Morgunblaðið - 30.06.1985, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 30.06.1985, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ1985 50 Minning: Auðunn Friðriks son bifvélavirki Fæddur 9. ágúst 1923 Dáinn 20. júní 1985 Nú um sumarsólstöður þegar ekki skyggir að nóttu, og náttúran skartar sínum fegursta skrúða, kvaddi þennan heim vinur minn og félagi Auðunn Friðriksson til heimilis að Hrísholti 14 hér á Sel- fossi, en hann andaöist í Sjúkra- húsi Suðurlands þann 20. júní sl. eftir langvrandi og erfitt veik- indastríð, á sextugasta og öðru aldursári. Hann fæddist í Reykjavík þann 9. ágúst 1923, sonur hjónanna Guðrúnar Auðunsdóttur frá Kílhrauni á Skeiðum og Friðriks Filippussonar Guðmundssonar í Litla-Leðri í Selvogi. Ungur að árum flyst hann með foreldrum sínum og yngri bróður, Gunnari, fæddum 1925, austur að Kálfhóli á Seiðum, og elst hann þar upp til ársins 1937 að þau hjónin taka sig upp og flytjast enn búferlum og nú að Björnskoti í sömu sveit. Á Skeiðum er vettvangur æsku hans, þar lærir hann öll hin hefð- bundnu sveitastörf eins og þau gerðust í þá daga, og við þá sveit tók hann mikiu ástfóstri og taldi æ síðan fjallahringinn á Skeiðum þann fegursta á landi hér. Hann var sérstaklega minnugur á örnefni og atburði þeim tengda, og óþrjótandi fróðleiksbrunnur þar sem hann þekkti hvern stein og hverja þúfu í landareignum Kálfhóls og Kílhrauns, í barna- skóla gekk hann að Brautarholti og í Olafsvallakirkju var hann fermdur. Auðunn átti þess aldrei kost að njóta annarrar og meiri menntun- ar en barnaskólafræðslu, en það er ég sannfærður um að hefðu örlög- in búið honum annan og ríkulegri sess í þessari tilveru, þá hefði hann náð langt á þeirri braut, svo góðri eðlisgreind var hann búinn og hæfileikum sem hann fékk aldrei tækifæri til að rækta sem skyldi. Strax á unglingsárum fer hann að stunda alla almenna vinnu utan heimilis. Með því fyrsta sem hann tekur sér fyrir hendur er að hann ræður sig sem vetrarmann suður í Viðey og þaðan fer hann til sjós. Fjölskylda hans flyst frá Björnskoti 1942 að Selfossi. Frið- rik faðir hans hafði þá misst heils- una, en Guðrún ræðst í vist með Gunnar með sér til hjónanna á Selfossi, Gunnars og Ástu, og það- an flytjast þau til Sigríðar og Júníusar á Grund. Oft minntist Auðunn og bless- aði þetta góða folk sem svo vel hafði reynst þeim á erfiðleika- stund, en í ársbyrjun 1945 ráðast þeir bræðurnir með aöstoð for- eldra sinna í að bygja sitt eigið hús hér að Kirkjuvegi 18 á Sel- fossi, og fyrir jólin það sama ár flytjast þau inn, og má þá segja að fjölskyldan hafi sameinast á ný, þó fjölskyldufaðirinn væri jafnan langdvölum fjarverandi á sjúkra- húsi. Heimilið að Kirkjuvegi 18 var eitt af þessum sérstöku og eftir- minnilegu íslensku heimilum þar sem gæskan og góðvildin gagn- taka mann þegar við fyrstu kynni enda rómað fyrir gestrisni og myndarskap, sú glaðværð og góði andi sem þar ríktu var nágrönnum og hinum fjöldamörgu sem heim- ilinu kynntust ógleymanleg, þarna bjuggu þeir bræður með móður sinni í næstu nærfellt 18 árin. Auðunn stundaði þó eftir sem áður hin ýmsu störf utan heima- byggðar sinnar hér á Selfossi, t.a.m. reri hann i Þorlákshöfn nokkrar vertíðir, enda féll honum sjómennskan vel, hafið heillaði hann ungan og hin sterka eðlis- læga þrá hans til að kanna hið óþekkta gaf honum vissa lífsfyll- ingu á sjónum. En þegar hin umfangsmikla endurbygging Mjólkurbús Flóa- manna hófst réðst hann þar til starfa til Kristins Vigfússonar byggingameistara og hjá honum starfaði hann, aðallega við akstur, allt fram til ársins 1958, að hann réð sig á bifreiðaverkstæði Kaup- félags Árnesinga og hjá Kaupfé- laginu vann hann í 22 ár og þar tók hann próf í bifvélavirkjun 1976. Hinn 22. apríl 1961 var mikill gleðidagur í lífi Auðuns Friðriks- sonar, en þá gekk hann að eiga eftirlifandi konu sína, Kolbrúnu Sveinbjörnsdóttur frá Vesturkoti á Skeiðum, og með henni eignaðist hann sjö mannvænleg börn sem eru Guðrún Anna, Margrét Birna, Sveinbjörn Rúnar, Sólrún Trausta, Valgerður, Drífa og Frið- rik Kristinn. Þau byggðu sér einbýlishús að Hrísholti 14 og tóku fljótlega til sín aldraða móður hans og hana annaðist Kolbrún af umhyggju og alúð til dauðadags en hún andað- ist á heimili þeirra á 100. aldurs- ári. Frá því á síðari hluta árs 1979 má segja að Auðunn hafi verið meira og minna sjúkur, en þó stundaði hann vinnu, aðallega hér í Sundhöllinni, eftir því sem hann gat, oft fársjúkur og meira þjáður en nokkurn grunaði, en hið góða geðslag hans, trúin á lífið og ást hans á eiginkonu og börnum fleyttu honum furðulengi gegnum brimskafla vonbrigða og erfið- leika, síðustu árin sem hann lifði. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að fá að kynnast þessum manni fyrir þrjátíu árum og allar götur síðan höfum við verið óað- skiljanlegir vinir, hann var að mínum dómi heill og sannur mað- ur, kannski var hann aldrei líkam- lega mikilla burða, en hann var andlega mikillar gerðar, en ein- mitt slíkir samferðamenn verða manni jafnan hugstæðir þegar horft er til bak. Hann var vinfastur en líka vinmargur, fólk laðaðist að honum vegna þess hversu skemmtilegur hann var í samræðum, fjölfróöur og minnugur, hnittinn í tilsvörum og bráðfyndinn og hafði þá á reið- um höndum kjarnyrði og kviðl- inga, sem karlar með breiðara bak og bústnari sitjanda guggnuðu fyrir. En afskaplega dagsfarsprúður og jafnlyndur og átti því auðvelt með að umgangast unga jafnt sem aldna. En hann var líka draum- lyndur og tilfinninganæmur enda unni hann af heilum huga tónlist og ljóðagerð. Hann var söngfélagi í Kirkjukór Selfosskirkju í fjölda ára og þar sem annarstaðar var hann hvers manns hugljúfi. Þó nokkuð fékkst hann við tónsmíðar þó minnst af því kæmi nokkurntíma fyrir almennings- sjónir, en lag hans Móðir mín var frumflutt á jólatónleikum kirkju- kórsins í Selfosskirkju fyrir nokkrum árum og þykir einstak- lega fagurt og blæbrigðaríkt. Auðunn unni mjög lestri góðra bóka og hygg ég að fáir dagar í lífi hans hafi liðið svo að hann liti ekki í bók, gleðimaður var hann og kunni vel að meta hið ljúfa líf í góðra vina hópi, að ferðast um landið var honum einnig mikils virði og mundi þá öllum öðrum betur til frásagnar löngu iiðna viðburði úr sögu lands og þjóðar. En umfram allt var hann heill og sannur og hvikaði aldrei frá því sem hann taldi rétt og sannleikan- um samkvæmt, hann treysti hand- leiðslu Guðs og efaðist aldrei um að líf væri að loknu þessu. Þegar ég nú að leiðarlokum stend yfir moldum þessa vinar míns í kirkjugarðinum á bökkum elfunnar miklu og kveð hann hrærðum huga þakka ég um leið af alhug góðar og gleðiríkar sam- verustundir sem aldrei gleymast. En eins og elfan streymir fram að ósum þar sem hún sameinast öll- um öðrum í óravíðáttum hafsins, veit ég að hann hefur nú samein- ast hinni óþrjótandi uppsprettu lífsins laus frá hinni líkamlegu þjáningu staddur meðal svo margra sinna ástvina í nýju vori þar sem aldrei skyggir. Ég flyt eiginkonu hans og börn- unum og öllum ættingjum og vin- um hugheilar samúðarkveðjur okkar hjónanna og bið þeim og öll- um sem hjúkruðu honum í veik- indum hans eða studdu hann á annan hátt Guðs blessunar. Útför hans verður gerð frá Sel- fosskirkju mánudaginn 1. júlí nk. Árni Valdimarsson Kvedja Frændi minn, Auðunn Friðriks- son bifvélavirki á Selfossi, verður jarðsettur frá Selfosskirkju mánudaginn 1. júlí. Auðunn lést 20. júní, langt um aldur fram, en hann hafði verið rúmfastur aö mestu á sjúkrahúsinu á Selfossi frá 9. febrúar 1984. Auðunn fæddist í Reykjavík 9. ágúst 1923. hann var sonur hjón- anna Guðrúnar Auðunsdóttur sem fæddist í Kílhrauni á Skeiðum 25. t Móöir okkar, tengdamóöir og amma, ÞORUNN ARNASON, Espigeröi 2, andaöist í Landakotsspitala 28. júní. Siguröur Sigurösson, Helgi Þór Sígurösson, Sesselja Kristín Siguröardóttir, Sigurborg Siguröardóttir, Þórunn Sif Síguröardóttir. t Bróöir minn og mágur, SIGURÞÓR INGI ÓLAFSSON, bókbindarí, Hotteig 10, andaöist aö kvöldi 27. júní i Landspítalanum. AuöurÓlafsdóttir, Ásgeir Eiríksson. t Eiginmaður minn, faöir, fóstri, tengdafaöir, afi og langafi, WILHELM NORÐFJÖRÐ, Víöimel 65, Reykjavík, veröur jarösunginn frá Neskirkju þriðjudaginn 2. júli kl. 15.00. Guörún S. Noröfjörö, Árni Norðfjörö, Lilja Hallgrímsdóttir, Kjartan Noröfjörö, Auöur Aradóttir, Wilhelm Noröfjörð, Jóhanna Guöbjörnsdóttir, Einar Snorri Sigurjónsson, Edda Hannesdóttir. barnabörn og barnabarnabörn. t Maöurinn minn, faðir og tengdafaöir, SÓLMUNDUR SIGURDSSON fró Borganesi, Elliheimilinu Grund, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 2. júli kl. 10:30 f.h. Steinunn Magnúsdóttir, Kári Sólmundarson, Elín Sólmundardóttir, Þórdís Sólmundardóttir, Maríus Arthúrsson, Siguröur Sólmundarson, Auður Guðbrandsdóttir, Magnús Sólmundarson, Karen Jónsdóttir. t Móöir okkar, MAGNFRÍÐUR ÞÓRA BENEDIKTSDÓTTIR, Bakkageröi 10, veröur jarösungin frá Bústaöakirkju mánudaginn 1. júlí kl. 13.30. Guörún Guömundsdóttir, Sigurður Guömundsson, Erla Guðmundsdóttir, Hreiðar Guðmundsson, Marinó Guömundsson. t Móöir okkar og tengdamóöir, GRÍMA ÞURÍÐUR GUDMUNDSDÓTTIR, Strandgötu 17, Patreksfiröi, veröur jarösungin frá Patreksfjarðarkirkju þriöjudaginn 2. júlí kl. 14.00. Gríma Sveinbjörnsdóttir, Haraldur Jónsson, Kópur Sveinbjörnsson, Rannveig Árnadóttir, Jónas Sveinbjörnsson. t Móöir mín, GUÐRÚN B. DANIELSDÓTTIR frá Hvammstanga, Dalbraut 27, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 2. júlí kl 13.30. Hlíf Svava Hjálmtýsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, VILHJÁLMUR KRISTJÁNSSON, sem andaöist 21. júní veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 2. júlí kl. 14.30. Hugborg Þorsteinsdóttir, börn og tengdabörn. t Útför eiginmanns mins, fööur, tengdaföður og afa, ÞÓRARINS SVEINSSONAR framkvæmdastjóra, Bergstaóastræti 82, fer fram frá Frikirkjunni í Reykjavík þriöjudaginn 2. júli kl. 13.30. Þeir sem vilja minnast hins látna vinsamlega láti Minningarsjóö Fríkirkjusafnaöarins eöa líknarsjóöi njóta þess. Ingibjörg Árnadóttir, Árni Þórarinsson, Steinunn Þórarinsdóttir, Jón Ársæll Þóröarson og barnabörn. t Þökkum innilega sýnda samúð og hlýhug viö fráfall og útför GUNNJÓNU VALDÍSAR JÓNSDÓTTUR. Rósmunda G. Jónsdóttir, Halldóra Karlsdóttir, Viöar Gestsson, Rósa Karlsdóttir, Helgi Hallsson, Katrín Karlsdóttir, Jón Óttarr Ólafsson, Eymar Karlsson, Sigríöur Guömundsdóttir, Guórún Karlsdóttir Watt, Óttar Karlsson, Ingibjörg Sæmundsdóttir, og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.