Morgunblaðið - 30.06.1985, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 30.06.1985, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚNt 1086 & Kristjana Sœmunds■ dóttir — Minning Fædd 5. ágúst 1934 Dáin 14. júní 1985 Mig langar að minnast nokkrum orðum elskulegrar vinkonu minn- ar, Kristjönu Sæmundsdóttur, sem kvaddi þennan heim aðeins 50 ára að aldri. Ég sem þessar línur rita á svo margar yndislegar minningar tengdar Dídí, en svo var hún ætíö kölluð af þeim sem hana þekktu. Góð vináttubönd bundust er hún ásamt fjölskyldu sinni flutti til Hafnar í Hornafirði fyrir fimm árum. Tíminn leið, samverustundun- um fækkaði vegna brottflutnings míns og fjölskyldu minnar frá Höfn, en sambandið hélst óslitið. Dídí var orðin veik af þeim sjúk- dómi sem því miður engin lækna- vísindi kunna nein ráð við ennþá. Þurfti hún þess vegna að fara marga ferðina til Reykjavíkur. Það duldist engum sem hana þekktu hve mikið veik hún var síð- asta árið. En að hún heyrðist kvarta eða tala um sín veikindi, nei, aldrei. Hún unni öllu sem fagurt var. Hún skildi alls staðar eftir sig fagran reit hvort heldur það var úti eða inni í sálum manna. Garðurinn hennar var að verða eins og hún ætlaði sér en þó átti hún margt ógert. Heimilið var fal- legt og notalegt og er óhætt að segja að það hafi verið griðastaður vina og kunningja og ekki síst barna og barnabarna sem hún vildi helst af öllu hafa hjá sér. Dídí var ein af þeim sem enginn gleymir eftir að hafa kynnst, hún miðlaði öllu því besta sem hún átti til ástvina og vina. Hún gekk í Slysavarnafélagið á Höfn og tók þar virkan þátt í leik Aðalfundur íbúasam- taka Vesturbæjar: Lítið áunnist í málefnum eldri Vesturbæinga ÍBÚASAMTÖK Vesturbæjar héldu aðalfund sinn í Iðnó fyrir skömmu. Á fundinum var fagnað þeim árangri sem náðst hefur í umferð- armálum hverfisins, nú síðast upphækkanir á Vesturgötu sem lokið var við fyrr um daginn. Fram kom að lítið hefur áunnist í málefnum aldraðra Vesturbæ- inga á liðnu ári og því full þörf á að samtökin haldi þeim málum vel vakandi áfram. Gestir fundarins voru þrír. Þau Vilma og Matti sem Ieku nokkur fjörug lög í fundarhléi og loks Leifur Blumenstein bygginga- fræðingur, sem flutti einkar fróð- legt erindi um endurbyggingu eldri húsa í eigu Reykjavíkurborg- ar. Núverandi stjórn samtakanna skipa: Arnlaugur Guðmundsson formaður, Brynhildur K. Ander- sen, Guðrún Magnúsdóttir, Heim- ir Sigurðsson og Þorsteinn Vil- hjálmsson. Nýir félagar geta skráð sig hjá Sögufélaginu, Fischersundi. (Fréttatilkynning) Leiðsögumenn vilja náttúru- fræðisafn MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi áskorun frá Félagi leið- sögumanna á íslandi: Fundur í stjórn FL hinn 21.6. 1985, skorar á viðkomandi yfirvöld að stuðla nú þegar að byggingu náttúrufræðisafns á hentugum stað í Reykjavík. Slíkt safn mun m.a. stuðla að auknum áhuga íslendinga á eigin landi, auka skilning útlendinga á sérstöðu íslenskrar náttúru og efla náttúruvernd. og starfi. Við öll sem með henni störfuðum munum sakna hennar sem góðs félaga. Dídí var það til lista lagt að geta spilað á gítar og þá naut hún sín í góðum félags- skap. Enginn sem ég þekki hafði annað en hlý og góð orð um Dídí. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Gísli Þorvaldsson frá Norðfirði. Þeim varð fjögurra barna auðið. Þau eru öll búsett á Höfn utan ein dóttir, búsett á Reyðarfirði. Einn- ig ólu þau upp frá 12 ára aldri systurdóttur Dídíar. Gísli háði sína baráttu í veik- indum hennar og veitti henni all- an þann andlega stuðning sem nokkur kostur var á. Ég og fjölskylda mín vottum Gísla, börnum, tengdabörnum sem og öllum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Yndislegar minningar um góða eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og vinkonu gleymast aldrei. Hafi hún þökk fyrir allt. Karen + Hugheilar þakkir fyrir samúö og vináttu viö andlát og útför INGUNNAR SIGRÍDAR ÁGÚSTSDÓTTUR, sérstakar þakkir til starfsfólks Landspítalans fyrir umönnun og nærgætni. Björn Árnason, Kristín Björnsdóttir, Árni B. Björnsson, Sigríöur Björnsdóttir, Sigríöur Pálsdóttir, Friörik Már Baldursson, Halldóra K. Bragadóttir, Björn Ágúst Björnsson. Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og bálför fööur okkar, tengdafööur og afa, GUDJÓNS B. JÓNSSONAR, Bifreióarstjóra. Erla Björk Guðjónsdóttir, Dagfinnur Ólafsson, Guóbjörg Svala Guójónsdóttir, Ólafur Hauksson, Sigurður Viöar Guöjónsson, Anna Fugaro, Jón Kristinn Guójónsson og barnabörn. EINNIG FYRIR ISLENDINGA ÓDÝR 7 DAGA fjölskylduferð í Þórsmörk, Skaftafell og Landmannalaugar per Tikteaaódýrasú 7 daga ^ðamögu'ejkir'n tJöW, Sö'skýWWerð. sögn er vindsængur 09 er tv®r ®. risPsyfssís. teröir <Yri.r. ^ppaö og «Y9^r manú Einnig 6 daga gönguferð á kr. 7500,- FERÐASKRIFSTOFAN MTONÆTURSÓL STEINÞÓR ÓLAFSSON LAUGAVEGI 62 - SÍMI 28060, HS. 43758.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.