Morgunblaðið - 05.07.1985, Síða 5

Morgunblaðið - 05.07.1985, Síða 5
M,ORfiTOBlAÐip, FQgTUPAGUR þ,JÚLÍ 19$5 Aðalfundur Krabbameinsfélags íslands 1985: Fagnaö gildistöku nýrra tóbaksvarnarlaga SKÝRSLA stjórnar Krabbameinsfélags íslands var í fyrsta sinn gefin út ( fjöl- riti. Aðalfundur Krabbameinsfélags ís- lands var haldinn 31. maí sl. For- maður félagsins, dr. Gunnlaugur Snædal, flutti skýrslu stjðrnar, sem nú var gefin út, í fjölriti, í fyrsta sinn. Fram kom, að umsvif og starf- semi félagsins aukast stöðugt og við flutninginn í Skógarhlið 8, húsið sem þjóðin gaf, hefur öll aðstaða ger- breyst til hins betra. Helstu starfs- þættirnir eru leit að krabbameinum, frumurannsóknir, krabbameins- skráning og útgáfu- og fræðslustarf. Nýir starfsþættir bætast við. Á árinu var komið á fót bókasafni þar sem lærðir og leikir eiga í framtíðinni möguleika á að nálgast upplýsingar og heimildir um krabbamein. Röntg- endeild var einnig tekin i notkun, þar sem teknar eru röntgenmyndir af brjóstum kvenna i því skyni að finna krabbamein á byrjunarstigi (mammography). Þá gat formaður um framtíðarverkefni og er krabba- meinsleit í neðri hluta meltingar- vegar eitt þeirra. Annað eru lífsýna- rannsóknir. Þykir ísland kjörið land til að stunda slíkar rannsóknir. Nefnd hefur verið stofnuð til að vinna að þessu máli. Árið 1986 verður „Norrænt átak“, þar sem öll krabba- meinsfélögin á Norðurlöndum munu safna fé til grunnrannsókna og er forseti Islands, Vigdís Finnboga- dóttir, verndari söfnunarinnar hér- lendis. Ný lög voru samþykkt á fundinum og felast breytingarnar aðallega í því að auðvelda aðildarfélögum að tengj- ast heildarsamtökunum, hafa skýrari ákvæði um stjórnun og rekstur og síðast en ekki sist að taka fjármálin fastari tökum. Gunnlaugur Snædal var endur- kjörinn formaður, en aðrir í stjórn eru: Erlendur Einarsson, Tómas Árni Jónasson, Hjörtur Hjartarson, Vig- dís Magnúsdóttir, Ólafur örn Arnar- Átta af tólf Eyjabátum búnir með humarkvótann Vestmannaejjum, 4. júní. ÁGÆTLEGA hefur gengið hjá humar- bátum að veiða upp í kvóta sína, betur en margar undanfarnar vertíðir. Aðeins 4 af 12 Eyjabátum eiga enn eftir sam- tals 7,2 tonn af kvótanum og er þá átt við slitinn humar. Þeir fyrstu kláruðu að veiða upp í kvóta sína 10. júní sl. Heildarkvóti Eyjabátanna 12 var alls 73,7 tonn af slitnum humri og er meðal humarveiðimanna ríkjandi mikil óánægja með það hversu kvóti þeirra er lítill. Óvenjulíflegt hefur verið hér í allri útgerð í sumar en vanalega er lítið róið yfir sumarmánuðina og þeir þá gjarnan notaðir til skveringa á bát- unum. Það er fyrst og fremst gámaút- flutningurinn sem hefur lífgað upp á ástandið enda hefur sá útflutningur gefið góða raun og raunar bjargað margri útgerðinni eftir slaka vetr- arvertíð á trollinu. Aðeins er vitað um einn bát sem hefur hætt veiðum þar sem kvóti hans var uppurinn, en allmargir bátar eru orðnir tæpir í þorski. Aðrir hafa getað haldið áfram veiðum með því að fá færðan yfir til sín kvóta frá öðrum skipum. Nokkrir bátar hafa hætt veiðum og farið í skveringar, þar á meðal afla- skipið Suðurey. Ekki er talið að kvót- inn bindi marga báta við bryggju, þvi margir munu fara á síldveiðar i haust. Þá er talið víst að kvótinn end- ist togurunum sjö fram til áramóta. Mjög vel aflaðist hér í júnímánuði og ánægjuleg aukning hefur orðið á þorski í aflanum. í júní komu hér á land 1.602 tonn af þorski frá togurum og bátum, en 515 tonn sama mánuð í fyrra. Þess má geta að þetta er mesta þorskmagn sem togarar hafa lagt á land ( einum mánuði allt frá því í apríl 1981. son, Sigurður Björnsson, Almar Grímsson, Gunnar Hansson, Sigur- steinn Guðmundsson, Björgvin Lúth- ersson, Matthías Johannessen og Auður Guðjónsdóttir. Forstjóri fé- lagsins er dr. G. Snorri Ingimarsson og framkvæmdastjóri Halldóra Thoroddsen. Hjörtur Hjartarson, sem hefur verið í stjórn Krabbameinsfélags Is- lands síðan 1952, var heiðraður sér- staklega í tilefni þess að hann varð sjötugur í vor. Krabbameinsfélaginu hafa borist margar góðar gjafir, þar á meðal fé til kaupa á ferðaröntgentæki, sem fé- lagið hyggst kaupa til að sinna lands- byggðinni. Aðalfundur Krabbameinsfélags Is- lands samþykkti eftirfarandi ályktun um tóbaksmál: „Aðalfundur Krabbameinsfélags tslands 1985 fagnar samþykkt og gildistöku nýrra tóbaksvarnarlaga og telur að með þeim sé stigið mikilvægt skref i heilbrigðismálum þjóðarinn- ar. Fundurinn heitir á landsmenn að sameinast um að gera lögin að virku tæki i baráttunni fyrir reyklausu umhverfi og betra heilsufari almenn- ings. Jafnframt vill fundurinn taka und- ir það sjónarmið að fyrirkomulag á innflutningi, dreifingu og verðlagn- ingu tóbaks eigi að miða að þvi að halda tóbaksneyslu I lágmarki." Elsa Guðbjörg fer með eftir Laufeyju Jakobsdóttur Ljóð flutt á táknmáli í Skonrokki f SKONROKKI verður flutt ís- lenskt lag í kvöld. Það er lagið „Lífsbókin" af nýrri plötu þeirra Bergþóru Árnadóttur og Grahams Smith, „Það vorar". Ljóðið er eftir Lauf- eyju Jakobsdóttur en lagið eftir Bergþóru. Ellefu ára gömul heyrnarlaus stúlka, Elsa Guðbjörg, mun flytja ljóðið á táknmáli, við undirleik þeirra Bergþóru og Grahams.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.