Morgunblaðið - 05.07.1985, Page 10

Morgunblaðið - 05.07.1985, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1985 Sumartónleikar í Skálholtskirkju: Tveir danskir hljóð- færaleikarar hefja tónleikaröðina UM NÆSTU HELGI hefjast sumartónleikar í Skáiholts- kirkju og verða þeir um hverja helgi fram í ágústmánuð. Að sögn Þorsteins Helgasonar sem hefur aðstoðað við skipulagn- ingu tónleikana verður haldin norræn tónlistarhátíð í Skálholti í sumar. „Tilefnin eru mörg. 300 ár eru liðin frá fæðingu Jóhanns Se- bastian Bachs, Georgs Friedrichs Hándels og Domenicos Scarlatti og síðast en ekki síst vegna þess að nú eru tíu ár liðin frá upphafi Skálholtstónleika. Tónleikarnir eru þannig byggðir upp að um hverja helgi, laugardag og sunnudag, leikur hópur tón- listarmanna frá einu Norðurland- anna. Margir þeirra eru helstu barokktónlistarmenn á Norður- löndum og eru sérmenntaðir á þvf sviði. Ég nefni sérstaklega Ketil Haugsand frá Noregi sem er tal- inn einn besti semballeikari f c^T'IO ÁRCfjb ___ SUMARTÓNLEIKAR í SKALHOLTSKIRKJU ?ooar (SSaek - Qdtandd-KSbcníttítt TÓNLISTARHÁTÍÐ )úl( og ágúsl 1985 *»•«>' •»••( <■*» * ax ú ;ug«H heimi og Elinu Mustonen, tvítuga stúlku sem spáð er mikilli framtfð. Hún leikur einnig á sembal." „Á efnisskránni verða eingöngu verk eftir Bach, Hándel og Scar- latti. Hér er um að ræða sónötur, svítur og einleiksverk fyrir fiðlu, flautu, gömbu og sembal og til að mynda flytur Haugsand Gold- berg-tilbrigðin eftir Bach á tón- leikunum 27. júlí.“ Sumartónleikarnir hefjast með mikilli viðhöfn. Á laugardaginn verða flutt ávörp, meðal annars flytur Dr. Jakob Benediktsson er- indi um tónlistarlff f Skálholti f tið meistaranna þriggja og kór Menntaskólans í Hamrahlíð flytur mótettu Bachs „Lofið Drottin, all- ar þjóðir“. Barokktónlist er eins og djassinn Fyrstu gestir sumartónleikanna koma frá Danmörku. Þeir eru Lars Ulrik Mortensen semballeik- ari og Toke Lund Christiansen sem leikur á barokkflautu. Lars Ulrik er fæddur 1955. Hann hlaut menntun sina í Kon- unglega danska tónlistarskólanum f Kaupmannahöfn og hjá Trevor Pinnock í London. Hann hefur haldið einleikstónleika og leikið með kammersveitum víða um heim og er einn virtasti semball- eikari Dana um þessar mundir. Toke Lund Christiansen lauk námi frá Konunglega danska tón- listaháskólanum árið 1970. Hann fór í framhaldsnám hjá Willian Bennett og Marcel Moyse og lærði á barokkflautu hjá Bart Kuijken. Hann hefur verið flautueinleikari með sinfóníuhljómsveit danska útvarpsins frá 1%9 og leikið inn á fjölda hljómplatna. Hann hefur haldið tónleika beggja vegna Atl- antshafsins og m.a. flutt flautu- konsert Atla Heimis Sveinssonar. Hann hefur einnig hlotið fjöld við- urkenninga, til að mynda Carl Nielsen-verðlaunin. Við upphaf tónleikanna flytur Lars Ulrik sónötur eftir Scarlatti en saman flytja þeir Toke Lund sónötur eftir Hándel og Bach. Reyndar hafa þeir nýlokið við að leika þá efnisskrá inn á hljóm- plötu. Blaðamann bar að þar sem þeir félagar voru við æfingar í Nor- ræna húsinu. „Ég leik á barokkflautu sem kallast „Flauto Traverso" og er fyrirrennari nútíma þverflaut- unnar," sagði Toke Lund þegar hann var inntur eftir fornfálegu hljóðfæri í hendi hans. „Sú sem ég nota mest var smiðuð í Danmörku á 18. öld en til vara ég hef einnig með mér nýja eftirlíkingu . Þótt flautuverk gömlu meistaranna séu leikin nú á þverflautu voru þau öll skrifuð fyrir þetta hljóðfæri og á það er einungis leikin tónlist frá 17. öld.“ „Við höfum tekið þann kost að spila barokktónlist á hljóðfæri þess tíma og það er ekki fyrr en á allra síðustu árum að sú stefna var valin," skýtur Lars Ulrik inn i. „Fyrir um 50 árum voru aðeins notuð hljóðfæri sem eru algengust i dag og þau gömlu voru gleymd. Það er alkunna að tónlist al- mennt og tækni við hljóðfæraleik hefur tekið stakkaskiptum frá tíð Bachs og ein af ástæðum þess að við notum gömlu hljóðfærin er að við viljum reyna að átta okkur á hvernig tónskáldin hugsuðu sér verkin og hvernig þau voru leikin í þá daga. Tónlistin og hljóðfæri frá 17. og 18. öld hæfa hvort öðru ævin- týralega vel. Það er augljóst að til dæmis semballinn fær tónverk til að hljóma á allt annan máta en ef leikið væri á píanó." Toke tekur undir orð Lars og telur að í vissum skilningi sé það framúrstefna að leika barokktón- list eins og hún er upphaflega skrifuð. „Ég starfa í ríkistónlist- arráði danska menningarráðu- neytisins og fór á ráðstefnu í Stokkhólmi í fyrra. Þar kom fram að framúrstefnu i sígildri tónlist (Avant Garde) má skipta í tvennt. Annars vegar eru ungu tónskáldin og hins vegar þeir tónlistarmenn sem endurskapa þá stemmningu sem var í kringum gömlu tónlist- ina. Barokktónlist er eins og djass, það á að spinna í kringum stefið. Ef rýnt er í upphaflegu nóturnar frá Bach, Hándel, Scarlatti og fleiri meisturum kemur í ljós að þeir skrifuðu aðeins beinagrind að tónverkunum sem gáfu flytjend- unum lausan tauminn til að flétta því inn í sem þeim fannst fara vel. Sígild tónlist seinni tíma býður í fæstum tilfellum upp á að hljóðfæraleikarinn fái að nýta hugmyndaflugið. Maður spilar það sem stendur i nótunum og ekkert annað. En það er eins með þetta og annað í þessum heimi að menn eru ekki á eitt sáttir hvernig á að spinna í kringum laglinuna. Þótt í gamla daga hafi verið skrifaðar margar þykkar skruddur um hin ýmsu tilbrigði og tónskáldin sjálf jafnvel látið fylgja nákvæma út- færslu á verkinu eru menn mjög ósammála. Það er of flókið mál til að fara út í hér en deilurnar hafa orðið svo harðar að til skamms tíma neituðu Englendingar og Hollendingar að að spila hver með öðrum. Hvað okkur varðar fylgjum við engri ákveðinni stefnu I þessum málum og það er erfitt að lýsa nákvæmlega af hverju við notum frekar þetta tilbrigðið en hitt. Hvort maður er sprenglærður í faginu skiptir I rauninni litlu máli. Maður leitar ekki í töflum að tilbrigði sem gæti hugsanlega átt við. Aðalatriðið er að manni liði vel í kringum tónlistina." Sök bítur sekan Kvikmyndlr Sæbjörn Valdimarsson AUSTURBÆJARBÍÓ: RAUNIR SAKLAUSRA (ORDEAL BY inník:ence) *■/» Golan-Globus framleiðsla, leik- stjóri: Desmond Davis. Handrit Aklexandra Stewart, byggt á sam- nefndri skáidsögu Agöthu Christie. Kvikmyndataka Billy Williams, BSC. Tónlist Dave Brubeck. Aðal- hlutverk: Donald Sutherland, Christopher Plummer, Sarah Mil- es, Faye Dunaway, Ian McShane, Diana Quick. Bresk, gerð af Cann- on. Frumsýnd 1985. Sýningartími: 90 mín. Vísindamaðurinn Donald Sutherland er í þann veginn að leggja upp í tveggja ára rann- sóknarleiðangur til Suðurheim- skautslandsins þegar hann býð- ur ungum manni far með sér bæjarleið. Sá gleymir minnisbók í bifreiðinni. En þegar úr leið- angrinum kemur og Sutherland getur loks skilað bókinni kemst hann að því að eigandinn hefur verið tekinn af lífi fyrir að myrða móður sina, að auki var morðið framið á nákvæmlega sama tíma og hann ók með Suth- erland. Réttlætiskennd vísinda- mannsins skipar honum að hreinsa þennan farþega sinn af glæpnum, þar sem hann var tek- inn saklaus af lífi, því vitnis- burðar Sutherland naut ekki við. En hin efnaða og furðulega fjöl- skylda þess líflátna er ekki á því að taka málið upp að nýju. Og við erum komin í heim Agöthu Christie, í samféW ara- grúa persóna, ógeðfelldra at- burða og gruggugrar samvisku sem þar ræður löngum ríkjum. Aðgerðir áhugalöggunnar Suth- erland eru ekkert sérlega forvitnilegar og þaðan af síður spennandi svo myndin vekur hjá manni takmarkaðan áhuga. Þá kubbar leikstjórinn frásögnina í sundur með síendurteknum aft- urhvörfum til morðsins og aftök- unnar. Þegar frammí sækir verða þessi vinnubrögð bæði leiðigjörn og hvimleið þar sem þau auka ekki spennuna heldur teygja aðeins lopann. Raunir saklausra er tekin í hinu fagra Devon-héraði í Suð- vestur-Énglandi. í litlu, þoku- menguðu sjávarplássi sem má segja að sé besti hluti myndar- innar, auk búninga og leikmuna frá síðari hluta sjötta áratugar- ins, sem endurskapa hann með ágætum. Prýðis leikarar hressa ekki upp á myndina neitt sem nemur. Plummer er snöfurmannlegur að vanda og Sutherland getur smjattað á flatneskjulegustu setningum. Ian McShane sýnir hæfileika f örlitlu hlutverki. Tónlist Dave Brubeck mundi sóma sér vel á plötu. Svo virðist, einfaldlega, að Ordeal by Inno- cence sé ekki ein af þeim sögum leynilögregluskáldjöfursins, sem hentar til kvikmyndagerðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.