnum og auðskiljanlegt að erfitt sé að fylla eða tæma lungun af lofti. Af einhverjum orsökum virðist lungnaþemba vera ættgeng hjá sumum Það eru því meiri líkur á að sé einhver náinn ættingi haldinn sjúkdómnum, sé maður I meiri m 4 f.mi -«| f 'W* Þessi Ijósmynd er tekin af heilbrigðum lungnavef og virðist hann ekki ólíkur fíngeröum blúnduvefn- aði. Hór sést þverskurður lungnablaðranna, þar sem andrúmsloftið hreinsast. Væru blöðrur lung- ans aHsr flattar út, myndu þær þekja marga hektara. Þegar lungnaþemba er farin aö herja á lungaö, springa og þenjast þessar viðkvæmu loftblöðrur og stór holrúm veröa í fíngeröum hreinsivefnum. hættu en ella við að veikjast, eink- um ef þú reykir eða ert í menguðu andrúmslofti. Vegna þess er litið á lungnaþembu sem mögulega af- leiðingu af reykingum, sé fólk I áhættuhóp, ekki endilega að það sé óumflýjanleg staðreynd að allir reykingamenn muni fá þennan sjúkdóm. Körlum viröist hættara við að fá lungnaþembu en konum Staðreyndin er þó líklega sú, að það er vegna þess að karlmenn reykja meira. Kvenfólkið er óðum að ná þeim í könnunum, vegna þess að þær eru farnar að reykja á svipaðan hátt og þeir. sem nefnd er „spirometer", það þýðir einfaldlega: öndunarmælir. því miður eru ekki margir læknar með slík tæki á stofum sínum, en þeir vísa sjúklingi þá til réttra að- ila, er geta framkvæmt slíka at- hugun. _______Spurningalisti:_______ 1. Reykir þú? 2. Hefur einhver ættingi þinn lungnaþembu? 3. Ber meira á mæði hjá þér en náunganum sem er að gera ná- kvæmlega það sama og þú? 4. Hóstarðu? 5. Þegar þú hóstar, kemur þá gult eða grænt slím úr lungunum? Aldurinn segir til sín Lungun virðast ekki eldast síður en önnur líffæri okkar. Þau tapa sveigjanleika með árunum, líkt og húðin. Þessi þróun er þó hæg og veldur sjaldan lungnaþembu, ef annað kemur ekki til, svosem erfð- ir eða reykingar. Manneskjur er ná hundrað ára aldri, hafa enn nóga krafta og þrek í lungum sín- um til að draga andann. Hættuvaldarnir eru þó margir, t.d. loftmengun og mengunarefni er fylgja vissum atvinnurekstri. í samanburði við reykingar, er þó skaðsemi slíkra efna lítilfjörleg, nema fyrir einstaklinga sem eru sérstaklega viðkvæmir fyrir ryki eða reyk í andrúmsloftinu eða haldnir einhverskonar ofnæmi. Hér eftirfarandi er listi sem hver einstaklingur er beðinn að svara. Sé svarið jákvætt við ein- hverri spurningunni, skaltu leita læknis og fá rannsókn fram- kvæmda á lungum þínum. Slík frumrannsókn er einföld, framkvæmd með tæki eða mæli _______Öndunarmæling___________ Framkvæmd hennar er afar ein- föld og felst í því að blásið er í munnstykki, eftir að klemma hef- ur verið sett á nefið, þannig að allt loft úr lungunum fer i gegnum munninn og til mælisins. Á mæl- inum getur læknirinn síðan séð, hvort þrek lungnanna er eðlilegt eða skert. Eftir slíka mælingu kemur annar spurningalisti: 1. Er öndunarhæfni mín skert? 2. Sé svo, er þá unnt að efla hana með lyfjameðferð, eða verð ég að hætta að reykja? 3. Er heilsu lungnanna stöðugt að hraka, og hve hratt versnar ástandið? 4. Sé allt ofantalið til staðar, hvað á ég til bragðs að taka? Þetta eru aðalspurningarnar. Virðist öndunarhæfnin ekki skert við mælingu, þýðir það að lítill eða enginn skaði er skeður enn, þó þú reykir eða lungnasjúkdómar séu algengir í ætt þinni. Nú er rétta tækifærið til að hætta að reykja, ekki aðeins til að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.