Morgunblaðið - 23.06.1985, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 23.06.1985, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚNl 1985 21 Doktor í jarðeðlis- fræði HINN 6. júní síðastliðinn varði Guðni Axelsson doktorsritgerö sína við jarðeðlisfræðideild háskólans Oregon State University í Bandaríkj- unum. Ritgerðina nefndi hann ó ensku: Hydrology and Thermomech- anics of Liquid-Dominated Hydroth- erma System in Iceland. Hafði Guðni unnið doktorsritgerðina undir leiðsögn Gunnars Böðvarssonar prófessors við Oregon State-háskól- ann. Guðni lauk BS-prófi i eðlisfræði við Háskóla íslands 1978 og MS-prófi við hinn bandaríska há- skóla 1980. Hann er fæddur í Reykjavík 20. júní 1955, sonur hjónanna Þór- unnar Guðnadóttur og Axels Kristjánssonar aðstoðarbanka- stjóra. Guðni er kvæntur Svan- fríði Franklínsdóttur kennara. Ingibjörg Guðjónsdótt- ir farin til Cardiff INGIBJÖRG Guðjónsdóttir söng- kona, sem sigraði í söngkeppni sjón- varpsins, fór á fimmtudag til Cardiff í Wales til að taka þar þátt í söngva- keppni sjónvarpsstöðvanna. Fylgdar- maður hennar í fórinni er Tage Ammendrup. „Dagarnir 21. og 22. júní munu að mestu leyti fara í æfingar," sagði Tage er blm. spurðist fyrir um fyrirkomulag keppni þessarar áður en þau héldu utan. „Keppnin hefst svo þann 23. þ.m. og verður keppt á hverju kvöldi í mismun- andi riðlum. Úrslitin munu svo ráðast sunnudagskvöldið 30. júní.“ Aðspurður um hver væru verð- launin í keppni sem þessari upp- lýsti Tage að sigurvegarinn myndi fá geysistóra kristalskál, að verð- mæti 2000 pund. Einnig fengi hann eina sjónvarpshljómleika að launum auk tvennra útvarps- hljómleika. Ingibjörg Guðjónsdóttir „Undanúrslit þau, sem Ingi- björg tekur þátt í, verða á dagskrá sjónvarpsins þann 7. júlí og loka- úrslitin svo daginn eftir," sagði Tage. Eitt verka Iðunnar á sýningunnl í Alþýðubankanum á Akureyri. S*T" jr Iðunn Agústs- dóttir sýnir- á Akureyri Altureyri, 14. júní. í Alþýðubankanum á Akur- eyri stendur nú yfir mál- verkasýning Iðunnar Ágústs- dóttur. Er þetta sjötta einka- sýning Iðunnar en hún hefur tekið þátt í mörgum samsýn- ingum. Menningarsamtök Norðlendinga standa að sýn- ingunni. GBerg Ráðstefna Norræna áhugaleik- húsráðsins haldin í Færeyjum NORRÆNA áhugaleikhúsráðið hélt nýlega ráðstefnu í Þórshöfn í Fær- eyjum. Þar var fjallað um alþjóðlega fjölmiðlun og hinar norrænu þjóðir. Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni var Hjörtur Pálsson, sem sagði frá reynslu íslendinga af hinni öru framþróun fjölmiðla á síðustu ár- um. Umræður voru líflegar og urðu menn á eitt sáttir um að þar sem þróuninni yrði ekki snúið við, yrðu menn að finna ráð til að beisla hina nýju tækni og læra að beita henni í þágu þjóðlegrar menning- ar landa sinna. Þótt svo virtist um stund sem myndbðnd og sjónvarp um gervihnetti hefðu áhrif á að- sókn að leikhúsum, gæti slíkt aldr- ei komið í staðinn fyrir leikhúsið. Starfsemi Norræna áhugaleik- húsráðsins hefur farið vaxandi á undanförnum árum og beinist hún aðallega að því að efla menntun áhugaleikara með norrænum námskeiðum, efla leikstarf meðal barna og unglinga og aldraðra og öryrkja. Einnig hefu ráðið áhuga á að ná sambandi við minnihluta- samfélög, sem geta beitt áhuga- leikstarfi til að viðhalda menning- arverðmætum sínum. Næsti aðalfundur Norræna áhugaleikhúsráðsins verður í Reykjavík í júní 1986. í tengslum við hann er fyrirhugað að halda leiklistarhátíð áhugamanna með þátttöku leikhópa frá öllum Norð- urlöndunum og þ.á m. Grænlands, en Grænlendingar áttu nú í fyrsta sinn fulltrúa á þingi og aðalfundi ráðsins. (Úr fréttatilkynningu.) ÖRYGGI í ÖNDVEGI Monroe Gas Matic höggcleyfar á monroe hefur í áratugi verið leiðandi fyrirtæki í hönnun og framleiðslu á vönduðum höggdeyfum. Nú er komin á markaðinn ný kynslóð höggdeyfa frá Monroe, sem... • eru einstaklega fljótvirkir, traustir og endingargóðir • halda eiginleikum sínum við hin erfiðustu skilyrði • stuðla að minna sliti á dekkjum, stýrisbúnaði, hjöruliðum, hjólalegum, skiptingu, kúplingu o.fl. • tryggja öruggan og þægilegan akstur og þannig leikur bíllinn í höndum þínum. Áratuga reynsla af Monroe höggdeyfum við islenskar aðstæður tryggir þér og þínum meira öryggi. mONROE

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.