Morgunblaðið - 30.06.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.06.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1985 fHwgtn Utgefandi rxMúftitfo hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 360 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 30 kr. eintakiö. Landsvirkjun 20 ára AmorKun, mánudafíinn 1. júlí, eru 20 ár liðin frá því að Landsvirkjun tók formlejía til starfa. Þennan dag 1965 ^ekk í {íildi sameifínarsamn- ingur ríkisins og Reykjavík- urborgar um rekstur fyrirtæk- isins og tók það þá við rekstri Sogsvirkjunar og fleiri eifína úr höndum eignaraðila. Til- fíanfíurinn með stofnun Landsvirkjunar var að lefífíja fírundvöli að fyrirtæki, sem hefði fjárhafislegt bolmafin til að ráðast í virkjun Þjórsár við Búrfell. Var hafist handa við þá miklu mannvirkjafterð 1966 ofi á árinu 1969 hófst orkusala til stærsta viðskiptavinar fyrirtækisins, álversins i Straumsvík, sem síðan 1970 hefur keypt um of; yfir 50% af orkuframleiðslu fyrirtækisins. Á þeim 20 árum sem Lands- virkjun hefur starfað lætur nærri að raforkuframleiðsla hér á landi hafi sexfaldast on hefur meginhluti orkuaukn- infiarinnar komið frá Búr- fellsvirkjun, Sifíölduvirkjun ofi Hrauneyjafossvirkjun, sen allar hafa verið reistar af Landsvirkjun. Næsta stór- verkefni fyrirtækisins er virkjun Blöndu. Óvíst er hve- nær því verkefni verður lokið. Ræðst það af þeim markaði sem verður fyrir íslenska raf- orku. Verði ekki um neina telj- andi orkusölu til stóriðju að ræða er talið óhætt að drafta framkvæmdir við Blöndu- virkjun og miða við að hún verði ganftsett á árinu 1991. Síðan er útlit fyrir, að orkan frá Blöndu muni næjya allt til næstu aldamóta. Fyrir tveimur árum yfirtók Landsvirkjun bytifiðalínukerf- ið frá ríkinu. Hafa öll orku- veitusvæði landsins nú verið samtenfid. Við það hefur ör- ygfíi um orkuafhendinfiu um land allt stóraukist. Við óbreyttar aðstæður virðist ekki þörf fyrir teljandi aukn- infiu flutninfiakerfisins eða aðrar fjárfestinfiar en þær, sem hefðu það að markmiði að bæta hankvæmni í rekstri raf- orkukerfisins. Eins og af þessari almennu lýsinfiu sést hefur verið vel að verki staðið hjá Landsvirkjun. Hið innra mannvirkjakerfi við orkuöflun og dreifinjiu í land- inu er öflugt ok örufoit. En menn mefia ekki láta hér stað- ar numið. Dr. Jóhannes Nor- dal, seðlabankastjóri, hefur verið stjórnarformaður Landsvirkjunar frá upphafi. í ræðu á aðalfundi fyrirtækisins í apríl síðastliðnum saRði hann, að mefiinmarkmið hinn- ar miklu uppbyfiflinfíar væru þessi: „Annars vefiar að tryfigja næjia ofi hafikvæma orku til almenninfisnotkunar og sparnaðar á innfluttri olíu, en hins vegar að sjá fyrir raf- mafini til orkufreks útflutn- ingsiðnaðar, sem nú er orðinn veifiamikill þáttur í fijaldeyr- isöflun þjóðarinnar." Nýlefiar fréttir um hátt raf- orkuverð hér á landi hafa beint athyfilinni að því, hvort fyrra markhiiðið með starfi Landsvirkjunar hafi náðst með þeim hætti að viðunandi sé. Ástæðurnar fyrir hinu háa raforkuverði eru einkum tvennar: í fyrsta lani dýr er- lend lán ofi óheillavænlefi af- skipti ríkisvaldsins af verð- lafininfiu fyrirtækisins. Þessi afskipti hafa bæði falist í beit- infiu lafiaheimilda til verð- stöðvunar ofi einnifi hinu hvernifi haldið var á málum fiagnvart Alusuisse, eifianda álversins í Straumsvík, á með- an Alþýðubandalajiið fór með stjórn orkumála. Til þeirra ára, 1978 til 1983, má einnifi rekja, hve illa hefur fiengið að ná síðara markmiðinu. Á þess- um árum var það beinlínis stefna iðnaðarráðherra að spilla fyrir samvinnu íslend- inga og þeirra erlendu fyrir- tækja, sem kynnu að hafa áhuga á að reisa hér orkufrek stóriðjufyrirtæki. Hin síðari misseri hefur verið unnið að því að bæta fyrir ár hinna glötuðu tæki- færa. Það á að efla vöxt og viðgang Landsvirkjunar með því að ná hagstæðum orku- sölusamningum við stóra kaupendur. Það á að nýta til hins ítrasta þann mikilvæga þátt verkmenntunar í landinu sem Landsvirkjun hefur skap- að. Við fyrstu stórverkefni sín þurfti Landsvirkjun að styðj- ast við erlend hönnunarfyrir- tæki og verktaka en síðustu mannvirki fyrirtækisins eru bæði hönnuð og reist af ís- lenskum hugum og höndum, eins og Jóhannes Nordal orð- aði það í fyrrnefndri ræðu. Morgunblaðið tekur undir lokaorð hennar og gerir þau að sínum, en þar segir: „Á fáum sviðum stöndum við í dag framar tæknilega í samanburði við önnur lönd en í orkumálum og eigum þar auk þess miklar auðlindir ónýttar. Það er því eðlilegt og sjálfsagt, að leitað sé allra hagkvæmra leiða til að beisla þetta hvort tveggja til áframhaldandi uppbyggingar á komandi tím- um. Það hlýtur að verða markmið Landsvirkjunar að gegna hlutverki sínu á þessu sviði sem best, hér eftir sem hingað til.“ að er gæfa íslendinga hvað þeir hafa átt marga góða listamenn. Margir þeirra hafa ver- ið hlutgengir á erlend- um vettvangi. Þessir mikilvægu boðberar ís- lenzkrar menningar eru sá bakhjarl sem við getum ekki án verið. Þeir eiga rætur í gamalli og gróinni menningarhefð. Margir þeirra hafa afl- að sér þekkingar erlendis og breytt utanaðkomandi áhrifum í eftirminni- lega íslenzka reynslu. Einn þessara manna var Sigurjón Ólafsson, myndhöggvari. Lífsstarf hans er í senn mikilvægt og uppörvandi. Þeir Ásmundur Sveinsson voru verðugir arftakar Einars Jónssonar. Þeir voru nýskapendur. List þeirra var í andstöðu við hefðbundna klassíska myndsköpun en það er einmitt úr andstæðum og mót- sögnum sem vaxtarsprotinn vex og nýr gróður teygir sig inn í framtíðina. Nú eru liðin 40 ár frá því Sigurjón fluttist á Laugarnestangann og það er rétt sem Birgitta Spur ekkja hans segir í samtali í Lesbók að flestir Reykvík- ingar sem komnir eru til vits og ára eiga bágt með að hugsa sér Laugarnestang- ann án tengsla við Sigurjón, húsið hans og verk hans. „En hann vildi vera í ná- lægð við sjó og fjöru,“ segir Birgitta, „og óvíða er fjaran fegurri en einmitt þarna." Nú býr Birgitta Spur í íbúð þeirra hjóna, en bæði þar og í vinnustof- unni eru 160 verk eftir Sigurjón. Utan dyra eru nokkrar höggmyndir. Ekkja Sigurjóns segir að ástand hússins sé með þeim hætti að suðurhliðin sé að kalla má ónýt og heldur ekki vatni. Þak- ið er illa farið og þarfnast endurnýjun- ar. Hún segir að áætlað sé að það kosti 500 þús. krónur að bæta úr þessu ásamt því að setja gler í glugga og sjá þar með til þess að verkin liggja ekki undir skemmdum. En hún hefur ekki bolmagn til að gera það sem gera þarf enda þótt hún hafi lagt sig í framkróka um að lagfæra það sem brýnasta nauðsyn krafði. „Ég hygg að flestir séu sammála um að æskilegast sé að varðveita þenn- an stóra hluta af lífsverki Sigurjóns þarna á staðnum,“ segir ekkja hans í samtalinu. Þar mælir hún fyrir munn allra þeirra sem vilja varðveita eins og kostur er þann merka þátt lista- og menningarsögu okkar sem verk Sigur- jóns eru. Við eigum að leggja okkur fram um að sú von Birgittu Spur geti rætzt „að vinnustofa Sigurjóns fái að standa með þeim ummerkjum sem þar eru, þ. á m. verkfærum hans, og þetta hús geti áfram orðið rammi utan um þær myndir hans sem eftir eru hér.“ Hún vill að í vinnustofu Sigurjóns verði unnið áfram að einhverju lifandi starfi, þar verði áfram listviðburðir sem út- heimta ekki mikið rými. Hugmynd hennar er að þar megi flytja kammer- músík og leiklistarhópar geti sýnt þar ef svo ber undir. Allt í umhverfi Sigurjóns sjálfs. Hún leitaði eftir fjárveitingu hjá ríki og borg, sótti um 250 þúsund krónur hjá hvorum aðila, en umsókn barst því miður of seint til að komast í fjárlög ársins í ár. Vonandi taka þessir aðilar, ríki og borg, sig saman í andlitinu og veita ríflegan styrk til varðveizlu á húsi listamannsins og umhverfi hans. Nú hefur verið stofnað Listasafn Sig- urjóns Ólafssonar, reglugerð samin, til- gangur þess skýrður: Að varðveita og hafa til sýnis fyrir almenning öll lista- verk sem stofnandi leggur fram, svo og önnur listaverk sem safnið kann að eignast; að koma listaverkum Sigurjóns Ólafssonar á framfæri við almenning með sýningum, bókaútgáfu og á annan hátt; loks að reka sýningarsal og skylda starfsemi, sé þess kostur. Undir þetta tók Myndlistarþing 1985 og hér skal áréttaður stuðningur við varðveizlu á lífsstarfi eins merkilegasta myndlist- armanns landsins fyrr og síðar. Margir strengir Sigurjón Ólafsson var fjölhæfur lista- maður. Hann gat unnið raunsæisverk þótt hann væri formbyltingar- og fram- úrstefnumaður. Sigurjón var allur í list sinni. Hann var eftirminnilegur per- sónuleiki eins og hún. Saman voru þeir Ásmundur Sveinsson og Sigurjón Ólafsson mikilvægir fulltrúar samtíma okkar og myndlistar. Báðir urðu fyrir áhrifum frá vísindum og tækni, Ás- mundur þó öllu meir. Verk þeirra beggja bera þekkingarleit nútímans stórmannlegt vitni. Þeir voru hugsuðir á vegum lista og tækni, en hún er eitt af undrum nútímans. Það er í vísindin sem við höfum sótt afl til betra lífs. í upp- hafi er draumurinn, ævintýrið. Listin. Vísindin og þekkingin breyta þessum draumi í veruleika. Það vissu þeir báðir, Ásmundur og Sigurjón, og má oft sjá það í verkum þeirra. Nú stendur yfir sýning í Listasafni Alþýðusambands íslands á verkum eftir Sigurjón Ólafsson. Hún er haldin í því skyni að kynna styrktarsjóðinn og einn- ig til að minna á þau verk sem geymd eru í húsi Sigurjóns á Laugarnestanga. Meðal þeirra verka sem eru á sýning- unni eru sum síðustu verkefni hans. Birgitta Spur á þakkir skilið fyrir frumkvæði sitt og dugnað. Sýningar- skráin, sem hún hefur sjálf séð um, er stór og athyglisverð bók, 230 blaðsíður. Þar eru myndir af um það bil 100 verk- um og skýringar á þremur tungumálum. Auk þess er þar æviágarip Sigurjóns með mörgum myndum, greinar um hann; samtal. { lokin skal hér tekið undir síðustu orð Birgittu Spur í fyrrnefndu Lesbók- arsamtali: „Ég vona að ráðamenn beri gæfu til að meta að verðleikum hvílík perla Laugarnesið er. Þar eru fornminj- ar í jörðu og merkilegt lífríki við ströndina, að ógleymdri náttúrufegurð- inni sem er einstök. Ef ekki verður sax- að meira af Laugarnesinu undir skemm- ur og malbik, þá er hér svæði sem gæti orðið Reykjavíkurborg það sem Svea- borg er Helsingfors, Hövikodden er Oslo og Luisiana er Kaupmannahöfn. Borg- aryfirvöld ættu að gefa borgarbúum Laugarnesið í afmælisgjöf á 200 ára af- mæli borgarinnar á næsta ári.“ Og þad vard sól Og þá er bezt að slá botn í þessa um- fjöllun með tilvitnun í stutta samtals- grein sem bréfritari skrifaði um Sigur- jón Ólafsson og birtist í Morgunblaðinu 18. október 1958: Sigurjón sagði: „Mér þykir skemmtilegt að gera and- litsmyndir af mönnum, sem hægt er að segja um, að séu sérstæðir persónuleik- ar. Það er gaman að reyna að rýna dálít- ið „inn í þá“ og setja svo niðurstöðurnar af „rannsókninni" í andlitsdrættina. En fyrsta skilyrðið til þess að myndin tak- ist er: að fyrirmyndin sé sterkur per- sónuleiki. Það gerir ekkert til, þótt hún hafi aðra lífsskoðun en ég. Ég geri t.a.m. ekki ráð fyrir, að það megi lesa út úr svip sr. Bjarna, að ég trúi ekki á fram- haldslíf, en vonandi má einhvers staðar sjá, að hann gerir það...“ „Loks komum við að lítilli andlits- mynd af sr. Friðrik: „Ég hitti hann oft í Gothersgötu á stríðsárunum," segir Sig- urjón. „Það var á þeim tíma sem hann var tóbakslaus, alveg voðalegt að sjá hann, ég hélt hann ætt’ekki langt eftir. Eitt sinn gekk ég til hans og spurði, hvort ég mætti gera af honum mynd: — Jú, vel’komið, sagði hann. Hvenær á ég að koma? Ég sagði honum það. Síðar gat ég útvegað honum tóbak — og ekki held ég þú getir séð neinn þjáningarsvip á „portrettinu". Ég var að lesa kafla úr endurminningum Montgomerys mar- skálks í Politiken nú um daginn. Hann segir frá því, þegar Churchill bauð hon- um heim í fyrsta skipti. Þegar ég hugsa um sr. Friðrik, rifjast þessi saga upp fyrir mér: Churchill spurði, hvað mar- skálkurinn vildi drekka með matnum. Hann svaraði: Ekkert. Ég hvorki reyki né drekk — ég er 100%. Þá svaraði Churchill: — Ég bæði reyki og drekk — og er 200%. Skemmtilegt hjá gamla manninum, finnst þér ekki?“. í þessu slógust tveir aðkomumenn í hópinn. Annar benti Sigurjóni á, að Listamannaskálinn væri hriplekur: Sjáðu, sagði hann, hvernig rigningin lekur niður á gólf. Sigurjón lét sér fátt um finnast. „Það gerir ekkert," sagði hann, „ég er vanur leka“. Svo stakk hann höndum í vasann og gekk inn á mitt gólfið, leit upp í loftið og sagði lágt: „Það verður víst engin sól.“ Ljóð og átök Það er með ólíkindum hvernig ljóðið getur beðið síns tíma. Af þeim sökum m.a. eru einræðisherrar hræddir við bækur. Ljóð sem flestir voru búnir að gleyma getur skotið upp kollinum hvar og hvenær sem er og þá getur það lifað betra lífi en nokkurn tíma áður. Ótrú- legustu aðstæður geta kallað ljóðið fram í dagsljósið. Þetta vita einræðis- seggir og þeir verða hræddir. Þeir vita að það er ljóðlist í hverjum manni, ekki síður en t.a.m. tónlist. Það þarf einungis að kalla hana fram, rækta hana. Og svo einkennilegt sem það er á ljóðið auð- veldast með að blómstra við erfiðar að- stæður. Þetta sjáum við í eigin þjóðlífi þegar við höfum átt undir högg að sækja. Þegar vanda og erfiðleika hefur borið að höndum hefur íslenzka þjóðin horfið til ljóðsins, sótt styrk sinn í það; í þá veröld sem veitir skjól við stundlega erfiðleika. Bæði í Njálu og Sturlungu er sagt frá stórdeilum út af kveðskap, jafnvel manndrápum. Svo mikilvæg var ljóðlist þá talin. Hvergi er ljóðið sterkara nú um stundir en í einræðis- ríkjum, ekki sízt Sovétríkjunum. Þar eru menn handteknir, jafnvel sendir í Gúlagið vegna ljóða sinna. Merk skáld hafa gengið þar í jörðina, horfið; hafa ekki einu sinni fengið númeraða plötu á leiðið sitt. Þó er venja að setja slíka plötu á tréstaur í kirkjugörðum Gúlags- ins og stendur hún eitt ár eða svo. Fang- arnir hafa reist samfanga sínum þar einn trékross sem fengið hefur að standa. Það er yfir skáldið Galanskov. Rússneskur ljósmyndari sem býr í París og er orðinn íslendingum vel kunnur, Sichov, komst fyrir nokkrum árum í kirkjugarða Gúlagsins og tók þar mynd- ir. Þær eru eftirminnileg áminning. Sichov hefur tekið myndir af fjölda ís- lendinga sem birtast eiga í bók sem út er gefin í sumar. Myndirnar eru af kunnum íslenzkum listamönnum. Þekktasta ljóðskáld Sovétríkjanna og sá sem ýmsir telja fremstan þeirra á þessari öld, Osip Mandelstam, hvarf í Gúlagið. Hann fékk ekki einu sinni númeraplötu. En ljóð hans hafa staðið af sér öll veður, jafnvel þótt þau hafi ekki öli verið prentuð meðan hann lifði. Mandelstam varð það á að segja sann- leikann um valdhafana. Samt notaði hann ljóð sín aldrei til að segja neinn „sannleika“. En mikilvægar skírskotan- ir hans urðu of gagnsæjar fyrir félaga Stalín. Mandelstam hvarf í túndrurnar. En ljóð blómstra. Og ekkja hans skrifaði einhverja merkustu sjálfsævi- sögu þessarar aldar. Jónsmessu- næturdraumur Hverfum aftur heim til Islands. Það er ekki út í hött að hyggja að gamalli íslenzkri ljóðlist í tiíefni af sýningu Leikfélags Reykjavíkur á Jónsmessu- næturdraumi Shakespeares, afar eftir- minnilegri sýningu. Ræktað ljóðmálið varð hversdagslega lipurt í munni leik- aranna sem sýndu hvað í íslenzkri leik- list býr þegar hún vill það við hafa. I þessari sýningu tókst ekki sízt að leiða fram hversu Shakespeare gamli er nú- tímalegur og sígildur. Kaflarnir með Gísla Halldórssyni voru óborganlegir og minntu raunar stundum á leikhús fá- ránleikans. Shakespeare er einnig upp- hafsmaður nútimaleikhúss. Hann gerir MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 30. JtlNl 1985 29 REYKJAVÍKURBRÉF laugardagur 29. júní jafnvel gyss, svo að vitnað sé í gamalt bókmál, að Ovidius sjálfum, þegar hann yrkir um Pýrami og Þispu. Þar er háð- glettnin í fullkomnu jafnvægi við annað í ævintýraleiknum. Leikararnir fóru á kostum og karlmennirnir léku elskend- urna sem töluðust við í gegnum smugu á múrvegg, undir rómantísku tunglsljósi í gervi Karls Guðmundssonar. En hvaðan hefur Shakespeare fengið þetta? Jú, auðvitað frá Ovidiusi. Shakespeare var eins og Gunnlaugur Scheving sagði eitt sinn: Alæta sem listamaður. Hann færði sér allt í nyt, ekki sízt verk ann- arra, jafnvel stórmerkra höfunda eins og Ovidiusar og Plútarks. Þannig voru fornbókmenntir okkar einnig ritaðar og þannig máluðu stórmeistarar renesans- ins myndir sínar og stóru tónskáldin gengu þannig einnig hver í annars verk, svo að ekki hattar fyrir. Einn af kostum myndbandaleiga er sá að þar er unnt að fá mörg leikrit Shakespeares í frábær- um leikgerðum, m.a. Júlíus Cesar og Antoníus og Kleopatra, sem eru vaxin úr ritverkum Plútarks. Sveinbjörn Egilsson var merkur brautryðjandi. Hann var lærifaðir Fjölnismanna og eitt merkasta ljóð- skáld og menntafrömuður þjóðarinnar. Við eigum að hafa slíka menn í heiðri, ekki sízt á tímum eins og við nú lifum þegar allt er í hers höndum og gervi- tunglin með erlendu léttmeti verða ís- lenzkri þjóðmenningu æ skeinuhættari. Sigfús Daðason skáld skrifaði athyglis- verða grein í menningarblað Morgun- blaðsins ekki alls fyrir löngu. Þar bar hann fram þá skoðun sína að Sveinbjörn Egilsson hefði slegið íslandsmet í góðri þýðingu þegar hann sneri Hórasi á móð- urmáí okkar. Sveinbjörn þýddi einnig ljóð Ovidiusar um Pýramúr og Þispu á íslenzku. Þar segir m.a. svo í þeim kafla sem Shakespeare sneri út úr: .. lögðu leið orðum um litla smugu, hvísluðust óhult með hljóðskrafi. Opt stóð Pýramur annars vegar, en hins vegar hæversk Tisba; þá fann hvort úr hins munni anda ánganda að sér leggja. „Hví viltu, veggr, viðr bægja okkr, sem elskumst"? intu bæði. „Leyfðu, að líkamir (er-a lítils beðið) lim við lim leggist okkrir." „Eða, sé ofbeðið, að okkrir mætist munnar til mjúkra kossa; þér eigum þakka (þakklát skulum), að liggr leið orðum til ljúfra hlusta." Menn geta svo rétt ímyndað sér hvernig Gísli Halldórsson fór með hlutverk elskhugans! Þispa hans var einnig af karlkyni. En leikflokkurinn gríski sem sér um að skemmta fyrirfólki í Jóns- messunæturdraumi er ekki að tvínóna við að hafa karla í kvenhlutverkum, þótt ekki séu þeir beinlínis kvenstelpulegir. Og Shakespeare skemmtir sjálfum sér og okkur konunglega. Allt minnti þetta á þær uppákomur sem orðið hafa í Reykjavík út af fegurð- arsamkeppni. Gísli Halldórsson hefði sjálfsagt heldur viljað leika á móti ein- hverri fegurðardrottningunni — eða kannski fulltrúum Kvennalistans? Það má athuga það við næstu uppfærslu. En allt sýnir þetta hvað Shakespeare gamli var ungur í anda. Enn á hann jafnbrýnt erindi við okkur og áður. Það á Sveinbjörn Egilsson einnig, ekki sízt í þýðingum sínum. í tilefni af fegurðar- samkeppninni og uppákomu eftir hana má hér í lokin minna á þýðingu hans á ljóði eftir John Gay, 1820, en það er svohljóðandi: Hvað er blómfagurt hörund hjá hjartans innvortisfrið? Hvað er leikandi brún og brá blíðlyndi að jafna við? Mun vænleiksprýðin vegið fá við snilld í orði og sið? Hún getur stolizt hjartað á en hitt eitt það nemur við. Sigurjón Ólafsson var fjölhæfur lista- maður. Hann gat unniö raunsæisverk þótt hann væri formbyltingar- og framúr- stefnumaður. Sigurjón var allur í list sinni. Hann var eftirminnilegur persónuleiki eins og hún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.