Morgunblaðið - 30.06.1985, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.06.1985, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚNl 1985 9 HUGVEKJA J>ar rúmast allir inni“, stendur i sálm- inum þeim. Hinir trúarveiku eiga þar heima, — og efasemdamennirnir einnig. Hinir djúphugsuðu sitja þar á sama bekk og börnin. Valdsmenn og um- komuleysingjar takast í hendur. Engum er úthýst, sem lýtur undri lífsins í lotn- ingu og þökk. “ „Það rúmast allir inni“ - eftir séra HEIMI STEINSSON Ekki alls fyrir löngu fór fram skoðanakönnun, er leiddi í ljós, að íslendingar hafa næsta já- kvæða afstöðu til trúarlegra verðmæta almennt. Sama könn- un gaf til kynna, að traust til kirkjunnar sé ríkjandi í hugum fólks hér á landi. Þessar niðurstöður voru fyrir margra hluta sakir gleðilegar. Vitaskuld hlutu þeir menn að fagna er með sérlegum hætti hafa gengið kirkjunni á hönd, gjörzt vígðir þjónar hennar ell- egar tekið upp nokkra iðju áþekka innan vébanda kirkjunn- ar. En umræddar upplýsingar voru jafnframt ánægjulegar í yf- irgripsmeiri skilningi en þessu nemur. Auðvelt var að túlka þær þannig, að íslendingar gangi andlega heilir til skógar, jafnvel umfram það, sem gjörist í ýms- um afkimum heimskringlunnar öðrum. Nú skyidi enginn hampa könn- unum sem þessum úr hófi fram. Ekki voru menn broslausir með öllu andspænis ofangreindum tíðindum né öðrum, er téð könn- un opinberaði. Það er ekki sak- næmt að brosa, — reyndar öllu fremur heilnæmt. En þótt við brosum í þessu tilviki er ekki sagt að við vísum niðurstöðum könnunarinnar á bug með öllu, enda ekki líklegt, að neinn hafi burði til þess. Kirkjuleg trú Þá er því reyndar við að bæta, að kirkjunnar þjónar höfðu ekki tilefni til að gleðjast úr hófi fram vegna þessa máls. Fleira kom nefnilega fram en það eitt sem ég hef nefnt. Svo vr að sjá sem hinir trúhneigðu íslend- ingar, er bera ríkulegt traust til kirkju sinnar, væru þess lítt áskynja, hvert er átrúnaðarefni þeirrar kirkju samkvæmt játn- ingum og öðrum skilgreiningum. Að minnsta kosti létu sömu menn trú sína í ljós með öðrum orðum og myndum en kirkjan að jafnaði gjörir ráð fyrir. Hið síðasttalda var reyndar unnt að vefengja, engu miður en ýmislegt annað í þessari skoðanakönnun og öðrum. Ekki var öldungis víst að allir fengju skilið sérhverja spurningu. Vafi gat og leikið á því að hver og einn væri fær um að tjá innstu trúarsannfæringu sína ljóslega. Eitt er nefnilega að eiga sér innri helgidóm, trú við hjarta- rætur. Allt annað er að gjöra grein fyrir þeirri trú með þeim hætti, að spyrjandi og aðspurður skilji hvor annan. Sjálfur þekki ég til trúarreynslu, sem ég tæp- ast áræði að orðfæra við nokk- urn mann. Hef ég þó varið meira en hálfri ævinni til þess öðru fremur að tjá trú mína og ann- arra með skiljanlegum orðum. Fleiri menn, með áþekkan feril að baki, geta sagt sömu sögu. Allt að einu er ekki ástæða til að draga í efa að þekking manna á kirkjulegri trú sé minni en nemur trúarþeli og vinsemd í garð kirkjunnar. Þetta hlýtur ís- lenzka Þjóðkirkjan að taka til athugunar, hversu nýtileg sem viðbrögð hennar að öðru leyti kunna að verða. Er trúin heilsulind? Spurt er: Stenzt sú tilgáta að framangreind afstaða Islend- inga vitni um andlegt heilbrigði? Svarið er jákvætt: Trúarleg afstaða til lífs og tilveru er hverjum manni holl. Hún gæðir vegferðina endilanga innihaldi og tilgangi. Maðurinn er trúvera. Hann verður ekki hamingjusam- ur nema eðlislægri trúhneigð hans sé fullnægt með einhverj- um þeim hætti, er að gagni má koma. Sagan sýnir, að þegar reynt er að kefja trúarþörf mannsins, brýzt hún út í nýjum myndum, oftsinnis næsta afkáralegum. Trúin er þannig heilsulind, uppspretta lífsfyllingar. Iðkun trúarinnar er líkust áveitukerfi, sem vökvar garðblett sálarinnar, hleypir grósku í tún og engi hihs innra manns. Er afstaða íslendinga fullnægjandi? Sú spurning, sem þessi milli- fyrirsögn hefur að geyma, er út í hött. I trúarefnum er ekkert fullnægjandi, — og allt full- nægjandi. Hið síðarnefnda birtist í vel þekktum orðum Jesú um guðs- ríkið og börnin. Þú þarft ekkert að hafa fyrir þeirri lífsfyllingu sem Jesús nefnir „guðsríki". Þér er ekki annar vandi á höndum en sá einn að opna hug þinn í lotn- ingu og veita návist Guðs við- töku, — eins og barn sem tekur við gjöf en spyr einskis. Kunn- átta er ekki nauðsynleg, einungis þakkarhugur andspænis gjafar- anum allra góðra hluta. Hið fyrrnefnda er kunnugt hverjum þeim, sem fer að hyggja að trú sinni. Þú getur aukið trú þína, auðgað hana og dýpkað endalaust, ævina á enda. Alls kyns kunnátta er gagnleg, hvers konar þekking nýtist. Brunnur trúarlífsins er ótæmandi. Ef þú því hefur hug á að ausa af heilsulind trúarinnar, er þér ráðlegt að gjöra hvort tveggja, vera einkar lítillátur og kröfu- laus fyrir sjálfs þín hönd, — en kynna þér jafnframt þann trú- arheim, sem Jesús Kristur hefur opinberað mönnunum, — kynna þér þá undraveröld og leggja rækt við hana. Jesús Kristur er nefnilega fullkomnari trúarinnar. Það vit- um við öll, hversu lítið sem við annars kunnum að vita. Þú eignast heilsusamlegt trú- arlíf með því að lesa heilaga ritningu, iðka bænina og taka þátt í guðsþjónustu þeirrar kirkju, sem Jesús Kristur stofn- aði á jörðu. Ávöxtur Prestastefnu 1985 Fyrir fáum dögum lauk Prestastefnu. Þar var rætt í þrjá daga samfleytt um nokkur grundvallaratriði kristinnar trú- ar. Til viðmiðunar höfðum við dálítið rit, sem ég gat um á sunnudaginn var. Ritið hefur að geyma tilraun til að skilgreina kristna trú með þeim hætti, að allar kirkjur veraldar finni þar þann trúararf, sem þær kannast við. Á þessum fundi lögðumst við öll á eitt, konur og karlar í prestastétt íslenzku Þjóðkirkj- unnar. Við gjörðum okkar bezta til aö skilja og skilgreina. í raun og veru komumst við hreint ekki svo skammt. Enda lét enginn sitt eftir liggja. Það kom í ljós, að við vorum hópur sem reyndist allvel fær um að taka á málum. Eftir er síðan að vita, hvort frammistaða okkar var full- nægjandi. Vera má, að við höf- um í mörgufalli líkst þeim sam- borgurum okkar, sem tjáðu sig í áður nefndri skoðanakönnun: Traust okkar til kirkjunnar er óhaggað, — íslenzku Þjóðkirkj- unnar — og heimskirkjunnar. Trúarþel okkar beið áreiðanlega heldur enga hnekki þessa daga, — þvert á móti. En vandalaust mun að finna einhvern þann mælikvarða, er leiðir f ljós, að svör okkar voru takmörkuð og tæp. Þá kemur aftur að orðum Jesú um guðsríkið og börnin. And- spænis leyndardómi lífs og ei- lífðar, tilgangs og veruleika, eru allir menn jafnir, lærðir og fá- kunnandi, ríkir og snauðir, ungir og gamlir. Þar gildir lotningin ein, — og þakklætið fyrir að fá að vera til og eiga Guð, sem elsk- ar öll sín börn. Þetta hið síðast talda skynjuð- um við áreiðanlega á Presta- stefnu hvert og eitt, án undan- tekningar. Heilsulindin streymdi. Áveitukerfið var virkt. Kirkja, þing og þjóö Alþingi gjörði Prestastefnu þann heiður að bjóða til kaffi- samsætis fyrsta dag stefnunnar. Þar var þess m.a. minnzt, sem forseti Sameinaðs Alþingis vék að í þinglausnaræðu fáum dög- um fyrr: Senn eru liðin þúsund ár frá því að lind Krists tók að streyma frá Lögbergi út yfir fs- land allt. Þessi minning varðar Alþingi Islendinga eigi síður en Þjóð- kirkjuna. Alþingi setti þau hin merkustu lög í sögu þjóðarinnar, sem þingforsetar réttilega nefna svo og lýst var við Kristnitökuna árið 1000. Kirkja fslands og Alþingi hafa enda átt samleið á öllum öldum og eiga enn. Þetta er ekki að undra. Báðar eru þessar stofnan- ir fyrst og fremst samnefnarar þjóðar, sem í nærfellt tíu aldir hefur skírt börn sín í nafni guðs föður, sonar og heilags anda, — og lotið hinu fornkveðna, að „með lögum skal land byggja". Kirkja, þing og þjóð eru þann- ig í vissum skilningi þrjú orð, sem tákna einn og sama veru- leikann. Þessi veruleiki er altæk- ur: Löghlýðni einstaklinga er misjöfn. Trú okkar er löngum brotasilfur og þekkingin í mol- um. En til er sálmur, sem kveð- inn er um kirkju þings og þjóðar og veitir útsýn til kirkju heims- ins, kirkju hins krossfesta og upprisna Drottins Jesú Krists: „Þar rúmast allir inni,“ stend- ur í sálminum þeim. Hinir trúar- veiku eiga þar heima, — og efa- semdamennirnir einnig. Hinir djúphugsuðu sitja þar á sama bekk og börnin. Valdsmenn og umkomuleysingjar takast í hendur. Engum er úthýst, sem lýtur undri lífsins í lotningu og þökk. Niöurlag á miöju sumri Það er heilagt hlutverk krist- innar kirkju á Islandi að gjöra þessa hugsun að veruleika við hjartarætur hvers einasta mannsbarns, er býr hér úti í haf- inu. Heilsusamlegar Presta- stefnur eru því aðeins til gagns og raunar því aðeins réttlætan- legar yfirleitt, að frá þeim stafi lífgefandi birtu kirkjulegrar trú- ar til allra þeirra er landið byggja. Forystumenn þjóðar þarfnast þessa innra ljóss, þeir sem á Al- þingi sitja, — og ótaldir aðilar aðrir. Þjóðin öll situr heima með þörf sína og bíður þess, að þörf- inni verði fullnægt. Landsmenn treysta kirkjunni. Miklu skiptir að kirkjan ekki bregðist því trausti. Látum við þau orð lenda á björtu miðsumardægri. Hér verður nú gjört hlé á hugleiðing- um frá minni hendi um sinn. Hafið þökk fyrir vinsamleg við- brögð undangengna fjóra mán- uði, lesendur góðir. Hittumst heil á siðum Morgunblaðsins að úthallanda sumri. SÖLUGENGI VERÐBRÉFA 30. júní 1985 Spadstaitelnl oj happdiœttislan ntssjoðs Söluqeoai Avöxlun- Dagafjöldi Áf-flokkur pr. kr.100 arkrafa til innl.d. 1971-1 21.323.92 7,50% 75 d. 1972-1 19115,56 7,50% 205 d. 1972-2 15.400,72 7,50% 75 d. 1973-1 11.221,06 7,50% 75 d. 1973-2 10.592,43 7,50% 205 d. 1974-1 6.800,76 7,50% 75 d. 1975-1 5.575,06 7,50% 190 d. 1975-2 4.149,84 7,50% 205 d. 1976-1 3.791,01 7,50% 250 d. 1976-2 3.088,44 7,50% 205 d. 1977-1 2.726,15 7,50% 265 d. 1977-2 2 346.82 7,50% 70 d. 1978-1 1.848,49 7,50% 265 d. 1978-2 1.499.21 7,50% 70 d. 1979-1 1.256,81 7,50% 235 d. 1979-2 972.84 7,50% 75 d. 1980-1 838,03 Innlv. t Seötab 15.04.85 1980-2 672,70 7,50% 115 d. 1981-1 572,77 7,50% 205 d. 1901-2 410,21 7,50% 1 ár 105 d. 1982-1 391.36 7,50% 241 d. 1982-2 297,49 7,50% 91 d. 1903-1 227,38 7,50% 241 d. 1983-2 144,40 7,50% 1 ár 121 d. 1984-1 140,61 7,50% 1 *r 211 d. 1984-2 133.48 7,50% 2 ár 70 d. 1984-3 129,01 7,50% 2 ár 132 d 1905-1 115,88 7,50% 2 ár 190 d. 1975-G 3.434,42 8,00% 151 d. 1976-H 3.174.68 8,00% 270 d. 1976-1 2.408,12 8,00% 1 ár 150 d. 1977-J 2.155,94 8,00% 1 ár 271 d. 1981-1FL 453,17 8,00% 301 d. 1WS-1SÍS 88,20 10,70% 4 ár 271 d. Veðskuldabref-Teiðtiyggð Lánst 2 afb áári Nafn- vaxtir HLV Söiugangi m.v. méam. ávöxtunar- kröfu 1 ár 2ár 3ár 4 ár 5ár 6ár 7ár 8ár 9 ár 10 ár 4% 4% 5% 5% 5% 5% 5% 5% 5% 5% 12% 14% 10% 95 91 90 88 85 83 81 79 78 76 93 90 87 84 82 79 77 75 73 71 92 88 85 82 78 76 73 71 68 66 Nytt a Teiðbietamarkaði IB 19B5-1 1N 10 ára Afb 10. GD: 1012. NV: 2% Avöxtunarkrafa: 10% 11% 12% ÍMuganglpr kr.100: 78,19 75,30 72,59 Veðskuldabrét - óverðtiyjjð SömQangimv Lánst 1 afbaari 2 afb áári 20% 28% 20% 28% 1 ár 2ár 3ár 4ár 5ár 79 66 56 49 44 84 73 63 57 52 85 73 63 55 50 89 79 70 64 59 Þú œttir að kaupa KJARABRÉF • Þú íœrð hámarksávöxtun en tekur lágmarks áhœttu. • Þú getur innleyst kjarabréíin hjá Verðbréíasjóðnum með nokkurra daga íyrirvara. • Þú lœtur sérírœðinga í verðbréíaviðskiptum vinna íyrir þig. • Þú sparar tíma og fyrirhöln. • Þú veist alltaí hvert verðgildi kjarabréíanna er, vegna daglegrar gengisskráningar þeirra. • Nafnverð kjarabréíanna er kr. 5.000 og 50.000. Þannig geta allir verið með. Kjarabréfin eru handhafabréí. Vcrðbréfamarkaönr Fjárfestingarfélagsins Fjárhúsinu, Hafnarstræti 7. 101 Reykjavík, sími 28566.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.