Morgunblaðið - 30.06.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.06.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚNl 1985 37 annast alls kyns viðgerðir, geta tjaldað, veitt og stjórnað klapp- liði. Sumt af þessu er ekkert sér- lega kvenlegt, en þó hefur maður stöðugt á tilfinningunni að mað- ur sé eini kvenmaðurinn í lífi strákanna," segir Jan Anderson, en hún á fjóra stráka. Kathy Cusack segist alltaf hafa gengið í gallabuxum þang- að til hún eignaðist þriðja strák- inn. „Þá greip mig einhver óskiljanleg löngun til að verða kvenlegri og ganga í pilsi og eftir það hef ég ekki litið við galla- buxum.“ Mæðurnar sem við var rætt höfðu ekki mikla trú á, að þær gætu alið upp ljúfa menn sem myndu hafa það hlutskipti að styðja við bakið á afburðakonum á komandi tímum. „Uppeldi á strákum snýst um matseld, þvotta, óhreinindi og gaura- gang,“ segir Kathy Cusack. „Þegar strákarnir voru litlir reyndi ég allt þetta sem þá var á döfinni og átti að jafna allan mun á hegðun stráka og stelpna. Ég gaf þeim dúkkur, reyndi að koma þeim í mömmuleik og hafa þá fína. Það tókst bara ekki.“ kvenna sé ekki eins afmarkað og karla. „Stelpur geta gengið í alls kyns fötum," segir hann. „Þær geta verið í gallabuxum, pilsi og kjól. Strákar geta ekki verið í pilsi eða kjól og þeir geta ekki valið úr öllum litum eins og stelpur. Stelpur geta leikið sér að hverju sem er. Strákar geta átt dúkkur en alls ekki Barbie- dúkkur. Börnum verður fljótlega ljóst hvað er karl og hvað er kona. En það er greinilegt að karlmenn eiga að einbeita sér að afmörkuðum sviðum en konum eru ekki slíkar skorður settar. Ég held að Freud hafi átt við þetta þegar hann varpaði fram spurningunni: „Hvað vilja kon- ur?“.“ En þrátt fyrir allt leyfist stúlkum ekki að beita árásar- girni. Dr. Lewis segir frá könnun sem gerð var á 10 ára gömlum skólabörnum. Þar kom fram að þægar telpur sýndu aldrei fjandskap, en drengir gátu verið hvort tveggja í senn — þægir og fjandsamlegir. Hvaða afleiðingar hefur það fyrir telpur að fá ekki útrás fyrir reiði og heift? Dr. Lewis segir að D ólíkari en móðirin heldur í upphaflegri bjartsýni sinni Önnur kona segir að það hljóti að koma í hlut tengdadætranna að bæta úr því sem mistókst við uppeldið. Sérfræðingar virðast hafa komizt að svipaðri niðurstöðu og mæður. Dr. Gloria Friedman er sálfræðingur og þriggja barna móðir. Hún segir: „Þegar maður virðir fyrir sér drengi og telpur fer ekki hjá því, að maður sjái mikinn mun á atferli þeirra og háttum. En er þessi munur með- fæddur eða orsakast hann af ytri aðstæðum? Um þetta höfum við ekki ennþá komizt að niðurstöðu en þær kröfur sem eru gerðar til einstaklinganna eru ævinlega þyngri á metunum en meðfæddir eiginleikar. Allt frá fyrstu stundu meðhöndlar móðirin stúlku á annan hátt en dreng. Slíkt er svo samslungið okkar menningu að við getum ekki komizt hjá því. En það er ekkert athugavert við það. Við eigum að ala börnin upp samkvæmt kröf- um þess samfélags sem þau eiga að lifa og starfa í.“ Michael Lewis er annar sér- fræðingur í uppeldismálum. Hann segir, að forvitnilegt væri að vita hvort börn myndu laga sig að ákveðnum kynhlutverkum ef slíkt væri lítils virði í samfé- lagi okkar. „En það er ekki lítils virði í samfélagi okkar. Kynhlut- verkið skiptir okkur miklu máli frá fyrstu tíð.“ Michael Lewis á tvö börn, dreng og telpu. Hann viðurkenn- ir að erfiðara sé að ala upp telp- ur en drengi og telur að ástæðan sé sú, að þeim sé kennt að halda aftur af árásargirni sinni. Þá telur hann það einnig skipta máli í þessu sambandi, að hlut- verk kvenna sé að ýmsu leyti óljóst. —„En strákum lærist hins vegar fljótt hvað felst í því að vera karlmaður og þeir fá einnig útrás fyrir árásargirnina í öllum sínum margbreytileika." Lewis bendir jafnframt á að telpur hafi um fleira að velja en drengir af því að hlutverk þær verði vælugjarnar fyrir bragðið. „Þær verða að fá útrás á annan hátt. Þær eru ekki eins beinskeyttar og strákarnir og reyna að fara í kringum hlut- ina.“ Dr. Lewis segir að mergurinn málsins sé sá, að kvenhlutverkið sé ekki eins skýrt afmarkað og hlutverk karlmanna og þess vegna þurfi konur að heyja harð- ari baráttu. Hins vegar fái þær ekki eins mikla útrás og karl- menii og þurfi því að leita ann- arra leiða. Þess vegna verða kon- ur oft klókar og út undir sig, — segir hann. Er nokkur von til þess að breyting verði hér á. Gloria Friedman segir: „Flestar konur vilja að synir þeirra verði karl- menn. Þess vegna verða þeir ekki eins sjálfstæðir og systur þeirra, a.m.k. ekki við venjulegar fjölskylduaðstæður." Hún bætir því þó við að ýmsar breytingar hafi þegar orðið. „Þegar ég var ung sá ég aldrei stóra og stælta karlmenn með smábörn í fanginu. Ég á rúmlega tvítugan son og hann vill eignast konu sem geti borið ábyrgð til jafns við hann. En við verðum að átta okkur á því að samfélags- breytingar gerast ekki í skjótri svipan heldur eru þær hægfara. Sannleikurinn er sá að væntan- lega verða að efnahagsaðstæður framar öllu öðru er knýja fram breytingar hjá karlmönnum. Ef til vill höfum við mæður farið skakkt að. Ef við hefðum veitt drengjunum meira valfrelsi og leyft stelpunum að fá meiri útrás fyrir reiði og árásargirni hefðu hlutverkin kannski þegar snúizt við. Þá sætu strákarnir fínir og brúðir í barnaafmælum, en stelpurnar dunduðu sér við byssuleiki. En viljum við það? Hvað viljum við eiginlega? Louise Lague er rithöíundur og móðir treggja drengja. Greinin birtist upphaílega í New York Tim- es Magazine. Oley! ... Nei, Óli Gaukur, Svanhildur og senor Hannes drífa sig meö þann 8. júlí, fjallhress aö vanda. Gítarinn og raddböndin veröa í góöri þjálfun. Já, komdu með til Mallorca þann 8. júlí, þú sérö ekki eftir því. Verö frá kr. 24.600. Oley! ... Nel, Oli! OTCONTHC BEINTDAGFLUG FERÐASKRIFSTOFA. Iftna&whúsmu Hallvwgarttígl.Sfaiiaí 28588og28580 © EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI FYRIR SACHS HÖGGDEYFA SACHS Fichtel & Sachs verksmiöjurn- ar vestur-þýsku eru leiðandi framleiðendur á gas- og olíufyllt- um höggdeyfum í allar helstu tegundir evrópskra og japanskra bifreiða. Hjá Fichtel & Sachs sitja gæðin í fyrirrúmi, enda nota Mercedes Benz, BMW, SAAB, Volvo og nær 40 aðrir vandfýsnir bifreiða- framleiðendur Sachs höggdeyfa f bifreiðar sínar. Eigum fyrirliggjandi höggdeyfa í algengustu gerðir evrópskra og japanskra fólksbíla. ÚTVEGUM MEÐ STUTTUM FYRIRVARA ALLA FÁANLEGA HÖGGDEYFA (FÓLKS-, VÖRU- OG LANGFERÐABIFREIÐAR. ÞEKKING - REYNSLA - ÞJÓNUSTA FÁLKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 91-84670
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.