Morgunblaðið - 30.06.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.06.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ1985 Morgu n blaöið/Vald i mar Náttfari 776 lengst til vinstri ásamt afkvæmum, knapi á honum er Jóhann Þorsteinsson frá Miðsitju. NÁTTFARI776 MEÐ GÓÐ FYRSTU VERÐLAUN Það fór eins og margan grunaði að Náttfari 776 frá Ytra-Dalsgerði yrði efstur stóðhesta með af- kvæmum á Fjórðungsmótinu sem lýkur í dag. Hlaut hann góð fyrstu verðlaun, en næstur honum kom Högni 884 frá Sauðárkróki, síðan Skór 824 frá Flatey og Fönix 903 frá Vík. Kynbótahrossin voru sýnd fyrir hádegi í gær og síðan aftur eftir hádegið og voru dómar þá opinberaðir. Af stóðhestum sex vetra og eldri stóð efstur Viðar 979 frá Viðvík, í flokki fimm vetra stóðhesta varð efstur Stígur 1017 frá Kjartansstöðum. Báðir þessir hestar hlutu fyrstu verðlaun og af hryssum með afkvæmum stóð efst Nótt 3723 frá Kröggólfsstöðum og hlaut hún einnig fyrstu verðlaunaeinkunn. Öllum leigjendum Hjónagarða sagt upp í framhaldi af húsaleigudeilu: Fjölmiðlun Ruperts Murdoch til íslands: „Byrjum að senda út um leið og leyfið fæst“ — segir stjórnarformaður Kaplasjónvarps — íslenska sjónvarpsfélagsins „Við munum hefja útsendingar um leid og leyfi fæst til þess,“ segir Jón Óttar Ragnarsson, stjórnarformaður Kapalsjónvarps hf. — íslenska sjón- varpsfélagsins, sem fengið hefur umboð fyrir útlendar gervihnattasjón- varpsstöðvar, meðal annars „Sky Channel“ ástralska fjölmiðlakóngsins Rup- erts Murdoch. Sá gefur út menningarrit og æsifregnablöð í Ameríku, Ástral- íu og Englandi, rekur sjónvarpsstöðvar víða og er auk þess útgefandi ein- hvers virtasta dagblaðs í heimi, The Times í London. Sky Channel sendir út á einni rás, einkum skemmtiefni af ýmsu tagi. Sent er út tíu tíma á dag, m.a. til Norðurlandanna og fleiri Evr- ópulanda. Sendingar til Noregs og Finnlands hófust 1982. Jón Ottar sagði að 48% efnisins væri breskt, 32% bandarískt og 20% frá Ástral- íu, Kanada og meginlandi Evrópu. „Við munum hefja útsendingar um leið og leyfi fæst og í framhaldi af því hefjum við útsendingar á ís- lensku menningarefni," sagði hann. Reiknað er með að Kapalsjónvarp hf. — íslenska sjónvarpsfélagið út- Hafnarfjörður: Vinnsla hefst hjá Hvaleyri hf. varpi efni en þó þannig, að til að ná sendingunum þurfi notendur að hafa sérstakan lykil á sjónvarps- tækjum sínum. Notendur munu væntanlega gerast áskrifendur að sendingum Sky Channel. „Hug- myndin er að þetta verði sem ódýr- ast, til dæmis ódýrara en dagblaða- áskrift, en ef þarf að texta allt efni eða hafa íslenska þýðingu jafnóð- um, þá hlýtur þetta að verða dýrara auk þess sem þá væri ekki hægt að senda efnið beint út,“ sagði Jón Óttar Ragnarsson. Eigendur Kapalsjónvarps hf. — íslenska sjónvarpsfélagsins eru þrenn hjón: Jón Óttar Ragnarsson og Elva Gísladóttir, Hans Kristján Árnason og Anna Pálsdóttir og Eyjólfur Kr. Sigurjónsson og Unn- ur Friðjónsdóttir. Það verður engum leigjanda hent út — segir formaður stjórnar Félagsstofnunar stúdenta ÖLLUM leigjendum á Hjónagörðum stúdenta við Suðurgötu í Reykjavík, 55 talsins, hefur verið sagt upp leigunni. Þeir sem hafa leigt skemur en í eitt ár er sagt upp með einnar viku uppsagnarfresti, aðrir fá mánuð. Lengi hefur verið grunnt á því góða með leigjendum Hjónagarða og stjórnar stofnunarinnar. í sept- ember í fyrra ákvað stjórnin að hækka leiguna úr 4.000 í 4.400 krónur á mánuði og byggði út- reikninga sina á „leigugrunni", þar sem reiknaðir eru með allir kostnaðarliðir við rekstur og við- hald hjónagarðanna. Sami grunn- ur er notaður við útreikning leigu á Gamla og Nýja Garði. Stúdentar neituðu að borga nema 4.100 krón- ur þar sem endurskoðaðir reikn- ingar lægju ekki fyrir. Endurskoð- Eyvindarstaðaheiði: Vilja staðfest- an eignarrétt ÞRÍR hreppar — Bólstaðarhlíðar- heppur í Húnavatnssýslu og Seylu- hreppur og Lýtingsstaðahreppur í Skagafirði hafa höfðað eignardóms- mál fyrir aukadómþingi Húna- vatnssýslu. Hrepparnir krefjast þess, að þeim verði dæmdur eignarréttur yfir Eyvindarstaðaheiði, með öllum gögnum og gæóum. Málavextir eru þeir, að hrepp- arnir keyptu Eyvindarstaðaheiði af Hannesi Péturssyni, sem hafði eignast heiðina þegar hann fékk af- sal frá Kristjáni Gíslasyni á Sauö- árkróki í maí 1899. Kaupsamning- ur, eða afsal til hreppanna hefur ekki fundist en fyrir liggur kaup- samningur milli Kristjáns og Hannesar með árituðu afsali. Ástæða þess að hrepparnir höfða eignardómsmál er að eignarréttur þeirra á Eyvindarstaðaheiði var vé- fengdur þegar hreppar beggja vegna Blöndu sömdu við Landsvirkjun. Hrepparnir gera kröfu um að Ból- staðarhlíðarheppi verði dæmdir 5/l7 hluta heiðarinnar, Lýtings- staðahreppi 8/i7 og Seyluhreppi Vi7. unin staðfesti útreikninga stjórn- arinnar og 1. maí sl. voru sendir út gíróseðlar fyrir 4.400 króna leigu. Þá voru farnar að safnast upp leiguskuldir og 1. júní hækkaði leigan enn í 5.280 krónur. Heild- arskuld 34 leigjenda af 55 alls nemur nú um 400 þúsund krónum. Á fimmtudaginn ákvað stjórnin síðan að segja öllum leigjendunum upp. „Þetta eru mjög óheppilegir samningar og óstaðfestir af fé- lagsmálaráðuneytinu. Þeir gætu leitt af sér að leigjandi gæti verið hér í hálft annað ár eftir að hafa lokið námi á meðan námsmenn leigja í hrönnum fyrir 12 og 15 þúsund krónur á mánuði," sagði Finnur Ingólfsson, formaður stjórnar Félagsstofnunar. „Við ákváðum að segja öllum upp, því þannig getum við gert nýja leigu- samninga til árs I senn.“ Hann sagði kjarna málsins vera þann, að leigjendurnir vildu ekki keppenda aukaatriði. Hann tilkynnti úrslitin úr keppninni og reyndist sigurvegar- inn vera tékkóslavneskur drengur með 42,5 stig af 50 mögulegum. viðurkenna að allur áfallinn kostnaður ætti að reiknast inn í leiguna, eins og lofað hefði verið þegar ríkið færði stúdentum bygg- ingarnar á sínum tíma. „Með þessu móti er verið að taka pen- inga úr vösum annarra stúdenta til að borga fyrir þá sem njóta verulegra hlunninda á leigumark- aði í borginni," sagði Finnur Ing- ólfsson. „Þessa leigu á að vera bú- ið að greiða." — En er ekki hart að segja fólki upp með viku fyrirvara? „Það er vitaskuld farið að lögum og það fer enginn út úr sinni leigu- íbúð sem gengur frá sínum málum við gjaldkerann á tilsettum tíma. Vafalaust verður hægt að liðka fyrir fólki, sem raunverulega á í greiðsluerfiðleikum ef það gerir grein fyrir því hvernig það vill hátta greiðslum. Stjórnin ætlar að láta leigutekjurnar standa undir kostnaði, það á enginn að borga krónu meira en það. Leigan er verulega miklu lægri en á almenn- um markaði og lægri en áætlaður húsaleigukostnaður námslána," sagði Finnur Ingólfsson. Næstir voru Breti með 40,5 stig og þrír Sovétmenn. Þeir keppenda sem náðu betri árangri en 90 prósentum af bestu FISKVINNSLA hefst á mánudags- morgun hjá Hvaleyri hf., hinu nýja fyrirtæki, sem keypti fiskiðjuver og togara Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar. Fyrirtækið mun til að byrja með kaupa afla ýmissa skipa en togarar útgerðarinnar þarfnast viðgerða. Fiskvinnsla hefur legið niðri í fiskiðjuveri BÚH að mestu leyti síðan í fyrrahaust. Mikill halli var á Bæjarútgerðinni og ákvað meiri- hluti bæjarstjórnar á endanum að selja fyrirtækið nýstofnuðu hluta- félagi, Hvaleyri, sem nokkrir at- hafnamenn standa að. yrði úthlutaö í þessu skyni. f fréttatilkynningu frá Rann- sóknaráði ríkisins segir að með þessu hafi verið stigið tímamóta- skref í átt til markvissari rann- sóknastarfsemi í landinu. Ráðið hafi lengi barist fyrir því að fé yrði veitt í meira mæli til ein- stakra verkefna sem metin væru faglega í samkeppni við önnur. Rannsóknaráð auglýsir því eftir umsóknum um styrki af fé þessu. Umsóknarfrestir verða tveir á ár- inu og er sá fyrri til 1. september en sá seinni til 1. nóvember næst- lausn fengu gullverðlaun, þeir sem náðu 78 prósentum fengu silfur- verðlaun og þeir sem náðu betri árangri en 65 prósent fengu brons- verðlaun. Keppendur með betri árangur en 50 prósent fengu við- urkenningu. Eins og venjulega eru flestir drengjanna í gullhópnum frá Austur-Evrópu. Óformleg keppni milli landa leiðir í ljós, að efstir eru Sovétmenn, en Bretar og Rif: Líkfundur LÍK eins skipverja af Bervík SH 43, sem fórst í lok marsmánaðar fyrir utan Rif, fannst norðvestan við grjótgarðinn í Rifshöfn um miðjan dag í fyrradag. Lögreglan í Ólafsvík var kvödd á staðinn. Nafn mannsins var Steinn Jóhann Randversson til heimilis að Vallholti 11 í Ólafsvík. Hann var matsveinn á Bervíkinni. komandi. Einstaklingar, stofnanir eða fyirtæki geta sótt um styrkina eða fleiri aðilar sameiginlega. í fréttatilkynningunni segir ennfremur að styrkfénu skuli einkum verja til verkefna á nýjum og álitlegum tæknisviðum. Sér- stök áhersla sé lögð á fiskeldi, upplýsinga- og tölvutækni, líf- og lífefnatækni, nýtingu orku til nýrrar eða bættrar framleiðslu, undirstöðugreinar matvælatækni, framleiðandi- og gæðaaukandi tækni. Vestur-Þjóðverjar eru næstir og jafnir. íslendingarnir fjórir lentu í kringum áttugasta sæti af 99 með svipað meðaltal og Noregur og Kanada. Þá talaði Cyril Eisenberg, far- arstjóri breska liðsins, og ræddi erfiðleikana við að halda næstu Ólympíuleikana í eðlisfræði í Bretlandi. Frakkland, sem átti að vera næsti gestgjafi, skarst úr leik fyrir ári og buðust Bretar til að reyna að hafa leikana. Þeir hafa enn sem komið er ekki aflað nægs fjár til mótshaldsins. Ólympfuleikunum í eðlisfræði lokið: Tékkneskur sigurvegari — íslensku drengirnir í kringum áttugasta sætið Porto Roz, 29. jðní. Krá frélUritara MorgunblaAsinH, Viðnri Ágiislssj-ni. ÓLYMPÍULEIKUNUM í eðlisfræði var slitið í dag klukkan fimm að staðar- tíma í samkomusal Porto Roz. Níutíu og níu drengir sem beðið hafa spenntir frá því á fimmtudag fengu í hendur viðurkenningarskjöl fyrir frammistöðu sína í prósentum af bestu lausn. Prófessor Mojlke, formaður framkvæmda- nefndar Ólympíuleikanna, flutti ávarp og þakkaði drengjunum fyrir þátttöku þeirra og kvað þá alla hafa staðið sig vel. Þeir hefðu stuðlað að bættri alþjóðasamvinnu í vísindum í framtíðinni og þá væru einkunnir og röð Rannsóknaráð ríkisins: 50 milljónir króna til rannsóknastarfsemi MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur falið Rannsóknaráði ríkisins að hafa umsjón með úthlutun styrkja til rannsókna og tilrauna í þágu nýsköpunar atvinnulífs nú á þessu ári. Ríkisstjórnin ákvað í vetur að 50 milljónum króna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.