Morgunblaðið - 30.06.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.06.1985, Blaðsíða 31
31 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ1985 Aðalfundur Sambands íslenzkra rafveitna: Oft eru það fjárhagsleg atriði sem ráða því hvort ráðist er í tölvuvæðingu og hvernig henni reiðir af. Margir halda að stórar og fullkomnar tölvur séu svo dýrar að reynt er að leysa málin með því að kaupa smátölvur sem síðan reynast ófullnægjandi. Það er því ástæða til þess að vekja at- hygli á hversu hagstæð kaup eru í hinni fullkomnu IBM System/36 tölvu. Niðurgreiðslur orkuverðs eru gengnar ur öllu hófi — sagði Aðalsteinn Guðjohnsen rafmagnsveitustjóri Leiðrétting RANGT var farið með nafn sókn- arprests á Seyðisfirði í Morgun- blaðinu í gær. Hann heitir Magnús Björnsson. Er hann beðinn vel- virðingar. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans! y » « Sk 39.000, - 39.000 krónur á mánuði hlýtur að teljast lág greiðsla fyrir öfluga tölvusamstæðu. Það er reyndar erfitt að nefna verð á tölvum því að samsetningarkostirnir eru nær óteljandi og hugbúnaðarþarfir mjög misjafnar. Að auki bjóðum við mismunandi greiðsluskilmála. Til þess að gefa nokkra vísbendingu um hið hagstæða verð á tölvu- búnaði frá IBM verða hér tekin dæmi um tvær samstæður sem mest hafa selst að undanförnu. Hvor þeirra um sig getur hentað sem byrj- unarsamstæða í fyrirtækjum í hvers konar atvinnurekstri: A) öflug IBM System/36 með 30 MB seguldiski, stafaprentara, tveimur skjám, stjórnhugbúnaði og hjálparforritum. mánaðargreiðsla kr. 39.000 staðgreiðsluverð kr. 987.000 B) Enn öflugri IBM System/36 með 60 MB seguldiski, línu- prentara, fjórum skjám, stjórnhugbúnaði, hjálparforritum og þremur notendakerfum. mánaðargreiðsla kr. 58.000 staðgreiðsluverð kr. 1.510.000 í mánaðargreiðslum er innifalin full viðhaldsábyrgð á vélbúnaði, þ.e. allir varahlutir og vinna sem þarf til þess að halda tölvubúnaðinum í fullkomnu lagi. Þar er jafnframt gert ráð fyrir 36 mánaða kaupleigu- kjörum á vélbúnaði og kaupum á hugbúnaði. Allar upphæðir eru miðaðar við gengi þann 27.6.’85 og almenn vaxtakjör þann dag. Eins og áður var sagt eru möguleikarnir nánast óþrjótandi; margvís- legur vélbúnaður, hugbúnaður af ýmsu tagi og margs konar greiðslu- kjör. Sölumenn okkar geta áreiðanlega fundið einhverja þá lausn sem hentar þínu fyrirtæki. Auk þess að vera á hagstæðu verði er IBM System/36 varanleg fjárfesting vegna þess að hægt er að stækka hana á ýmsa vegu eftir því sem þörf krefur og nýir kostir bjóðast. Skaftahlíð 24,105 Reykjavik. Sími 91-27700. Akureyri, 26. júní. AÐALSTEINN Guðjohnsen raf- magnsveitustjóri og formaður Sam- bands íslenskra rafveitna setti 43. aðalfund sambandsins í Sjallanum á Akureyri í morgun. Fundinn sitja nokkuð á annað hundrað fulltrúar, þar á meðal nokkrir norrænir gestir. Þá er iðnaðarráðherra, Sverrir Her- mannsson, gestur fundarins. í setningarræðu sinni sagði Að- alsteinn Guðjohnsen m.a.; „Niður- greiðslur orkuverðs eru gengnar úr öllu hófi. Þær eru auk þess svo margþættar, flóknar og í svo margri mynd, að fáir, ef nokkur, hafa þar á heildarsýn. Fjárhags- staða og skuldabyrði nokkurra rafveitna og ekki síður sumra hitaveitna nálgast nú olíuverð, en slíkt er með öllu óviðunandi." Sverrir Hermannsson, iðnaðar- ráðherra, ávarpaði fundinn og sagði þá: „Hér er um mikinn fjárhags- vanda orkustofnana að tefla, en ég hef engar patentlausnir fram að flytja. Fjárhagsvandi íslenska þjóðarbúsins verður ekki leystur með handsveiflu, og við leysum hann alls ekki með því að leita á erlenda grund eftir fjármagni. En samfélagið hlýtur að koma með einhverjum hætti til skjalanna, ef orkuveitur rísa með engu móti undir skuldabyrði sinni. eftir Sverrir Hermannsson, iðnaðarráðherra. Aðalsteinn Guðjohnsen, rafmagnsveitustjóri. viðbrögðum Hitaveitu Akureyrar að dæma eru allar líkur til, að það góða og merka fyrirtæki „nái vopnum sínum“, ef svo má segja, en í málefnum Hitaveitu Akra- ness og Borgarfjarðar sýnist mér aðstoð samfélagsins þurfa að koma til.“ Sigurður Jóhannesson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, var kosinn fundarstjóri, en til vara Ingólfur Árnason, Akureyri, og Pétur Pétursson, Sauðárkróki. Þessi erindi verða flutt á fund- inum: Samstarf raforkufyrirtækja og ráðgjafa þeirra (Egill Skú!: Ingi- bergsson og Gunnar Ámundason). Raforkuspá 1985—2015 (Jón Vil- hjálmsson). Störf raforkuverðs- nefndar (Bergsteinn Gizurarson). Raforkuframleiðslan á íslandi og í Skandinavíu (Edvard Guðnason). Nokkrar skoðunar- og kynnis- ferðir eru á dagskrá, og í kvöld býður iðnaðarráðherra til kvöld- verðar í Víkurröst á Dalvík. Fund- inum lýkur á föstudag með kynn- isferð að Laxárvirkjun. Sv.P. Montunbladid/ Sv.P. Hluti fundarmanna á aðalfundi Sambands íslenskra rafveitna. IBM System/36 varanleg lausn viðráðanlegt verð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.